Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 17

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 17
EVE er fjölþáttökuleikur sem gerist í mikilfenginni veröld. Þessi veröld stjórnast af ofur kapítalískum efnahag þar sem er geimflug er undir- staða verslunar,samgangna,og deilna.Takmark þitt er að koma sjálf- um þér á framfæri sem áhrifamikilli persónu sem nýtur traust vina sinna og virðingu óvina sinna. EINSTAKAR PERSÓNUR Valiðstendurá milli fjögurra kynþátta;Caldari, Minmatar, Gallente og Amarr. Þú getur nær algjörlega sérhannað útlit persónu þinnar, skapað þína eigin einstöku sögupersónu.Per- sónan þín þróast með ítarlegu hæfileikakerfi sem endurspeglar starf hennar.Vertu snilling- ur í viðskiptum, verðlaunaður vísindamaður eða óttaðasti sjóræningji vetrarbrautarinnar... valið er þitt. DÓMUR Ef þessi leikur er jafn frábær í spilun og hann lítur út fyrir að vera ættu ccp að vera með mega-hit í höndunum. www.womangamers.com DÓMUR Gott? Nei,framúrskarandi er orðið sem ég er að leita eftir. Grafíkin lítur án efa mun betur út en nokkur annar geimleikur hefur upp á að bjóða. www.woodooextreme.com NÁKVÆMT UMHVERFI. Heimurinn nær yfir 5000 sólkerfi í fjölbreytilegu og nákvæmu umhverfi, fylltur spennu og ævintýrum. Svæði full af sjóræningjum, verslunarleiðir, hertekin landamæri, námusvæði, stjörnum stjórnað af hryðjuverkasamtökum og herskáum trúarhópum. Umdeild pólitísk svæði, stríðssvæði, uppreisnir, svarthol og falleg könnunarsvæði eru meðal þeirra ótúlega atburðarása sem þú getur kynnst á leið þinni til dýrðar. KVIKMYNDALEGTYFIRBRAGÐ & ÞRIÐJU PERSÓNU SJÓNARHORN Eve er leikinn í þriðju persónu. Þú horfir á heiminn gegnum augu myndavélavélmennis sem svífur fyrir utan skip þitt. Þetta gefur þér mun betri tilfinningu fyrir heiminum en hið hefð- bundna fyrstupersónu sjónarhorn. Þar af leiðandi getur þú horft á eftir eldflaugum þínum skjótast í skip óvina þinna og séð skip þitt alelda sem áhorfandi. HEIMSVIÐBURÐIR OG ÞRÓUN SÖGUÞRÁÐS Heimurinn er síbreytilegur og munu hlutir eins og springandi stjörnur, uppreisnir, hung- ursneyð, banvænar farsóttir, forsetakosningar og mannrán spilltra stjórnmálamanna vera daglegt brauð. Allt þetta er partur af stærri sögu sem skrifast á meðan á leiknum stendur. SPENNANDI FORSAGA. Sögurnar á bak við EVE eru fjölbreyttar. Þú getur grafið djúpt inn í heiminn til þess að safna mikilvægum upplýsingum svo sem ítarlegri sögu allra kynþáttanna, mörgum smásögum og tugum greina um fólk, staði og undur heimsins. Allar þessar upplýsingar spannast svo saman í risastóra alfræðiorðabók EVE sem gefur þér djúþa sýn í heiminn sem þú býrð í. VELDU ÞIN ÖRLÖG Þegar þú hefur leikinn byrjar þú á því að velja þér persónu og starfsvið. Þú getur orðið starf- samaður stórrar samsteypu.farið í herinn, verið lögregla, vísindamaður o.s.fr.Þú munt fá bún- að,verkefni og tengiliði í gegnum þann vettvang sem þú kýst þér.Á endanum gætir þú viljað frelsi og byrjað þína eigin starfsemi, stofnað fyrirtæki, gengið í sjóræningja klíku, smyglað eða orðið hausaveiðari. Möguleikarnir eru raunverulega endalausir. Vond eða góð, heiðarleg eða svikul, rík eða fátæk, sterk eða aum, þú ræður sjálf þínum örlögum. STOFNAÐU ÞITT EIGIÐ FYRIRTÆKI Þú getur stofnað þitt eigið fyrirtæki og ráðið aðra leikmenn í vinnu. Stórfyrirtæki geta eignast nýlendur og byggt geimstöðvar þar sem þeir geta stjórnað námugrefti og framleitt allskyns vörur. STÖÐUGSPENNA Þú getur leyst verkefni hvenær sem er i leiknum. Þau geta meðal annars verið sendiferðir, morð á sendiherrum, skiþanir um að elta uþþi alræmda glæpamenn eða skipuleggja og fremja árás í samráði við aðra leikmenn. ....... MANNLEG SAMSKIPTI Með þúsundir leikmanna hvaðan að úr heiminum er EVE ótrúleg félagsleg uþþlifun. Þú hefur kost á að halda skrá um fólk sem þú kynnist í gegnum leikinn og þannig getur þú byggt upp stóran gagnagrunn um hegðun vina þinna og óvina. Þegar þú hittir síðan leikmannin sem drap þig í sjóræningjafyrirsátinni þá munt þú vita það og hann mun gjalda fyrir það! Alræmdir leikmenn geta verið eltir upþi af hausaveið- urum í leit að réttlæti og auðvitað peningum. LEIKMAÐUR GEGN LEIKMANNI. Stór partur leiksins gerist í gegnum samskipti leikmannanna. Það er alltaf skemmtilegra að keppa á móti mennskum andstæðingi. En þar sem stórveldin líða ekki morð á sakleysingjum innan þeirra landamæra getur þú alltaf leitað verndar laganna og gert það gott á heiðarleg- an hátt, en dýrð kemur þeim sem þora. Enginn gefur þér vald, raunverulegt vald er eitthvað sem þú tekur.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.