Bændablaðið - 27.01.2006, Page 20

Bændablaðið - 27.01.2006, Page 20
20 Þriðjudagur 31. janúar 2006 Byrjum á menntun bænda, er hún nægi- lega góð? Það má segja að menntun bænda vaxi eins og menntun þjóðarinnar, það eru stöð- ugt fleiri bændur, sem hafa lokið framhalds- skólanámi, að fást við búskap í dag, hvort sem það er búfræðinám, stúdentspróf eða iðnnám. Eins eru bændur sem hafa lokið námi í háskóla, búvísindanámi eða námi ótengdu landbúnaði. Hvað varðar menntun eru bændur ágætlega færir um að takast á við margháttaðar breytingar og við hefðum ekki farið í gegnum þessar gríðarlegu um- breytingu sem landbúnaður hefur gengið í gegnum á síðustu 10-15 árum nema vegna þess að við erum bæði með góða menntun í stéttinni og öfluga fagsveit á bak við okkur sem ráðgjafa og þjónustuaðila. En hversu vel við erum undirbúin að tak- ast á við alþjóðlega samkeppni, það ætla ég ekki að fullyrða um, ég held að við séum aldrei nógu vel undirbúin, sama hvað við undirbúum okkur vel, og ég held að það eigi ekki bara um landbúnaðinn. Við erum aðilar að Alþjóða viðskipta- stofnuninni og sk. WTO samningum sem snúast um miklu meira en landbúnað því að landbúnaður er bara hluti að þessari alþjóða- væðingu sem er að tröllríða heiminum. Ný- liðinn ráðherrafundur í Hong Kong, sem átti að vera lokapunktur í yfirstandandi við- ræðulotu, hann varð það ekki. Ég veit ekki hvort það sé gott eða vont, ég held að það sé frekar vont að við séum alltaf hangandi í óvissu um framtíðina og á meðan erum við ekki að gera neitt markvisst. Ég held líka að á meðan óvissa ríkir og niðurstaða fæst ekki þá nái hin ráðandi ríki og ríkjahópar, Banda- ríkin og Evrópusambandið, stöðugt sterkari stöðu. Eftir því sem tíminn líður og þar sem viðræður allar dragast á langinn hafa þau meiri tíma til þess að skipta á milli sín heimsmarkaðnum. Þetta er nú allt saman lagt á borð fyrir okkur sem óskaplega falleg- ur pakki en í grunninn eru það hagsmunir stóru ríkjanna sem ráða ferðinni. Samt sem áður er íslenskur landbúnaður að breytast mikið - það er mikil gerjun í gangi? Nú er kornrækt stunduð á þínu heimabúi, það er nýtt á Íslandi, þessi mikla gróska á kornrækt? Já, það er mikil gróska í kornræktinni og það eru heilmiklar nýjungar í landbúnaði ef við horfum t.d. 20 ár aftur í tímann. Bara hugtakið landbúnaður hefur tekið miklum breytingum. Okkur er auðvitað ennþá tamt að tala um landbúnað einkum sem mjólk og kindakjöt og fleiri framleiðslugreinar, svo sem svínarækt, alifuglarækt, garðyrkju og fleiri. Það höfum við kallað landbúnað. En nú kemur ný skilgreining í nýjum jarðalögum, í lögum um landbúnaðarháskóla og fleiri lagatextum þar sem landbúnaðar- hugtakið er víkkað út. Við höfum rætt það, t.d á bændafundum, að landbúnaður er í raun og veru allt það sem við getum gert okkur til framfærslu þar sem við notum jarðir okkar, jafnvel þó að við séum einungis að ganga um þær og yrkja ljóð. Konur í landbúnaði Hvað með konur í landbúnaði eiga þær undir högg að sækja eins og víða annars staðar? Nei, ég þori nánast að segja nei við þessu. Verð sjálfsagt barinn fyrir það einhvers stað- ar af því að það sem að ég hef sagt og við oftast fundið er að það er ekkert vandamál fyrir konur að koma sér á framfæri í félags- kerfi bænda. Við vitum að konur, sem taka þátt í búskap heima á búi hjóna eru og hafa alltaf verið jafnar í ákvarðanatöku á við bændurna, það er bara þannig, þó að þær hafa ekki verið skrifaðar fyrir innlegginu sérstaklega. Það helgast kannski af því að búið þarf ákveðna kennitölu og þá hefur það verið fyrir einhverja hefð að kennitala bónd- ans hefur verið notuð. Það getur fólk lagað með því að búa til einkahlutafélag eða kaupa nýja kennitölu á sinn búrekstur ef fólk vill að konan sé meira áberandi sem bóndi. En innan félagskerfis bænda er meira vandamál að fá konur til þátttöku frekar en að þær hafi ekki haft jöfn tækifæri á við okk- ur karlana. Við eigum nú orðið mjög vaska sveit kvenna sem er virkilega að taka á í þessu og þetta er að breytast, það hefur bara sinn ákveðna umþóttunartíma. Kona mín, Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, er kandídat frá Búvísindadeildinni á Hvanneyri og ef við at- hugum námið sem hún stundaði þá eru þar núna konur í meirihluta og þetta er upp- sprettan af bændum framtíðarinnar og ráðu- nautum. Þessi hljóðláta kvennabylting er að eiga sér þar stað en fer ekki mjög hátt. Kon- ur munu í æ ríkari mæli verða áberandi sem ráðgjafar og bændur, og munu þannig koma upp í gegnum allan ferilinn sem vaxandi hópur þeirra sem hafa áhrif og starfa við landbúnað. Þú ert formaður Bændasamtakanna, hafa engar umkvartanir komið frá konum. Jú, margoft, við erum að fást við þetta á hverjum degi að konum finnst þær misrétti beittar og það er sjálfsagt fyrir þær að halda því áfram og þetta gerist ekki nema þær séu virkar í að benda á að hlutur þeirra sé ekki eðlilegur. Við eigum núna, eftir síðasta bún- aðarþing, ákveðna jafnréttisáætlun sem við reynum að vinna eftir. Nú eru konur komnar með hreyfingu innan vébanda BÍ sem heitir „Lifandi landbúnaður“ og eru þær að fást við mjög skemmtileg verkefni, fyrst og fremst að efla konur til þátttöku. Þær hafa farið í fundarferð í kringum landið þar sem þær buðu konum að koma saman og segja frá starfi sínu. Þær fengu styrk frá Leonardo verkefni Evrópusambandsins sem snýst m.a. um að efla konur félagslega. Þær eru síðan virkar í mörgum nýjum hlutum, sem eru að ryðja sér til rúms í landbúnaði, eins og heimavinnsla afurða, sem er einn af vaxtar- broddum í ferðaþjónustu. Nýjungar Ég átti þess kost að fara með Guðna Ágústs- syni, landbúnaðarráðherra, í opinbera heim- sókn til norska landbúnaðarráðherrans sl. vor, ásamt starfsmönnum ráðuneytisins, rektor Landbúnaðarháskólans o.fl. þar sem við kynntumst landbúnaðarstefnu Lars Sponheim sem hann kallaði Landbruk+. Sú stefna er í grunninn fólgin í því að draga fram alla möguleika sveitanna sem við höf- um nú verið að ræða, auk þess að undirstrika sérstöðu byggðanna, meðal annars í matar- hefðum. Við þekkjum Hólsfjallahangikjöt og við þekkjum allan matinn sem við höfum misjafnar skoðanir á og kemur frá Vest- fjörðum en úti í sveitum er að finna matar- hefðir sem ég held að sé mjög mikilvægt að við drögum fram og varðveitum. Þetta er hluti af okkar menningu og landbúnaður er líka menning. Það var gerður nýr búvörusamningur í október í fyrra sem gildir til 2012, mjólkur- samningur. Er þar tekið tillit til þróunar á alþjóðavettvangi? Já, við höfum fjóra megin samninga um landbúnað okkar; samning um garðyrkju, samning um sauðfjárrækt, samning um mjólkurframleiðslu og síðan svokallaðan búnaðarsamning sem er samningur um fram- lög og ráðgjöf og ýmis önnur átaksverkefni sem við erum að fást við, dýravelferð og slíkt. Það er rétt að í nýjum mjólkursamn- ingi, sem við fórum að vinna eftir 1. sept. sl., er verið að taka tillit til þeirra breytinga sem alþjóðasamfélagið setur okkur um það hvernig við högum rekstrarumhverfi land- búnaðarins. Og þar er verið að fást við að út- færa stuðninginn yfir í grænar og bláar greiðslur. Þetta eru hugtök sem fæstir skilja og eru misskilvirk en í þessum WTO samn- ingum hafa menn komið sér niður á það að skilgreina hvernig má styðja landbúnaðinn í framtíðinni. Og þeir hafa þar ákveðið að lit- arflokka stuðninginn, þ.e. að allur stuðning- ur sem þeir flokka sem „gulan“ er markaðs- truflandi, svo sem þær beingreiðslur sem við höfum í dag. „Bláar“ greiðslur eru minna markaðstruflandi, þ.e. við megum greiða út gripafjölda og stærð á landi, síðan er „grænn“ stuðningur sem er ekki tengdur Markmiðið er öflug bændahreyfing Rætt við Harald Benediktsson, formann Bændasamtaka Íslands Haraldur átti fertugsafmæli á dögunum og hélt upp á það í Sunnusal Hótel Sögu. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri. F.v. Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, Benedikta, Eyþór og Haraldur.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.