Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 29

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 29
> Náttúruleysi er óhollt fyrir budduna Við þurfum að lifa í þessu landi. Það er mikil kúnst. Við þurfum að skakklapp- ast á háhæluðu skónum á Hverfisbarinn í hríðarbyl, sætta okkur við að vera gíslar lcelandAir af því að flugfargjöld eru svo há og síðast en ekki síst höfum við úr ónota- lega háum söðli að detta. Við (slendingar erum þriðja rlkasta þjóð í heimi,samkvæmt mæiingum World Economic Forum og Har- vard háskóla þegar notaður er mælikvarð- inn þjóðarframleiðsla per. mann. Margir aðrir mælikvarðar eru til og við erum í 5 -7 sæti á flestum þeirra.Þar með erum við sjálf- krafa komin í úrslit í keppninni um að verða ríkasta þjóð í heimi. Við þurfum að lifa í þessu landi. Þetta er helsta slagorð þeirra sem agitera fyrir virkj- unum á hálendinu.Við sem ekki kærum okk- ur um þessar sömu virkjanir erum hjartan- lega sammála.Við viljum mjög gjarnan lifa í þessu landi, en við viljum jafnframt vanda meðulin til þess að hér verði byggilegt sem lengst og afkom- an sé byggð á góðum grunni. Hagfræðinga grein- ir mjög á um hvort Kárahnjúkavirkjun muni gefa af sér tímabundinn arð eða hvort hún ereinungis skuldabaggi fyrir alla landsmenn. Athugið að þá er aðeins verið að tala um hvort hún borgi sig í afmörk- uðum skilningi. Það er að segja þegar ekkert annað er tekið með í reikninginn, til að mynda það hvers virði náttúran er okkur, jafnvel í beinhörðum peningum. Ef hins vegar dæmið er allt reiknað til enda er deginum Ijósara að Kárahnjúkavirkjun er mistök sem nánast væru hlægileg ef svo mikil verð- mæti væru ekki í húfi. Ekki eingöngu þau verðmæti sem við höfum stært okkur af svo lengi, að vera nokkurn veginn eina Evrópuþjóðin sem ekki er náttúrulaus,held- ur það sem við berum mesta virðingu fyrir hér um slóðir sem er peningar. Gróði. Grundvöllur þess að byggi- legt sé í landinu um langan aldur. Náttúra er nefnilega ekki eingöngu fyrir kanínur og fugla, hún hækkar sífellt í verði á meðan álið lækkar í verði, stöðugt og örugglega. Virkjanirá hálendinu eru ekki uppbygging heldurniðurrif.Vísaðertil þeirra sem sprau- tu í atvinnu- og efnahagslífið en sú sprauta inni- heldur eitur. Náttúran er okkar stærsta fram- tíðartromp. Hún er ótæmandi auðlind sem verður dýr- mætari eftir því sem tíminn líður og veröldin í kring- um okkur verður sjúskaðri. Allar áætlanir um risavirkjanir á há- lendinu fara langt út fyrir að vera óskynsamlegar. Með þeim högum við okkur eins og óð manneskja í sótsvartri örvæntingu. Mér líður svo illa á sálinni í dag, best að ég sprauti mig með heróíni. Við látum eins og maðurinn sem var svo kalt að hann hjó niður húsið sitt í eldivið, þótt hann ætti stóran eldiviðarstafla í garðinum.Svona hegðun er aldrei skynsamleg, en hún væri skiljanlegri ef við hefðum ástæðu til að örvænta. En við höfum enga ástæðu til að örvænta. Það er engin hætta á því að við verðum fátæk af því að hlífa náttúrunni. Ef við hins vegar gloprum niður trompinu okkar munum við þurfa að þola andlega og veraldlega fátækt. Fleiri staðreyndir: 7 60 fossum, ómetanlegum jarðsöguminj- um, búsvæðum hreindýra og fugla verður fórnað. 8 40 ferkílómetrum af fágætu gróðurlendi verður drekkt og stór svæði verða þakin jökulaur. 9 Af þessum sökum verður sand- og mold- rok mikið, austfirðingar og ferðamenn gætu hreinlega þurft að japla á aurnum. 10 Lagarfljótið verður mórautt eins og drullupollur. Þjóðgarður og virkjun eru ósættanlegar andstæður. Allt tal um einhvers konar virkj- anaþjóðgarð er óraunhæft, vægast sagt. Kárahnjúkavirkjun eyðileggur því möguleika allra þeirra sem vilja nýta landið til náttúruskoðunar og sjálf- bærrar ferðamennsku. Þeir sem láta sig dreyma um framtíðarvæna upp- byggingu á Austurlandi; alþjóðlega jarðvísindaakademíu, heilsuhótel á Héraði og öll þau störf sem skapast í kringum starfsemi af því tagi, geta pakkað draumum sínum saman. Að lokum legg ég mig niður við að hafa orð á því augljósa: Kárahnjúka- virkjun og álver á Reyðarfirði eru ekki forsendur þess að áfram verði byggð á Austurlandi. Þeir sem eru á móti Kárahnjúkavirkjun eru ekki óvinir Austfirðinga, heldur í mörgum tilfellum Austfirðingar sjálfir. Það eru að sjálfsögðu til fleiri en ein leið til atvinnuuppbyggingar. Þú sérð, kæri lesandi, að við sem mót- mælum virkjunum á hálendinu erum ekki að grínast. Okkur þykir ekki gam- an að standa í nepjunni og mótmæla og það er mun notalegra að lesa góða bók á kvöldin en standa ( þv( að skrifa svona greinar. Staðreyndirnar eru þessar: 1 Tekjur tengdar álverði eru mun sveiflukenndari en fiskveiðar. 2 Rekstrarhalli af virkjuninni verður 2,5 miljarðar á ári miðað við núver- andi álverð. 3 Almennir vextir munu hækka um 2 prósentustig á framkvæmdatíma. 4 Náttúruvernd ríkisins og aðrar fag- stofnanir ásamt skipulagsstofnun höfnuðu Kárahnjúkavirkjun vegna mikilla og óafturkræfra umhverfisá- hrifa. 5 Skipulagsstofnun taldi einnig hagrænar forsendur fyrir virkjuninni veikar. ÖKárahnjúkavirkjun verður skammKf og óendurnýjanleg en breytir endur- nýjanlegri auðlind í eyðimörk. Guðrún Eva Mínervudóttir Rithöfundur

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.