Bændablaðið - 28.01.2009, Side 11

Bændablaðið - 28.01.2009, Side 11
11 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009 Dalvegi 4, 201 Kópavogur Gagnheiði 69, 800 Selfoss Sími 544 5858 / 482 3595 www.frostmark.is Landstólpi ehf.Gunnbjarnarholti Sími: 480 5600 Fax: 486 5655 landstolpi@landstolpi.is Vítt og breitt um landið hefur Landstólpi reist stálgrindarhús af öllum stærðum og gerðum; iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, hesthús, reiðhallir, fjós og fjárhús. Auk húsa til annarra nota. Með öflugum tækjakosti og traustum starfsmönnum önnumst við verkið frá hugmynd til uppsetningar og frágangs. Vönduð stálgrindarhús 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 1213 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 Á Stað í Reykhólahreppi hefur verið starfandi sprotafyr- irtækið Reykskemman Stað í um eitt ár. Staður er um 9 km fyrir utan Reykhóla við mynni Þorskafjarðar. Fyrirtækið er í matvælavinnslu en starfsem- in er hluti af Staðarbúinu sem er í búrekstri. Hefðbundinn búskapur er stundaður og samanstendur af ám, kúm, æðarvarpi og dúnhreins- un. Staður var lengi kirkju- staður og prestsetur, en sókn- arkirkjan var lögð þar niður árið 1948. Þótt kirkjusókn væri lögð niður stendur kirkj- an þar enn sem reist var árið 1864. Hún hefur verið friðlýst og gert allnokkuð við hana á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Prestsetur var hér þar til 1948, en var þá flutt að Reykhólum. Stofnendur fyrirtækisins eru þau Sigfríður Magnúsdóttir, Eiríkur Snæbjörnsson, Kristján Þór Ebenezersson og Rebekka Eiríksdóttir. Sigfríður og Eiríkur byrjuðu að búa félagsbúi með for- eldrum Eiríks 1975 og tóku við búinu 1982. Kristján og Rebekka komu svo að búskapnum 2002. Fjölskyldan vinnur saman að kjötvinnslunni. Umtalsverð aukning í sölu Að sögn Sigfríðar Magnúsdóttur hefur Reykskemman á Stað náð umtalsverðri aukningu í sölu á afurðum á þessum árslanga starfs- tíma. Hún segir að þó að formleg sala hafi ekki byrjað fyrr, hafi starfsemin verið til staðar og fjöl- skyldan reykt kjöt til eigin neyslu. „Kofareyking hefur verið stunduð á Stað í fjórar kynslóðir en þá helst til eigin neyslu og fyrir vini og vandamenn. Árið 2006 skemmd- ist gamla reykskemman og var þá tekin sú ákvörðun að fara út í endurbyggingu reyksemmunnar ásamt ærhúsi sem er sambyggt við hana. Nákvæm endurbygging fór fram í samráði við Þjóðminjasafn og Húsafriðunarnefnd, en ákvörðunin um að endurbyggja skemmuna var tekin vegna áhuga heimafólks á að viðhalda torfhúsunum og að hefja sölu og markaðssetningu á reyktu kjöti. Einnig var farið út í að byggja upp kjötvinnslu sem uppfyllti kröfur heilbrigðiseftirlitsins ásamt stórum frysti og fyrirhug- að er að markaðssetja kofareykt hangikjöt, selkjöt og rauðmaga,“ segir Sigfríður. Ánægðir viðskiptavinir Viðskiptavinirnir hafa að sögn Sigfríðar verið ánægðir með vör- urnar og þykir dýrmætt að vita af hvaða landssvæði kjötið kemur. „Landið sem ærnar ganga á er víðfemt og þar er mikill fjöl- breytileiki gróðurs, t.a.m. birki. Ætlunin er að varan sé fullunnin heima og því lögð mikil áhersla á vinnubrögð og mikil gæði kjöts- ins. Viðskiptavinurinn á að upp- lifa að hans viðskipti skipti máli og hann fái fyrsta flokks þjón- ustu og vöru. Viðtökur hafa verið afskaplega góðar og við höfum ekki náð að anna eftirspurn í ár, en stefnum á að auka framleiðsl- una og ná að vinna sem mest af okkar eigin afurðum heim á býli og selja sjálf. Enn sem komið er er ekki mikil reynsla komin á sölu á selkjöti en rauðmaginn hefur verið seldur og gengið vel síðastliðið sumar.“ Gagnlegt vaxtasprotaverkefni Kjötvinnslan og reykkofinn voru til áður en farið var af stað með sprotaverkefnið, eins og fyrr segir. Vinnsluaðstaðan er í 50 fermetra rými með frystiklefa og kæli, þar er kjötsög, hakkavél, bjúgnapressa og kör til að salta í. Hráefnið verður til á búinu sjálfu en nýtt er þjónusta sláturhúss KVH ehf., þaðan sem kjötið er síðan flutt heim til fullvinnslu. Reykskemman er í endurbyggðu torfhúsi sem hefur verið hér á Stað nálægt 150 ár og var notað sem útieldhús áður fyrr. Sigfríður segir að vaxtasprotanámskeiðið hafi verið henni mjög gagnlegt. „Þau verkefni sem ég hef unnið nýtast mér mikið og sú faglega aðstoð sem ég hef fengið hefur hjálpað mér við að fullvinna hug- myndina og koma henni í réttan farveg. -smh Vaxtasprotaverkefnið Reykskemman Stað Kofareykt hangikjöt, selkjöt og rauðmagi „Enn sem komið er er ekki mikil reynsla komin á sölu á selkjöti en rauðmaginn hefur verið seldur og gengið vel síðastliðið sumar.“ Byggðahreyfingin Landsbyggðin lifi (LBL), í samvinnu við ýmsar stofnanir og félagasamtök úr ýmsum greinum atvinnulifsins er að blása til opinna borgarafunda víðs vegar um land undir yfir- skriftinni Farsæld til framtíðar. Áhersla er lögð á að horfa til framtíðar, einkum af sjónarhóli landsbyggðar, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni, mannauð og tryggt matvælaöryggi, ásamt mun skilvirkara og beinna lýðræði, meiri samheldni og betra siðferði, en verið hefur. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Akureyri, laugardaginn 7. febrú- ar kl. 12:30-15 í Brekkuskóla við Hrafnagilsstræti fyrir ofan Akur- eyrarkirkju og er fundarefnið í aðalatriðum þannig: Ragnar Stefánsson, sem lengi hefur verið formaður LBL, setur fundinn og ýtir fundaherferðinni úr vör. – Framsöguerindin, fimm að tölu, eru þessi: Framtíð lýðræðis, Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Ný tækifæri í sjávarútvegi, Hjör- leifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, Framtíð landbúnaðar, Haraldur Benediktsson, formaður Bænda- samtaka Íslands, Ný sköpun – Ný framtíð, Þor- steinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Ferðaþjónusta til farsældar, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deild- arstjóri ferðamála við Háskólann á Hólum. Ekki liggur á þessari stundu fyrir hvar eða hvenær næstu fundir verða haldnir. Slíkt ræðst m.a. af aðstöðu og áhuga heimamanna á hverjum stað, en um fundina verður getið jafnskjótt og ákvörðun liggur fyrir. Rétt er að lokum að taka fram að Landsbyggðinni lifi má í mjög stuttu máli lýsa sem byggðarvænni grasrótarhreyfingu, sem gengur þvert á alla flokksþólitík og á sér allmörg aðildarfélög. Nánari upp- lýsingar liggja fyrir í mun ríkari mæli en hér er unnt að tíunda á heimasíðu LBL, www.landlif.is. Fréttatilkynning frá LBL, stytt Borgarafundir LBL: Farsæld til framtíðar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.