Bændablaðið - 27.01.2006, Qupperneq 12
12 Þriðjudagur 31. janúar 2006
Á málþingi sem haldið var á
Höfn í Hornafirði 12.janúar
síðastliðinn var hleypt af
stokkunum hugmyndasam-
keppni sem kölluð er ,,afurðir
þjóðgarðsins“. Með ,,afurðum
þjóðgarðs“ er átt við vöru eða
þjónustu sem hefur beina og
augljósa tengingu við náttúru
eða menningu í þeim sveitarfé-
lögum sem hýsa Skaftafells-
þjóðgarð. Það eru Skaftár-
hreppur og sveitarfélagið
Hornafjörður.
Markmið með samkeppninni
er að þróa markaðsvörur til
kynningar á afurðum svæðisins
og jafnframt að hafa jákvæð
áhrif á atvinnuuppbyggingu á
svæðinu. Samkeppninni er einnig
ætlað að vekja athygli á því sem
verið er að fást við í handverki
og þróun á vörum og þjónustu
sem tengist svæðinu og auka
markaðssókn skapandi atvinnu-
greina í Skaftárhreppi og Horna-
firði.
Samkeppnin er hluti af NEST
(Northern Environment for
sustainable tourism) fjölþjóða-
verkefni sem Skaftárhreppur og
sveitarfélagið Hornafjörður taka
þátt í ásamt svæðum í Skotlandi,
Finnlandi og Svíþjóð. Vegleg
verðlaun eru í boði fyrir fyrstu
þrjú sætin í keppninni. 1. verð-
laun eru 2500 evrur sem Koli,
þjóðgarðurinn í Finnlandi sem
tekur þátt í NEST verkefninu
veitir í hverju þátttökulandi. 2.
verðlaun eru 80.000 kr. og í 3.
verðlaun eru 40.000 kr.
Þátttaka í hugmyndasam-
keppninni er öllum opin og þeir
sem hafa hugmyndir að vöru eða
þjónustu, eða eru að framleiða
vöru og bjóða þjónustu sem upp-
fyllir þátttökuskilyrði í sam-
keppninni (www.klaustur.is) eru
hvattir til að taka þátt. Senda þarf
inn sýniseintak eða vel útfærða
og skilgreinda lýsingu á þjón-
ustuhugmynd fyrir 15. apríl
næstkomandi.
Raufarhafnarbúar eru ekki
alveg sáttir út í Vegagerðina
vegna tveggja einbreiðra ristar-
hliða sem sett hafa verið upp á
veginum yfir Sléttu. Vegagerð-
inni hefur borist undirskriftar-
listar þar sem 170 manns mót-
mælir þessari ákvörðun. Guðný
Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
á Raufarhöfn, sagði í samtali við
Bændablaðið að fólk væri ekki
að mótmæla því að þessi tvö rist-
arhlið hefðu verið sett upp held-
ur því að þau skuli vera höfð ein-
breið. Hún bendir á að vegurinn
yfir Sléttu sé aðal umferðaræð
Raufarhafnarbúa og þeirra sem
þangað sækja. Á sama tíma og
þetta er gert er verið að vinna að
því að eyða einbreiðum brúm á
landinu vegna slysahættu. Meðal
bílaumferð um þennan veg eru
82 bílar á dag, fleiri á sumrin en
færri á veturna.
Lausn á deilu
Í svari Vegagerðarinnar við
mótnælum Raufarhafnarbúa segir
m.a. ,, Til margra ára hefur verið
óánægja ábúenda á Sigurðarstöð-
um á Sléttu vegna aðgerðaleysis
Vegagerðarinnar í málum hans, en
hann hefur orðið fyrir þungum bú-
sifjum vegna ákeyrslu á sauðfé í
landi hans. Ástæðan er aðallega
fjörubeit á vetrum en fjárhús eru
hinum megin vegar og er streymi
fjár yfir veg...“
Enn fremur segir: ,,Á síðast-
liðnu ári var lögð áhersla á að
reyna að leysa þetta mál til fram-
tíðar og eftir nokkra samningaum-
leitun varð niðurstaðan sú að fara
að mestu að óskum ábúanda í mál-
inu. Ósk hans var sú að sett yrðu
einbreið ristarhlið beggja vegna
lands hans, vegna fjörubeitar á
sundunum við Sigurðarstaði ásamt
nauðsynlegum girðingum til að
loka af hólfinu... Ábúandi lagði
áherslu á að einbreitt ristarhlið
væri betra en tvöfalt því það
myndi virka hraðatakmarkandi..
.
Einbreið ristarhlið
ekki æskileg
Eftir nokkra skoðun var fallist á
þessar óskir ábúanda þrátt fyrir að
ekki sé talið æskilegt að vera með
einbreið ristahlið á þjóðvegum,
þótt undantekning sé gerð á fáförn-
um vegum. Tekið var undir álit
ábúanda að einbreið ristahlið
myndu verða til að draga úr hraða
ökutækja um svæðið...“
Síðan segir: ,,Ljóst er einnig að
samkvæmt vegaáætlun er gert ráð
fyrir að vegur yfir Hólaheiði og
Hófaskarð verði byggður á næstu
árum og lokið árið 2008 og minnk-
ar þá umferð verulega og enn meir
þegar Raufarhöfn verður tengd við
þann veg. Í ljósi þessa var ákveðið
að verða við óskum ábúanda um
einbreið ristahlið sitt hvorum meg-
in við land hans...
Að samanlögðu telur Vegagerð-
in að það sé og verði minni áhætta
með einbreið ristarhlið ef þau
draga úr umferðarhraða eins og er
ætlast til, en sú áhætta, að ekið sé á
skepnur ítrekað eins og verið hefur.
Fylgst verður náið með þróun
mála og ef þetta hefur reynst röng
ákvörðun þá verður málið tekið til
endurskoðunar.“
Bananar hafa verið ræktaðir í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi
síðan 1955, nú Landbúnaðarháskóla Íslands. Upphaflega stóð til að
rækta þá til að selja en ekki reyndist grundvöllur fyrir því. Síðan hefur
bananaræktin mest verið til gamans og til að sanna að það er hægt að
rækta banana á Íslandi. Uppskeran í ár er með mesta móti og man
Holger Hansen garðyrkjustjóri ekki eftir öðru eins. Á meðfylgjandi
mynd er Holger með einn af bananaklösunum, gullfallega íslenska
banana. /Mynd og texti: MHH
Góð banana-
uppskera á Reykjum
Deilt um einbreið
ristarhlið á Sléttu
Vegagerðin setti upp tvö einbreið ristarhlið á Sléttu. Heimamenn eru
mishrifnir af framkvæmdinni.
Hugmyndasamkeppni um
,,Afurðir þjóðgarðsins“
Sameiningar-
kosning í Flóan-
um 11. febrúar
Laugardaginn 11. febrúar nk.
verður kosið um sameiningu
þriggja sveitarfélaga í austan-
verðum Flóa í Árnessýslu,
þ.e. Gaulverjabæjarhrepps,
Hraungerðishrepps og Vill-
ingaholtshrepps.
Samanlagður íbúafjöldi
þessara sveitarfélaga var 520
um áramótin. Sameiningar-
kosningar nú koma að frum-
kvæði hreppanna sjálfra, en á
íbúafundum í haust kom í ljós
að meiri áhugi var fyrir samein-
ingu þeirra í milli, fremur en
sameiningu sveitarfélaganna
sex í Ölfusi og Flóa, sem felld
var í kosningum á liðnu hausti.
Hægt er að nálgast ýmsar
upplýsingar um sameininga-
kosningarnar á heimasíðunni;
www.floi.is /MHH
"Þetta er í fyrsta skipti síðan
árið 1997 að hagnaður verður af
rekstri Ístex," sagði Guðjón.
Hann sagði að sú tískusveifla,
sem orðið hefur varðandi lopa-
peysuna, eigi sinn þátt í aukinni
lopasölu en aukningin er mikil.
Þá hefur sala á lopa til útlanda
aukist um 115% á fjórum árum
en í verðmætum talið þó ekki
nema um 67% vegna óhag-
stæðrar gengisþróunar.
"Uppsveiflan hér innanlands
hjálpar okkur mikið og síðan
hefur náðst mjög góður árangur
í rekstri fyrirtækisins, tilkostn-
aður lækkaði og salan jókst,"
sagði Guðjón og tók fram að
menn legðu sig alla fram að
halda starfseminni gangandi og
að það hafi tekist vel í fyrra.
Hagnaður af
rekstri Ístex
Framhald af bls. 1
Snæfellsbær er að búa til nýtt
tjaldsvæði á Hellissandi með
tilliti til breyttrar notkunar og
sagði Kristinn Jónasson,
bæjarstjóri Snæfellsbæjar, að
rekið væri á eftir því að ljúka
verkefninu vegna þess að
ekkert tjaldstæði væri innan
þjóðgarðsins. Hins vegar er
tjaldstæði á Arnarstapa og
annað á Hellissandi.
,,Tjaldstæðið sem við erum að
búa til er í fallegu
og skjólgóðu
umhverfi. Menn
verða að athuga það
að tjaldstæði
nútímans er ekki
eins og það var
fyrir fimm árum
eða svo. Það tjaldar
varla nokkur maður lengur því
allir eru komnir með tjaldvagna
eða fellihýsi og þurfa því allt
aðra og breytta þjónustu en
tjaldbúarnir í gamla daga. Fólk
þarf að komast í rafmagn og það
þarf aðstöðu til að losa úr
salerniskútum og ýmislegt sem
ekki var þörf á áður fyrr,“ sagði
Kristinn.
Hann segir að starfandi sé
nefnd sem sjá á um samkeppni
um byggingu
þjónustumiðstöðvar fyrir
þjóðgarðinn á Snæfellsnesi sem
staðsett verður á Hellissandi en
þar er nú þegar skrifstofa
þjóðgarðsins. Eins er staðsett
upplýsingamiðstöð á Hellnum.
Gífurleg aukning ferðamanna
Kristinn segir að eftir að
þjóðgarðurinn á Snæfellsnesi var
opnaður árið 2001 hafi orðið
gífurleg aukning ferðamanna á
nesinu. Hann segist ekki vita
hvort það er vegna
þjóðgarðsins eða
bættra samgangna
en aukningin væri
staðreynd. Sem
dæmi má nefna að
árið 2002 komu um
60 þúsund manns á
Djúpalónssand og
Dritvík. Kristinn segir augljóst
að Snæfellsnesið njóti sérstakra
vinsælda fólks í höfuðborginni.
Svæði eins og Hellnar, Búðir,
Arnarstapi og Stykkishólmur
njóta sérstakra vinsælda. Til að
mynda eru í Stykkishólmi risin
um 50 frístundahús. Hann segir
að mikið sé leitað til sín um
upplýsingar um lóðir fyrir
frístundahús og fleira.
,,Eða eins og unga fólkið segir
,,Snæfellsnesið er inn,“ um
þessar mundir,“ sagði Kristinn.
Nýtt tjaldstæði á
Hellissandi
Nútíminn kallar á
breytt tjaldstæði
Meiri mjólk lögð inn
Í frétt frá Samtökum afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði - SAM -
segir að innvigtun í viku fjögur
hafi verið rétt tæpar 2,2 millj-
ónir lítra sem er um 5,6 þúsund
lítrum meira magn en í sömu
viku á síðasta ári. Aukningin
nemur um 0,26%.
Frá áramótum hefur breyting á
milli ára verið nokkuð svipuð
eða 0,14% til 0,28%. Heildar-
innvigtun frá áramótum (vika eitt
- til fjögur) var 8.663.826 lítrar,
sem er rösklega 18 þúsund lítrum
meira magn en á sama tíma í
fyrra.
Innvigtun jókst hjá öllum
mjólkurstöðvum milli vikna 3 og
4 nema MS Búðardal og Mjólk-
ursamlagi Ísfirðinga.