Bændablaðið - 27.01.2006, Síða 21
21Þriðjudagur 31. janúar 2006
neinni framleiðslu og í þennan græna farveg
er heimilt að fara með meginhluta af þeim
stuðningi sem við höfum í dag. Það er í raun
verkefnið núna að komast frá framleiðslu-
tengdum stuðningi yfir í almennan stuðning.
Mjólkursamning-urinn nýi ber þessa merki,
að við erum á þeirri vegferð að færa úr gula
boxinu yfir í það græna og bláa.
Það gerði líka nýr búnaðarsamningur,
sem við gengum frá sl. vor, hann er að taka
það mót að verða heildarsamningur fyrir
landbúnaðinn þar sem við útfærum þessar
grænu greiðslur eða grænu styrki. Næsta
verk er síðan að endurnýja samning um
sauðfjárframleiðslu þar sem menn við gerð
síðasta samnings gengu í þá átt að gera
stuðninginn grænan. Við þurfum að skerpa
dálítið á þeim áherslum og við verðum líka
að taka tillit til niðurstaðna í væntanlegum
WTO samningi.
Umhverfisvernd
Umhverfisvernd og landbúnaður. Er ekki
lögð áhersla á umhverfisvernd í landbún-
aði?, Nú koma stöðugt fréttir frá útlöndum
um að alls konar efni og efnavörur séu að
spilla náttúrunni, hvernig er staðið að þess-
um málum hér?
Staðan er þannig að við tökum í vaxandi
mæli upp þær reglugerðir sem eru settar um
þessi efni í kringum okkur. Þó er það þannig
að við notum nánast ekkert af þeim eiturefn-
um sem þessar reglugerðir eru oftast að fást
við. Við erum líka að yfirtaka reglur sem
okkur finnast misgáfulegar fyrir okkar að-
stæður, svo sem dreifingartíma búfjáráburð-
ar og slíkt. Áburðarnotkun er hér ekki í
neinu samræmi við það sem gerist í ýmsum
nálægum löndum, almennt talað erum við
langt fyrir innan þau mörk um notkun á slík-
um efnum sem þar viðgangast þannig að við
höfum heilmikið svigrúm. Ekki það að ég sé
að segja að við ætlum að auka notkunina,
við höfum bara allt aðra stöðu í umhverfi
okkar.
En er ekki þrýst á bændur að nota sömu
aðferðir og notaðar eru í útlöndum, þ.e. að
auka framleiðsluna með ýmiss konar efnum
og aðferðum?.
Það finnst mér að fólk eigi að hafa í huga
þegar það krefur okkur stöðugt um lægra
verð á vörum. Að það velti fyrir sér hvers
vegna verðið sé svona lágt? Hvað er það sem
aðrir gera sem við gerum ekki hér heima?
Þar eru það þrír þættir sem mér finnst að
fólk eigi að hugleiða. Þætti eins og við
hvaða aðstæður er búvara framleidd, hvað
eru menn að bauka á jörðunum til þess að
framleiða ódýrt fóður og ódýra mjólk og
ódýrt kjöt? Í öðru lagi, hver er raunveruleg
afkoma þessara bænda sem eru að fást við að
framleiða þessa ódýru vöru og þegar ég segi
ódýru vöru þá er hún kannski ekki svo ódýr
þegar við höfum lagt það niður fyrir okkur
að við þyrftum að leiðrétta bæði fyrir mann-
sæmandi kjörum og hvernig við erum að
fara með umhverfið.
Nú vil ég segja að ég ber mikla virðingu
fyrir verkalýðshreyfingunni sem er að taka á
því að hér séu kjarasamningar hafðir í heiðri
og eru að slást við starfsmannaleigur. Ég tel
reyndar að það sé mjög mikilvægt fyrir þjóð
okkar að við gætum þeirrar velferðar sem
við höfum komið okkur upp. Enn á sama
tíma vil ég líka að fólk velti því fyrir sér,
þegar það talar um þessa ódýru vöru og er
jafnframt að tala máli erlendu verkamann-
anna sem hingað koma til þess að vinna með
okkur, þá eigum við líka að hugsa um hvaða
kjör eru búin þeim sem framleiða þessa
ódýru vöru sem við viljum flytja inn.
Þú sagðir þrennt, aðstæður, afkoma, og
hver er sá þriðji?
Það er nú aðallega siðferði og dýravelferð
sem ég ætti reyndar að setja í fyrsta sætið.
Það er með þessi blessuð dýr að þau þurfa að
hafa ákveðið umhverfi til þess að þeim líði
vel. Ég ætla ekki að segja að kollegar mínir í
öðrum löndum fari illa með skepnur en þeir
eru á býsna gráu svæði og við þekkjum
þessa sjúkdóma sem eru að koma upp í
hjörðum og breiðast út með ógnarhraða, þar
sem þröngt er setið.
Ertu þá að meina í og með erfðabreyting-
ar á lífverum?
Nei, erfðabreyttar lífverur eru ekki það
hættulegasta sem við erum að fást við, ég á
miklu frekar við mjög mikla fúkkalyfjanotk-
un og hormónanotkun hvers konar til þess að
auka vaxtarhraða og síðan þrengsli almennt.
Er tekið tillit til svona hluta sem þú hefur
verið að nefna, sem geta valdið lágu verði, í
landbúnaði hér á landi?
Ég held að allir hafi þetta svolítið á bak
við eyrað þegar þeir ákveða að viðhalda ís-
lenskum landbúnaði og við skulum ekki
gleyma því og leggja á það áherslu að það er
góður vilji til þess að viðhalda þeim land-
búnaði sem við höfum í dag. Og meðal ann-
ars vegna þess að við trúum því að hann sé
mjög hreinn og rekinn mjög heiðarlega. Ég
held líka að við getum staðið algjörlega und-
ir því. Auðvitað finnst okkur svolítið súrt í
þessu alþjóða samningaumhverfi að ekki sé
tekið tillit til okkar aðstæðna, við erum með
erfið veðurskilyrði sem dæmir okkur til þess
að hafa hærra vöruverð, við erum stundum
borin saman við Nýsjálendinga og búvöru-
verð þar og lítinn ríkisstuðning við landbún-
að þar, en ef við gætum nú beitt kindunum
og kúnum okkar næstum allan ársins hring,
eins og þeir geta, þá væri sannarlega ódýrari
vara hér. En við byggjum okkur dýrari hús
og við þurfum hlýrri föt og það er fjölda-
margt í okkar þjóðfélagi sem er dýrara vegna
þess að við erum fámenn þjóð í köldu landi.
Ekki bara í landbúnaði, það er líka dýrt að
tala íslensku.
Bændur eru í raun og veru í vörn í þess-
um skilningi?
Já, auðvitað upplifir maður landbúnaðinn
í vörn, en það er líka margt jákvætt að gerast
í honum eins og áður er komið fram. Þar má
nefna árangur okkar í Bandaríkjunum þar
sem við höfum náð fótfestu á markaðnum.
Ég átti þess kost að fara með þeim sem
eru að vinna að þessu ágæta starfi í Wash-
ington og sjá á hvað er að gerast. Auðvitað
var búið að lýsa þessu fyrir mér. Ég fékk
tækifæri til þess að ræða við fólkið, sem er
að kaupa þessar vörur, og það er mjög upp-
tekið af því að það sé að kaupa hreina vöru
framleidda af fjölskyldu og þessi fjölskylda
lifi við ákveðin skilyrði þar sem menning og
menntun sé í hávegum höfð og þar sé vel séð
fyrir menntun barna. Þetta fólk, sem er
markhópur okkar þarna vestra, er upptekið
af þessum hlutum og þess vegna vill það
borga vel fyrir þessar vörur.
Það hafa oft verið gerð tilhlaup á Amer-
íkumarkaði, er þetta að ganga betur núna?
Já, ég er fullviss um það og það er verið
að vinna þetta á öðrum forsendum núna.
Áður var kjötið sent út frosið í grisjupokum
en núna sendum við það út ferskt og í neyt-
endapakkningum. Við erum að sigta út þetta
hálfa eða eina prósent bandarísku þjóðarinn-
ar sem hefur góð efni á að kaupa þessa vöru.
Við verðum aldrei magnseljendur eða selj-
endur í súpermörkuðum, til þess höfum við
hvorki hnattstöðu né stærð landbúnaðar. Ég
trúi því að með ákveðinni vandvirkni, með
ákveðnum heiðarleika frá okkar hendi og
samstöðu bænda um afurðastöðvarnar hér
heima, þá er þetta markaður sem mun hjálpa
íslenskum landbúnaði.
Hver eru helstu verkefnin, hver er fram-
tíðarsýn formanns BÍ?
Ég fór í fundarferð sl. haust, ásamt tveim-
ur varaformönnum BÍ. Hluti af erindi okkar
við bændur var að ræða um þennan nýja
landbúnað og þá félagslegu stöðu sem bænd-
ur eru í og velta því fyrir okkur hvað við eig-
um að taka okkur fyrir hendur til að efla
samtakamátt þess fólks, sem býr úti í sveit-
um, og við getum með formerkjum hins nýja
landbúnaðar kallað bændur. Við viljum
þjappa þeim saman til þess að verða það
hreyfiafl úti í sveitum sem við þurfum til
þess að verja hag þeirra. Það fækkar stöðugt
framleiðendum hinna hefðbundnu búara og
bændur og BÍ verða lítil stétt ef við ætlum að
einskorða okkur við mjólkur- og kúabændur
eða kjúklinga- og svínabændur. Fyrir bænd-
ur skiptir það máli að við höfum öfluga
bændahreyfingu og þess vegna eigum við að
teygja okkur eftir því fólki sem er að flytja í
sveitirnar. Við erum líka að horfa til þess
þjóðfélagshóps sem hefur góð efni og er að
kaupa sér jarðir til þess að flytja þangað og
það vill verða hluti af því samfélagi sem þar
er og við eigum að taka vel á móti því fólki.
Saman getum við búið til mjög öfluga hreyf-
ingu þessa fólks.
Í öðru lagi er sveitarstjórnarstigið stöðugt
að færast fjær bændum með stækkuðum
sveitarfélögum, það er einfaldlega þannig að
í stærri sveitarfélögum þá eru hagsmunir
bænda ekki eins ofarlega á blaði eins og þeir
voru í litlu sveitarfélagi og þar verðum við
líka að þjappa bændum saman. Við kynnt-
umst því hjá dönsku bændasamtökunum að
þeir eru markvisst að þjálfa trúnaðarmenn
bænda í því hvar þeir geta gripið inn í störf
sveitarstjórna til þess að koma hagsmunum
landbúnaðarins á framfæri. Í Danmörku er
sameining sveitarfélaga líka í fullum gangi,
þeir að vísu sleppa þeim fasa að kjósa um
það, þeir bara ákveða það og þannig segja
þeir að sveitastjórnarstigið færist stöðugt
fjær bændum. Þeir vilja kenna bændum hvar
þeir eiga að grípa inn í skipulagsvinnu og
hvar þeir eigi að einbeita sér í nefndarstörf-
um, jafnframt því að reyna að vera sem virk-
astir í sveitarstjórnum.
Þetta er, eins og ég sé það, helsta verkefni
formanns bændasamtakanna á næstu árum,
að búa til öfluga bændahreyfingu. Verkefnið
er mjög stórt og ég veit ekki hvort ég ræð
við það eða hvernig það gengur, við erum
rétt byrjaðir að hreyfa við því. Þetta fékk
mjög jákvæð viðbrögð þannig að næsta skref
er að útfæra svolítið hugmyndirnar.
Þú segir öflug bændahreyfing, ertu líka
að tala um að efla sveitamenninguna á nýjan
leik eða stendur hún sterk?
Sveitamenningin stendur mjög sterk, það
er ennþá rík samheldni úti í sveitum og hluti
af þessum félagsskap bænda eru að sjálf-
sögðu ákveðin menningarfélög, og ýmiss
konar samkomuhald, svo sem þorrablót.
Víða í sveitum ríkir velsæld og þar líður
fólki vel. Skítt með þessar krónur og aura og
allt það, sem við erum daglega að hafa svo
miklar áhyggjur af, það skiptir miklu máli að
lifa í góðum félagsskap, í samfélagi við fólk
og álfa.
Verður þú kannski sakaður um hálfgerða
rómantík, svona að dýrka landnámshænsnin
í staðinn fyrir kjúklingabúið?
Nei, ég verð ekki sakaður um það af því
að hluti af sóknarfærum landbúnaðar er að
varðveita þessi gömlu búfjárkyn okkar og
þar höfum við líka ákveðnum skyldum að
gegna. Samkvæmt alþjóðasamþykktum og
samningum þá ber okkur m.a. skylda til að
varðveita landnámshænuna.
Varðveisla á gömlum búfjárkynjum hefur
ekkert með það að gera hvort við eigum að
stunda kynbætur með innblöndun erlendis
frá, sem ég útiloka ekki að við þurfum að
gera og höfum gert. Það er hér kúakyn í
landinu sem er mjög gamalt, það er sauðfjár-
kyn sem er með lítils háttar innblöndun ein-
hvers staðar aftur í öldum, hestakyn mjög
sérstakt og við höfum bara ákveðnar skyldur
og hvers vegna ekki að leyfa okkur að
stunda landbúnað í ákveðnum ramma með
þessi búfjárkyn.
Haraldur, við höfum líka ákveðið bænda-
kyn í landinu?
Já, sem er ansi magnað, er sorfið af lífs-
reynslu og óblíðri veðráttu heiðanna og sjó-
sókn og þar fram eftir götunum og það eru
engir aukvisar í íslenskri bændastétt.
Jón Ásgeir Sigurðsson
Eðli málsins samkvæmt þá þarf formaður BÍ
að fara á marga fundi. Á myndinni t.h. er
Haraldur á fundi á Hvanneyri. Hér fyrir neðan
má sjá Vestri-Reyni. Myndin var tekin úr
fjallinu beint fyrir ofan bæinn.