Bændablaðið - 27.01.2006, Page 18
18 Þriðjudagur 31. janúar 2006
Nú liggja fyrir heildarniðurstöð-
ur skýrsluhaldsins fyrir árið
2005. Þessar tölur endurspegla
þá miklu þróun sem hefur ein-
kennt íslenska mjólkurfram-
leiðslu allra síðustu árin. Búum í
mjólkurframleiðslu fækkar
nokkuð, þrátt fyrir að hlutfalls-
leg þátttaka aukist og eru nú vel
yfir 90% mjólkurframleiðslunn-
ar í landinu á búum með
skýrsluhald. Fjöldi kúnna breyt-
ist þess vegna ekki mikið, fækk-
ar þó lítillega. Búin stækka að
jafnaði og í fyrsta sinn er meðal-
búið í skýrsluhaldinu yfir 30 ár-
skýr. Afurðir aukast og hafa því
aldrei verið meiri í landinu en á
síðasta ári.
Tafla 1 gefur yfirlit um nokkrar
helstu fjölda- og meðaltalstölur.
Þar sést að árskýrin skilaði að
meðaltali 5280 kg af mjólk eða 51
kg meira en árið áður. Efnahlutföll
eru, þrátt fyrir aukið mjólkurmagn,
sjónarmun meiri en árið áður
þannig að efnamagnið vex heldur
meira hlutfallslega. Haustveðrátta
var óhagstæð mjólkurframleiðsl-
unni og þá dró talsvert úr mjólkur-
framleiðslu um allt land á þeim
tíma. Þegar tölurnar af stærstu
framleiðslusvæðunum eru bornar
saman við árið áður sést að breyt-
ingar eru nokkuð líkar milli ára á
flestum þeirra nema í Suður-Þing-
eyjarsýslu þar sem kemur fram
lækkun meðalafurða á milli ára.
Að þessu sinni eru meðalafurðir
mestar á stærsta framleiðslusvæð-
inu í Árnessýslu. Eins og árið áður
eru afurðir í einu nautgriparæktar-
félagi mestar í Austur-Landeyjum
þar sem meðalafurðir eru 6063 kg
af mjólk eftir árskýr. Þrátt fyrir að
þetta sé stórglæsilegur árangur
voru kýrnar þar í sveit samt með
ívíð meiri meðalafurðir árið 2004.
Eins og fram kom í síðasta
Bændablaði þá voru meðalafurðir
mestar á búinu á Kirkjulæk II í
Fljótshlíð eða 7669 kg að jafnaði
eftir hverja kýr, og er það glæsilegt
Íslandsmet. Yfirlit um búin sem
náðu 7000 kg markinu á árinu
2005 er að sjá í töflu 2. Nokkuð á
annað hundrað bú ná að framleiða
yfir 6000 kg af mjólk að meðala-
tali eftir kúna á árinu 2005.
Tafla 3 gefur yfirlit um þær kýr
sem skiluðu mestum afurðum árið
2005 mælt í kg mjólkur. Hvað
varðar afurðir einstakra gripa voru
ekki sett nein Íslandsmet á árinu
2005 í heildarafurðum. Það er
sammerkt öllum afurðahæstu kún-
um í töflunni að þetta eru kýr sem
bera í upphafi ársins og fá því jafn
hagstætt skýrsluár með tilliti til af-
urða og mögulegt er en árangur
þeirra er jafn glæsilegur þrátt fyrir
það. Rétt er að geta þess að ef af-
urðir eru metnar á grunni efna-
magns sem kýrnar skila verður röð
þeirra verulega önnur og þá skipa
efstu sætin tvær kýr úr Hruna-
mannahreppi, mestu skilar Ábót
223 í Sólheimum samtals 863 kg
og næst kemur Gráða 260 í Birt-
ingaholti I en hún skilar samtals
833 kg.
Að vanda mun birtast í Frey
síðar í vetur nákvæmara yfirlit um
niðurstöðurnar. Einnig er að finna
á Netinu miklu ítarlegri töflur fyrir
öll þau þrjú yfirlit sem fram koma í
töflunum með þessari grein. /JVJ.
Niðurstöður úr skýrsluhaldi naut-
griparæktarfélaganna árið 2005
Til að tryggja nægjanlegt magn af E-vítamíni þarf fóð-
urskammturinn að innihalda minnst 30 mg/kg þe. Marg-
ar rannsóknir sýna að í gróffóðri er oft ekki svo mikið E-
vítamín.
E-vítamín hefur mikilvæg áhrif, sérstaklega í sambandi
við ónæmiskerfið við að verja frumuhimnuna gegn oxun. E-
vítamín vinnur gegn oxun og hindrar myndun peroxíðs sem
er skaðlegt fyrir frumurnar. Með öðrum orðum, E-vítamín
kemur í veg fyrir skemmdir á frumunum. Selen hefur einnig
verndandi áhrif á frumuna, en óbeint þar sem það er í hvata
(ensym) sem brýtur niður peroxíðið og verndar hana þannig.
Magn E-vítamíns og selens verður því að skoðast í samhengi
þótt efnin geti ekki komið í stað hvors annars. Ef um greini-
legan skort er að ræða á öðru efninu eða báðum, hefur það
áhrif á skepnuna.
Ríkulegt í fersku grasi
Í fersku ungu grasi er mikið af E-vítamíni. Magn þess og se-
lens var rannsakað hjá tveimur hópum kvígna sem var beitt á
mismunandi land en fengu ekki kjarnfóður. Blóðprufur
sýndu því hversu mikið kvígurnar fengu af E-vítamíni úr
beitargrasinu og reyndist það nægjanlegt hjá báðum hópun-
um, þrátt fyrir landfræðilegan mun á beitarsvæðunum.
Heyverkunin er flöskuháls varðandi E-vítamín, sem er
frekar laust bundið. Bæði þurrkun, forþurrkun og votheys-
verkun geta rýrt innihald heysins af E-vítamíni, umtalsvert.
Við Dýralæknaháskólann hafa verið gerðar rannsóknir á
magni E-vítamíns í mismunandi tegundum gróffóðurs. Mest
var af E-vítamíni í votheyi með lágu pH-gildi eins og oftast
er í hefðbundnu súru votheyi. Í rúlluböggum var um tölu-
verðan breytileika að ræða, bæði á milli bagga og í hverjum
bagga. Í u.þ.b. helmingi rúllubagganna innihélt heyið of lítið
E-vítamín. Þurrhey er venjulega lélegur E-vítamínigjafi.
Greinilegur skortur á E-vítamíni getur valdið sjúkdómi í
vöðvum kálfa, þráabragði af mjólk, dregið úr frjósemi og
mótstöðu gegn smitsjúkdómum. Þó lítilsháttar skortur á E-
vítamíni valdi ekki sýnilegum sjúkdómseinkennum þá getur
orðið um að ræða minni framleiðslu og skepnan orðið veik-
ari fyrir sjúkdómum því ónæmiskerfið starfar þá ekki sem
skyldi.
Vítamíngjöf á innistöðu
Mjólkurkýr sem fá ferskst gras eða gott vothey, fá venjulega
nægjanlegt magn af E-vítamíni. Vandamál geta samt skapast
sé sumarveðráttan óhagstæð með tilliti til grassprettu, hirð-
ingar og verkun votheys hefur ekki gengið sem skyldi. Ein-
falt er þá að gefa kúnum bætiefnablöndu til að tryggja þeim
nægjanlegt E-vítamín á innistöðunni. Sérstaklega áríðandi
er að kvígum og geldum kúm sé gefin bætiefnablanda, síð-
ustu mánuðina fyrir burð. Það er á þessum tíma sem ónæm-
iskerfið örvast til að það valdi hlutverki sínu fyrir og eftir
burð. Þegar gefin er bætiefnablanda sem inniheldur steinefni
og vítamín, er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum framleið-
enda, sérstaklega varðandi selen. Selen er eitrað sé það gefið
í of stórum skömmtum. Því ber að skoða selenmagn í heild-
arfóðri skepnunnar í ljósi þarfa hennar fyrir þetta mikilvæga
snefilefni.
Eftir Elisabeth Kommisrud hjá Geno og Olav Österås,
Helsetjenesten for storfe.
Þýtt og staðfært úr Buskap nr. 8, 2005. Sigtryggur Jón
Björnsson og Sverrir Heiðar, LBHÍ Hvanneyri.
Í rúlluböggum getur magn E-vítamíns verið breytilegt - bæði
á milli einstakra bagga og í einum og sama bagga.
E-vítamín - vandi við vetrarfóðrun?
Kýr sem mjólkuðu yfir 10.500 kg mjólkur á árinu 2005
Nafn Númer Faðir Númer Mjólk Nafn bús
Rófa 164 Búi 89017 11.265 Nýjabæ, Vestur-Eyjafjallahreppi
Hít 312 Sporður 88022 11.104 Brakanda, Hörgárdal
Eyða 132 99999 11.051 Hraunhálsi, Helgafellssveit
Prýði 14 Tjakkur 92022 10.966 Stóra-Ármóti, Hraungerðishreppi
Sossa 195 Hvanni 89022 10.875 Langholtskoti, Hrunamannahreppi
Gláma 913 Krossi 91032 10.767 Stóru-Hildisey II, A-Landeyjum
Pála 71 Tjakkur 92022 10.736 Bessastöðum, Heggsstaðanesi
Snegla 256 99999 10.733 Kirkjulæk II, Fljótshlíð
Spör 189 Þyrnir 89001 10.666 Svertingstöðum II, Eyjafjarðarsveit
Sossa 220 Kaðall 94017 10.539 Leirulækjarseli, Borgarbyggð
Sunna 194 Hlemmur 91004 10.518 Vöglum, Akrahreppi
Bú sem hafa yfir 7000 kg eftir hverja árskú og 10 árskýr eða fleiri
árið 2005
Eigandi Heimili Árskýr Kg
mjólk
Eggert og Páll Kirkjulæk II, Fljótshlíð 35,5 7.669
Reynir Gunnarsson Leirulækjarseli, Borgarbyggð 24,6 7.445
Laufey og Þröstur Stakkhamri, Miklaholtshreppi 29,0 7.137
Jóhann og Hildur Stóru-Hildisey II, A-Landeyjum 33,3 7.125
Daníel Magnússon Akbraut, Holtum 18,2 7.003
Nokkrar fjölda- og meðaltalstölur úr skýrsluhaldinu árið 2005
Búnaðarsamband Fjöldi búa Fjöldikúa Árskýr Bústærð Nyt,kg Kjarnfóður
Kjalarnesþings 6 239 154,4 25,7 4.842 1.172
Borgarfjarðar 59 2.174 1672,6 28,3 5.145 952
Snæfellinga 26 900 663,6 25,5 5.393 889
Dalasýslu 15 551 383,9 25,6 4.788 642
Vestfjarða 23 892 657,4 28,6 4.836 915
Strandamanna 1 49 31,4 31,4 4.040
V-Húnavatnssýslu 19 649 434,2 22,9 5.234 971
A-Húnavatnssýslu 32 1.098 780,5 24,4 5.219 1.078
Skagfirðinga 59 2.653 1919,8 32,5 5.401 1.045
Eyjafjarðar 104 5.496 4020,8 38,7 5.196 956
S-Þingeyinga 67 2.015 1505,7 22,5 5.058 947
Austurlands 31 1.092 806,9 26,0 4.893 1.030
A-Skaftafellssýslu 11 394 275,8 25,1 5.489 966
V-Skaft., Rang. 111 4.644 3246,7 29,2 5.477 989
Árnessýslu 120 5.815 4049,5 33,7 5.497 1.104
Landið allt 684 28.661 20.603,2 30,1 5.281 998
Hvað má bjóða þér í dag? Jóna Kristín Guðmundsdóttir, Kirkjulæk II,
gefur kúnum. Guðmundur Helgi, sonur hennar, ekur hjólbörunum.