Bændablaðið - 27.01.2006, Page 31

Bændablaðið - 27.01.2006, Page 31
31Þriðjudagur 31. janúar 2006 Á undanförnum árum hef ég skrifað nokkrar greinar um afkomu sauð- fjárbænda og þann samning við rík- ið sem við störfum eftir. Þar hef ég talið að afkoma sauð- fjárbænda væri mjög döpur og litlir sem engir afkomumöguleikar fyrir þá bændur sem stunda hana ein- göngu. Þann 30. sept. 2003 skrifaði ég grein í Bændablaðið um þetta efni sem hefur fullkomlega staðist tím- ans tönn og væri það hollt fyrir samningamenn að lesa hana. Í Bændablaðinu þann 3. nóv. sl. kom smá frétt frá Hagþjónustu landbúnaðarins. Þar kemur fram að hagnaður sauðfjárbúa fyrir laun eigenda nam að meðaltali 996 þús- und krónum, sem er 3,8 % aukning milli ára. Þessi bati er ekki nálægt því búinn að ná upp þeirri skerð- ingu sem við urðum fyrir 2002, hvað þá að halda í við verðbólguna. Þarna kemur sem sagt fram að mánaðarlaun fjölskyldu sem fram- leiðir 6461 kg af dilkakjöti (ca. 420 dilka til frálags ) hefur í mánaðar- laun 83 þúsund krónur. Til þess að komast af á slíku búi verður fjöl- skyldan að vinna fulla vinnu utan heimilis og bæta búverkunum á sig á kvöldin og um helgar. Þessar upp- lýsingar eru ekki mjög uppörvandi fyrir ungt fólk sem vill hefja sauð- fjárbúskap. Hvaða viðmið eru notuð við verð- lagninu til sláturleyfishafa? Hvaða viðmiðun hefur stjórn Fé- lags sauðfjárbænda þegar hún er gerir kröfur um viðmiðunarverð til sláturleyfishafa? Þarf ekki að hafa framleiðslukostnaðinn í huga, að frádregnum beingreiðslunum? Þó ekki sé til annars en að sýna fram á hvað kostar að framleiða kjötið. Það verður að teljast skammar- legt fyrir stjórnina að kröfur hennar urðu lægri en sláturleyfishafar buðu í kjötið, er nam að meðaltali um fjórum krónum pr. kg. Hafa ein- hverjir af samningamönnum okkar hagsmuni beggja megin við borðið? Vonandi ekki. Á aðalfundi Félags sauðfjár- bænda, sem haldinn var 7. apríl 2005, var samþykkt skrautlegt veganesti fyrir samningarnefndina vegna væntanlegra viðræðna við fulltrúa ríkissjóðs um nýjan sauð- fjársamning, þar kennir ýmissa grasa sem orka mjög tvímælis. Þak á fullar beingreiðslur við 800 ær- gildi er í sjálfu sér ekki það versta, en skilyrðin fyrir að fá þær eru vægast sagt fáránlegar. Að skilyrt sé að viðkomandi eigandi skuli hafa fasta búsetu á svæðinu (innan 50 km) þar sem framleiðslan fer fram, er með ólíkindum. Mega bændur og aðrir sem búa í dreifbýli ekki þakka fyrir ef fjárfestar hafa áhuga á að kaupa jarðir og kvóta og reka bú- skap? Því beingreiðslur fást ekki nema út á lögbýli og því aðeins að viðkomandi hafi að lámarki 60 % ásetningshlutfall af greiðslumarki. Hvað mælir gegn því að fjárfest- ar reki sauðfjárbú með bústjóra og öðru aðkeyptu vinnuafli? Þeir fá ekkert fólk fyrir 83.000,- kr. á mán- uði og verða því að hagræða í rekstrinum til að geta borgað hærri laun. Það ætti því að verða hag- stæðara fyrir viðkomandi en að reka búið. Þetta fólk borgar gjöld til sveitarfélagsins af launum sínum og fjallskila-gjöld.Við megum þakka fyrir að jarðarverð hækki, það ætti að auðvelda þeim sem óska að breyta til við að fjárfesta í öðrum eignum. Með þessari tillögu er ver- ið að taka upp aftur hina illræmdu átthagafjötra, er ekki betra að sam- eina eitthvað af þessum kotum og framleiðsluréttinn og gera sauðfjár- ræktina lífvænlegri? Ég tek undir það að heildar- greiðslumarkið verði það sama og nú er, en að hækka ásetningshlut- fallið úr 60 % í 80 % af greiðslu- marki er ég ósammála. Ég sé ekki hvaða hlutverki það þjónar. Vantar meira kjöt? Væri ekki auðveldara að fá hærra verð fyrir kjötið ef við vær- um ekki alltaf í bullandi offram- leiðslu? Þetta væri skiljanlegt ef samþykkt hefði verið tillaga frá okkur Skagfirðingum frá 2002 þeg- ar stóð til að breyta núverandi bú- vörusamningi. Var hún á þessa leið, „greiðslumark óskert eins og það er í dag, en 10 % framleiðsla umfram það hjá hverjum og einum fái álags- greiðslur. Allt það sem er framleitt umfram greiðslumark og þessi 10 % fari í útflutning er á ábyrgð við- komandi framleiðanda“. Ef þessi regla hefði verið tekin upp skildi ég betur þetta 80 % ásetningshlutfall. Einnig væru kom- in rök fyrir því að leggja niður 0,7 regluna, sem virðist vera helsta bit- bein sauðfjárbænda í dag. Þá er jafnframt kominn grund- völlur fyrir þá sem trúa á heimsvið- skipti með dilkakjöt utan bein- greiðslna, að nýta sér þann fjársjóð. Sauðfjárrætkendur á Nýja Sjá- landi í betri málum en þeir ís- lensku. Þrátt fyrir enga ríkisstyrki. Í febrúar á síðasta ári fóru nokkrir bændur og áhangendur þeirra í kynnisferð til Nýja Sjálands. Þá sannfærðist ég enn og aftur hvað staða okkar á heimsmarkaðinum með dilkakjöt er erfið. Þar sá ég með eigin augum hvað hnattstaða Nýja Sjálands skapaði mikla yfir- burðastöðu í búvöruframleiðslu og til sölu á heimsmarkaðinum. Þar þarf bóndinn aðeins að fjárfesta í landi, búfé, girðingum og vökvun- arkerfum á nokkrum stöðum. Þeir losna nánast við heyskap en beita allt árið. Þurfa engin hús utan smá opin skýli til að rýja í eða til að mjólka í, engar vélar, nánast enginn áburður, smávegis steinefni en belgjurtirnar sjá um að framleiða köfnunarefnið. Sauðfjárbóndinn þarf land, búfé, girðingar til að stjórna beitinni, rétt- ir til að flokka lömbin í og hunda sem smalaþjóna. Sláturhúsin starfa þar í átta og hálfan mánuð á ári og lömbin eru ekki send í slátrun fyrr en þau eru orðin 41 kg lifandi vigt. Markaðurinn krefst sífellt þyngri falla, vegna aukinnar úrvinnslu í neytenda pakkningar, því er allt kjöt verðfellt sem ekki nær 17,5 kg og ef það er of feitt, vöðvafylling virðist ekki hafa áhrif á verðið núna, en það er smásaman að breytast með harðnandi samkeppni. Í dag er verð þarna til bænda um 180 kr. ísl. pr. kg og eru bændur sáttir við það verð. Enginn opinber stuðningur er til landbúnaðar í Nýja Sjálandi og þrátt fyrir það er góðæri í sauðfjárrækt núna og uppgangur í greininni að mati bænda. Meðal bóndinn framleiðir um 4000-4500 dilka á ári.Við komum á bú þar sem þrír feðgar bjuggu með 16 þúsund ær, sem þeir sáu um sjálfir, nema hvað þeir fengu verktaka til að rýja og gera við girðingar. Fyrir ullina fá bændur á Nýja Sjálandi nánast ekk- ert, það verð sem fæst nægir naum- lega til að greiða verktökum fyrir rúninginn. Þetta heimsmarkaðsverð ullar hefur komið mjög hart niður á ástr- ölskum bændum, en þar var áhersl- an nánast öll lögð á ullina, enda var Ástralía mesta ullar framleiðsluland heims, en nú hefur rekstrar grund- völlur búanna brostið. Því hafa Ástralir vent sínu kvæði í kross og stefna á dilkakjötsframleiðslu og kynbæta nú sauðfjárstofninn með tilliti til kjötframleiðslu, saman ber grein Jóns Viðars í Bændablaðinu þann 13. des. s.l. þar sem fram kemur að þeir séu að stórauka út- flutning sinn á heimsmarkaðinn og hann telur að þeir séu þegar farnir að ógna stöðu Nýsjálendinga á þeim markaði. Hvaða áhrif hefur þessi breytta stefna Ástralanna á heimsmark- aðsverðið? Mitt mat er að verðið mun lækka með vaxandi framboði. Þá má spyrja hver staða okkar verði í heimsviðskiptunum með dilkakjöt og er ég sannfærður um að hún muni þrengjast og versna. Aðeins fáir sælkera-markaðir og þeir sem trúa á hreinleika íslenskrar fram- leiðslu og vilja dekra við heilsuna, munu halda áfram kaupa þessa munaðarvöru, en þó ekki á hvaða verði sem er. Þessi 10 % framleiðsla umfram greiðslumarkið, eins og Skagfirð- ingar lögðu til, mun gera meira en að fylla kvóta á næstu árum. En hræddastur er ég um að þessi tillaga Skagfirðinga verði ekki ofan á í komandi sauðfjársamningi við rík- ið, til þess vantar víðsýni íslenskra bændaforystu á heimsmarkaðsvið- skipti. Þess vegna er nauðsynlegt að viðhalda 0,7 reglunni og stefna á að stækka búin svo einhverjir geti haft sauðfjárrækt að lifibrauði. Bóndi með um 750 ærgilda greiðslumark og er í 0,7 reglunni, ætti að geta náð viðunandi fjöl- skyldutekjum með um 500 fjár og 17,5-18,0 kg. meðalþunga. Þannig færi allur stuðningur ríkisins við sauðfjárframleiðsl-una á borð neyt- enda, í formi niðurgreiðslu á dilka- kjöti. Eins og stefnan er rekin í dag getur enginn náð viðunandi fjöl- skyldu-tekjum í sauðfjárrækt og hún verður nánast alfarið rekin sem aukabúgrein. Slíkt gefur lítinn tíma til að halda hlutunum í viðunandi ástandi. Ein af kröfum sauðfjár- bænda í samninganefndinni ætti að vera að allur matarskatturinn yrði tafarlaust felldur niður af íslenskri Landbún-aðarframleiðslu, til að koma til móts við kröfur neytenda um lægra vöruberð. Enda að margra mati fáránlegt að ríkið skuli inn- heimta virðisaukaskatt af þeim mat- vörum sem það greiðir niður á öðr- um stað. Það að fella niður þá fáu tolla sem eftir eru á innfluttum landbúnaðar-afurðum myndi ekki síður verða til að lækka verðið til neytenda. Einhliða afnám tolla eða miklar tollalækkanir myndu færa alla ís- lenska landbúnaðarframleiðslu úr landi á stuttum tíma með ómetan- legu tjóni fyrir íslenska menningu, ferðaþjónustu og fæðuöryggi. Það er krafa okkar sauðfjár- bænda sem ekki viljum framleiða í útflutning að fá einn mann í við- ræðunefndina um nýjan sauðfjár- samning sem nú er að hefjast, en margir af okkur eru í 0,7 reglunni. Eins og er höfum við engan beinan fulltrúa í þeirri nefnd. Að vísu lítum við svo á að formaður B.Í. sé okkar málsvari þar, sem og annarra. Undarlega væri ef landbúnaðar- ráðuneytið leggist á móti því að fjölgað verði í viðræðunefnd B.Í. svo fleiri sjónarmið fengju að koma fram um stuðning við íslenskan landbúnað. Núgildandi samningur dulbúnar útflutningsbætur Sá samningur sem nú er í gildi gerir ráð fyrir að greiða hluta af niður- greiðslunum sem eru til íslenskra neytenda, út á alla framleiðsluna. Slíkt er ekkert annað en dulbúnar útflutningsbætur til þeirra sem framleiða umfram innanlands- neyslu og selt hafa beingreiðslurétt- inn. Íslensk stjórnvöld státa sig af því að hafa lagt niður allar útflutnings- uppbætur á íslenskum landbúnaðar- afurðum fyrir 15 árum en hvað með þetta? Ummæli Guðna Ágústsson- ar, landbúnaðarráðherra í grein í Morgunblaðinu þann 14. janúar sl. kemur fram stuðningur hans við til- lögur okkar Skagfirðinga um bein- greiðslur. Þar segir „ Með markmið búvörulaga og gildandi búvöru- samninga að leiðarljósi hlýtur það að vera gagnkvæmt hagsmunamál að stuðla að aukinni hagræðingu og hagkvæmni í íslenskri búvörufram- leiðslu, að lækka framleiðslukostn- að á íslenskum búvörum og lækka vöruverð til neytenda á íslenskri matvöru ekkert síður en erlendri, hvort sem hún er flutt inn með eða án tolla. Að því marki sem stjórn- völd kjósa að hafa áhrif á þessa þætti liggur ljóst fyrir og um það hafa aðilar vinnumarkaðarins verið sammála, að framleiðslutengdar beingreiðslur eru einfaldasta og skilvirkasta leiðin að þessum mark- miðum.“ Það segja eflaust nokkrir að þessi hugmynd Skagfirðinga um að greiða álagsgreiðslur á 10 % um- framframleiðslu væru ekkert annað en dulbúnar útflutningsbætur. Ég lít ekki þannig á það, því þegar magn- ið er einskorðað við þessi 10 % (ca. 750 tonn), er þetta aðeins stuðpúði fyrir innanlandsneysluna ef neyslan skyldi aukast. Það sem er umfram gæti farið í útflutning sem sælkera- kjöt. Þá vil ég skora á sláturleyfishafa að kynna sér hugmyndir Guðna Þorvaldssonar sem hann setti fram í Bændablaðinu þann 28. febrúar 2003 um markaðssetningu á full- unnum vörum til útflutnings. Sér- staklega til handa Íslendingum bú- settum þar og t.d. í Íslandshesta- klúbbana sem mjög mikið er um, bæði til að nota á árshátíðum þeirra og við fleiri hátíðleg tækifæri. Afkoma sauðfjárbænda Til samningarnefndar sauðfjárbænda um nýjan búvörusamning Einar E. Gíslason, bóndi, Syðra- Skörðugili.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.