blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 29

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 29
- ii 4 'k t; jMtt ] Viljinn fyrir hendi Stúlknalandsliðið klárt fyrir Evrópukeppnina H Stuðnings er þörf Nú er vika í að hér fari fram úr- slitakeppni Evrópumeistaramóts kvennalandsliða undir 19 ára aldri en þar etja íslensku stúlkurnar kappi við hörð- ustu kvennaþjóðir álf- unnar. Stúlkurnar okkar eru ekki í hópi þeirra sig- urstranglegri en með réttu hugarfari og góðurn stuðn ingi hér á heimavelli eru allir vegir færir. Olafur Þór Guð- björnsson, þjálfari ís- lenska liðsins, er bjart- sýnn. Engin pressa er á íslensku stúlkunum og hætt er við að stöku mótherjar vanmeti ís- lendingana en ísland var eina liðið WOMEN'S UNDER19 CHAMPIONSHIP lceland 2007 sem ekki þurfti að taka þátt í undan- keppni þar sem um gestaþjóð er að ræða. Stúlkunum hefur gengið vel í æfingaleikjum og falli öll púsl á réttan stað á réttum tíma er ekki loku fyrir það skotið að stúlk- urnar okkar komi á óvart. Leikir munu fara fram víða á höfuðborgarsvæðinu en einnig fara leikir fram á Akranesi og í Grindavík. Hvetur Blaðið alla vopnfæra einstak- * linga til að styðja við stúlkurnar enda hefur ekkert íslenskt landslið áður haft svo góða möguleika á að ná ár- angri í úrslitakeppni. LEIKMENN LIÐSINS FÉLAGSLIÐ LEIKIR Agnes Þóra Árnadóttir KR Anna Garðarsdóttir Valur Anna Þórunn Guðmundsdóttir Grindavík Ása Dögg Aðalsteinsdóttir Valur Elínborg Ingvarsdóttir Grindavík Fanndfs Friðriksdóttir Breiðablik Guðný Björk Óðinsdóttir Valur Guðrún Erla Hilmarsdóttir Breiðablik Hlín Gunnlaugsdóttir Breiðablik Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir Fylkir Kristrún Kristjánsdóttir Fjölnir Laufey Björnsdóttir Breiðablik Linda Rós Þorláksdóttir Valur Petra Lind Sigurðardóttir Breiðabiik Rakel Hönnudóttir Þór Rúna Sif Stefánsdóttir Fjölnir Sandra Sif Magnúsdóttir Breiðablik Sara BjörkGunnarsdóttir Haukar 6 5 6 9 4 3 7 14 9 2 10 12 8 6 5 6 13 4 Milljarðamæringamir í enska boltanum Séðir í viðskiptum Það kann að virðast mótsagna- kennt miðað við allt hið slæma um- tal sem Glazer-íjölskyldan hlaut vegna kaupa sinna á Manchester United á sínum tíma og allan þann niðurskurð sem fylgja átti í kjöl- farið að hingað til í sumar hefur enginn milljarðaeigandi félags- liðs eytt jafn miklum peningum í leikmannakaup. Kaup Liverpool á Fernando Torres í vikunni á 2,4 milljarða króna þóttu til vitnis um að nýir bandarískir eigendur væru loks að opna hirslur sínar eins og lofað var þegar kaup þeirra á liðinu gengu í gegn. I kjöl- farið var Yossi Benayoun keyptur á 500 milljónir og fyrir liggur að t,2 milljarða tilboði liðsins í Ryan Babel verður að líkindum tekið. Kaup fyrir fjóra milljarða hljóma vel en þar með er sagan ekki öll sögð. Félagið fær nefnilega tæpa þrjá millj- arða fyrir sölu á Bellamy, Cissé, Luis Garcia, Mark Gonzales og Sinama- Pongolle. Eigendurnir eyða því að- eins rúmum milljarði króna sem er helmingi lægri upphæð en keypt var fyrir síðasta sumar. Á meðan hefur Alex Ferguson í skjóli Malcolm Glazer keypt leik- menn fyrir 8,6 milljarða í sumar og enn hefur enginn verið seldur. Meira að segja Roman Abramovich, eigandi Chelsea, heldur nokkuð þétt um budduna nú miðað við það. Alex brosir breitt Eigandi United hefur eytt sjö milljörðum króna meira í leikmannakaup hingað til en eigendur Liverpool. Næðingur Allnokkrir af bestu kylfingum heims spila nú á Opna skoska meistaramótinu í Loch Lom- ond til að undirbúa sig undir Opna breska meistaramótið sem fram fer eftir viku á Carnoustie-vellinum. Sá þykir einn sá erfiðasti í golfheimum en kannski fyrst og fremst vegna næðings og vinda sem blása þar. Slæm áhrif Kappaksturshetjan finnska Kimi Raikkonen þjáist af minnimáttarkennd gagn- vart Michael Schumacher og vinnur ekki keppni þegar sá mikli meistari er viðstaddur. Þetta hefur þýska blaðið Bild reiknað út en Schumacher hefur oftar en ekki verið við- staddur keppni eftir að hann hætti sem sérlegur ráðgjafi Ferrari-liðsins. Hvíslað hefur verið í þarlendum miðlum um hríð að Schumacher hafi hug á að keppa aftur og hætta við Beðið eftir Alfreð Enn bíður Handknattleikssam- band íslands eftir svari Alfreðs ■- Gíslasonar um hvort hann hyggist halda áfram þjálfun íslenska handboltalandsliðsins. Alfreð tók sér nokkurra vikna frest og vill gjarnan halda áfram en er önnum kafinn maður. Búist er við svari í lok þessa mánaðar en þá verða línur farnar að skýrast hvað félagslið hans varðar. Landiö er fallegra á löglegum hraöa 6 Umferdarstofa Feröamátastofa www.ferdalag.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.