Bændablaðið - 28.01.2009, Qupperneq 14

Bændablaðið - 28.01.2009, Qupperneq 14
Núverandi landbúnaðarstefna Íslands Áhrif ESB-aðildar á kjöt- og mjólkuriðnað Eru áhrif nýs WTO-samnings og innleiðingar matvælalöggjafar ESB önnur en ESB-aðildar? ESB-aðild felur í sér afnám tolla á öllum vörum gagnvart öðrum ESB-löndum. Nú er heimilt að f lytja inn til landsins frosið kjöt með tollum eða innan tollfrjálsra kvóta. Verði matvælalöggjöf ESB innleidd í því formi sem stjórnvöld hafa boðað með lagafrumvarpi verður heimilaður innflutningur á fersku og hráu kjöti frá löndum ESB á gildandi tollum. Fyrirliggjandi drög að samningi um viðskipti með búvörur innan WTO boða allt að 70% lækkun tollaheimilda. Heimilt verður að ganga skemur í tollalækkunum á allt að 109 vöruflokkum. Með þessu hefur Ísland áfram umtalsvert svigrúm til að stýra innflutningi á mikilvægustu landbúnaðarafurðunum. Heimild: SAM Rekstrarumhverfi mjólkurstöðva, kjötvinnslna og sláturhúsa mun taka miklum breytingum ef Ísland gengur í ESB. Stærsta breytingin fyrir matvælaiðnaðinn lýtur að breyttu tollaumhverfi sem þýðir að Ísland yrði hluti af sameiginlegum innri markaði ESB þar sem viðskiptahömlur í formi tolla myndu falla niður. Við aukinn innflutning erlendra búvara minnkar þörfin fyrir innlenda vinnslu og störfum og starfsstöðvum fækkar. Markvisst hefur verið unnið að hagræðingu við úrvinnslu kjötvara síðustu ár sem hefur skilað árangri. Hætt er við að sú hagræðing fari út í veður og vind ef tollar verða felldir niður við inngöngu í ESB. Mikill tollfrjáls innflutningur á kjöti, t.d. svína-, nauta- og kjúklingakjöti, myndi hafa veruleg áhrif á kjötmarkaðinn. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði telja að mjólkurframleiðsla muni dragast verulega saman með tilheyrandi fækkun mjólkurframleiðenda. Þá muni afurðastöðvum fækka, rekstrarforsendur mjólkuriðnaðar þyngjast verulega og rekstrarskilyrði afurðastöðva úti á landsbyggðinni verða fyrir mestum áhrifum. Verðlag ferskvara með takmarkað geymsluþol sem framleiða þarf hérlendis myndi hækka umtalsvert að mati samtakanna. Ferskvörur með takmarkað geymsluþol, s.s. drykkjarmjólk og aðrar vörur sem að öllum líkindum þarf að framleiða hérlendis, vigta um 50% í magni og veltu íslenska mjólkuriðnaðarins. Að stærð og fjárhagslegum styrk er íslenskur mjólkuriðnaður örsmár í samanburði við helstu mjólkurfyrirtæki í nágrannalöndum okkar. Ljóst er að samkeppnisstaða íslenskra afurðastöðva er ekki vænleg þegar stærð fyrirtækja í mjólkuriðnaði í Evrópu er borin saman. Íslenskur mjólkuriðnaður veltir undir 2% af veltu franska mjólkurvörufyrirtækisins Danone og finnska fyrirtækið Valio er 11-12 sinnum stærra en íslenskur mjólkuriðnaður í heild sinni. Það er augljóst að án sérstakra aðgerða eða frávika frá almennri reglu mun íslenskur mjólkuriðnaður standa frammi fyrir ofjarli sínum að stærð og styrkleika í rekstri og efnahag gangi landið í ESB. Núverandi landbúnaðarstefna á Íslandi kristallast í búvörulögum og þeim samningum sem bændur og ríkið gera sín á milli. Allir búvörusamningar sem gerðir hafa verið miða að því að hér séu framleiddar búvörur til innanlandsneyslu að því leyti sem fellur að íslenskum aðstæðum með innlendum aðföngum, þ.m.t. orku. Markmið samninganna eru að landbúnaðurinn sé styrk stoð atvinnu í dreifbýli, kjör bænda séu í samræmi við kjör annarra stétta og stuðli að aukinni hagkvæmni og framförum, neytendum og bændum til heilla. Forystumenn bænda og Bændasamtökin hafa alltaf tekið virkan þátt í að móta landbúnaðarstefnuna ásamt stjórnvöldum. Stuðningur við íslenskan landbúnað byggir annars vegar á greiðslum úr ríkissjóði og hins vegar tollvernd. Íslenskir bændur framleiða fjölbreyttar búvörur sem neytendur þekkja fyrir trygg gæði og ferskleika. Metnaður bænda stendur og til að sjá þjóðinni fyrir sem mestu af þeim matvælum sem hún þarfnast. Landbúnaður er samofinn atvinnulífi víðast á landsbyggðinni og bændur eru þátttakendur í nýsköpun í atvinnulífi, uppgræðslu lands, skógrækt og svo má áfram telja. Með íslenskri landbúnaðarstefnu er tryggt að lagðar verða áherslur sem henta Íslendingum á hverjum tíma. Búvörusamningar eru gerðir með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands sem kunna að leiða af niðurstöðu samningaviðræðna á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Þegar og ef samningaviðræðum innan WTO lýkur verða samningar endurskoðaðir þannig að stuðningsfyrirkomulag ríkisins við íslenskan landbúnað rúmist hverju sinni innan þeirra heimilda sem skuldbindingar Íslands á vettvangi WTO kveða á um. Molar Um 4.300 lögbýli eru í ábúð á Íslandi. Búfjárrækt í einhverjum mæli er stunduð á um það bil 2.700 lögbýlum. Til viðbótar eru býli þar sem engin búfjárrækt er stunduð en þar getur verið ferðaþjónusta, skógrækt, hlunnindanýting eða heimilisfólk vinnur utan bús. Árið 2006 voru 6.000 manns starfandi í landbúnaði á landinu, samkvæmt vinnumarkaðsrannsóknum Hagstofu Íslands, sem er 3,4% fólks á vinnumarkaði. Alls störfuðu 2.430 manns á árinu 2005 við úrvinnslu og sérhæfða þjónustu við landbúnað, þar af 1.590 í kjötiðnaði. Þá voru 1.570 eða um 65% af þessum störfum utan höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.