Bændablaðið - 28.01.2009, Qupperneq 8

Bændablaðið - 28.01.2009, Qupperneq 8
8 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009 Algjör endurnýjun varð í for- ystusveit Framsóknarflokksins á flokksþingi hans helgina 16. til 18. janúar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var þar kjörinn nýr formaður flokksins, Birkir Jón Jónsson nýr varaformað- ur og Eygló Harðardóttir velti Sæunni Stefánsdóttur úr stól rit- ara. Fyrir þinginu lá gríðarlegur fjöldi ályktanadraga til samþykkt- ar en mesta athygli hlýtur að vekja samþykkt ályktunar um aðild- arviðræður við Evrópusambandið. Í ályktuninni kemur fram að hefja skuli aðildarviðræður við sambandið á grundvelli samn- ingsumboðs frá Alþingi og að í þeim samningum skuli hagsmunir almennings og atvinnulífs tryggð- ir. Sérstaklega er tekið fram að tryggja skuli hagsmuni sjávar- útvegs og landbúnaðar. Tryggja skal fæðuöryggi þjóðarinnar All ítarlega er fjallað um íslensk- an landbúnað í ályktuninni og þar tekið fram að uppfylla verði ýmis skilyrði í samningunum við Evrópusambandið. Þau helstu eru að viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautaland- búnaður á sama hátt og landbún- aður í norðurhluta Finnlands. Sömuleiðis að framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárafurða verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna. Ekki er frekar tekið fram hvernig unnið skuli að þeim markmiðum. Í ályktuninni kemur fram að tryggja þurfi fæðuöryggi þjóðarinnar og að viðurkennd verði nauðsyn á sér- stökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar. Ekki er útskýrt frekar hvernig tryggja skuli fæðuöryggi né hvaða sérstök ákvæði átt er við. Þá er kveðið á um að vegna fámenn- is íslensku þjóðarinnar og vegna aðstæðna hér á landi sé það krafa að Íslendingar fá varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB. Matvælalöggjöfin má ekki opna fyrir flæði ótryggra matvæla Á þinginu var jafnframt samþykkt sérstök ályktun er varðaði landbún- að og matvælaöryggi. Í ályktuninni kemur fram að tryggja skuli að íslenskur landbúnaður verði áfram sterkur atvinnuvegur sem framleiði holl og góð matvæli, þannig að framboð, matvælaöryggi og heil- brigði þjóðarinnar verði tryggt. Til að svo megi verða þarf að tryggja að ræktun og nýting landsins gæða sé ávallt sjálfbær  Leitað verði leiða til að auðvelda nýliðun í bændastétt og tryggt verði, með hóflegum skil- yrðum um búsetu og með auknum skyldum jarðareigenda gagnvart samfélaginu, að bújarðir verði setn- ar og nýttar til verðmætasköpunar. Í ályktuninni er sömuleiðis talað um varnir fyrir íslenskan landbúnað gegn innfluttri framleiðslu. Tekið er fram að gera verði sömu kröfur til innfluttra matvæla og gerðar eru til íslenskrar framleiðslu og að allar búvörur verði upprunamerktar þar sem því verður við komið þannig að neytandinn viti hvaðan varan er. Tryggja verði að ef ný matvælalög- gjöf á Íslandi verður samþykkt opni það ekki fyrir frjálst flæði ótryggra matvæla til landsins. Það skuli gert með því að fara fram á við- bótartryggingar varðandi fleira en salmonellu í kjúklingum. Evrópusambandslöggjöf ekki forgangsatriði Nýr formaður flokksins, Sigmund- ur Davíð, segir að Framsóknar- flokkurinn muni standa vörð um íslenskan landbúnað. „Það hefur sýnt sig á síðustu mánuðum hversu mikilvægur íslenskur landbún- aður er fyrir þjóðina og að mínu mati er nauðsynlegt að styðja við hann með öllum tiltækum ráðum.“ Framsóknarflokkurinn samþykkti á þinginu að sótt skuli um aðild að Evrópusambandinu. Sigmundur segist telja að það sé mjög margt sem liggi mun meira á að fram- kvæma heldur en að fara í aðild- arviðræður við Evrópusambandið eins og staðan er nú í íslensku þjóðfélagi. „Ég tel engu að síður að samþykkt þessarar ályktunar hafi verið mjög þörf og skapi frið innan flokksins. Inn í hana voru sett mjög stíf skilyrði fyrir aðildarviðræð- um og ekki síst varðandi íslensk- an landbúnað. Á þinginu talaði ég sérstaklega um það að ástæðan fyrir þessum skilyrðum væri sú að menn óttuðust sérstaklega að gefið yrði eftir varðandi stöðu íslensks landbúnaðar í aðildarviðræðum. Í mínum huga má það alls ekki ger- ast.“ Undanfarið hefur farið fram nokk- ur umræða um afstöðu bænda til Evrópusambandsins. Þar hefur sú stefna Bændasamtaka Íslands að hafna með öllu aðild að ESB komið skýrt fram. Að baki þessarar stefnu standa öll aðildarsamtök Bændasamtaka Íslands. Ljóst er þó að nokkur munur er á beinum áhrifum aðild- ar á afkomu bænda eftir búgrein- um. Sumar greinar landbúnaðar- ins myndu á mjög skömmum tíma algerlega eða nær algerlega þurrk- ast út ef öll tollvernd hyrfi. Aðrar greinar yrðu ekki fyrir sömu skakkaföllum, þar á meðal má nefna þá búgrein sem ég er í for- svari fyrir, loðdýraræktina. ESB- aðild myndi ekki hafa nein bein neikvæð áhrif á okkar afkomu, e.t.v. mætti jafnvel tína til nokkra jákvæða punkta. Áhrifin yrðu fyrst og fremst þau að við yrðum að hætta rekstri vegna neikvæðra áhrifa inngöngu á aðrar atvinnugreinar á lands- byggðinni. Eins og margir vita eru meg- inviðfangsefni íbúa landsbyggðar- innar að skapa raunveruleg verð- mæti, þ.e. framleiða vörur sem eru sýnilegar og seljanlegar. Verulegur hluti þessarar framleiðslu eru mat- væli. Þar er að sjálfsögðu fyrst og fremst um að ræða sjávarafurðir en einnig búvörur. Grundvöllur loðdýraræktar er að hafa aðgang að hráefni úr mat- vælavinnslu sem ekki er nýtanlegt til manneldis. Til að hafa þann aðgang þarf að vera matvæla- vinnsla. Loðdýraræktinni er best fyrir komið á svæðum sem þar sem er öflug matvælavinnsla. Það er alveg ljóst í hugum bænda og forystumanna þeirra að innganga í ESB, og þar með óheftur innflutningur án tollvernd- ar, myndi í besta falli veikja mjög, eða – það sem er mun líklegra – ganga af stórum hluta úrvinnslu landbúnaðarvara dauðum. Þar með væri grundvöllurinn fyrir tilveru okkar brostinn. Við það myndu 80-100 störf tapast, veru- legar fjárfestingar verða einskis virði, bankar og aðrar lánastofn- anir verða að afskrifa nokkurt fé, félagsleg staða þeirra sveita þar sem rekin er loðdýrarækt myndi veikjast og þjóðarbúið verða af gjaldeyristekjum sem nema 500- 700 milljónum króna á ári – gjald- eyristekjum sem verða til við það að breyta úrgangi í loðskinn. Aðild Íslands að ESB hefur að sönnu margar hliðar, um það efast enginn. Hver og einn verður að mynda sér afstöðu út frá þeim for- sendum sem best eru þekktar. Þar verða menn að kynna sér málin sem allra best. Það er því algert skilyrði að þeir sem búa yfir upp- lýsingum um áhrif aðildar leggi þær á borðið þannig að umræðan sé sem faglegust. Rök eins og lágir vextir í ESB eða engin verðtrygging duga mér ekki. Hvort tveggja eru afleiðing- ar ákvarðana stjórnvalda. Öllum er ljóst að stjórnvöld á Íslandi hafa á undanförnum árum tekið margar afar vafasamar ákvarðanir, t.d. í peningamálum – ákvarðanir sem hafa byggst á ofurtrú á getu og ekki síður vilja markaðarins til að finna alltaf bestu lausnina. Staðreyndir sem fram hafa komið í kjölfar hins algera skip- brots frjálshyggjunnar líta nú daglega dagsins ljós – staðreynd- ir sem verða almenningi landsins dýrar. Í mínum huga eru engin rök fyrir því að sömu menn og leiddu okkur þangað sem við erum nú komin, með andvaraleysi og röngum/engum ákvörðunum, hafi tekið vitrænar ákvarðanir varðandi vaxtastig í landinu eða að þeir sjái hversu arfavitlaus og drepandi verðtryggingin er. Um þá trú sumra að verðlag á matvælum myndi lækka verulega hér ef gengið yrði í ESB er svo sem engin ástæða til að fjölyrða. Af hverju eru allar innfluttar vörur sem eru án tolla á Íslandi dýrari hér en í nálægum löndum? Hvaða líkur eru á því að önnur lögmál myndu gilda um álagningu versl- unarinnar á matvæli en aðrar vörur? Með þá haldlitlu löggjöf um samkeppni sem er í gildi hér (markaðsöflin áttu að sjá um þetta) eru engin rök sem hníga að því að sömu eigendur og okra á okkur í t.d. fatnaði, skóm og raftækjum myndu haga sér öðruvísi ef þeir höndluðu eingöngu eða nær ein- göngu með innflutt matvæli. Af hverju er hlutfallslega fleira fólk á landsbyggðinni á móti aðild að ESB? Er það kannski vegna þess að þar sjá menn beinu nei- kvæðu áhrifin á afkomu sína og þar með þjóðfélagsins alls? Flestir annað hvort vinna í atvinnugrein- um sem myndu lenda í erfiðleik- um vegna aðildar að ESB eða eru tengdir einhverjum sem vinna þar. E.t.v. má líkja þessu svolítið við þær aðstæður sem nú ríkja í land- inu, nema hvað nú er það fólk á suðvesturhorninu sem verður harðast úti. Okkur sem búum úti á landi finnst sárt að horfa upp á ástandið eins og það er þar sem atvinnuleysið er mest og við vilj- um ekki að það sama komi fyrir um allt land. Er það þess virði að taka slíka áhættu? Björn Halldórsson formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda Íslenskur landbúnaður og Evrópusambandið Haraldur Benediktsson for- maður Bændasamtaka Íslands segir að Bændasamtökin vinni með öllum ríkisstjórnum og stjórnvöldum að hagsmunum landbúnaðarins, óháð því hvar í flokki menn skipi sér. „Það eru nokkur atriði sem þarf að fá upp á borðið hjá nýrri rík- isstjórn. Í fyrsta lagi þurfum við að fá úr því skorið hvort búvörusamningar gildi, við verðum að fá botn í það mál. Í öðru lagi verðum við ásamt stjórnvöldum að taka með festu á erfiðri rekstrarstöðu land- búnaðarins og erfiðri skulda- stöðu einstakra bænda.“ Verður að verja búin í landinu Haraldur segir óttast að þær almennu aðgerðir sem grípa eigi til fyrir heimili og atvinnulíf kunni ekki að vera nægjanlegar fyrir suma bændur. „Þá komum við að þeirri sérstöðu að búin eru bæði heimili fólks og vinnustað- ur. Það verður að verja þau til að viðhalda matvælaframleiðslu og byggð í landinu. Varðandi afnám verðbótanna í búvörusamning- um telja Bændasamtökin þennan gjörning við setningu fjárlaganna hafa verið samningarof. Við mót- mæltum þessu og stöndum við þau mótmæli. Hins vegar höfum við ekkert útilokað að hægt verði að ná einhvers konar sam- komulagi sem fæli þá til dæmis í sér að við lengdnum mögulega í búvörusamningum. Í það minnsta getum við ekki sætt okkur við að það verði bara botnlaus nið- urskurður. Við höfum rætt innan stjórnar Bændasamtakanna og innan búgreinafélaganna um ákveðna leið til að komast út úr þessum vanda og í raun vantar okkur starfandi ríkisstjórn til að eiga það samtal við því það gafst hreinlega ekki tími til slíks með þeim stjórnvöldum sem eru nú að fara frá. Það sem verst er í þessu er rekstrarleg óvissa búanna. Við sjáum vel hversu erfitt efnahags- ástandið er og erum alveg tilbúnir til að koma að borðinu.“ Bændasamtökin nú sem fyrr gegn ESB-aðild Haraldur segir að Bændasamtökin muni nálgast matvælafrumvarpið á faglegum nótum. „Það standa tveir þættir út af borðinu. Annars vegar innflutningur á ófrosnu kjöti sem við getum ekki sætt okkur við og hins vegar að það verði vísað beint í 13. grein EES- samningsins um undanþágur. Það er ekki markmið okkar að koma í veg fyrir að matvælafrumvarp- ið verði látið niður falla ef komið verður til móts við þessa hluti. Matvælafrumvarpið hefur tekið miklum framförum frá því það kom fyrst fram og á margan hátt er verið að nútímavæða umgjörð um matvælaframleiðslu og það höfum við stutt.“ Haraldur segir að nú sem fyrr séu Bændasamtökin alfarið á móti því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. „Það liggur ekkert á að skoða þau mál á þess- um tíma, Evrópusambandsmál eru ekki efst í forgangsröðinni þegar við vitum ekki hvort að við getum rekið heimilin okkar frek- ar en fyrirtækin.“ Haraldur segist óska nýrri rík- isstjórn velfarnaðar í starfi og minnir forystumenn hennar á að huga að hagsmunum landbún- aðarins. Nýi Framsóknarflokkurinn vill standa vörð um íslenskan landbúnað Evrópusambandsaðild ekki forgangsmál Bændasamtökin vinna með öllum ríkisstjórnum að hagsmunum landbúnaðarins Enn vantar töluvert upp á að fullnægt sé þörfum um aðgang að þriggja fasa rafmagni hér á landi og ljóst að miðað við sama hraða endurnýjunar mun það taka allt að 20 ár að koma á þriggja fasa rafmagni um allt land. Í því sam- bandi er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um uppbygg- ingu á þriggja fasa dreifikerfi að sú uppbygging helst í hendur við almenna endurnýjun og upp- byggingu á dreifikerfinu og er sjaldnast um sérstakar aðgerðir að ræða sem einvörðungu snúa að því að tengja þriggja fasa raf- magn. Vinnuhópur sem skipaður var af iðnaðarráðherra til að meta þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni hefur skilað af sér skýrslu um málið þar sem þetta kemur fram. Sem dæmi má nefna að liðlega tvo milljarða króna kost- ar að tengja alla staði á Norðurlandi við þriggja fasa rafmagn. Mestur er kostnaðurinn í Húnavatnssýslu, 414 milljónir króna og í Þingeyjarsveit 345 milljónir króna. Á Vesturlandi nemur kostnaðurinn um 1,6 millj- örðum og er bróðurparturinn vegna Borgarbyggðar, um 1,5 milljarðar. Á Austurlandi er talið að kostn- aður við að tengja alla staði þar nemi um 1,2 milljörðum og sömu upphæð vantar á Suðurlandi, en um 900 milljónir vantar á svæði Orkubús Vestfjarða svo unnt verði að tengja alla staði við þriggja fasa rafmagn, þar af um 462 milljónir til Vesturbyggðar. Nefndin telur að efni skýrslunn- ar geti nýst orkufyrirtækjunum við forgangsröðun sinna verkefna hvað varðar endurnýjun í dreifikerfinu. Ljóst má vera að verði fyrirtækj- unum gert að hraða endurnýjun án þess að leggja þeim til sérstaka fjármuni til verksins mun það óhjá- kvæmilega leiða til hækkunar á raf- orkuverði þeirra. Mikið vantar upp á að þörf um aðgang að þriggja fasa rafmagni sé fullnægt Tekur um 20 ár að koma því á Heimasíður Bændasamtakanna: www.bbl.is www.bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.