Bændablaðið - 27.01.2006, Page 37
37Þriðjudagur 31. janúar 2006
Ref fjölgar og
hann færir sig
sífellt nær byggð
Í Skaftárhreppi eru ráðnar
fimm refaskyttur sem eiga ár-
lega að skila inn skýrslu um ár-
angurinn. Í skýrslu um refaeyð-
ingu í Álftaveri kemur fram að
nokkur ný greni fundust og náð-
ust bæði yrðlingar og fullorðnar
tófur við þau.
Gunnsteinn R. Ómarsson,
sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir
að almennt sé talað um að ref hafi
fjölgað í hreppnum og raunar víð-
ar. Hann sagðist hafa verið á mál-
þingi austur á Höfn þar sem margt
bar á góma og þar á meðal refur-
inn. Þar bar mönnum saman um
að ref væri að fjölga gríðarlega
mikið um allt land og eru óánægð-
ir með hvernig að eyðingu hans er
staðið.
Einnig eru menn sammála um
að háttalag hans hafi breyst því
hann er farinn að gera sér greni
heim undir bæjum. Gunnsteinn
segir að það hafi algerlega verið
óþekkt fyrir nokkrum árum.
Það virðist vera sama við hvern
er talað um þetta mál, allir eru
sammála um fjölgun refs og eins
hvað hann er farinn að sækja nærri
mannabyggð.
!"#$%
%& ' ( )*#+' ( )
,-./0,-./1 /
2221,-./1 /
3456'( +&&
75,83&9&5#5#6 5
&6:4"#59&5
!
! "
#$
"
!
Landbúnaðarstofnun mun standa fyrir kynningarfundum á
eftirfarandi stöðum um fuglaflensu og viðbrögð við henni, greinist
hún í fuglum hér á landi:
1. Reykjavík, þriðjudaginn 7. febrúar 2006, kl. 14 - 16. Á Hótel
Sögu, II hæð, salur A.
2. Hvanneyri, fimmtudaginn 9. febrúar 2006, kl. 14 - 16. Á
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, kennslustofu í nýju
fjósbyggingunni.
3. Blönduósi, þriðjudaginn 14. febrúar 2006, kl. 14 - 16. Í
Sjálfstæðishúsinu á Blönduósi.
4. Selfossi, föstudaginn 17. febrúar 2006, kl. 13 - 15. Á Hótel
Selfossi, suðursal, II hæð.
5. Akureyri, þriðjudaginn 21. febrúar 2006, kl. 14 - 16. Á Hótel
KEA.
6. Höfn, Hornafirði, fimmtudaginn 2. mars 2006, kl. 13 - 15. Í
Nýheimum, Litlubrú 2.
Dagskrá:
1. Setning - Konráð Konráðsson dýralæknir svínasjúkdóma.
2. Fuglaflensa - Jarle Reiersen dýralæknir alifuglasjúkdóma:
- Einkenni fuglaflensu, áhættumat, vöktun og varnir
3. Viðbragðsáætlun Landbúnaðarstofnunar við fuglaflensu -
Auður Lilja Arnþórsdóttir sóttvarnadýralæknir og Gunnar
Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir.
- Fjallað verður almennt um viðbragðsáætlanir en einnig
hlutverk dýralækna í héraði, hlutverk Landbúnaðarstofnunar,
sýnatökur, aflífun, förgun og þrif og sótthreinsun í tengslum
við fuglaflensu
4. Umræður og fyrirspurnir
Gert er ráð fyrir að hver fundur vari í 2 klst. Fundarstjóri verður
Konráð Konráðsson.
Fundirnir eru fyrst og fremst ætlaðir dýralæknum, alifuglabændum
og alifuglaeigendum, svínabændum og starfsfólki sem vinnur við
alifugla- og svínarækt, en er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku (nefnið fundarstað) með því að
senda tölvupóst á lbs@lbs.is eða í síma 530 4800 á milli 08:00
og 16:00. Frekari upplýsingar veitir Konráð Konráðsson
dýralæknir svínasjúkdóma. Símar: 893 6567, 563 0362.
Tölvupóstur konkon@bondi.is.
Landbúnaðarstofnun. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA
Svæðisfulltrúi Suðurlandsskóga
Landgræðsla ríkisins og Suðurlandsskógar óska eftir að
ráða starfsmann sem gegnir starfi svæðisfulltrúa
Suðurlandsskóga í Vestur Skaftafellssýslu og
sérfræðings á héraðssetri Landgræðslunnar frá og með
1. apríl 2006.
Helstu verkefni:
• Áætlanagerð, skipulag og umsjón landgræðslu- og
skógræktarverkefna í Skaftafellssýslum.
• Ráðgjöf og samstarf við bændur, aðra umráðahafa lands,
sveitarfélög og sjálfboðaliða varðandi skógrækt,
landgræðslu og gróðurvernd.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Æskilegt er að umsækjendur hafi B.Sc próf í
náttúrufræðum auk reynslu og þekkingar á sviði
landbúnaðar, ekki síst skógræktar.
• Starfið krefst frumkvæðis starfsmanns og sjálfstæðis í
starfi, skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum
samskiptum.
• Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
Vinnustaður er á Kirkjubæjarklaustri.
Starfshlutfall er 100%.
Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.
Upplýsingar veita:
Björn Bjarndal Jónsson 482-1800,bjorn@sudskogur.is
Elín Heiða Valsdóttir 487-4875, elinheida@land.is
Ásgeir Jónsson 488-3000, asgeir@land.is
Vinsamlegast sendið skriflega umsókn með
upplýsingum um menntun og starfsreynslu til
Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti, 851 Hellu eða til
Suðurlandsskóga Austurvegi 1, 800 Selfoss fyrir 15.
febrúar n.k.
Fundir um
fuglaflensu