Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 7
Það fer vel á því að Hjálmar Frey- steinson eigi fyrstu vísu þáttarins að þessu sinni enda hafa mörg gullkornin hans verið birt í þessum þætti: Þeir sem allt til aura meta áttunum týna. Frjálshyggjan er farin að éta foreldra sína. Að breyta vatni í vín Kristján Helgi Benediktsson, málari á Akureyri, var lista hagyrðingur. Honum þótti sopinn góður eins og fleirum og orti eitt sinn: Menn ausa í sig blávatni oft á dag örvunardrykkjum fækkar. Þannig skal bjargað þjóðarhag þegar að krónan lækkar En þorstinn magnast og þrekið dvín, ef þambað er blávatn úr krana. Ó, Drottinn, breyttu vatni í vín því víðar er þörf en í Kana. Í helgu riti er greint frá því að í brúðkaupsveislu sem haldin var í Kana hafi Kristur breytt vatni í vín. Meira um Kana Þessi vísa var ort um drykkfelldan embættismann: Þú ættir að kaupa þér krana og koparslöngu ef hún fæst sem þyrfti að ná til þorpsins Kana þegar þar verður brúðkaup næst. Presturinn bíði til vors Kristján Helgi var eitt sinn rétt fyrir jól að mála Grenivíkurkirkju og orti þá: Af því koma bráðum blessuð jólin ber ég lit á kirkjuþiljur fínar, svo puntaði ég predikunarstólinn en prestinn læt ég bíða þar til hlýn- ar. Á kvennafrídaginn Hjálmar Freysteinsson orti á kvennafrídaginn síðastliðið haust: Úr mér dregur allan mátt uppreisn gerir maginn. Konur ætla að hafa hátt hálfan mánudaginn. Við betri tímum búast má bættur verði skaðinn, þær ætla víst að þegja á þriðjudag í staðinn. Sól um daga Hreiðar Karlsson sendi þetta á Leirinn: Mig langar að rifja upp vísu eftir Starra í Garði, sem gerð var á árum vinstri stjórnarinnar 1971- 1974: Sól um daga, dögg um nætur, dýrin fyllast. Vinstri stjórnin varla lætur veður spillast. Fullkominn glæpur Þegar upp komst að starfsmaður á vistheimili hirti sjóð vistmannanna orti Hreiðar Karlsson: Eðlinu hlýða hver maður má og margur á svellinu tæpur. En stela af fólki sem ekkert á er um það bil fullkominn glæpur. Fjórða desember Margir kalla þessa vísu ódauðlega fjárleitalýsingu Péturs Jónssonar í Reynihlíð: Fjórða desember fundum við spor eftir fénað í góðri líðan, átum sinn ærkjammann kaldan hvor um kvöldið og háttuðum síðan. Mælt af munni fram Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson 7Þriðjudagur 31. janúar 2006 „Ég held að það sé hvergi eins gott að vera gamall og á minni heimil- um úti á landi. Það fer hvergi bet- ur um fólkið en á þeim stöðum þar sem starfsfólkið þekkir viðkom- andi - jafnvel áður en hann eða hún kemur inn á heimilið. Litlar rekstrareiningar eins og Kirkju- hvoll eru afar heppilegar en hér eru 35 heimilismenn,“ sagði Ólöf Pétursdóttir, hjúkrunarforstjóri Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli Nokkrum dvalarrýmum breytt í hjúkrunarrými Bændablaðið hafði spurnir af því að Dvalarheimilið Kirkjuhvolur hafi tekið breytingum á undanförnu ári. Nú er búið að breyta nokkrum dval- arrýmum í hjúkrunarrými. Að sögn Ólafar hjúkrunarforstjóra var þetta breyting sem virkilega var þörf á að gera þar sem á Kirkjuhvoli, líkt og á mörgum dvalarheimilum um land allt, sé heimilifólk að koma inn eldra og eldra og þar með þurfi það mun meiri umönnun. Þetta kalli á mun meiri mannafla og sólarhringvaktir. „Við fengum 5 hjúkrunarrúm en við þurfum sárlega að fá 10 hjúkrun- arrúm í viðbót. Við stöndum í við- ræðum við heilbrigðisráðuneytið um að fá fleiri hjúkrunarrými og treysti ég því að komið verði á móts við okkur á næstu vikum,“ sagði Ólöf. Dvalargjald er krónur 6.213 fyrir einstakling á dag en hjúkrunargjald krónur 14.385 og breytir það miklu fyrir reksturinn og þá umönnun sem þörf er á. Fólk er lengur heima Ólöf sagði að nýir heimilismenn á dvalarheimilum fyrir aldraða væru eldri en fyrir nokkrum árum. Fólk sé lengur heima. Þessi þróun hafi leitt til þess að íbúar dvalarheimila þörfn- uðust meiri aðhlynningar en áður. Þá hafi óskir um sérbýli eða litlar íbúðir orðið ákveðnari. „Líknarfélög í Rangárþingi, s.s. Rauði krossinn og kvenfélögin, hafa verið okkur afar mikið innan handar við að útvega það sem þarf í kring- um þessi hjúkrunarrými. Við leituð- um til þeirra með að útvega okkur hjúkrunarrúm, hjálpartæki og ýmsa innanstokksmuni. Við erum umvafin umhyggjusömum heimamönnum sem nota hvert tækifæri til að rétta okkur hjálparhönd,“ sagði Ólöf enn- fremur. „Heim í gamla hópinn minn...“ Á Kirkjuhvoli eru 27 einstaklings- íbúðir, 38-56 fm að stærð og 9 ein- staklingsherbergi. Ólöf sagði að sveitarfélög ættu að gera kröfu til þess að hið opinbera byggi ekki síð- ur upp dvalarheimli fyrir aldraða úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. „Eldra fólk vill búa áfram í heima- byggð sinni enda er það bara sann- gjörn krafa. Það er nógu erfitt að rifa sig upp af heimili sínu, hvað þá að þurfa að yfirgefa heimabyggð sína á efri árum. Ég verð einnig vör við það að eldra fólk vill fara úr þéttbýl- inu og út á land, oft á gamlar heima- slóðir,“ segir Ólöf að lokum. Dvalarheimið Kirkjuhvoll á Hvolsvelli Hjúkrunarsjúklingum fjölgar -en það er hvergi eins gott að vera gamall og á minni heimilum úti á landi Hér má sjá Ingibjörgu Ólafsson fyrrum húsfreyju á Þorvaldseyri. Hún býr í rúmgóðri einstaklingsíbúð í Kirkjuhvoli og lætur vel af sér. Ólöf Pétursdóttir. T.v. Jóhanna Jóhannsdóttir og Karen Jónsdóttir snæða í mötuneytinu. Neðri mynd: Guðrún Sveinsdóttir frá Hallskoti í Fljótshlíð. Hún bjó m.a. á Hróarslæk á Rangárvöllum. Þarna standa þær Guðrún og Ólöf fyrir framan eldhúskrókinn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.