Bændablaðið - 27.01.2006, Side 34
34 Þriðjudagur 31. janúar 2006
Síðastliðið sumar var tekin í
notkun ný kjötvinnsla á bænum
Skóghlíð á Fljótsdalshéraði og
var þar eingöngu unnið
hreindýrakjöt í sumar
og haust sem leið. Það
kjöt fékkst stimplað,
enda kjötvinnslan með
öll vottorð sem kjö-
tvinnsla þarf að hafa.
Hjörtur Friðriksson,
bóndi í Skóghlíð, byggði
dæmigerða vélaskemmu
og tók hluta hennar undir
kjötvinnsluna. Síðan vann
fagmaður við að ganga frá
hreindýrakjötinu eins og
hver veiðimaður vildi hafa það.
Frágangur eftir óskum
Hjörtur segir að kjötvinnslan hjá
sér væri fyrst og fremst fyrir
vinnslu á hreindýrakjöti og til þess
hefði hann öll tilskilin leyfi. Hann
segist ekki viss um hvort það gildi
fyrir vinnslu á öðrum kjöttegund-
um en telur þó líkur á að hann
megi vinna að frágangi fleiri teg-
unda en hreindýrakjöts. Hann eigi
eftir að kanna það.
Í húsinu er fullbúið eldhús og
kælir fyrir kjötið. Hrein-
dýraskytturnar koma með dýrin,
sem þær veiða, og í kjötvinnslunni
hjá Hirti er gengið frá kjötinu eftir
óskum veiðimannanna. Síðan er
kjötinu pakkað í lofttæmdar um-
búðir og það sent til eigendanna.
Mikið var að gera hjá Hirti við
kjötvinnsluna síðastliðið sumar og
haust og var gengið frá kjöti af
tugum hreindýra.
Mjög mikil vinnsluþörf
Hjörtur segir þörfina fyrir vinnslu
á hreindýrakjöti þarna mjög mikla
því ekkert sláturhús sé á svæðinu
frá Hornafirði til Vopnafjarðar. Al-
veg sérstaklega er þörfin fyrir
kjötvinnslu mikil þegar
menn eru að veiða hrein-
dýr á heitasta tímanum í
júlí og ágúst og oft er líka
heitt í veðri á Austurlandi
í september. Hjörtur segir
það mun þægilegra fyrir
veiðimennina að fá kjötið
sent heim í tveimur
pappakössum, alveg frá-
gengið, heldur en að fara
heim með heilan skrokk
aftan í bíl.
Hjörtur segist þess full-
viss að meira verði að gera hjá sér
þegar hreindýraveiðitímabilið
hefjist í ár, því nú hafi þessi þjón-
usta hans spurst út og sem fyrr
segir sé þörfin fyrir hreindýra-
kjötsvinnslu mikil þar eystra.
Skóghlíð á Fljótsdalshéraði
Hreindýrakjöt-
vinnsla hafin í fyrra
Ríkisskattstjóri hefur gefið út
reglur um reiknað endurgjald fyr-
ir árið 2006 og eru þær eftirfar-
andi:
Sauðfjárbóndi; árslaun
1.116.000 kr. eða 93.000 kr. á
mánuði.
Kúabóndi; árslaun 1.452.000
kr. eða 121.000 kr. á mánuði.
Aðrir bændur; 2.232.000 kr.
eða 186.000 kr. á mánuði.
Staðgreiðsla skatta er 36,72%
af launum. Draga má frá launum
lífeyrissjóðsiðgjald sem er 4% af
launum áður en skattur er reikn-
aður. Tryggingargjald er hins
vegar 5,79% af launum og mót-
framlagi í lífeyrissjóð. Þar sem
bændur greiða ekki mótframlagið
almennt séð, er það ekki tekið
með í þessum útreikningum.
Hve mikið á sauðfjárbóndi, sem
hefur 400 fjár eða fleiri á fóðr-
um, að skila mánaðarlega í
ríkiskassann?
Sauðfjárbóndi skal reikna sér
93.000 kr. í laun á mánuð. Hann
greiðir þá í lífeyrissjóð 3.720 kr.
Reiknaður skattur er 32.784 kr.
og persónuafsláttur er 29.029 kr.
Staðgreiðsla verður þá 3.755 kr.
og tryggingargjald 5.385 kr.
Samtals setur hann á seðilinn
„Skilagrein staðgreiðslu af laun-
um“ 9.140 kr. sem hann á að
greiða. Ef makinn vinnur einnig
við búið hækka þessar tölur og
sama er að segja ef hann greiðir
laun. Sé færra á fóðrum má
lækka reiknað endurgjald hlut-
fallslega.
Hve mikið á kúabóndi að skila
mánaðarlega?
Kúabóndi skal reikna sér
121.000 kr. í laun á mánuð.
Hann greiðir þá í lífeyrissjóð
4.840 kr. Reiknaður skattur er
42.654 kr. og persónuafsláttur er
29.029 kr. Staðgreiðsla verður þá
13.625 kr. og tryggingargjald
7.006 kr. Samtals setur hann á
seðilinn „Skilagrein staðgreiðslu
af launum“ 20.631 kr. sem hann á
að greiða. Ef makinn vinnur
einnig við búið hækka þessar töl-
ur og sama er að segja ef hann
greiðir laun. Sjá sýnishorn:
Skattstjóra er heimilt að fallast
á að reiknað endurgjald sé lægra
en viðmiðunarfjárhæðir fjármála-
ráðherra kveða á um, ef rök-
stuðningur og gögn framteljanda
og eftir atvikum þess lögaðila,
sem hann tekur eða á að taka laun
hjá, réttlæta slíka ákvörðun.
Lækka má reiknað endurgjald, ef
tap á rekstrinum verður meira en
almennar fyrningar ársins. Elli-
eða örorkulífeyrisþegar geta ekki
myndað tap með reiknuðum
launum.
Launamiðar og launaframtal
Launamiðar vegna ársins
2005
Skila þarf launamiðum 26,
janúar vegna launamanna. Ef
launamiðum er skilað rafrænt er
frestur til 6. febrúar. Það er áríð-
andi að skila launamiðum á rétt-
um tíma vegna þess að það auð-
veldar viðkomandi launamanni
að skila sínu framtali því launin
verða þá forskráð á framtalið
hans. Síðbúin skil eru því mjög
óæskileg. Ef launamiðar fyrir
verktaka eru ekki tilbúnir, skal
samt sem áður skila launamiðum
fyrir launamenn. Launamiðar eru
svo til óbreyttir frá því í fyrra.
Launaframtal vegna ársins
2005
Aðeins þeir, sem skila framtali
á pappír, skulu skila launafram-
tali. Með öðrum orðum, þeir sem
skila framtali rafrænt, skila ein-
ungis launamiðum. Launafram-
talið er í raun hluti af rafræna
landbúnaðarframtalinu.
Bændum skal einnig bent á að
vefskil eru mjög þægileg leið fyr-
ir þá sem eru með þokkalega net-
tengingu. Sjá nánar á RSK.is
Reiknað endurgjald,
staðgreiðsla og
launamiðar
Ketill A. Hannesson,
ráðgjafi á
hagfræðisviði B.Í.
Fram á vorið verða haldin tíu
fræðsluerindi á vegum BSSL og
verða þau flest haldin í sal
BSSL að Austurvegi 1 á Sel-
fossi. Hugmyndin er að halda
þessi erindi á fimmtudögum frá
13:30 til 15:30. Við val á efnis-
tökum voru skoðuð þau mál-
efni sem hvað mest eru í um-
ræðunni þessi misserin. Þessi
erindi eru ýmist fyrirlestrar
eða létt spjall um málefnið.
Þátttökugjald verð-
ur krónur 2.000 á
mann fyrir hvern fund.
Skráningar fara fram í
síma 480-1800 eða í
tölvupósti á netfangið
bssl@bssl.is
9. febrúar:
Einstaklingsmerking-
ar nautgripa-hvernig
fæ ég gripagreiðslur?
Ábyrgðarmaður:
Guðmundur Jóhann-
esson
Lýsing: Frá og með
1. janúar 2006 eiga
allir nautgripir að vera einstak-
lingsmerktir og skráðir í MARK.
Farið verður yfir vinnuferli við
einstaklingsmerkingar nautgripa,
vinnulag og skráningar gripa í
hjarðbók eða einstaklingsmerk-
ingakerfið MARK sem er á vef-
slóðinni www.bufe.is. Einnig
verður komið inn á gripagreiðsl-
ur, hverjir eiga rétt á þeim og
hvaða kröfur eru gerðar til þess
að menn fái gripagreiðslur.
16. febrúar:
Af hverju ertu bóndi? - Mikil-
vægi stefnumótunar
Ábyrgðarmaður: Runólfur Sig-
ursveinsson
Lýsing: Á fundinum verður
fjallað um mikilvægi stefnumót-
unar til að ná árangri í búrekstri
og kynntar aðferðir til að meta
stöðu sína í samanburði við aðra.
Mikilvægi markmiðsetningar rætt
og hvernig hægt er að fylgja
markmiðum eftir í daglegu starfi.
23. febrúar:
Lærðu á launakerfið í dk-Búbót.
Ábyrgðamaður: María Karen
Ólafsdóttir
Lýsing: Kynning á launakerf-
inu í dk-Búbót. Í því er hægt að
prenta út launaseðla, reikna út öll
launatengd gjöld og senda skila-
greinar inn rafrænt. Farið verður
yfir hvernig forritið er notað.
2. mars:
Endurfjármögnun
Ábyrgðamaður:Valdimar
Bjarnason
Lýsing: Farið verður yfir
helstu kosti í endurfjármögnun,
innlend lán skoðuð, vextir, skil-
málar, og tímalengd. Erlend lán,
myntkörfulán, liborvextir, geng-
isþróun og sveiflur og staða og
horfur í efnahagsmálum.
9. mars:
Hrossarækt og skýrsluhald á
Suðurlandi
Ábyrgðamaður: Halla Eygló
Sveinsdóttir / Pétur Halldórsson
Lýsing: Skýrsluhaldið kynnt
og farið yfir hvernig á að grunn-
skrá hross og fylla út þær skýrsl-
ur sem tilheyra skýrsluhaldinu.
Einnig sýnikennsla á WorldFeng,
gagnagrunn Bændasamtaka Ís-
lands. Tilvalið fyrir þá sem vilja
byrja í skýrsluhaldi og þá sem
vilja koma sér betur inn í þau
mál.
16. mars:
Sóknarfæri í jarðrækt
Ábyrgðarmaður: Jóhannes Hr.
Símonarson
Lýsing: Ísland er fyrst og
fremst grasræktarland. En hvaða
möguleika aðra eigum við í jarð-
ræktinni? Bygg hefur nú verið
ræktað um nokkurra ára skeið,
víða með ágætum árangri en það
er fyrst og fremst orkufóður. Lít-
ið hefur verið reynt við ræktun
próteingjafa s.s. ertur, flækur og
fóðurlúpínu en á þessum fræðslu-
fundi verður einkum fjallað um
mögulega ræktun á þessum jurt-
um hér á landi og líkindi þess að
vel megi takast til.
23. mars:
Fjárfestingaákvarðanir - á ég að
kaupa eða leigja tæki ?
Ábyrgðamaður: Valdimar
Bjarnason / Jóhannes Hr. Sím-
onarson
Lýsing: Á nám-
skeiðinu er skoðað
hvort hagstæðara sé að
kaupa eða leigja tæki,
hvort heldur sem er
haugtankur, rúllusam-
stæða eða plógur.
Skoðaðar verða upp-
hæðir, vaxtakjör, og
endingatími. Fundinn
núllpunktur, hvað þarf
t.d að rúlla margar rúll-
ur til að það borgi sig
að kaupa vél.
30. mars:
Dauðfæddir kálfar
Ábyrgðamaður: Þorsteinn Ól-
afsson
Lýsing: Sagt verður frá þeim
athugunum sem hafa verið gerðar
og farið yfir hugsanlegar ástæður.
6. apríl:
Heilfóðrun
Ábyrgðamaður: Grétar Hrafn
Harðarson
Lýsing: Mikil afurðaaukning
hefur orðið undanfarin ár. Fóður-
verkun hefur batnað jafnframt
því sem kjarnfóðurgjöf hefur
stóraukist, að hluta til vegna auk-
innar ræktunar byggs. Mikil
aukning á orkustyrk fóðursins
hefur víðtæk áhrif á efnaskipti
kýrinnar og efnasamsetningu af-
urðanna. Því miður hefur þetta
líka leitt til þess að álag á kýrnar
hefur aukist og aukið hættuna á
framleiðslusjúkdómum. Erlendis
hafa menn brugðist við þessu
með því að gefa heilfóður þar
sem hver tugga er í jafnvægi og
rétt saman sett miðað við þarfir
kýrinnar. Nú er þessi tækni að ná
fótfestu hérlendis. Markmið
fundarins er að draga fram kosti
og galla heilfóðrunar ásamt því
að skýra frá mismunandi aðferð-
um við fóðrun með heilfóðri.
Fræðsluerindi á vegum BSSL