Bændablaðið - 28.01.2009, Side 2
2 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009
Fréttir
Fræðslunetið: Gylfi Þorkelsson, formaður stjórnar Fræðslunetsins,
Gabriel N. Wetag'ula og Ólafur Ragnar Grímsson eftir að styrkurinn hafði
verið afhentur á hátíðarfundinum.
750.000 króna styrkur úr vísinda- og
rannsóknarsjóði Fræðslunets Suðurlands
Styrkur úr vísinda- og rannsóknarsjóði Fræðslunets Suðurlands var afhent-
ur á hátíðarfundi í byrjun ársins í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Alls sóttu 10 um styrk úr sjóðnum. Það var doktorsneminn Gabriel N.
Wetag'ula frá Kenía sem hlaut styrkinn að þessu sinni fyrir rannsókn-
ir sínar á því hvort rekja megi háan styrk kvikasilfurs í stórum urriða í
Þingvallavatni til gufu sem kemur úr borholum við Nesjavelli. Það var Hr.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem afhenti styrkinn, 750.000
krónur, nú sjöunda árið í röð sem styrkurinn er veittur. MHH
Þorri blótaður á Selfossi
Bóndadagurinn var síðastliðinn föstudag og strax um helgina hófust
þorrablót um allt land. Eitt þeirra fyrstu var samkvæmt hefð haldið á Hótel
Selfossi á laugardagskvöldið og þar tóku Finnborgi Magnússon í Jötunn
Vélum og um 500 aðrir veislugestir hraustlega til matar síns. Af svipnum
að dæma er tilhlökkunin mikil hjá Finnboga og bragðkirtlarnir þegar farnir
að starfa. Mynd │ MHH
Bændasamtök Íslands hafa boðað
til kynningarfundar í framhaldi
af ályktun Búnaðarþings 2008
um bótarétt vegna framkvæmda
í almannaþágu og framkvæmd
eignarnáms. Fundurinn verð-
ur haldinn í Bændahöllinni í
Reykjavík mánudaginn 9. febrú-
ar nk. og er fulltrúum sveitar-
félaga, Sambands íslenskra
sveitarfélaga og fyrirtækja á
sviði línulagna sérstaklega boðið
á hann.
Bændur og aðrir landeigendur
hafa orðið áþreifanlega varir við
auknar verklegar framkvæmd-
ir á undanförnum árum, bæði í
almannaþágu og á vegum einkaað-
ila, svo sem vegna virkjana, vega-
gerðar, línulagna, efnistöku og
fleira. Þessar framkvæmdir snerta
hagsmuni landeigenda og valda
oft óhagræði við landnotkun. Í
sumu tilvikum rýra þær verðmæti
jarða eða draga úr möguleikum
eigenda á að ráðstafa landi sínu.
Stjórnvöld hafa lagaheimildir til
slíkra framkvæmda, til dæmis í
Vegalögum, Orkulögum og víðar.
Lengst af voru slíkar fram-
kvæmdir það umfangslitlar að
áhrif þeirra voru minniháttar,
auk þess sem landeigendur litu
gjarnan á það sem þegnskap að
leggja til land fyrir litlar bætur.
Með auknum og umfangsmeiri
framkvæmdum og í ljósi þess að
grunnþjónusta í almannaþágu er
uppfyllt koma önnur sjónarmið
til sögunnar. Það horfir til dæmis
öðruvísi við þegar einkafyrirtæki
beitir þessum lagaheimildum til
þess að fara um eignarlönd með
framkvæmdir.
Bændasamtökin hafa því sett
fram tillögur í fimm liðum sem
hafa beri að leiðarljósi við fram-
kvæmdir:
1. Að við undirbúning fram-
kvæmda í almannaþágu verði
farið eftir fyrirfram ákveðnu
skipulagi þar sem kveðið er
á um samráð og samkomulag
við landeigendur og aðkomu
Matsnefndar eignarnámsbóta.
2. Að ef breytingar eru gerðar á
eldri mannvirkjum og ef eig-
endaskipti verða á mannvirkj-
um þá verði samningsréttur
landeigenda virtur.
3. Að gerðar verði nauðsynleg-
ar breytingar á Vegalögum og
lögum um fjarskipti, sbr. álykt-
un Búnaðarþings 2008.
4. Að teknar verði upp árlegar
leigugreiðslur fyrir afnot af
landi í stað eingreiðslu eins og
tíðkast hefur.
5. Að ávallt verði unnið í fullu
samráði við landeigendur
þegar skipulag framkvæmda á
sér stað.
Eins og áður segir verður fund-
urinn haldinn í Bændahöllinni
mánudaginn 9. febrúar kl.
13:30 í Princeton 2 á annarri
hæð. Frummælandi verður Karl
Axelsson hrl.
Fundur um bótarétt og eign-
arnám vegna framkvæmda
Þann 22. janúar sl. gerði
Samkeppniseftirlitið húsleitir á
skrifstofum Fóðurblöndunnar
hf. og Mjólkurfélags Reykja-
víkur hf. Voru húsleitirnar liður
í rannsókn Samkeppniseftir-
litsins á ætluðum brotum þess-
ara fyrirtækja á samkeppnis-
lögum.
Einkum lýtur rannsóknin að
hugsanlegu verðsamráði þessara
fyrirtækja á fóðurmarkaði, þ.e. á
markaði fyrir framleiðslu og sölu
á jórturdýra-, svína- og alifugla-
fóðri. Einnig er háttsemi á áburð-
armarkaði til skoðunar.
Rannsóknin er grundvölluð
á upplýsingum og gögnum sem
Samkeppniseftirlitið hefur aflað og
mun rannsókninni verða flýtt eftir
því sem kostur er, segir í tilkynn-
ingu frá Samkeppniseftirlitinu.
Í tilkynningu Fóðurblöndunnar
í kjölfarið er lýst yfir fullum vilja
til að eiga farsælt samstarf við
Samkeppniseftirlitið við að upp-
lýsa um allar staðreyndir máls til
að vinda ofan af meintum ranghug-
myndum Samkeppniseftirlitsins,
og eftir atvikum einnig fram-
kvæmdastjóra Landssambands
kúabænda, um verðsamráð við
keppinauta félagsins.
-smh
Meint samráð Fóðurblöndunnar
og Mjólkurfélags Reykjavíkur/Líflands
Bergvin Jóhannsson, formaður
Félags kartöflubænda, segir
kartöflubændur leita allra leiða
til að knýja fram verðhækkun á
afurð sinni, verslanir hafi hækk-
að útsöluverð að undanförnu
en ekkert hafi skilað sér í vasa
bændanna. Hann segir Bónus-
keðjuna veita mikla mótspyrnu
gegn því að bændur fái til sín
hækkun og aðrir fylgi í fótspor
þeirra. „Einhverjar verslanir
hafa hækkað lítillega við okkur,
en hvergi nærri nóg til að fram-
leiðslan standi undir sér,“ segir
hann.
Bergvin segist nú fá sömu krónu-
tölu fyrir 300 tonna framleiðslu og
hann fékk fyrir 90 tonn árið 1993.
„Við berum sífellt minna úr býtum,
við höfum mætt þessu með því að
bæta sífellt við okkur og stækka en
fáum sömu krónutölu í tekjur og
fyrir 15 til 16 árum,“ segir Bergvin.
Útlit er fyrir að áburður hækki um
allt að helming frá því í fyrravor, að
sögn Bergvins, sem hafi í för með
sér að kartöflubændur hafi trauðla
efni á að kaupa mikið magn. „Ég
hugsa að menn reyni hvað þeir
geta að minnka áburðarnotkun,
sjá hvernig það kemur út,“ segir
Bergvin. Hann telur ekki ólíklegt
að margir kartöflubændur íhugi að
hætta. „Ég held að margir muni
setja niður í vor, nota eins lítinn
áburð og hægt er, sjá hvað kemur út
úr því sem og hvert verðið verði og
hafi ekkert lagast, þá trúi ég því að
margir hætti þessu bara!“
Samningar flestra kartöflubænda
við sína kaupendur runnu út um
nýliðin áramót og hafa þeir leitað
eftir hækkun, en víða komið að lok-
uðum dyrum. Kartöflubændur telja
sig þurfa 20 króna hækkun á kílóið
til sín en hafa fengið um 4 krónur
þar sem mest er, ekkert sums stað-
ar. Verslanir hafa hækkað útsölu-
verð en það hefur ekki skilað sér til
bænda.
Bergvin Jóhannsson segir
að nú sé mælirinn fullur.
Framleiðslukostnaður hafi aukist
umtalsvert á liðnum mánuðum svo
sem öllum ætti að vera kunnugt, en
kartöflubændum sé enn greitt smán-
arverð fyrir afurðir sínar. Það hafi
svo haft í för með sér að sífellt fækki
í hópi kartöflubænda, þeir hætti einn
af öðrum og nýliðun í greininni sé
alls engin. Bergvin segir menn ekki
sjá neinn hag í því að hefja kartöflu-
rækt undir þessum kringumstæðum.
„Bændur verða að fá meira í
sinn hlut af afurðinni, við svo búið
getum við ekki lengur unað,“ segir
hann. Í viðtali við Bændablaðið í
september í fyrra greindi Bergvin
frá þeirri skoðun sinni að stóru
verslanakeðjurnar hafi pínt verð til
bænda niður úr öllu valdi á uml-
iðnum árum, með tilkomu Bónus
á sínum tíma hafi fótunum í raun
verið kippt undan kartöfluræktinni
en forsvarsmönnum verslanakeðj-
unnar hafi orðið vel ágengt í þeirri
fyrirætlan sinni að pína verðið
niður. Verðið sem í boði sé til bænda
sé svívirðilega lágt og í engu sam-
ræmi við þá vinnu sem leggja þarf
fram svo unnt sé að bjóða íslensk-
um neytendum vistvæna gæðafram-
leiðslu. Verslanakeðjurnar taka að
jafnaði um 70-80% útsöluverðs í
sinn hlut, en bændur og pökkunar-
stöðvar skipta á milli sín því sem
eftir stendur.
Bergvin segir að fái bændur
ekki meira í sinn hlut nú eftir ára-
mót blasi við að enn fleiri kartöflu-
bændur muni hætta ræktun, enda
borgi sig engan veginn að framleiða
kartöflur hafi menn ekki tekjur af
starfsemi sinni. Það, hversu lágt
verð sé greitt til þeirra, hafi svo
haft í för með sér að kartöflubænd-
ur geti ekki fylgt eftir þeirri þróun
sem orðið hefur í greininni, bæði
hvað varðar tækjakaup og eins séu
hvergi á Íslandi til sérhannaðar
kartöflugeymslur eins og víða tíðk-
ast. Bergvin nefnir að í Hollandi fái
þarlendir kartöfluræktendur styrk
frá ríki til að byggja slíkar geymslur
en hann er veittur á þeirri forsendu
að verið sé að tryggja matvæla-
öryggi landsins. Einnig fái þeir
20% styrk frá ríki vegna véla og
tækjakaupa. „Við höfum ekki ráð á
að fylgja þessari þróun eftir, það er
alveg ljóst miðað við það verð sem
við fáum fyrir okkar afurðir,“ segir
Bergvin.
MÞÞ
Kartöflubændur hafa farið fram á hækkun en
koma víðast að lokuðum dyrum
Sama krónutala fæst fyrir 300 tonn
nú og fékkst fyrir 90 tonn árið 1993!
Félagsmenn í Landssambandi
bakarameistara hafa bundist
samtökum um að hefja mark-
vissa notkun á íslensku byggi
í brauðgerð og bakstur. Fyrir
stuttu gerði Kornax samkomulag
við Eyrarbúið ehf. á Þorvaldseyri
undir Eyjafjöllum um að dreifa
möluðu byggi á almennan mark-
að. Íslenskt bankabygg, heil bygg-
korn, hefur hins vegar verið fáan-
legt í nokkur ár.
Bygg er auðugt af trefjaefnum og
inniheldur svokallaða beta-glúkana
sem eru vatnsleysanleg trefjaefni.
Þau eru talin búin eiginleikum til
lækkunar á kólesteróli í blóði og
geta dregið úr sveiflum á blóðsykri.
Þá er byggið er vítamínríkt og auð-
ugt af flóknum kolvetnum (sterkju),
steinefnum og andoxunarefnum.
Bygg er nú ræktað í öllum lands-
hlutum eftir miklar framfarir í korn-
rækt á síðasta áratug samhliða betri
veðurfarslegum skilyrðum. Unnið
hefur verið markvisst að því að laga
það að íslenskum aðstæðum með
kynbótum. Hingað til hefur íslenskt
bygg að mestu leyti verið notað í
dýrafóður en með bættum aðstæð-
um hefur áhugi stóraukist á að nota
það til manneldis.
Íslenskir bakarar nota íslenskt bygg Sama verð á
veiðileyfum
og í fyrra
Stjórn Stangaveiðifélags Akur-
eyrar hefur ákveðið að verðskrá
á veiðileyfum, sem félagið
hefur til umráða fyrir sumarið
2009, muni ekki hækka frá
síðasta sumri. Forsvarsmenn
félagsins gera ráð fyrir að nýt-
ing verði betri nú á komandi
sumri en var í fyrrasumar,
m.a. í Ólafsfjarðará og Hofsá
í Skagafirði. Þrátt fyrir nokkra
hækkun hjá félaginu, er talið
að fjárhagur sleppi fyrir horn
ef sala veiðileyfa gengur vel.
Hlutverk félagsins sé að útvega
góð veiðileyfi á hagstæðum
kjörum og tekur stjórn félagsins
það hlutverk sitt alvarlega.