Bændablaðið - 27.01.2006, Qupperneq 32

Bændablaðið - 27.01.2006, Qupperneq 32
32 Þriðjudagur 31. janúar 2006 Búskapurinn á bænum er myndarlegur en þau eru með um 700 fjár og nokkuð af hest- um. Þau hafa prófað að vera með geitur og svín, en einungis í litlum mæli. Ekki má flytja geitur inn á svæðið vegna riðuvarna þannig að erfitt er að nálgast þær en Skúli segir að hann hafi haft tvo hafra sér til ánægju. Þau héldu upp á sameiginlegt sex- tugsafmæli sitt í sumar og var þá margt um manninn á bænum. Þau segja þetta vera afar eftirminnilegan dag og þá sér- staklega hvað margir komur þar saman til að gleðja þau. Stóru tjaldi var slegið upp í túnfætinum og þar var dansað og sungið fram á nótt. Skúli er þó ekki að mikla hlut- ina fyrir sér, ferðamenn komu þar að um kvöldið til að biðjast gistingar . Furðuðu þeir sig á þessum mannfjölda og spurðu hvað væri eiginlega um að vera á bænum. Þá svarar Skúli að bragði að þetta væri nú bara ósköp venjulegt sumarkvöld í sveit- inni, enda er oft mannmargt á bænum. Einn maður í rúmi er engin nýting! Hjónin byrjuðu með ferðaþjónustu árið 1992 og eru félagar í Ferðaþjónustu bænda. Til að byrja með var einungis gistiaðstaða í íbúðarhúsinu en árið 1998 keyptu þau heilsárshús frá Súðavík. Húsið var flutt í heilu lagi á bíl frá Súðavík til Akureyrar og þaðan með skipi til Þórshafnar. Það var víst mikil ævin- týraferð enda engin smá eining í flutningum. Húsið er aldrei kallað annað en Súðavík og hefur það einnig verið nýtt til vetrarleigu fyrir kennara við grunnskólann. Nú hafa þau einnig byggt stóra viðbyggingu við íbúðahúsið og segja það muna miklu að hafa svona góða aðstöðu til ferðaþjón- ustu. Þau hafa nú pláss fyrir um 20 manns í gistingu en Skúli segir að það sé alveg vonlaust að reka ferða- þjónustu nema stunda hjúskaparmiðlun að einhverju marki, einn maður í rúmi sé engin nýting! Vaxandi áhugi er hjá hestamönnum fyrir því að ferðast um þetta svæði því víða eru góðar reiðleiðir. Nokkrir hópar hestamanna komu í ferðaþjónustuna sl. sumar og þegar er farið að bóka fyrir næsta sumar. Vaxandi vinsældir gönguleiða Bjarnveig segir að ferðaþjónustan sé auð- vitað mest á sumrin og ráðist einnig af veðri. Íslendingar fara mikið eftir veðr- inu hverju sinni en útlendingar eru skipulagðari. Þau segja mestu muna um markaðssetningu og einnig auknar vinsældir gönguleiða í nágrenninu. Á síð- ustu árum hefur ferðamönnum fjölgað sem koma eingöngu til að skoða Langanesið. Þar er búið að merkja eyðibýli og verið er að vinna upplýsingaskilti sem koma á fyrir á Skálum. Skúli segir að Rauðanes í Þistilfirði hafi einnig dregið að sér ferðamenn enda sannkölluð náttúruperla og skemmtileg gönguleið. Nýlega voru gerð nákvæm göngukort af svæðinu, sem þau hjónin eru afskaplega ánægð með. Kortin eru hluti af kortaröð sem heitir „Útivist & afþreying“ en þau eru unn- in í samstarfi við heimamenn og sveitafé- lögin á svæðinu. Skúli er sjálfur mikill göngugarpur og er í gönguklúbbi, sem gengur um fjöll og firnindi. Hann segir það bráðnauðsynlegt að gera almennileg kort til að fólk geti kannað náttúruna sér til ánægju. Einnig eru kortin með merktum reiðleiðum og ýmsum fróðleik um sveitina, gömlum sögum og nýjum. Þau segja hlutfall íslenskra og erlendra ferðamanna vera svipað, en á undanförnum árum hefur verið aukning í að hópar bóki hjá þeim. Bjarnveig og Skúli hafa umsjón með ferðaþjónustunni í Svalbarðsskóla að sumri til. Þar er m.a. svefnpokapláss fyrir hópa og einnig er góð aðstaða fyrir fjöl- mennar samkomur, s.s. ættarmót. Unga fólkið okkar snýr heim Skúli og Bjarnveig hafa mikla trú á byggð- arlaginu og segja samstöðu fólksins vera al- veg ótrúlega. „Við berum gæfu til að hafa okkar eigin skóla og hann er fjöregg sveitar- innar,“ segir Bjarnveig, en flestar skemmt- anir sveitarinnar fara fram þar. Hún segir að jólaskemmtun kvenfélagsins sé líkt og árs- hátíð sveitarinnar því þangað komi ungir sem aldnir og skemmti sér saman. Krakk- arnir dansa gömlu dansana við afa og ömmu og allt er á frjálslegum nótum. Ekkert kyn- slóðabil. Skúli tekur undir það og bætir við að í sveitinni sé einangrun fólks ekki svo mikil frá samfélaginu, enginn myndi liggja veikur nema einn dag án þess að vitjað væru um hann, hvað þá í nokkrar vikur. Þau eru bjartsýn á framtíðina og segja landbúnaðinn langt frá því að leggjast af. Skúli segist vera eins og Bjartur í Sumar- húsum og hafa trú á landinu og íslensku sauðkindinni. Margt af ungu fólki úr sveit- inni er búið að mennta sig til landbúnaðar . Nokkur ungmenni ætla að snúa sér að bú- skapnum og þar á meðal er Ragnar sonur þeirra, en hann er ákveðinn í að taka við bú- skapnum á Ytra-Álandi. Hann lauk kandid- atsprófi frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri sl. vor og er einnig íþróttafræð- ingur að mennt. Skúli segir ástæðulaust að kvíða framtíðinni þar sem hugur sé í unga fólkinu og engin jörð að fara í eyði. Það týnist enginn í fjöldanum Bjarnveig og Skúli hafa verið vistforeldrar síðan 1992. Það segja þau vera ánægjulegt og gefandi starf. Þau hafa haft um 20 börn til dvalar, sum aðeins í stuttan tíma yfir sumarið. Nokkur barnanna hafa verið til lengri dvalar eða í nokkur ár. Mjög vel er tekið á móti börnunum í byggðarlaginu og allt umhverfið þeim hliðhollt. Þau segja það afar mikilvægt fyrir börnin, reyndar séu það forsendur þess að starfið gangi vel. Börnunum gengur auðvitað misjafn- lega vel að aðlagast, bæði félagslega og námslega, en hjónin segja að mikilvægt sé fyrir þessi börn að týnast ekki í fjöld- anum. Það er ómetanlegt að hafa lítinn sveitaskóla eins og Svalbarðsskóli í Þist- ilfirði er. En krökkunum finnst líka spennandi að fara í fjölmennari skóla á Þórshöfn þegar frá líður. Þar eru þau í 9. og 10.bekk. Mikið og fjölbreytt tómstundastarf stendur þeim til boða, s.s. öflugt íþróttastarf , tónlistarskóli, skáta- og björgunarsveitarstarf. Í félagsstarfinu hafa mörg þeirra blómstrað og jafnvel unnið leiksigra á sviðinu í Þórsveri og Svalbarðsskóla. „Á bak við þetta starf liggur að sjálfsögðu mikil vinna þeirra sem hlut eiga að máli en þegar vel er staðið að málum þá teljum við að þetta hafi mikið forvarna- og uppeldis- gildi,“ segir Bjarnveig. Hún segir að mikil samstaða ríki um að halda rekstri skólans áfram. Hætt er við að skólinn yrði lagður niður ef til sameiningar kæmi eins og víða hefur gerst. Bjarnveig segir að þótt afar farsælt samstarf sé á milli sveitafélaganna þá sé gott að hafa skólann eins og hann er. „Hann sameinar okkur meira en við gerum okkur grein fyrir. Þannig er það t.d. þegar skóla- börnin boða til samkomu í Sval- barðsskóla, s.s. í bingó, félags- vist, dans eða hvað það nú er, þá mæta nánast allir í sveitinni. Allir sýna samstöðu og mæta.“ Ekkert mál að skreppa í menn- ingarrispu Ásamt búskap og ferðaþjónustu sér Bjarnveig um félagsstarf eldri borg- ara á Þórshöfn og Þistilfirði. Hún kennir einnig handmennt og heimilis- fræði einn dag í viku við Svalbarðsskóla. Heimilisfræðikennslan fer þannig fram að börnin sjá um að elda heita máltíð einn dag í viku fyrir nemendur og kenn- ara og hefur það fyrirkomulag reynst vel að sögn Bjarnveigar. Þau segjast ekki finna fyrir einangrun í sveitinni. Okkur finnst reyndar ekkert mál að skreppa í menningarrispu til Akureyrar ef svo ber undir. Við fórum t.d. fyrir stuttu að sjá „Fullkomið brúðkaup“. Ekki má gleyma kvenfélagsstarfinu, sem er mjög öflugt. „Við kvenfélagskonur héld- um upp á 90 ára afmæli félagsins í sumar með því að skreppa í vikuferð til Skotlands. Það var mjög skemmtileg ferð. Framundan er nú þorrablótsvertíðin en það er útlit fyrir að við förum á þorrablót þrjár helgar í röð þetta árið,“ segir Bjarnveig og hlær. „Það er nú bara svoleiðis hér að maður kemst ekki yfir nema brot af því sem er í boði í menningarlífinu hér,“ og vísar þá til gönguklúbbs, spilaklúbbs, öflugs söngstarfs o.fl. Einnig sé nýlegt íþróttahús á staðnum, sem bjóði upp á alls konar afþreyingu og því sé ekki yfir neinu að kvarta. Það er sannarlega hægt að segja að þau hjónin séu trú sínu samfélagi og bjartsýn á íslenskan landbúnað. /GBJ Hjónin á Ytra-Álandi í Þistilfirði eru þekkt fyrir gestrisni sína og jákvætt viðmót til samfélagsins. Blaðamaður Bændablaðsins kíkti í kaffi til þeirra í janúarbyrjun og ræddi við þau um lífið í sveitinni. Þetta eru þau Skúli Ragnarsson og Bjarnveig Skaftfeld en þau hafa stundað búskap á Ytra-Álandi síðan 1973. Þau reka þar einnig ferðaþjónustu og eru vistforeldrar fyrir börn á grunnskólaaldri. Skúli er fæddur og uppalinn á Ytra-Álandi en Bjarnveig fluttist þangað frá Sandgerði. Þau eiga fjögur uppkomin börn, þar af eru tveir synir sem Bjarnveig átti fyrir. Þeir búa báðir í Mosfellsbæ, dóttir þeirra á Sauðárkróki og yngsti sonur þeirra á Hvanneyri. Barna- börnin eru orðin 10 og eru dugleg að koma í sveitina til ömmu og afa þar sem þeim er vel tekið. Það er hugur í Þistlum Skúli og Bjarnveig hafa nú pláss fyrir um 20 menn í gistingu en Skúli segir að það sé alveg vonlaust að reka ferðaþjónustu nema stunda hjú- skaparmiðlun að einhverju marki, einn maður í rúmi sé engin nýting!

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.