Bændablaðið - 27.01.2006, Side 38
38 Þriðjudagur 31. janúar 2006
Vorið 2001 skipaði Guðni Ág-
ústsson landbúnaðarráðherra
faghóp - „ til að móta áherslur
og skipuleggja rannsóknir á ís-
lenska kúastofninum sem nái
m.a. til eftirfarandi þátta:
Mögulegrar hámarksafurðasemi
íslenskra kúa. Fóðurþarfir ís-
lenskra kúa miðað við hámarksaf-
urðasemi. Heilsufar og líftíma kúa
við álag sem fylgir fullnýtingu af-
urðasemi.
Áhrifa framleiðslustýringar í
mjólkurframleiðslunni á rekstur
kúabúa borið saman við óhefta
framleiðslu. Annarra atriða sem
varða ræktun og meðferð íslensku
kýrinnar. „
Upphafleg áætlun gerði ráð fyr-
ir að átaksverkefnið skyldi hafa til
úthlutunar fimm milljónir króna á
ári í sjö ár eða alls 35 milljónir. Í
ágúst 2002 var verkefni faghópsins
víkkað út þannig „ - að hlutverk
hans verði að móta áherslur, for-
gangsraða og leggja drög að hvers
kyns verkefnum til eflingar rækt-
unarstarfi á íslenska kúastofnin-
um“.
Eftirfarandi aðilar voru skipaðir
í faghópinn:
Ágúst Sigurðsson, kynbóta-
fræðingur, formaður, Jón Viðar
Jónmundsson, ráðunautur BÍ, Þór-
oddur Sveinsson, tilraunastjóri
Möðruvöllum, Grétar H. Harðar-
son, tilraunastjóri Stóra Ármóti,
Jónas Bjarnason, forstöðumaður
Hagþjónustu landbúnaðarins, Ást-
hildur Skjaldardóttir, bóndi á
Bakka, Anna Guðrún Þórhallsdótt-
ir, prófessor á Hvanneyri, Gunnar
Sverrisson, bóndi í Hrosshaga,
Snorri Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri LK.
Á árinu 2005 óskaði Ágúst Sig-
urðsson eftir að hætta sem formað-
ur hópsins vegna þess að hann
hafði þá tekið við starfi rektors
Landbúnaðarháskóla Íslands og
var þá Gunnar Ríkharðsson ráðu-
nautur skipaður formaður hópsins í
hans stað.
Hópurinn fundaði stíft frá
hausti 2001 og fram á vor 2002 og
setti saman eftirfarandi stefnu-
mörkun og framkvæmdaáætlun
þar sem m.a. kemur fram hvernig
áætlað er að verja því fjármagni
sem til ráðstöfunar er. Fagráð í
nautgriparækt fjallar um umsóknir
sem berast og tryggir að þau verk-
efni sem styrkt eru falli í þá verk-
efnaflokka sem hópurinn sam-
þykkti í upphafi. Framleiðnisjóður
hefur séð um fjárreiður verkefnis-
ins.
Stefnumörkun og
framkvæmdaáætlun
Átakinu er ætlað, samkvæmt er-
indisbréfi, að setja kraft í verkefni
sem lúta að hámarksnýtingu, end-
ingu og velferð íslensku kýrinnar
við okkar aðstæður. Átakið hefur
til umráða fimm milljónir króna á
ári í sjö ár, alls 35 milljónir. Upp-
lýsingar um stöðu þekkingar og
færni liggja fyrir (RANNÍS
skýrsla) sem og gögn um verkefni
í nautgriparækt sem eru í gangi og
verkefni sem talin eru aðkallandi.
Stefnumörkun
Átakinu er ætlað að vera hvati fyrir
nautgriparæktina, miðla og bæta
þekkingu, glæða áhuga á ræktun,
fóðrun og aðbúnaði íslensku kýr-
innar og stuðla þannig að framför-
um. Átakinu verður beitt til að
styðja vel afmörkuð og sýnileg
rannsóknaverkefni. Fyrst og fremst
hagnýtar rannsóknir sem tengjast
kynbótum, fóðrun og aðbúnaði og
almennt efnahagslegri afkomu í
greininni. Hluta af fjármunum
átaksins skal varið í að efla rann-
sóknatengt háskólanám í naut-
griparækt með úthlutun verkefna-
styrkja.
Verkefnaflokkar -
skipting fjármagns
Rannsóknir tengdar kynbótastarfi
(15%), Rannsóknir tengdar um-
hverfisþáttum (45%), Námsverk-
efnastyrkir (20%) Önnur verkefni
til eflingar nautgriparækt-inni
(20%)
Átaksflokkur 1. - Rannsóknir
1.1. Kynbótafræðilegar rann-
sóknir (15%)
1.1.1. Heildstætt ræktunarmark-
mið fyrir íslenska kúastofninn.
Lýsing: Yfirfara og skilgreina
langtíma ræktunartakmark fyrir ís-
lenska kúastofninn. Skilgreina
hvaða verkefni og breytingar á
ræktunarstarfinu geta aukið erfða-
framfarir frá því sem nú er. Skil-
greining ræktunartakmarks með til-
liti til framleiðslustýringarkerfis og
þátta sem hafa áhrif á kostnað og
verðmætamyndun í mjólkurfram-
leiðslunni.
Þátttakendur: m.a. BÍ, Fagráð í
nautgriparækt, Hagþjónusta land-
búnaðarins, LBH og nemendaverk-
efni.
Veittir styrkir: Stór hluti þessa
verkefnis hefur nú þegar verið unn-
inn og á Fræðaþingi landbúnaðarins
í byrjun febrúar næstkomandi mun
Daði Már Kristófersson, nýráðinn
Hagfræðingur hjá BÍ, kynna niður-
stöður verkefnis síns „ Hagfræðilegt
vægi eiginleika í ræktunarstarfi
nautgripa. „
1.1.2. Lágmörkun skyldleika-
aukningar í íslenska kúastofninum:
Lýsing: Þróaðar verða aðferðir
til að lágmarka skyldleikaaukningu
í íslenska kúastofninum samhliða
hámarks erfðaframförum. Miklar
erfðaframfarir eru mælanlegar í
mörgum eiginleikum í íslenskri
nautgriparækt. Greinilegt er að öfl-
ugri aðferðir við mat á kynbótagildi
í seinni tíð (einstaklingslíkan) hafa
breytt miklu í þeim efnum. Fylgi-
fiskur öflugri úrvalsaðferða er hætta
á auknum innbyrðis skyldleika í
stofninum og þar með skyldleika-
rækt með tilheyrandi neikvæðum
áhrifum á breytileika og meðaltöl
(skyldleikaræktarhnignun). Þetta at-
riði verður sérstaklega mikilvægt í
íslenska stofninum sökum smæðar
og algerrar erfðalegrar einangrunar.
Mikil gróska er í grunnrannsóknum
á þessu sviði nú um mundir sem
gefur verkefninu aukinn þrótt.
Þátttakendur: m.a. BÍ, Fagráð í
nautgriparækt, LBH og nemenda-
verkefni
Veittir styrkir: Lokið er við
verkefnið „ Þróun skyldleikaræktar
í íslenska kúastofninum“ en Þor-
valdur Kristjánsson kynbótafræð-
ingur vann að þessu verkefni í sam-
vinnu við ráðunauta BÍ o.fl. Niður-
stöðurnar verða kynntar á Fræða-
þinginu nú í febrúar.
Ennfremur má benda á að styrk-
ur var veittur Bændasamtökunum til
endurhönnunar á forritinu „Nauta-
val“ (sjá síðar) en það forrit hjálpar
bændum og ráðunautum að velja
saman einstaklinga til pörunar með
það að markmiði að hámarka erfða-
framfarir samtímis því að lágmarka
skyldleikaræktaraukningu í stofnin-
um.
1.2. Rannsóknir tengdar um-
hverfisþáttum (45%)
1.2.1. Áhrif fóðrunar í geldstöðu
og byrjun mjaltaskeiðs á afurðir,
heilsufar og frjósemi mjólkurkúa:
Lýsing: Í þessu verkefni verður
rannsakað hvaða áhrif mismikil
kjarnfóðurgjöf í geldstöðu og mis-
munandi stígandi í kjarnfóðurgjöf í
byrjun mjaltaskeiðs hefur á afurðir,
heilsufar og frjósemi. Áhrif með-
ferða, sem eru fjórar, verða greind
með eftirfarandi þáttum: holdstigun,
líkamsþyngd, áti, nyt, efnasamsetn-
ingu mjólkur, blóðsýnum, lífsýni úr
lifur og frjósemi.
Þátttakendur: m.a. RALA,
LBH, nemendaverkefni
Veittur styrkur: Tilraun þessi
hófst á Stóra Ármóti vorið 2002 og
lauk haustið 2004 og alls náðust
gögn fyrir rúmlega 60 kýr. Gagna-
öflun var mjög mikil og samstarf
hefur verið við sérfræðinga á Rann-
sóknastöðinni á Foulum í Dan-
mörku. Greint var frá hluta niður-
staðna á Fræðaþingi 2005 og áætl-
uð lok uppgjörs og kynning á nið-
urstöðum er vorið 2006.
1.2.2. Sumarbeit mjólkurkúa:
Lýsing: Á undanförnum árum
hafa fáar beitartilraunir verið gerð-
ar með mjólkurkýr hér á landi.
Litlar upplýsingar eru til um hvaða
þættir eru helst takmarkandi til að
ná hámarksafurðum af sumarbeit
við íslenskar aðstæður. Átakið
mun beinast að því að afla upplýs-
inga um þessa þætti, þar sem þeir
eru líklegir til að skila miklum
ávinningi fyrir bændur. Áhersla
verður lögð á rannsóknir á mögu-
legri hámarksnyt af beit með hlið-
sjón af áhrifum mismunandi beit-
arstjórnunar, áhrifum uppeldis á
beitargetu, áhrifum vals og viðbót-
arfóðurs með beit og á áhrifum
mismunandi burðartíma.
Þátttakendur: m.a. RALA,
LBH, nemendaverkefni
Veittur styrkur: Tilraun var
gerð á Hvanneyri með beit mjólk-
urkúa á grænfóður og voru þær
niðurstöður kynntar á Fræðaþingi
2004. Þar var reynt að meta nýt-
ingu mismunandi grænfóðurteg-
unda við beit og hvaða tegundir
kýrnar vildu helst bíta og hvaða
áhrif þroskastig tegundanna hefði
á það val.
Nú er unnið að skipulagningu á
stóru beitarverkefni sem unnið
verður á Tilraunastöðvunum og
kanna á m.a. áhrif fóðurtegunda,
beitarskipulags, viðbótarfóðurs
með beitinni o.fl. Ennfremur má
nefna að nú seinni part vetrar ætla
Bændasamtökin að standa fyrir
aukinni fræðslu fyrir ráðunauta og
bændur varðandi sumarbeit mjólk-
urkúa í tengslum við „Átak mjólk“
sem er verkefni sem hrint var af
stokkunum í haust til að stuðla að
aukinni mjólkurframleiðslu á
þessu ári.
Átaksflokkur 2. -
Styrkir til námsverkefna (20%)
2.1. Lýsing: Veittir verða náms-
styrkir til skilgreindra verkefna
nemenda í framhaldsnámi B.Sc.,
M.Sc. og PhD sem tengjast naut-
griparækt.
Styrkhæf verkefni eru:
a) þau sem tengjast eða eru hluti af
átaksverkefnum sem fram koma
í kafla 1
b) önnur námsverkefni í nautgripa-
rækt sem fagráð í nautgriparækt
mælir með
Hámarksstyrkupphæð er 250
þúsund vegna B.Sc. verkefna og
500 þúsund vegna M.Sc. og PhD
verkefna. PhD verkefni geta þó í
ákveðnum tilfellum hlotið hærri
styrk ef umfang og mikilvægi
verkefnisins telst þess eðlis.
Þátttakendur: LBH og Fagráð
í nautgriparækt.
Veittir styrkir: Fjölmörg
námsverkefni hafa verið styrkt á
liðnum árum og í langflestum til-
fellum hafa sérfræðingar á vegum
LBHÍ verið leiðbeinendur en sum
verkefni tengjast einnig öðrum há-
skólum eða stofnunum, innlendum
eða erlendum.
1. Samanburður umhverfisþátta í
fjósum með mismunandi
2. kálfadauða (Karin Palson)
3. Nýting legubása í fjósum með
mjaltaþjón eða mjaltabás (Andr-
ea
4. Ruggenberg )
5. Virkni eggjastokka eftir burð
(Oddný Steina Valsdóttir)
6. Samanburður aðferða við gróf-
fóðuröflun (Óðinn Gíslason)
7. Stærðarhagkvæmni í mjólkur-
framleiðslu á Íslandi 1991-
2003 (Rósa Björk
8. Sveinsdóttir)
9. Reynsla bænda af mjaltaþjón-
um (Berglind Ósk Óðinsdóttir)
10. Flæðihraði mjólkur við
mjaltir (Elín Nolsöe Grethards-
dóttir)
11. Áhrif fóðurs á vambar-
gerjun og fóðurnýtingu mjólk-
urkúa (Jóhannes Sveinbjörns-
son)
Átaksflokkur 3:
Önnur verkefni til eflingar naut-
griparæktar (20%)
3.1. Átak í gagnaöflun til kyn-
bótastarfs
Gagnasöfnun er lykilatriði í
kynbótastarfi nautgriparæktar rétt
eins og annarri búfjárrækt. Um-
fangsmikil gagnaöflun á sér stað
hvað varðar hefðbundna fram-
leiðslueiginleika enda hefur höf-
uðáherslan verið á þessa þætti. Nú
er mun meira litið til annarra eig-
inleika eins og t.d. ýmissa útlits-
og heilsufarseigin-leika. Breyttar
áherslur hvað varðar ræktunartak-
mark hreinlega krefjast aukinnar
gagnaöflunar til að viðunandi ör-
yggi náist í úrvali.
Þátttakendur: Fagráð í naut-
griparækt, BÍ, búnaðarsambönd,
Yfirdýralæknis-embættið og DÍ
Veittir styrkir: Bændasamtök-
in fengu styrk til að stórauka
skoðun á fyrstakálfs kvígum hjá
bændum en það hefur bætt mjög
öryggi á dómum á ýmsum eigin-
leikum hjá nautunum. Bændasam-
tökin veittu þessum peningum
áfram til Búnaðarsambanda til að
standa undir auknum kostnaði
þeirra vegna fyrrgreinds verkefn-
is.
3.2. Netvæðing gagnabanka
nautgriparæktarinnar
Vinna er hafin á því að net-
væða alla gagnabanka nautgripa-
ræktarinnar þannig að bændur,
ráðgjafar, dýralæknar, rannsókna-
fólk og aðrir geti haft beinan að-
gang að öllum þeim gögnum sem
safnað er með auðveldum hætti.
Samhliða þessu er unnið að nýj-
um ráðgjafalausnum fyrir bændur
hvað varðar pörun (Nautaval).
Þátttakendur: BÍ, Fagráð í
nautgriparækt, LK og DÍ.
Veittur styrkur: Forritið
„Nautaval“ endurhannað m.a.
með tilliti til skyldleikaræktar (sjá
áður)
3.3. Heilsugæsla á kúabúi:
Unnið að gerð kafla um heilsu-
gæslu í gæðahandbók fyrir rekstur
kúabús. Gæðahandbók tilrauna-
búsins á Stóra Ármóti verður lögð
til grundvallar þessu starfi. Gæða-
handbókin hefur að geyma gát-
lista, stefnumörkun og viðmiðun-
ar-gerð, skipulagningu búrekstrar,
aðferðir til að meta árangur og
viðbragðs-áætlanir. Verkefnið
verður unnið á Stóra Ármóti og
Hvanneyri auk tveggja einkarek-
inna búa.
Þátttakendur: RALA, LBH
og BÍ.
Ekki hefur styrkur verið veittur
ennþá
3.4. Ræktunarvakning:
Veittir verða styrkir til eflingar
ræktunaráhuga bænda með stuðn-
ingi við kúasýningar, áróðurs- og
kynningarefni til eflingar ræktun-
arstarfinu og endurgerð kennslu-
bókar. Þetta verði gert með fjár-
hagsstuðningi við undirbúning ár-
legra kúasýninga, bæklingagerð
til eflingar á kúasæðingum, útgáfu
á kynningarefni til að kynna mik-
ilvægi skýrsluhalds í nautgripa-
rækt og endurnýjun kennslubókar
í nautgriparækt.
Veittir styrkir: Kúasýningar á
Suðurlandi, Eyjafirði og Skaga-
firði hafa verið styrktar. Landbún-
aðarháskólinn fékk styrk til að
láta skrifa nýja kennslubók í naut-
griparækt og rætt hefur verið
hvort gefi eigi út bækling til efl-
ingar nautgripasæðingum.
Lokaorð
Átakshópurinn fundaði á Hvann-
eyri í desember síðastliðinn og fór
yfir hvernig tekist hefði til um val
og framkvæmd verkefna síðustu
árin. Ljóst er að styrkir hafa verið
veittir í góðu samræmi við upp-
hafleg markmið nefndarinnar og
mörg mjög áhugaverð verkefni
hafa verið framkvæmd.
Ekki verður betur séð en að
ágætlega hafi til tekist við að upp-
fylla þau markmið sem sett voru í
upphafi. Þau markmið voru að
nota þetta fjármagn til að miðla
og bæta þekkingu í nautgriparækt,
glæða áhuga á ræktun, fóðrun og
aðbúnaði íslensku kýrinnar og
stuðla þannig að framförum og
bættir efnahagslegri afkomu í
greininni.
Átaksverkefni í nautgriparækt 2001-2007
Gunnar Ríkharðsson
er formaður faghóps
sem fékk það hlutverk
að móta áherslur og
skipuleggja rannsóknir
á íslenska
kúastofninum.