Bændablaðið - 28.01.2009, Síða 15
- Fjöldi framleiðenda er um 700.
- Meðalbúið framleiðir 170-180 þús. lítra.
- Meðalkúabúið hefur stækkað um helming á
síðustu 10 árum.
- Verðlagsnefnd verðleggur mjólk til bænda.
- Greiðslumark er nú 119 milljón lítrar.
- Framlög ríkisins til nautgriparæktarinnar árið
2008 voru 5,5 milljarðar króna.
- 3.600 tonn af nautakjöti eru framleidd árlega.
- Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá 2006 eru
leiddar að því líkur að yrðu allir tollar felldir niður
á mjólkurvörum drægist neysla á íslenskum
mjólkurvörum saman um nálægt 40% á öðrum
vörum en nýmjólk og skyri. Afleiðingarnar yrðu
þær að kúabændum fækkaði verulega og jafnvel
svo að sumar byggðir færu í eyði.
- Að mati forvígismanna Landssambands
kúabænda hyrfu allar núverandi grunnforsendur
í rekstri kúabúa á Íslandi og nýjar forsendur
tækju við ef Ísland gengi í ESB. Það sama á við um
mjólkuriðnaðinn. LK telur að allar vísbendingar
séu um að rekstrarforsendur sem sameiginleg
landbúnaðarstefna ESB felur í sér yrðu miklu verri
en þær sem íslenskir kúabændur búa við í dag.
- Alls byggja tæplega 900 manns afkomu sína á
vinnu við garðyrkju auk afleiddra starfa.
- Rúmlega 200 framleiðendur stunda garðyrkju
(kartöflur og annað útigrænmeti) og ylrækt á
Íslandi. Þar af eru um 80 bændur sem rækta
kartöflur og áætlað er að um 200 manns hafi
atvinnu af þeirri framleiðslu.
- Hérlendis eru framleidd um 13 þúsund tonn af
kartöflum árlega, 860 tonn af rófum, rúm 1.600
tonn af tómötum og 1.340 tonn af agúrkum.
- Garðyrkjubændur hafa bent á að innganga í ESB
hefði mismunandi áhrif á einstakar búgreinar í
garðyrkjunni. Sumar búgreinar hafa eingöngu
tollvernd, aðrar eingöngu beingreiðslur og enn
aðrar enga vernd.
- Innganga í ESB mun að öllum líkindum hafa
neikvæð áhrif á blómaræktun, jafnvel svo neikvæð
áhrif að henni verði hætt. Nú hafa blóm eingöngu
tollvernd sem myndi falla niður við aðild.
- Garðplöntuframleiðsla naut tollverndar til ársins
2006 er tvíhliða viðskiptasamningur var gerður
við ESB. Tollar féllu niður á trjám og runnum
frá ESB-löndum. Áhrif af samningnum eru
ekki komin í ljós að fullu. Ennþá eru tollar á
sumarblómum að hluta sem skipta miklu máli
fyrir garðplöntuframleiðendur. Innganga í ESB
mun að öllum líkindum hafa neikvæð áhrif á hluta
framleiðslu garðplöntustöðvanna, sérstaklega á
sumarblómaframleiðslu.
- Útiræktað grænmeti og kartöflur njóta tollverndar
þegar íslenska framleiðslan annar eftirspurn. Það
þýðir að þegar íslenskar vörur eru ekki á markaði
eru erlendu vörurnar f luttar inn til landsins án
tolla. Áhrif á þessar tegundir ef Ísland gengi í ESB
ráðast mjög af því hvort og hversu mikinn stuðning
framleiðandinn fær.
- Grænmetisrækt í gróðurhúsum: Bændur sem
rækta tómata, gúrkur og paprikur fá beingreiðslur
en engir tollar eru í þessum greinum. Árið 2007
nam sú upphæð 219 milljónum króna. Áhrif af
inngöngu í ESB á þessar greinar grænmetisræktar
yrði ekki eins merkjanleg og á aðra framleiðslu
garðyrkjubænda. Rafmagnsverð mun spila
stórt hlutverk í samkeppnishæfni ræktunar í
gróðurhúsum í framtíðinni.
- Lögbýli með virkt greiðslumark í sauðfé voru um
1.450 árið 2008. Auk þess eru rösklega 300 bú sem
framleiða kindakjöt án greiðslumarks.
- Sauðfjárbændur framleiddu 8.900 tonn af
kindakjöti árið 2008.
- Um 400 bændur framleiða 50% af öllu
kindakjöti.
- Frjáls framleiðsla og frjáls verðlagning.
- Framlög ríkisins til sauðfjárræktarinnar árið
2009 samkvæmt fjárlögum eru um 4 milljarðar
króna.
- Forsvarsmenn sauðfjárbænda hafa talið líklegt
að styrkjaumhverfi búgreinarinnar gæti haldist
svipað innan ESB. Bein samkeppni frá innfluttu
kindakjöti yrði e.t.v. ekki mikil en mun þyngra
vegur brottfall allrar tollverndar af öðrum
kjötvörum frá ESB. Verði mikill innflutningur frá
ESB á svína-, nauta- og kjúklingakjöti myndi hann
hafa veruleg áhrif á kjötmarkaðinn í heild og þar
með talið markað fyrir kindakjöt hérlendis.
- Rekstrargrundvöllur margra afurðastöðva brestur
ef mikill samdráttur verður í sölu á innlendu kjöti.
Störfum í greininni og tengdum greinum mun því
fækka. Mörg samfélög sem byggja á sauðfjárrækt
hérlendis þola það ekki.
- Alls starfa um 140 ferðaþjónustubæir innan
Ferðaþjónustu bænda og heildarfjöldi gistirýma er
um 4.000.
- Vöxtur í fjölda gistinátta hefur einkennt
ferðaþjónustu á Íslandi síðustu ár en á
árunum 2006-2007 fjölgaði gistinóttum hjá
ferðaþjónustubændum um 8,2%.
- Hlutdeild bænda í seldum gistinóttum á
landsbyggðinni er 26%. Bændur selja 30% af
gistinóttum útlendinga á landsbyggðinni en
erlendir ferðamenn eru 77% viðskiptavina.
- Ferðaþjónustubændur hafa ekki myndað
sér formlega afstöðu gagnvart hugsanlegum
aðildarviðræðum við Evrópusambandið en hafa
bent á að rekstraráhætta vegna gengismála sé mikil
innan ferðaþjónustunnar og því sé nauðsyn að hafa
stöðugan gjaldmiðil.
- Árið 2008 var 21 minkabú og eitt starfandi refabú
á Íslandi.
- Góður árangur hefur náðst í að auka hagkvæmni
í framleiðslu loðdýrafóðurs. Fóðurstöðvar losa
sláturhús við lífrænan úrgang og breyta honum í
loðdýrafóður.
- Meðalverð á minkaskinnum hefur sveif last
frá 1.500 kr. upp í tæplega 4.000 kr. á skinn.
Meðalverð síðustu fimm ára er 2.908 kr.
- Heildarútflutningsverðmæti minka- og
refaskinna árið 2007 nam um 400 milljónum
króna og 600 milljónum árið 2008. Bæði árin var
fjöldi seldra skinna um 160.000.
- Einn grundvöllur loðdýraræktar á Íslandi er
að hafa aðgang að hráefni úr matvælavinnslu
sem ekki er nýtanlegt til manneldis. Færri
afurðastöðvar og minni matvælavinnsla í landinu
kemur því illa við loðdýraræktendur.
- Tæplega 500 bændur stunda byggrækt en
markvissar kynbætur á korni og aukin þekking
meðal bænda hafa styrkt hana í sessi hér á landi.
- Kornrækt er vaxandi í íslenskum landbúnaði
og gegnir mikilvægu hlutverki við öflun fóðurs
fyrir nautgripi, sauðfé og svín. Árið 2007 var
kornuppskeran rúmlega 11 þúsund tonn.
- Hlýnandi veðurfar og aukin vinnsla korns á
neytendamarkað vekur vonir um fleiri sóknarfæri
kornræktar á Íslandi.
- Fuglakjötsframleiðsla er um 7.400 tonn á ári.
- Eggjaframleiðsla er um 2.800 tonn á ári.
- Í skýrslu sem utanríkisráðuneytið vann árið 2003
er talið að eggja- og kjúklingabændum myndi
vegna illa og búskapurinn jafnvel leggjast af gangi
Ísland í ESB.
- Eggjabændur hafa bent á að rekstarskilyrði þeirra
séu svo viðkvæm að opnast landið fyrir óheftum
innflutningi muni grundvöllur framleiðslunnar
bresta.
- Íslenskir alifuglabændur eru í fremstu
röð meðal þjóða heims hvað varðar öryggi í
kjúklingaframleiðslu. Markviss barátta við
salmonellu- og kamfýlóbaktersmit hefur skilað
frábærum árangri.
- Um 75 þúsund hross eru á Íslandi.
- Árið 2007 voru f lutt út 1.497 hross, að verðmæti
483 millj. kr.
- Fjöldi manns hefur atvinnu af ýmissi þjónustu
við hrossaræktendur, bæði í þéttbýli og dreifbýli.
- Hrossarækt hefur verulegan hluta tekna sinna
af útf lutningi á afurðum og þjónustu en enginn
innflutningur er hins vegar á sambærilegum
afurðum. Staða búgreinarinnar er því önnur en
matvælagreinanna.
- Hrossarækt er ekki hluti af sameiginlegu
landbúnaðarstefnu ESB (CAP).
- Skógarbændur, sem eru samningsbundnir við
landshlutabundnu skógræktarverkefnin, eru
ábúendur á um 700 lögbýlum á öllu landinu og
gróðursetja 70-80% af allri nýplöntun á hverju ári.
- Skógræktarfélögin gróðursetja um 15%, Skógrækt
ríkisins 2,5% og Landgræðsla ríkisins um 1%.
Einkaaðilar gróðursetja 6-7 %.
- Svínakjötsframleiðsla á Íslandi er um 6.600 tonn
á ári.
- Svínabúum hefur fækkað hratt, voru 86 árið 1995
en 22 árið 2009.
- Íslenskt svínakjöt er hreint og heilnæmt. Tíðni
salmonella í sláturgrísum var aðeins 0,5% á Íslandi
árið 2007. Í Danmörku var tíðnin 7,7%, 10,3% að
meðaltali í ESB-ríkjunum og 29% á Spáni sama ár.
- Verð á svínakjöti til neytenda hefur lækkað á
árunum 1993-2008 um 43% á föstu verðlagi.
- Vaxandi hluti fóðurs í svínarækt er innlent korn.
- Verð á svínakjöti ákvarðast á markaði en
búgreinar njóta tollverndar.
- Í skýrslu sem utanríkisráðuneytið vann árið
2003 er talið að svínabændum myndi vegna illa og
búskapurinn jafnvel leggjast af gangi Ísland í ESB.
Spurningar
sem vakna
Hvernig horfir ESB-aðild við búgreinum?