Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 26
26 Þriðjudagur 31. janúar 2006
1.
Endurræktun vegna aðlögunar
að lífrænum búskap
Veitt er framlag til endurræktunar
túna, akra (garðlanda) og gróður-
húsa vegna aðlögunar að lífrænum
búskap. Framlag fæst í tvö ár af
aðlögunartímanum fyrir hverja
landspildu.
Framlag fyrir hvern ha. sem er í
endurunnu landi er kr. 30.000 og
kr. 300 fyrir m2 land í gróðurhúsi í
aðlögun. Einnig er veitt framlag
vegna kostnaðar við upphaflega
vottun, 40.000 kr., einu sinni.
Auk meðmæla héraðsráðunaut-
ar skal fylgja umsókn staðfesting
vottunarstofu á að aðlögun sé haf-
in, eða tilvísun í fyrra árs staðfest-
ingu að svo sé.
Við úttekt skal úttektarmaður
fullvissa sig um stærð þess lands,
sem verið er að taka út, í ha. eða
m2. Úttekt skal fylgja kort eða riss
af túni, þar sem merkt er inn á
hvaða spildur hafa verið endurunn-
ar. Þeir einir, sem eru á skrá hjá
viðurkenndri vottunarstofu yfir þá
sem eru í lífrænum búskap eða í
aðlögun að honum, geta fengið
framlag.
2.
Umhverfis og þróunarverkefni í
garðrækt/ylrækt
Framlag fæst til:
A. Tölvu- og stýribúnaðar í gróð-
urhús. Hér undir falla tölvur,
nemar og lokar til stýringar á
hita, loftun, vökvun, áburðar-
gjöf og kolsýrugjöf og fjar-
gæslubúnaður.
B. Kælibúnaðar í matjurta- og
blómageymslur.
C. Vökvunar- og frostvarnarbún-
aðs í garðlöndum og ökrum.
D. Hringrásarkerfis hitalagna í
gróðurhús.
Framlag getur orðið allt að 25% af
kaupverði tækjabúnaðar, en þó
aldrei hærri upphæð en hér segir:
A. Tölvu- og stýribúnaður í gróð-
urhús 400.000 kr.
B. Kælibúnaður í geymslur
500.000 kr.
C. Vökvunar- og frostvarnarbún-
aður 500.000 kr.
D. Hringrásarkerfi hitalagna í
gróðurhús 200.000 kr.
Framlag reiknast af tækjabún-
aði, en ekki vinnu við uppsetningu.
Séu reikningar skv. tilboði fyrir
tæki uppsett, munu BÍ áætla hve
stór hluti reiknings er tæki og hve
stór vinna, ef það kemur ekki fram
á reikningnum. Raflagnir og fastar
vatnslagnir, sem lagðar eru sér-
staklega vegna ofangreindra tækja,
teljast ekki til verðs á tækjum.
Tækin skulu hafa verið sett upp og
vinna eins og til er ætlast, áður en
úttekt fer fram. Tæki sem áður
hafa verið tekin út fást ekki tekin
út aftur í öðru húsi eða á öðrum
akri.
Úttektarmaður skal fullvissa sig
um að tæki, sem skal taka út, hafi
verið sett upp og vinni eins og til
er ætlast. Hann skal einnig fá til
skoðunar reikninga yfir kaup á
tækjum.
Aðeins fæst framlag til gróður-
stöðva með rekstur sem er gjald-
skyldur og skilar búnaðargjaldi.
3.
Kornrækt
Varið verði allt að 45 millj. kr. í
framlög til kornræktar árið 2006
með vísan til b-liðs í bráðabirgða-
ákvæðum búnaðarlagasamnings
frá 17. maí 2006.
Framlag fæst því aðeins að
korn (bygg, hafrar, rúgur, hveiti)
sé ræktað til þroska á a.m.k.
tveimur ha. Framlag getur verið
allt að 20.000 kr. á hvert bú sem
ræktar tvo ha. af korni eða meira
og einnig 10.000 kr. fyrir hvern
ha. sem korn er þreskt af. Aðeins
er greitt út á heila ha. og venju-
legar reglur um upphækkanir
gilda. Nægi fjármunir ekki fyrir
óskertum framlögum, skal fella
niður framlög á ræktun umfram
20 ha. áður en önnur framlög eru
skert.
Sáð skal hafa verið yrki, sem
er viðurkennt að nái þroska hér á
landi í flestum árum, ef því er sáð
á eðlilegum tíma. Vorkorni þarf
því að hafa verið sáð fyrir 20. maí
eigi að fást framlag á akurinn.
Kornið þarf að hafa verið skorið
og hirt, annað hvort þurrkað eða
blautverkað. Ekki fæst framlag á
akra sem fuglar (gæsir) eða bú-
peningur hafa bitið í svo ríkum
mæli að kornuppskera er ekki
hirt. Til að standast úttekt þarf
bóndinn að leggja fram viður-
kennt túnkort eða málsettan upp-
drátt (teikningu) af kornræktar-
landinu.
Úttektarmaður skal fullvissa
sig um að sáð hafi verið korni til
þroska en ekki grænfóðurs, akur-
inn hafi verið skorinn og fullvissa
sig um stærð hans, annað hvort
með mælingu eða eftir túnkorti.
Umsóknarfrestur um framlag
til kornræktar er til 1. júní ár
hvert.
4.
Beitarstjórn og landnýting
Framlag fæst til:
A) Landbótaáætlunar vegna gæða-
stýringar í sauðfjárrækt
B) Samsvarandi landbótaáætlunar
í hrossarækt.
C) Landbótaáætlunar, sem unnin
er vegna þátttöku í verkefninu
„Betra bú“.
Framlag er 45.000 kr. fyrir
hverja áætlun.
Hver áætlun skal ná til a.m.k.
þriggja ára (allt að tíu ára). Hvert
bú fær ekki framlag oftar en á
þriggja ára fresti.
Áætlunin skal viðurkennd og
tekin út af héraðsráðunaut eða
Landgræðslu ríkisins. Landnýt-
ingarráðunautur BÍ yfirfer úttektir
áður en framlag er greitt.
5.
Umhverfis- og fegrunarátak í
sveitum
Framlag fæst til eftirtalinna átaks-
verka:
A. Til að fjarlægja brotajárn af
bújörðum.
B. Til að hreinsa burt ónýtar, af-
lagðar girðingar.
C. Til að rífa og hreinsa burt ónýt-
ar byggingar á jörðum.
Framlag getur numið;
A. Nái átakið til allt að 20 bújarða
á félagssvæðinu er framlagið
allt að 300.000,
B. Nái átakið til 21-40 bújarða er
framlagið allt að kr. 450.000
C. Nái átakið til 41 jarðar eða
fleiri er framlagið allt að kr.
600.000.
Hlutfallslegt framlag er greitt eft-
ir fjölda bújarða innan ofangreindra
flokka. Skilyrði er að umhverfisátak-
ið fari fram á vegum búnaðarfélags,
eða búnaðarsambands. Átakið skal
vinna á grundvelli fyrirfram gerðrar
framkvæmdaáætlunar. Sérstakt form
verður útbúið fyrir áætlunina. Fram-
lög fást ekki greidd fyrr en fram-
kvæmdin er fullunnin og tekin út af
héraðsráðunaut. Ekki er greitt fram-
lag út á sömu jörð nema einu sinni.
Átakið nær jafnt til eyðibýla sem
jarða í ábúð. Umsækjendur um
framlag úr þessum flokki eru aðeins
búnaðarfélög eða búnaðarsambönd.
6.
Verkefni tengd búfjárhaldi og
vinnuaðstöðu
A. Veitt er framlag til breytinga á
gripahúsum, sem eru gerðar til
að bæta aðbúnað búfjár eða
vinnuaðstöðu í húsunum. Skil-
yrði fyrir framlagi er að hönnun
og breytingar séu gerðar í sam-
vinnu við héraðsráðunaut og/eða
viðurkenndan hönnunaraðila og
samþykkt af Byggingaþjónustu
BÍ. Umsókninni verður að fylgja
kostnaðaráætlun.
Framlag getur numið allt að 30% af
sannanlegum kostnaði við hönnun
og breytingar, en þó aldrei hærri
upphæð en 500.000 kr. Nánari reglur
verða gefnar út um mat á eigin
vinnu. Ekki eru veitt framlög vegna
nýbygginga.
B. Framlag fæst til byggingar gripa-
skjóla í högum. Aðeins fást fram-
lög á gripaskjól sem unnin eru
skv. teikningum, sem Bygginga-
þjónusta BÍ gerir eða samþykkir.
Framlag á hvert skjól getur num-
ið allt að 50.000 kr.
C. Greidd verða framlög vegna end-
urnýjunar búra á loðdýrabúum,
enda uppfylli hin nýju búr kröfur
aðbúnaðarreglugerðar (nú í drög-
um) um stærðir og gerð og séu úr
efni sem viðurkennt er af BÍ. Há-
marksstyrkur út á 6 hólfa minka-
búr/2ja hólfa refabúr er 3.500 kr.
7.
Viðhald framræslu lands vegna
ræktunar
A Upphreinsun úr framræsluskurð-
um í ræktuðu landi og affall-
skurðum frá þeim, þótt í órækt-
uðu landi sé, er 25.000 kr. á km.
B Pípuræsi sem sett eru í opna
skurði til að loka þeim eða til að
tryggja örugga framræslu á landi,
þar sem opnum skurðum hefur
verið lokað. Skilyrði er að verkið
sé unnið samkvæmt forskrift
ráðunautar í jarðrækt og er 75.000
kr. á km.
C Upphreinsun úr stórum affalls-
skurðum sem taka við vatni af
stóru vatnasvæði kr. 50.000 á km.
Skilyrði til að fá framlag skv.
þessum lið er að skurðirnir séu
hreinsaðir bakka á milli og séu
minnst 6 m. breiðir að ofan.
8.
Kölkun túna
Framlag til kölkunar túna fæst ein-
göngu út á flutning túnkalks (áburð-
arkalks, skeljasands). Framlag getur
orðið allt að 10 kr á tonn á km. flutn-
ingsvegalengdar.
A Frá uppskipunarstað til bónda.
B Úr heimafjörum til bónda. Um-
sækjandi þarf að fá viðurkenn-
ingu BÍ á að skeljasandur úr
heimafjörum uppfylli kröfur um
túnkalk áður en framlag fæst og
er miðað við kalsíummagnið í
sandinum, sem ekki má vera
minna en 15%.
C Heimilt er að greiða sérstakt
framlag út á dælingu skeljasands
úr sjó á land og er hvert tilvik
meðhöndlað sérstaklega hjá BÍ.
Til að fá flutningsframlag á kalk-
ið skal það hafa verið notað til jarð-
vegsbóta á tún eða annað ræktunar-
land. Jarðabótamaður skal við úttekt
framvísa reikningum, þar sem
greinilega kemur fram hver flutn-
ingskostnaður kalksins er. Önnur út-
vegun kalks en að ofan greinir getur
verið styrkhæf, t.d. ef umsækjandi
sér sjálfur um flutning kalksins en þá
verður hann að gera nákvæma grein
fyrir kostnaði.
Framlag samkvæmt þessum
flokki geta bændur á lögbýlum feng-
ið og einnig búnaðarfélög og búnað-
arsambönd, sem standa fyrir uppdæ-
lingu á skeljasandi á félagssvæðinu.
Bú er skilgreint í þessum reglum
sem rekstrareining þar sem búnað-
argjaldsskyld framleiðsla er stund-
uð eða ferðaþjónusta veitt á lögbýli
og er með sérstakt virðisauka-
skattsnúmer.
Reglur um framlög til þróunarverkefna
og jarðabóta á lögbýlum
Umsóknareyðublað
Fyrir framlög til þróunarverkefna og jarðabóta
Umsóknarár: 2006
Nafn: ______________________________________________ Kennitala: _____________ - _______
Heimili: ___________________________________________ Póstnr. : ________________________
Leggist inn á: Bnr. _______ Hb. ____ Rnr ._____________ Kt. reikn.eig: ___________ - _______
Sími: ____________ Farsími: _____________ Netfang: ____________________________________
Jarðarbætur unnar á: ________________________________ Landnúmer: _____________________
Sveitarfélag: ________________________________________ Sveitarfél. nr.: ___________________
1. Endurræktun vegna aðlögunar að lífrænum búskap
Fyrra ár _____________ha lands _______________ m2 gróðurhús
Síðara ár _____________ha lands _______________ m2 gróðurhús
Vottorð frá vottunarstofu fylgir.
Gilt vottorð frá vottunarstofu var sent árið:_______ Meðmæli ráðunautar
2. Umhverfis og þróunarverkefni í garðyrkju/ylrækt
a) Tölvu og stýribúnaður í gróðurhús Áætlað kaupverð: _______________ kr.
Stýring á: Hita Loftun Vökvun Áburðargjöf Kolsýrugjöf Fjargæslubúnaði
b) Kælibúnaður í matjurta og blómageymslur Áætlað kaupverð: _______________ kr.
c) Vökvunar og frostvarnarbúnaður Áætlað kaupverð: _______________ kr.
d) Hringrásarkerfi hitalagna í gróðurhús Áætlað kaupverð: _______________ kr.
Meðmæli ráðunautar
3. Kornrækt
Ath. Umsókn tekin gild til 1. júní
Kornakrar – 2 ha eða stærri. Fjöldi ha _______ Meðmæli ráðunautar
4. Beitarstjórn og landnýting
Landbótaáætlun vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt.
Landbótaáætlun í hrossarækt.
Landbótaáætlun vegna þátttöku í verkefninu „Betra Bú”.
Landsvæði sem áætlunin nær yfir:________________________________________________
Umsjónarmaður með áætluninni:_________________________________________________
Meðmæli ráðunautar
5. Umhverfis og fegrunarátak í sveitum
Ath: Skilyrði er að umhverfisátakið fari fram á vegum búnaðarfélags eða búnaðarsambands.
a) Hreinsun brotajárns af bújörðum
b) Hreinsun á aflögðum girðingum
c) Niðurrif og hreinsun á ónýtum byggingum
Átakið nær til ________ bújarða. Áætlun fylgir með
Meðmæli ráðunautar
6. Verkefni tengd búfjárhaldi og vinnuaðstöðu
a) Breytingar á gripahúsum til bættrar vinnuaðstöðu og/eða aðbúnaðar búfjár samkvæmt
viðurkenndri hönnun:
Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun. Samtals kr __________ utan við eigin vinnu. Áætluð
eigin vinna við breytingarnar er _______klst. (Samkvæmt reglum um mat á vinnu).
b) Gripaskjól í högum samkvæmt teikningu Byggingarþjónustu BÍ.
d) Endurnýjun búra í loðdýrahúsum: Fjöldi 6 hólfa eininga: ______
Stutt lýsing : __________________________________________________________________________
Meðmæli ráðunautar
7. Viðhald á framræslu lands vegna ræktunar
Upphreinsun úr framræslu- og affallsskurðum Sótt er um: ______________ km.
Lagning pípuræsa í stað opinna skurða Sótt er um: ______________ km
Stórir affallsskurðir > 6 m breiðir Sótt er um: ______________ km.
Meðmæli ráðunautar
8. Kölkun túna
Flutningur á:
a) Túnkalki (áburðarkalk, skeljasandur) Flutningur á______ tonnum í ______km
b) Skeljasandi úr heimafjörum háður samþykki BÍ Flutningur á______ tonnum í ______km
d) Annað kalk, hvaða: ___________________ Flutningur á______ tonnum í ______km
Skýring: Flutningur frá _____________________ og til ________________________eru _______ km
Meðmæli ráðunautar
9. Neysluvatnsveitur (úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga)
Neysluvatnsveitur
Ný veita Viðbót við fyrri eldri veitu Áætlaður kostnaður: _______________ kr.
Samveita með: ____________________________________________________________________
Stutt lýsing: ______________________________________________________________________
Meðmæli ráðunautar
10. Lýsingarbúnaður í gróðurhús (aðlögunarsamningur um starfsskilyrði framleiðanda
garðyrkjuafurða)
Lýsingarbúnaður: Grunnflötur gróðurhúss: ______ m2 Fj. lampa: ____ Fj. endurskinsspjalda: ____
Fasteignanúmer gróðurhúss _______ Áætlaður kostnaður:_________ kr. Meðmæli ráðunautar
Dagsetning: Undirskrift umsækjanda:
_________ __________________________________________________________________
Umsóknin sendist til viðkomandi ráðunautastofu fyrir 1. mars 2006.
Athugasemdir ráðunautar:
___________________________________________________________________________________
Undirritaður ráðunautur mælir með ofangreindri/ofangreindum framkvæmd/framkvæmdum sem hakað er
við og telur hana/þær falla undir reglur um framlög til þróunarverkefna og jarðabóta og séu til hagsbóta
fyrir umsækjanda.
Dagsetning: Ráðunautur: Búnaðarsamband:
_________ _______________________________________ _____________________________
Umsóknarfrestur um framlög til
þróunarverkefna og jarðabóta samkvæmt
Búnaðarlagasamningi fyrir árið 2006 er til
1.mars n.k. Umsóknareyðublöðin og reglurnar
má nálgast á vef BÍ, www.bondi.is en einnig er
hægt að fá eyðublöðin hjá búnaðar-
samböndunum. Umsóknum skal skilað til
viðkomandi héraðsráðunauta/búnaðarsambanda.
Árið 2006 verða veitt framlög á eftirfarandi
verkefni:
1. Endurræktun vegna aðlögunar að lífrænum
búskap
2. Umhverfis og þróunarverkefni í garðrækt/ylrækt
3. Kornrækt (umsóknir eru teknar gildar til 1. júní)
4. Beitarstjórn og landnýting
5. Umhverfis- og fegrunarátak í sveitum
6. Verkefni tengd búfjárhaldi og vinnuaðstöðu
7. Viðhald framræslu lands vegna ræktunar
8. Kölkun túna
Að auki er hægt að sækja um tvo flokka á sama
eyðublaði sem ekki falla undir Búnaðarlagasamning.
Það eru:
Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga:
9. Framlög til stofnframkvæmda við vatnsveitur á
lögbýlum og framlög úr aðlögunarsamningi um
starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða:
10. Fjárfestingar í lýsingarbúnaði í ylrækt
Bændur athugið
Umsóknir um framlög til þróunar og jarðabóta á lögbýlum
Umsóknareyðublöðin og reglurnar má nálgast á vef BÍ,
www.bondi.is en einnig er hægt að fá eyðublöðin hjá
búnaðarsamböndunum