Orðlaus - 01.12.2003, Page 62

Orðlaus - 01.12.2003, Page 62
Jóladómar Hauks frh. 200.000 naglbítar - Hjartagull 200.000 naglbítar hafa alltaf verið illskilgreinanlegir á íslenskum rokkskala. Þeir virðast ekki alltaf vita hvort þá langar til þess að vera Green Day (upphafslag Hjartagulls, Skerðu myrkrið burt, minnir reyndar merkilega á frændur þeirra, Blink 182), Maus, tja eða bara skapa sína eigin, sér-íslensku vídd. Með þrjár plötur á bakinu er kannski sanngjarnast að miða bara við þá sjálfa og segja: „naglbítarnir spila á nýjustu afurð sinni, Hjartagull, skemmtilegt rokk í anda 200.000 naglbíta og ámóta sveita. Og gera það vel." Hafandi komið því nokkurnvegin á hreint hverslags rokk við erum að tala um er ágætt að víkja að plötunni sjálfri. (skemmstu máli: á henni er að finna nokkra ágæta rokkslagara (Láttu mig vera, sem sló rækilega í gegn sl. sumar og Sól gleypir sær, með skemmtilegum texta, eru ágætis dæmi), nokkur sorgleg lög (þar ber hæst hið fallega Hjartagull) og nokkur sem maöur tekur ekki sérstaklega eftir, en eru örugglega ágæt, í það minnsta ekki leiðinleg. Útkoman verður fínasta skífa, sem hefði getað verið betri, en er vel viðunandi og mun halda nafni naglbítanna á lofti þartil þeir gera hina rosalegu plötu sem þeir hafa gefið væntingar um allt frá upphafi. Áðurnefnt Láttu mig vera gefur ágætar vísbendingar um hvernig sú skífa mun hljóma, en það er án efa frumlegasta smíð Hjartagulls og stórt skref á leið hljómsveitarinnar í að móta eigin, auðkennanlegan stíl. Athyglisvert er hve dökkir og harmrænir textar söngvarans Villa eru (eins og hann sé mjög upptekinn af dauðanum um þessar mundir), sérstaklega í Ijósi þess hve mikill glaðværðarbragur er jafnan yfir plötunni (nema í sorglegu lögunum, eðlilega). Textarnir eru reyndar með sterkari hliðum Hjartagulls, segja oft skemmtilega sögu og eru flestir sérstaklega vel ortir á íslenskum rokktextamælikvarða. Hjartagull er semsagt fínasta rokkplata sem gaman er að skella á fóninn endrum og eins, en ekkert tímamótastykki. Eftir því verðum við, og naglbítarnir, að bíða enn um sinn. Rikshaw - 85-90 Hver man ekki eftir Rikshaw? Maður, þeir áttu níunda áratuginn á íslandi (hvort það segir eitthvað um (sland, eða bara níunda áratuginn, veit ég ekki)! Eina sannfærandi framlag (slands til nýrómantísku stefnunnar í popptónlist og fyrsta íslenska hljómsveitin sem hafði stílista í fullri vinnu. Miðað við að meðlimir sveitarinnar gátu á sínum tíma ekki tekið strætó fyrir ofsóknum æstra aðdáenda hefur farið furðu hljótt um þá síðustu ár, of hljótt eiginlega. Það mun væntanlega breytast eitthvað með tilkomu nýútkominnar „best-of" plötu, þó þeir eigi sjálfsagt eftir að verða látnir í friðið í strætó enn um sinn. Platan er skemmtileg. Gaman er að rifja upp lög eins og Great wall of China og Yellow above the sea, og ekki spilla meðfylgjandi myndir af Rikshaw-mönnum fyrir (stílistarnir hafa klárlega unnið sína heimavinnul). Saga hljómsveitarinnar er einnig rifjuð upp i skemmtilega skrifuðum, en illa prófarkalesnum texta - sem hefði þó að ósekju mátt vera ítarlegri (sérstaklega í Ijósi þess að kafli um þá datt því miður út úr rokkbiblíu dr. Gunna). Gaman væri til að mynda að fá útskýringar á því hvernig óreyndir nýgræðingar frá útnára veraldar fengu gigg í frægasta næturklúbbi Lundúnaborgar þesstíma. Allt í allt er 85-90 góð upprifjun á stuttum ferli metnaðarfullrar rokkhljómsveitar, sem hefur ekki fengið þá viðurkenningu sem hún verðskuldar til þessa. Helst er að DVD-disk skorti með, því þeir gerðu nokkur skrautleg myndbönd á sínum tíma (og unnu einnig með Hrafni Gunnlaugssyni að drungalegri sjónvarpsmynd) sem gaman væri að sjá aftur. Fínt fyrir yngstu mömmurnar í jólapakkann og ágætt í eightís-partýið. Hvernig líkamsrækt hentar þér? Eins og allir vita er líkamleg áreynsla af einhverju tagi nauðsynleg til að viðhalda góðri heilsu, jafnt andlegri sem líkamlegri. En hvaða líkamsrækt hentar þér best? Númer eitt, tvö og þrjú er að velja þá hreyfingu sem þér finnst skemmtilegt að stunda og að hún sé fjölbreytt til að koma í veg fyrir leiða og uppgjöf. Þegar lausnin á því er fundin er það síðan spurningin hver sé sá árangur sem leitað er eftir með æfingunum. Er markmiðið að auka þol, brenna fitu, byggja upp vöðvamassa eða einfaldlega styrkja hjarta-, lungna- og æðakerfi? Hvaða æfingar henta best fyrir hvert markmið og gefa jafnvel betri og skjótari árangur en aðrar? Meðfylgjandi er tafla með hugmyndum af hreyfingu sem henta hverju markmiði fyrir sig. Aukið þol Hlaup Spinning Sund Pallatímar Hjólreiðar -Lotuþjálfun er kjörin leið til að bæta þol. Þá er æft af mikill ákefð á t.d 5 mín fresti í 2 mín í senn til að ná púlsinum upp. Vöðvauppbygging Lyftingar í tækjasal Lóðahóptímar Þrekhringir Vaxtamótunartímar -Nauðsynlegt er að auka stöðugt þyngdina á lóðunum til að koma í veg fyrir stöðnun. Til að byggja fljótt upp vöðva er einnig ráðlegt að lyfta þungt og þá færri endurtekningar (ekki fyrir byrjendur þó). Fitubrennsla Hlaup Spinning Boxtímar Pallatímar Kraftganga Sund -Jafnt álag í langan tlma er jafnan talið henta best til fitubrennslu en gott er að stunda æfingar sem auka þol samhliða (sjá f. ofan). Betri heilsa almennt Göngutúrar Létt skokk Sund Hjólreiðar Leikfimi Hvers konar hreyfing sem stunduð er samfleytt í 20mín+ -Mikið álag ekki nauðsynlegt en 3-4 æfingar í viku góð regla og að reyna að bæta við sig reglulega. Til athugunar; Taflan bendir einungis á hvaða hreyfing hentar einna helst hverju markmiði. Að sjálfsögðu er öll hreyfing af hinu góðu, bætir þol, eykur orku, stuðlar að betri heilsu og hjálpar okkur að viðhalda kjörþyngd. Því ber ekki að líta svo á að þó að markmiðið sé t.d að auka vöðvamassa sé ekki ráðlegt að fara spinning, þó svo að lyftingar f tækjasal séu ef til vill markvissari. Best er jafnvel að stunda hreyfingu úr öllum markmiðsflokkum en aðalatriðið er að sjálfsögðu að þú njótir hreyfingarinnar og að hún henti þér sem best persónulega. Vilborg Ása Guðjónsdóttir Einkaþjálfun F.I.A.

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.