Bændablaðið - 27.01.2006, Qupperneq 9

Bændablaðið - 27.01.2006, Qupperneq 9
9Þriðjudagur 31. janúar 2006 Á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum var fyrir skömmu opnuð 20 kw rafstöð sem skírð var Gullkvörn. Það eru hjónin Sigurður Jónsson vélsmíða- meistari og Anna Birna Þráins- dóttir, nýskipaður sýslumaður í Vík, eigendur Varmahlíðar sem stóðu fyrir þessum virkjunar- framkvæmdum á bæjarlækn- um. Sigurður sagði í samtali við Bændablaðið að til að byrja með yrði það bara Varma- hlíðarbærinn sem notar rafmagn frá virkjuninni en þó að- eins um 10 kw. Hann segir að það vanti 3ja fasa streng til að geta selt rafmagn inn á Landsnetið og strengurinn þarf að vera þrír til fjórir kílómetrar að lengd. RARIK er hægt og bítandi að koma þessum strengjum í jörð eftir að raf- stöðvareigendur um allt land geta selt rafmagn sem Landsnetið flyt- ur. Mikill byggingarhraði Byrjað var að byggja hús Gullk- varnarinnar í lok október sl. Túr- bínan er ítalskrar gerðar sem Orkuver ehf. flytur inn og kom hún með öllum stýribúnaði. Læk- urinn sem virkjaður var kemur beint út úr berginu fyrir ofan bæ- inn og er mjög stöðugur. Sigurður segir að árið 1928 hafi verið gerð þarna virkjun og sagðist hann hafa notað gömlu inntaksþróna, sem er hlaðin, og þurfti smá lagfæringar við. Sigurður segir að virkjunin spari uppundir hálfa milljón á ári strax. Hún kostaði á milli fjórar og fimm milljónir króna og verður því fljót að borga sig upp. Hann segist hafa leigt jörðina Varmahlíð bónda í nágrenninu vegna þess að þau Sigurður og Anna Birna bjuggu sl. 4 ár í Búðardal þar sem hún var sýslumaður. Þau hjón munu búa í Vík en það er um það bil 30 mínútna akstur á milli Varmahlíðar og Víkur. ,,Ég er vélvirkjameistari og það er aldrei að vita nema maður fari að smíða eitthvað í Varmahlíð en það er alveg ljóst að þessi rafstöð býður upp á ótal möguleika auk þess að maður getur selt rafmagn þegar strengurinn kemur,“ sagði Sigurður Jónsson. Gullkvörn opnuð á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum Sigurður í dyrum Gullkvarnarinnar. /Bbl. Ólafur.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.