Bændablaðið - 27.01.2006, Page 2

Bændablaðið - 27.01.2006, Page 2
2 Þriðjudagur 31. janúar 2006 Í ritgerð Erlu Guðnýjar segir að skipta megi útflutningi íslenska hestsins í tvö megin tímabil, ann- ars vegar þegar hesturinn var flutt- ur út sem vinnuhestur og hins veg- ar sem reiðhestur. Reiðhestaút- flutningstímabilið er ekki nema 50 ára gamalt, hófst upp úr 1950 og stendur enn yfir. Á því tímabili hafa verið flutt út 50.000 hross, en áður höfðu um 150.000 hross verið flutt út sem vinnuhross. Í ritgerðinni eru athyglisverðar hugleiðingar Erlu um áhrif lands- lags, umhverfis og loftslags á út- breiðslu íslenska hestakynsins. Oftar en ekki hafa menn talið að markaðssetning ein dygði til að auka útbreiðslu hestsins, en Erla bendir á að landfræðilegar aðstæð- ur þurfi að vera hagstæðar hestin- um svo útbreiðsla hans og dreifing sé möguleg og raunhæf. Aðgengi að grösugum högum, rennandi vatni og skjóli eru frumskilyrði vellíðunar hestsins og hafa þeir þættir mikil áhrif á hvar hesturinn er staðsettur í hverju landi fyrir sig. Loftslagið er ekki síður áhrifa- þáttur, en það er mjög breytilegt á milli landa og jafnvel innan hvers lands fyrir sig. Staðsetning ís- lenska hestsins takmarkast því að miklu leyti við loftslag, enda ráða hiti og raki miklu um almenna líð- an hans. Athyglisverður árangur Að sögn Erlu eru þau lönd, þar sem finna má íslenska hesta, mjög mis- jöfn hvað varðar stærð og gerð og hefur hlutfall hálendis, láglendis, jökla, eyðimarka, ógróins og gróins lands áhrif á fjölda alls búfénaðar innan hvers lands fyrir sig. Færri hesta er að finna í þeim löndum sem búa yfir takmörkuðu grónu landi og víðáttu. Þrátt fyrir áhrif landfræðilegra þátta er hins vegar ljóst að markaðssetningin í upphafi hefur auðvitað líka leikið lykilhlut- verk, auk annarra áhrifaþátta. Í ritgerðinni eru teknar saman tölur um fjölda íslenskra hesta á er- lendri grundu og kemur þar fram að um 190.000 íslensk hross er að finna í aðildarlöndum FEIF, al- þjóðasamtaka íslenska hestsins. Þar af eru 70.000 hross á Íslandi og 60.000 í Þýskalandi. Þjóðverjar nálgast því óðum upprunalandið hvað hrossafjölda varðar. Tölur þessar eru frá árinu 2003, en gera má ráð fyrir að hrossum hafi jafn- vel eitthvað fjölgað síðan þá, auk þess sem ekki eru til tölur yfir þau hross sem eru í löndum utan FEIF, en vitað er um íslensk hross t.d. á Grænlandi, Nýja-Sjálandi, í Kína, Ástralíu og víðar. Útrás íslenska hestsins er því ekki síður mikil en íslenskra fjárfesta og er árangur í útflutningi hans gríðarlega athygl- isverður í ljósi þeirra hindrana sem í veginum standa, s.s. vegalengdir, flutningsmáta og hefð fyrir annars konar hestum og hestamennsku. /hgg Heildarfjöldi útfluttra hrossa um 200 þúsund Alls hafa rúmlega 200.000 hross verið flutt út frá Íslandi frá því út- flutningur hrossa hófst. Þetta kemur fram í B.S.-ritgerð Erlu Guð- nýjar Gylfadóttur sem stundaði nám við Jarð- og landfræðiskor Há- skóla Íslands og útskrifaðist þaðan sl. haust. Héraðsfrétta- blaðið Feykir hefur komið út í 25 ár Héraðsfréttablaðið Feykir á Sauðárkóki hefur komið út í 25 ár samfellt. Eftir síðustu jól kom út 48. tölublað ársins 2005 og í því er saga blaðsins að nokkru rifjuð upp. Það var snemma á árinu 1981 sem fyrsta tölublaðið kom út. Fyrst í stað kom blaðið út hálfsmánaðarlega en frá árinu 1987 hefur blaðið komið út vikulega. Feykir hefur flutt fréttir úr Skagafirði og Húna- vatnssýslum og áskrifendur verið á þessu svæði og einnig brott fluttir íbúar. Blaðið hefur ávallt verið óháð pólitík, rit- stjóri hefur oftast verið eini fasti starfsmaðurinn,en með honum hefur starfað ritnefnd. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Baldur Hafstað kennari á Sauð- árkróki en alls hafa ritstjórar verið níu á þessum tíma. Lengst hefur Þórhallur Ás- mundsson stýrt blaðinu frá 1988 til 2004. Þá tók Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri við sem ritstjóri og hefur stýrt blaðinu síðan. Feykir var fyrstu árin prentaður á Akureyri en frá árinu 1987 hefur blaðið að öllu leyti verið unnið og prentað á Sauðárkróki./ ÖÞ Árni Gunnarsson ritstjóri kampakátur með afmælisblað Feykis á dögunum. mynd /öþ. Undirbúningur að virkjunum er hafinn á bænum Neðri-Dal í Rangárþingi eystra. Ætlunin er að virkja hluta þeirra lækja sem eiga upptök sín í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Ef allt gengur eftir verða byggðar tvær rennslisvirkjanir og hefur sú efri fengið heitið Ljósárvirkjun en hin neðri Ljósárvirkjun 2. Samanlagt afl virkjananna gæti orðið hátt í 900 kW. Íslensk orkuvirkjun teiknaði mann- virkin, leitaði tilboða og annað- ist samningagerð við orkusala. Áætlaður kostnaður við virkj- anirnar nemur um 150 milljón- ir króna. Framleiðsla á raf- magni gæti hafist í janúar 2007. Beðið er eftir framkvæmdaleyfi frá hreppsnefnd í Rangárþingi eystra. Steinn Logi Guðmundsson, loð- dýrabóndi og smiður í Neðri-Dal, sagði að búið væri að teikna mann- virkið og þessa dagana er hann að fá tilboð í ýmsa verkþætti og efni. Öll rör verða niðurgrafin og Steinn Logi sagði að áhersla væri lögð á að ganga eins snyrtilega frá öllu og hægt væri. „Ég er búinn að gera samning um sölu á því rafmagni sem hér verður framleitt,“ sagði Steinn Logi sem ætlar að sjá sjálf- ur um smíðavinnuna. „Ég á von á því að framkvæmdaleyfi verði veitt í febrúar en þá gæti jarðvegs- verk-takinn hafist handa en ég mundi fara í smíðavinnuna með vorinu.“ Ætlunin er að útbúa lítið lón með þriggja metra hárri stíflu í gljúfrinu fyrir ofan bæinn. Stíflan gegnir því hlutverki að koma í veg fyrir að það myndist svelgur við inntakið. Vatnið mun síðan renna í 730 metra löngu niðurgröfnu röri að efri virkjuninni, sem á að geta framleitt um 650 kW. Aftur verður vatninu beint í 850 metra langt rör sem liggur í Ljósárvirkjun 2 sem á að geta framleitt um 190 kW. Fall- hæðin í efri virkjunina er 120 metrar og vatnsmagnið um 650 sekúndulítrar. Fallið í neðri virkj- unina er um 20 metrar og vatns- magnið um 950 til 1050 sekúndu- lítrar. Aðeins er einn kílómeter frá virkjuninni í tengivirki í eigu Ra- rik. „Ég er búinn að horfa á þessa læki í fjölda ára og oft velt því fyr- ir mér að virkja. Sjálfur nota ég það lítið rafmagn að það borgar sig ekki að virkja fyrir búið eitt og sér. Virkjun eins og nú er fyrirhuguð er annað mál,“ sagði Steinn Logi sem í rúm tvö ár hefur mælt vatnið sem nú á að virkja. „Mér kom það mest á óvart hve mikið vatn kemur hérna úr hlíðinni - en allt er þetta uppsprettuvatn.“ Steinn Logi sagði að virkjunin ætti að skjóta enn frekari stoðum undir búsetu á svæðinu og hann hefur í hyggju að halda áfram í loðdýrarækt og smíða fyrir sveitungana. Steinn Logi sagði bændur víða um land ættu að geta virkjað ár og læki rétt eins og hann hefði í hyggju að gera. „Áður en menn gera nokkuð verða þeir hins vegar að fylgjast með vatninu; mæla magn og rennsli. Ég fékk auk þess Orkustofnun til að koma og mæla,“ sagði orkusalinn tilvon- andi. Bóndi í Rangárþingi vill virkja Steinn Logi hjá stíflu sem var reist svo hægt væri að mæla vatnið. Eins og sjá má er áin ekki stór en hún leynir á sér. Mæliprikið er til vinstri.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.