blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 12. JULI 2007 blaöiö LÍFSSTÍLL48K 48k@bladid.net ■ „Hreyfingar karakteranna eru mjög raun- verulegar og sama hreyf ingin er aldrei end- urtekin, hvort sem það er hvernig Nathan hoppar eða hvernig óvinir hans falla" KÍLÓBÆT • Haltu þig við ræðuhöldin Microsoft-kynningin á E3-sýning- unni bauð upp á margt spennandi en það sem vakti án efa mesta athygli var Rock Band-kynn- ingin þar sem æðsti guð Xbox 360, Peter Moore, tók lagið með hönnuðum leiksins. Þar sannaði Moore í eitt skipti fyrir öll að hann ætti að halda sig frá tónlistinni því verri gítarleikari er sjaldséður og söngröddin var heldur ekki upp á marga fiska. • Díet-Buzz? Á Microsoft-kynn- ingunni var einnig kynntur til sögunnar nýr leikur að nafni Scene- It sem mun vera byggður á vinsælu borðspili um kvik- myndir. Á kynningunni var mikið gert úr snilldarlegri hönnun stjórntækjanna sem munu fylgja leiknum en þau eru keimlík stjórntækjunum í hinum vinsælu Buzz-leikjum sem eru Playstation-eigendum að góðu kunn. • Elite í Evrópu Það hefur loksins verið staðfest hvenær Evrópubúar geta fjárfest í Elite-útgáfu Xbox3öo en 24. ágúst munu evrópskar leikjabúðir fara að bjóða upp á þessa stórgóðu útgáfu hinnar vinsælu leikjavélar. Enn hefur verðið á vél- inni ekki verið gefið upp. • Útsala útsala Það hefur lengi verið beðið eftir því að Playstation 3 lækkaði í verði og það gerðist nú fyrir nokkrum dögum að PS3 lækkaði um 100 doll- ara í Banda- ríkjunum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og sala á PS3-vélum á amazon.com jókst um hvorki meira né minna en 2800 prósent. • Evrópa líka? í tengslum við verðlækkun PS3 í Bandaríkjunum er beðið í ofvæni eftir því að vita hvort önnur markaðssvæði fá líka væna verð- lækkun. Seinna í dag er von á tilkynningu frá Sony og herma heimildir að sambærileg verð- lækkun sé á leiðinni fyrir Evrópu, Asiu og Ástralíu og óstaðfestar heimildir herma að þessi verð- lækkun taki gildi á morgun. • iMac í álið? Samkvæmt nýjum orðrómi er búist við að Apple-tölvu- risinn muni uppfæra iMac-tölv- urnar á næstunni, jafnvel strax í ág- úst. Uppfærslan þykir vera stór með alveg nýju útliti á tölvunum. Eiga tölvurnar nú að vera í álum- gjörð og minnka talsvert. Nýja út- litið á að minna á Cinema Display-skjána. Nýtt lykla- borð á líka að fylgja uppfærslunni, það nýja ku vera byggt á lyklaborði iBook-ferðatölvanna. Þá er bara að bíða og sjá hversu áreiðanlegur þessi orðrómur er. • Stafrænn Matt Groening Simp- son-kvikmyndin er nú á næsta leiti og með henni mun fylgja allskyns Simpson-varningur, þar á meðal nýr tölvuleikur. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að gera Simpson-leild en yfirleitt hafa þær mistekist illilega. f þessum nýjasta leik mun enginn annar en Matt Groening, skapari Simpsons, verða endakallinn, en að hans sögn mun þetta verða tölvuleikur um tölvu- leik. Leikurinn er væntanlegur í haust á allar helstu leikjatölvur. • Græða á tá og fingri Nintendo hefur það svo sannarlega gott um þessar mundir. Wii- og DS-vél- arnar seljast mun hraðar en tölvur keppinautanna. Það sem af er árinu hefur Nin- tendo selt 11 millj- ónir DS-tölva og hátt í 6 milljónir Wii-tölva, og það aðeins í Evrópu. Nintendo fór einnig nýlega fram úr Sony á topp tíu lista yfir mikilvægustu jap- önsku fyrirtækin. FINNDU ÚT HVAÐ BLUETOOTH GETUR GERT FYRIR ÞIG GFPni.___________________ V£RDsAlVIANBUfíÐ | RÐ Farsimalagennn.is ©Bluetootlí Uncharted: Drake's Fortune og Lair eru væntanlegir á Playstation 3 Drekar og týndar eyiar Af öllum þeim leikjum sem væntanlegir eru fyrir Playstation 3-tölvuna eru Uncharted: Drake's Fort- une og Lair líklegast þeir sem hvað mest eftirvænt- ing ríkir um. Eftir Elías R. Ragnarsson elli@bladid.net Uncharted er gerður af Naughty Dog-fyrirtækinu. Naughty Dog á sér langa sögu með Sony. Þeir sköpuðu Crash Bandicoot-karakterinn fyrir fyrstu Playstation og Jak & Daxter fyrir Playstation 2. Ólíkt fyrri leikjum Naughty Dog er Uncharted meira ætlaður eldri leikendum, en fyrri leikir þeirra hafa verið aðgengilegir öllum ald- urshópum. Leiknum má lýsa sem blöndu af Indiana Jones og Tomb Raider-leikjunum nema með karl- manni í aðalhlutverki. Innan fyrir- tækisins var oft gert grín að því og leikurinn kallaður „Dude Raider“. í Uncharted fer maður í hlutverk Nathan Drake, en hann á að vera af- komandi könnuðarins Sir Francis Drake. Nathan er í fjársjóðsleit þegar flugvél hans brotlendir á gleymdri eyju í miðju Kyrrahafi. Hann er þó ekki einn, því fleiri eru á eyjunni í leit að fjársjóðnum. Einn sá fullkomnasti Tæknilega séð er leikurinn með þeim fullkomnari sem til eru. Eyjan er mjög stór og það er enginn hleðslu- tími í leiknum. Hreyfingar karakt- eranna eru mjög raunverulegar og sama hreyfingin er aldrei endurtekin, hvort sem það er hvernig Nathan hoppar eða hvernig óvinir hans falla. Frumskóg- urinn er ótrúlega raunverulegur, laufin á trjánum blakta í vindinum ásamt grasinu á jörðinni, sólin skín í gegnum skóginn og trén varpa skugga á alla hluti í rauntíma. And- lit karaktera eru líka þau raunveru- legustu sem sést hafa í tölvuleikjum hingað til. Svipbrigðiþeirrabreytast eftir aðstæðum og gerir það leikja- spilunina enn raunverulegri. Drekarog riddarar Lair er gerður af Factors, fyrirtæki sem í gegnum árin hefur eingöngu framleitt leiki fyrir Nintendo. Fyr- irtækið sleit sambandi sínu við Nin- tendo og framleiðir nú eingöngu fyrir Playstation. Lair er fyrsti leikur þeirra á nýju leikjatölvuna og er hans beðið með eftirvæntingu, enda Fac- tor5 þekkt fyrir að framleiða aðeins fyrsta flokks leiki. Lair gerist í miðaldaheimi þar sem stríð geisar. Þar fljúga hermenn um á drekum og spúa eldi yfir óvin- ina. í leiknum fær maður að stjórna dreka í stórfenglegum orrustum í háloftunum. Leikurinn nýtir Six- axis-stýripinnann til hins ýtrasta, en flugi drekans er stjórnað með því að halla stýripinnanum í þá átt sem maður vill fara. Grafík leiksins er hreint út sagt ótrúleg, hvort sem maður er flúgandi yfir borginni eða á hafi úti. Eldur og reykur er eins raunverulegur og hann gerist og orr- usturnar eru epískar. Það þarf þó að bíða eftir því að geta spilað þessa leiki. Lair er vænt- anlegur í haust og Uncharted ekki fyrr en í vetur. GIGABÆT Pixlarnir snúa aftur Fyrir þá sem geta ekki lifað án þess að fá sinn daglega skammt af Sudoku-þrautum þá er leikurinn Picross DS líklega algjör himna- sending. Leikurinn snýst um að setja punkta á rétta staði á neti sem er mismunandi stórt en þó aldrei minna en 10x10 reitir. Eftir því sem punktarnir raðast niður á rétta staði fara þeir að mynda mynd af einhverju ákveðnu fyrirbæri svo sem ávexti, fiski eða dýri. Það er í raun tilgangurinn í leiknum, að teikna mynd í kapp við tímann og ef það tekst þá lifnar myndin í mjög frumstæðri grafík. Picross DS er því í raun óður til einfaldari tíma þegar persónur í tölvuleikjum sam- anstóðu af nokkrum vel staðsettum punktum sem mynduðu ásættan- lega heildarmynd. Fyrst þegar ég tók pennann sem fylgir DS-vélinni í hönd og hóf að leysa þær fjölmörgu þrautir sem leikurinn hefur upp á að bjóða hugs- aði ég að þetta væri eitthvað sem ég myndi aldrei nenna að standa í. Graf- íkin minnti einna mest á Commo- dore 64 og barnalegt viðfangsefnið var engan veginn að gera sig. Því varð ég mjög hissa þegar ég rank- aði við mér tveimur tímum seinna og var þá í fjórðu tilraun að teikna höfrung á nógu skömmum tíma. Picross er nefnilega, þegar litið er framhjá frumstæðri grafík, sem þó þjónar sínum tilgangi, fjandi ávana- bindandi og getur fólk gleymt sér tímunum saman við að teikna hin ýmsu fyrirbæri. Leikurinn býður upp á nokkrar mismunandi styrkleikastillingar og ættu því byrjendur sem lengra komnir að finna eitthvað sem reynir á gráu sellurnar. Einnig býður leik- urinn upp á mismunandi þemu svo sem dýr í Afríku, fiska, fugla og ávexti og er því margt sem hægt er að teikna. Picross DS er stórmerki- legur leikur sem reynir vel á gráu sellurnar en hann er því miður ekki mikið fyrir augað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.