Bændablaðið - 28.01.2009, Síða 10

Bændablaðið - 28.01.2009, Síða 10
10 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009 Hópur fólks í Dalabyggð og Reykhólahreppi hefur á undan- förnum mánuðum tekið þátt í verkefninu Vaxtarsprotum. Þátt- takendur vinna allir að ákveðn- um viðfangsefnum sem lúta að atvinnusköpun í heimabyggð. Um er að ræða fjölbreytt viðfangs- efni, m.a. á sviði matvælaiðnaðar og ferðaþjónustu. Vaxtarsprotar er heildstætt stuðningsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveit- um landsins. Verkefnið, sem er á vegum Impru í Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs land- búnaðarins, hóf göngu sína á árinu 2007, en hefur síðan komið til framkvæmdar víða um land. Framkvæmd verkefnisins í Dala- byggð og Reykhólahreppi var unnin í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Búnaðarsamtök Vest- urlands. Þátttakendum í verkefninu hefur staðið til boða margvíslegur stuðningur. Boðið hefur verið upp á námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja, einstaklingsbundna leið- sögn, auk þess sem ýmsir styrkja- möguleikar hafa verið kynntir. Viðfangsefni þátttakenda Þátttakendurnir sem nú luku nám- skeiði á vegum Vaxtarsprotaverk- efnisins voru 20 talsins, en sam- tals unnu þeir að 15 verkefnum. Viðfangsefni þátttakenda að þessu sinni má sjá í Töflu 1. Góð reynsla komin á verkefnið Frá því að Vaxtarsprotaverkefnið hóf göngu sína hafa 110 manns lokið námskeiðum á vegum verkefnisins að þátttakendum úr Dalabyggð og Reykhólahreppi meðtöldum. Þessir aðilar hafa unnið að 83 verkefnum í allt. Meiri hluti þessara verkefna eru ný af nálinni, en einnig hefur verið þónokkuð um að forsvars- menn starfandi fyrirtækja hafi nýtt sér verkefnið til frekari framþróun- ar á sinni starfsemi. Í desember síðastliðnum var send út könnun til þátttakenda, sem náði til þátttakenda á árinu 2007 og á fyrri árshelmingi 2008, eða til forsvarsmanna 68 verkefna alls. Könnunin innihélt aðeins eitt efnisatriði, þ.e. athugun á stöðu þeirra verkefna sem unnið var með í Vaxtarsprotaferlinu. Tilgangurinn var að fá nánari upplýsingar um afdrif vaxtarsprotaverkefnanna og að fá skilgreiningu þátttak- enda sjálfra á stöðu síns verkefnis. Myndin hér að neðan sýnir nið- urstöðu könnunarinnar. Alls bárust 58 svör við könn- uninni (85% svarhlutfall). Tæp 40% svarenda skilgreina sín verkefni sem ný verkefni sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd eða sem eru í burðarliðnum. Verkefni á vegum starfandi fyrirtækja telja tæplega 30% til viðbótar. Út frá niðurstöð- um könnunarinnar má ætla að innan við þriðjungur verkefnanna hafi verið lagður á hilluna. Niðurstöður könnunarinnar benda sterklega til að Vaxtarsprotaverkefnið hafi nú þegar haft umtalsverð áhrif á efl- ingu atvinnulífs í sveitum landsins. Áfram skal haldið Námskeið á vegum Vaxtarsprota- verkefnisins hafa nú verið haldin víða um land eins og myndin hér að neðan sýnir. Á komandi vor- misseri mun verkefnið koma til framkvæmdar á Austurlandi. For- svarsaðilar verkefnisins hafa nú þegar efnt til samstarfs við Búnaðar- samband Austurlands, Þróunarfélag Austurlands og Þekkingarnet Aust- urlands í tengslum við framkvæmd verkefnisins. Þann 12. janúar síð- astliðinn voru haldnir kynningar- fundir á Vopnafirði, Breiðdalsvík og Egilsstöðum. Fundirnir voru vel sóttir og ekki ástæða til að ætla annað en að Austfirðingar muni nýta verkefnið sér til hagsbóta líkt og íbúar annarra héraða. Frekari upplýsingar um Vaxt- ar sprotaverkefnið má nálgast hjá Elínu Aradóttur verkefnis- stjóra hjá Impru í síma 460-7973 eða með því að senda fyrir- spurn með tölvupósti á netfangið elina@nmi.is Þátttakendur Heiti verkefnis Sveinn Ragnarsson, Svarfhóli, Reykhólahreppi Hólsverk – Þrepaskerinn Signý M. Jónsdóttir og Bergsveinn G. Reynisson, Gróustöðum, Reykhólahreppi Arnarsetur Íslands Hrefna Hugosdóttir, Barmahlíð, Reykhólahreppi Heilsurjóður Hrefnu Sólrún Sverrisdóttir, Skólabraut 1, Reykhólahreppi Svanhildur Sigurðardóttir, Mávatúni, Reykhólahreppi Þaraböð Halldóra Játvarðardóttir, Miðjanesi, Reykhólahreppi Tjaldstæðið Miðjanesi Sigfríður Magnúsdóttir, Stað, Reykhólahreppi Reykskemman Stað Sigríður Birgisdóttir og Steinar Pálmason, Álftalandi, Reykhólahreppi Gistiheimilið Álftaland Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Mýrartungu 2, Reykhólahreppi Ebba Gunnarsdóttir, Bakka, Reykhólahreppi Skrínan Halla Steinólfsdóttir, Ytri-Fagridal, Dalabyggð Hvannalamb Ólafur Gunnarsson, Þurranesi, Dalabyggð Sturlungavöllur Sófus Berthelsen Grímsson, Sunnubraut 12, Dalabyggð Dalavélar Helga Elínborg Guðmundsdóttir, Erpsstöðum, Dalabyggð Rjómabúið Erpsstöðum ehf. Ragnheiður Bæringsdóttir, Stekkjarhvammi 8, Dalabyggð Guðmundur S. Bæringsson, Sunnubraut 12, Dalabyggð Ferðaþjónustan Þorbergsstöðum Sigmar Helgi Gunnarsson, Rauðanesi 3, Borgarbyggð Gokart Rauðanesi Tafla 1: Þátttakendur í Vaxtarsprotum í Dalabyggð og Reykhólahreppi ásamt viðfangsefnum þeirra (að einum undanskild- um sem vill ekki koma sínu verkefni á framfæri). Starfandi fyrirtæki: Veruleg nýbreytni eða viðbót við reglulega starfsemi Starfandi fyrirtæki: Frekari þróun á reglulegri starfsemi Ný fyrirtæki/verkefni: Verkefnið hefur verið verið lagt á hilluna eða er skammt á veg komið Ný fyrirtæki/verkefni: Verkefninu hefur þegar verið hrint í framkvæmd* *Til þess að verkefni teljist hafa verið hrint í framkvæmd þarf það að uppfylla a.m.k. annað eftirtalinna skilyrða: a) Efnt hefur verið til umtalsverðra fjár- festinga vegna undirbúnings verkefn- isins, t.d. vegna standsetningar starfs- aðstöðu eða markaðssetningar. b) Fyrirtækið/verkefnið hefur nú þegar hafið sölu á vöru eða þjónustu. Ný fyrirtæki/verkefni: Áætlað er að verkefnið komi til framkvæmdar* á næstu sex mánuðum Svaraði ekki könnuninni Mynd 1: Kökuritið sýnir stöðu verkefna þátttakenda í fyrri lotum Vaxtarsprotaverk- efnisins (fjöldi verkefna eftir mismunandi stöðuflokkum, auk hlutfallslegar skiptingar milli flokka). Kortið sýnir yfirreið Vaxtarsprotaverkefnisins um landið til þessa auk áforma um frekari umsvif. Frá kynningarfundi Vaxtarsprotaverkefnisins á Breiðdalsvík, 12.janúar. Þriðju lotu í Vaxtarsprotaverkefninu lokið Heyskerar, þaraböð og brieostar meðal áformaðra söluvara þátttakenda Í Ytri-Fagradal í Dalabyggð er rekið sauðfjárbú þar sem hluti fjárins er alinn á hvönn að sumri. Ábúendur vinna nú að undirbúningi heimavinnslu og markaðssetningu á hvannalambi og verða matreiðslumenn og aðrir matgæðingar í lykilmark- hópi fyrir afurðirnar. Halla Steinólfsdóttir og Guðmundur Gíslason eru ábúend- ur í Ytri-Fagradal. Halla segir að hugmyndin að þessu verkefni hafi kviknað að einhverju leyti vegna þeirra kjara sem sauðfjárræktendur búa við. Hærra verð fyrir hvannalamb „Við erum kvalin og pínd af örlít- ið gölluðu kerfi þar sem okkur eru skammtaðar nokkrar krónur fyrir kílóið af úrvals lambakjöti, en neytendur geta valið um verð frá 500 og upp í 5.000 kr./kg. Þessu lögmáli langaði okkur að snúa við, að gera okkar lambakjöt það eft- irsótt að við gætum fengið ásætt- anlegt verð fyrir það miðað við þá vinnu sem lægi að baki. Við vissum að kjöt breytir bragði eftir því hvaða gróður skepnan etur og kjöt af lömbum sem gengu í eyjum þar sem hvönn var áber- andi í gróðurfarinu, smakkaðist öðruvísi en kjöt af fjallalambi. Það varð bara að sanna það með vís- indalegum hætti og það höfum við nú gert í góðu samstarfi við Matís, Búnaðarsamtök Vesturlands og Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri,“ segir Halla. Sauðkindin sólgin í hvönn „Haustið 2008 var gengið lengra í rannsóknunum og athugaður var munurinn á fénu eftir því hve lengi var beitt á hvönn; 3 eða 6 vikur. Þá var einnig gert svokallað gas- próf sem sýndi óyggjandi mismun milli hópanna,“ segir Halla. „Það sem helst háir okkur er að hvönn er hvergi sjáanleg þar sem sauðfé gengur laust. Sauðkindin er ákaf- lega sólgin í hvönnina og því þarf ekkert að gera til að halda henni að hvannarbeitinni annað en að hafa nóg framboð af hvönn. Við höfum því í þessum rannsóknum tekið lömbin frá og flutt þau í eyjar sem við höfum aðgang að. Það er kostnaðarsamt og háð veðri að nokkru leyti. Við höfum því girt af nokkur hólf til að sá í hvönn eða planta, en það tekur hvönnina 2-3 ár að verða nothæf til beitar.“ -smh Hvannalamb –kostur sælkerans Guðmundur Gíslason í Ytri-Fagradal með lömb á leið í eyjuna.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.