Bændablaðið - 28.01.2009, Page 3

Bændablaðið - 28.01.2009, Page 3
3 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009 Ungmennafélögin í Flóanum hlutu umhverfisverðlaun Flóahrepps Umhverfisverðlaun Flóahrepps voru afhent í annað sinn í upphafi þessa árs. Það voru ungmenna- félögin þrjú í Flóahreppi sem hlutu verðlaunin fyrir árið 2008 en þau eru Ungmennafélagið Baldur í Hraungerðishreppi, Ungmennafélagið Samhygð í Gaul verjahreppi og Ungmennafé- lagið Vaka í Villingaholtshreppi. Flóahreppur veitti í fyrsta skipti árið 2007 umhverfisverðlaun sveit- arfélagsins og komu þau þá í hlut Stóru-Reykja og Félagsheimilisins Þjórsárvers. „Ungmennafélögin í Flóahreppi eru öll vel að þessum verðlaunum komin en þau hafa sinnt umhverf- ismálum af áhuga og alúð allt frá stofnun þeirra fyrir rúmum eitt hundrað árum. Skógræktarreitir félaganna eru vitnisburður um ötult starf í gegnum tíðina og eru reitir þessir notaðir við hátíðleg tækifæri enn þann dag í dag. Það er von okkar að verðlaun þessi verði ungmennafélögunum og íbúum öllum í Flóahreppi hvatning til að gera enn betur í umhverfismálum sveitarfélagsins í framtíðinni,“ sagði Almar Sigurðsson, formaður nefndarinnar í samtali við blaðið. MHH Til stóð að opna Djúpveg um brú yfir Mjóafjörð á liðnu hausti en það tókst ekki. Einnig er óvíst hvort vegurinn um Arnkötludal verði opnaður fyrir umferð. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar og þess getið að af ýmsum og mismunandi ástæð- um standist ekki allar áætlanir. Þá er óljóst hvort náist að opna nýjan kafla á Norðausturvegi, Brunahvammsháls-Bunguflóa, á leiðinni frá Hringvegi til Vopnafjarðar. Hinsvegar er búið að opna vegkafla sem eftir var á Hringvegi milli Ármótasels og Skjöldólfsstaða í Jökuldal þótt hann sé ekki jafn langt kominn og ætlað var. Ljúka átti Djúpvegi, Ísafjörður- Mjóifjörður, 1. nóvember síðastlið- inn. Smíði brúarinnar yfir Mjóafjörð hefur tafist og verður henni ekki lokið fyrr en næsta sumar. Enn er unnið að brúarsmíðinni en vinnu verður hætt á allra næstu vikum en mun hefjast aftur í vor um leið og tíðarfar leyfir. Vegurinn frá vegamótum við Eyrarfjall í Ísafirði og að Mjóafjarðarbrú, ásamt brún- um í Reykjarfirði og Vatnsfirði, er fullbúinn til notkunar með bundnu slitlagi alla leið. Þá átti samkvæmt útboðsgögn- um að ljúka útlögn á neðra burð- arlagi að Arnkötluvegi um mán- aðamótin nóvember-desember. Frágangur á neðra burðarlaginu á að vera þannig að hægt sé að heim- ila umferð yfir veturinn. Ýmislegt mælir á móti því að opna veginn og þá fyrst og fremst umferðarörygg- ismál, þar sem ekki verður búið að koma fyrir vegriðum auk þess sem erfitt yrði með vetrarþjónustuna. Fyrra lag klæðningar á samkvæmt útboðsgögnum að vera komið á um mitt næsta sumar og í framhald- inu að leyfa almenna umferð um veginn. Verkinu á svo að vera að fullu lokið fyrir 1. september 2009. Ekkert bendir ennþá til að þessar dagsetningar muni ekki standast. Erfitt vor setti strik í reikninginn Um Norðausturveg, frá Bruna- hvammshálsi að Bunguflóa, er það að segja að verkinu átti að ljúka 1. nóvember. Samkomulag er um það við verktaka að vegna þess að ekki var hægt að hefja verk fyrr en í júní sl. vegna snjóa, skyldi stefnt að því að vegurinn yrði akfær með burðarlagi í vetur og bundið slitlag lagt snemm- sumars 2009. Búið er að keyra út tæplega helmingnum af burðarlag- inu. Enn er óljóst hvort tekst að koma umferðinni á veginn í haust en til þess að það geti orðið þarf tíðarfarið að vera gott í 2-3 vikur. Vegkafla á Hringvegi 1, frá Ármótaseli að Skjöldólfsstöðum, átti að ljúka 1. ágúst sl. Vegna erf- iðra aðstæðna, snjóa og bleytu á liðnu vori, var gert samkomulag við verktaka um að vegurinn yrði fær með burðarlagi fyrir veturinn og bundið slitlag lagt snemmsum- ars 2009. Neðra burðarlag er komið á veginn og var umferð hleypt á hann 18. október. Eftir er að ganga endanlega frá tengingum í báða enda vegarins og verður það gert næsta vor. Búið er að stika veginn og reiknað með að setja upp vegrið á um eins kílómetra kafla á næst- unni. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að menn bíði vors en þá muni fram- kvæmdir við áðurnefnda vegagerð halda áfram. Verkefnunum hafi ekki verið frestað vegna efnahags- ástandsins og ætlunin sé að ljúka verkefnum um leið og fært er. MÞÞ Áætlanir Vegagerðar standast ekki af mismunandi ástæðum Hvorki tekst að opna Djúpveg né veg um Arnkötludal JANÚAR-TILBOÐ! B-Niewiado BE6317U Flutningakerra 304 x 130 cm Tilboðsverð með vsk. kr. 299.000 B-Niewiado A2532HTP Vélafl utningavagn 300 x 150 cm Tilboðsverð með vsk. kr. 494.265 B-Niewiado BE6317U Flutningakerra 170 x 1,3 m Tilboðsverð með vsk. kr. 118.960 CT 0080 Galvaniseruð Flutningakerra 224x115x40 cm Tilboðsverð með vsk. kr. 75.000 Ótrúlegt verð á kerrum Zagroda fl aghefi ll Brettagafl arStoll blokkskerar Zagroda valtariTanco rúllugreipar Warfarma sturtuvagnar HiSpec haugsugurBreviglieri pinnatætarar Örfáar notaðar dráttarvélar á frábæru verði Stoll ámoksturstæki Allt á gamla genginu Gæði á góðu verði Hið árlega Fræðaþing landbún- aðarins 2009 verður nú haldið dagana 12. og 13. febrúar nk. í ráðstefnusölum á 2. hæð Radis- son SAS Hótel Sögu. Setning og sameiginleg dagskrá að morgni fyrri dagsins verður í ráðstefnu- sal í húsi Íslenskrar erfðagrein- ingar að Sturlugötu 8. Að venju býður Fræðaþingið upp á umfjöllun og miðlun á fjöl- breyttu faglegu efni í mismunandi málstofum, en þessi vettvang- ur hefur í áranna rás þróast í að vera mikilvirkasta miðlunarleið fyrir niðurstöður fjölbreytts rann- sókna- og þróunarstarfs í land- búnaði, auk þess sem á þinginu eru tekin til umfjöllunar ýmis málefni tengd atvinnugreininni sem eru ofarlega á baugi hverju sinni. Fræðaþing 2009 er þarna engin undantekning. Eins og sjá má í dagskrár- drögum sem birtast á bls. 17 hér í blaðinu verður, auk sameiginlegrar dagskrár fyrir hádegi fimmtudag- inn 12. febrúar, boðið upp á tvær samhliða málstofur síðdegis, ann- ars vegar um matvælaframleiðslu í breyttu umhverfi – breyttum heimi og hins vegar málstofu um menntun í landbúnaði, tækifæri og þróun. Faglegri dagskrá síðdegis þennan dag lýkur síðan með vegg- spjaldasýningu, en þar verða einn- ig kynntar niðurstöður fjölbreyttra rannsókna. Á hinni sameiginlegu dagskrá í byrjun Fræðaþingsins verður að þessu sinni fjallað um tiltek- in atriði í „máli málanna“ þessa stundina; Evrópusambandinu, og áhrif tiltekinna þátta sem fylgja aðild á landbúnaðinn sérstaklega. Síðari ráðstefnudaginn, föstu- daginn 13. febrúar, verða þrjár samhliða málstofur þar sem eftir- taldir efnisflokkar eru á dagskrá; nýsköpun í dreifbýli, smáfram- leiðsla matvæla, aðbúnaður búfjár og heilbrigði, vatnavistfræði, belgjurtir í jarðrækt og áburður og landgræðsla, undir yfirskrift- inni „Frá sandi til skógar“. Mikill meirihluti erinda, sem flutt verða á Fræðaþinginu, er gefinn út í sérstöku prentuðu hefti sem þátttakendur á þinginu geta fengið og er innifalið í þátt- tökugjaldinu. Ennfremur verða velflest erindanna aðgengileg í Greinasafni landbúnaðarins. Greinasafnið, sem er aðgengilegt á slóðinni www.bondi.is, geymir einnig stóran hluta landbúnaðar- fagefnis sem gefið hefur verið út á liðnum árum. Nákvæm og endanleg dagskrá Fræðaþingsins 2009 verður upp- færð reglulega á www.bondi.is fram að þinginu. Þar verður enn- fremur unnt að skrá sig til þátt- töku og afla frekari upplýsinga um þingið. Þess skal að lokum getið hér að áhugafólki um fagmál landbún- aðar og náttúruvísindi, þar með töldum bændum, býðst að sækja þingið meðan húsrúm leyfir. Fræðaþing landbúnaðarins 2009 Matvælaframleiðsla í breyttum heimi og áhrif ESB-aðildar í brennidepli Frá vinstri: Almar Sigurðsson, formaður Umhverfisnefndar Flóahrepps, Stefán Geirsson, formaður Ungmennafélagsins Samhygðar, Haukur Gíslason, formaður Ungmennafélagsins Baldurs og Haraldur Einarsson, formaður Ungmennafélagsins Vöku þegar verðlaunin voru afhent.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.