Bændablaðið - 28.01.2009, Qupperneq 13

Bændablaðið - 28.01.2009, Qupperneq 13
Íslenskur landbúnaður og Evrópusambandið Landbúnaðarstefna ESB Landbúnaðarstefna ESB hefur breyst mikið í áranna rás en róttækustu breytingar síðustu ára hafa miðað að því að draga úr stuðningi sem greiddur er til framleiðenda eftir magni og tegund framleiðsluafurða, m.ö.o. markaðstengdum stuðningi. Þess í stað hafa verið teknar upp „grænar greiðslur“. Þær byggja á sögulegri viðmiðun um greiðslur og greiðast út á ræktunarland og skilyrði er að því sé haldið í landbúnaðarhæfu ástandi og að meðferð lands og búfjár sé í samræmi við tilteknar kröfur. Einnig eru færðir fjármunir frá framleiðslutengdum stuðningi yfir í framlög til byggðaþróunar og atvinnuuppbyggingar í dreifbýli. Í aðildarsamningum við ný lönd er meginregla að samið er um tímabundnar undanþágur eða aðlögun. Þegar 10 ný lönd gengu í ESB 1. maí 2004 var samið um að styrkir til bænda í þessum löndum af sameiginlegu landbúnaðarstefnunni væru 25% af þeim styrkjum sem tíðkuðust til bænda í V-Evrópu. Styrkirnir ættu síðan að hækka í áföngum þar til jafnræði væri náð. Kýpur fékk hins vegar heimild til að styðja sinn landbúnað til ársins 2010 með eigin fjármunum umfram þetta, upp að því styrkjahlutfalli sem þar var árið 2001, þó ekki umfram það sem framleiðandi myndi njóta væri hann fullgildur aðili að ESB. Íslenskir bændur hafa bent á að þrátt fyrir að samið sé um aðlögun eða undanþágur þá sé það skammgóður vermir því að þegar öllu sé á botninn hvolft þurfi aðildarþjóðir ESB að lúta sameiginlegum reglum sem innan sambandsins gilda. Dæmi um varanleg ákvæði sem fela í sér breytingar á CAP er hins vegar stuðningur við harðbýl svæði sem kom til með aðild Bretlands og Írlands 1973 og stuðningur við norðlægan landbúnað við aðild Finna og Svía árið 1995. Stuðningur við harðbýl svæði er fjármagnaður sameiginlega af ESB og viðkomandi landi en stuðningur við norðlægan landbúnað greiðist alfarið af viðkomandi landi. Inntak landbúnaðarstefnu ESB er að markaðsöflin sjái um verðmyndun afurða og framleiðslan leiti því þangað sem hún er hagkvæmust en um leið að gæta sjónarmiða um meðferð jarðvegs, dýravelferð og umhverfismál. Framkvæmdin einkennist af beinum greiðslum til bænda sem byggjast á landi í ræktun á tilteknu tímabili án kröfu um framleiðslu. Ýmis önnur ráð eru notuð til að styðja við atvinnu og uppbyggingu í dreifbýli undir formerkjum byggðaþróunar innan ESB og hafa víðari skilgreiningu en að ná eingöngu til bænda. Orðskýringar Sameiginlegur innri markaður Sameiginlegir ytri tollar Sameiginleg fjármögnun Bændasamtök Íslands hafa um árabil afdráttarlaust tekið afstöðu gegn aðild að ESB. Þessa eindregnu stefnu byggja samtökin á upplýsingum sem þau hafa aflað sér árum saman. Afstaðan hefur styrkst af viðræðum við bændur og skoðunum aðildarfélaga um allt land. Meginrök fyrir afstöðu BÍ eru þessi:

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.