Bændablaðið - 28.01.2009, Síða 18

Bændablaðið - 28.01.2009, Síða 18
Erlent 14 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009 Á einni nóttu hrundi blekkingin um að himnaríki fælist í næstu uppkaupum verðbréfa. Fjár- málasérfræðingar útskýra það sem gerðist með því að þeir hafi ekki áttað sig á stöðunni. „Við skildum ekki afleiðingar ákvarðana okkar,“ sagði bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman í viðtali við blaðið Dagens Nærings- liv nýlega. Krugman hefur hlot- ið verðlaunapening í hagfræði frá Nóbelsstofnuninni. Þeir hafa líka við sitt að glíma, hagfræðingarn- ir. En af einhverjum undarlegum ástæðum þá komust þeir hjá því að taka ábyrgð á stjórnarháttum sínum, í bönkunum, fyrirtækjum og í rík- iskerfinu. Hagfræðin er friðhelg á sama tíma og ríkisstjórnir reyna eftir bestu getu að endurreisa kerfið sem enginn veit hvernig á að stjórna. Fyrir hina fögru plánetu okkar hefur haustið verið hagstætt. Margir, sem hafa hagnast gróflega á því að þrautpína jörðina, hafa orðið að lækka flugið. Það verður a.m.k. gert vopnahlé um skeið. Sérfræðingur við Háskólann í Cambridge, Terry Barker, heldur því fram að losun gróðurhúsaloft- tegunda geti dregist saman um 36% ef samdrátturinn verður jafn- mikill og eftir hrunið árið 1929. Aðrir eru varkárari í áætlunum, en það er þó ljóst að athafnasemin minnkar og færri sumarhallir verða byggðar fjarri þéttbýli. Það getur létt á gróðurmoldinni þegar fólk fer að fara betur með mat sinn. Í Ameríku fara menn að aka í minni bílum og hagur flug- félaga þrengist. Kannski dregur líka úr eyðingu regnskóganna. Efnahagskreppan getur orðið stórt skref í átt til sjálfbærra fram- leiðsluhátta. Fólk kemst jafnvel að þeirri niðurstöðu að hófsemi sé af hinu góða. Sagt hefur verið að þegar jarð- arbúar fengu í fyrsta sinn að sjá bláa og græna jarðarkúluna frá tunglinu þá hafi þeir komist að því að hún var óendanlega fögur, en einmana og í vanda stödd. Þessi sýn festi sig ekki lengi í vitund fólks og fyrr en varði greip annað athyglina. Án tillits til pólitísks litrófs, þá hyllir sérhver fjármála- ráðherra hagvöxt og aukið rík- isdæmi. Já, kaupmáttur er sjálfur mælikvarðinn á þróun þjóðfélags- ins, jafnvel þó að aukin efni geri fólk ekki hamingjusamara í ríkum þjóðfélögum. Goðsögnin um hag- vöxt yfirgnæfir allar aðrar goð- sagnir nú á tímum. Hún mun þó ekki standast til lengdar. Þeim, sem telja enn að hagvöxt- urinn geti haldið áfram án þess að skaða jörðina, gefst tækifæri til að læra af því sem nú er að gerast. Fjármálaheimurinn hrundi vegna þess að margir, bæði stjórnend- ur fyrirtækja og einkaaðilar, lifðu á lánum sem þeir réðu ekki við. Neyslan varð of mikil. Við blasir að enn erfiðara verði að halda áfram þessum lífsháttum, þegar jörðin segir hingað og ekki lengra. Héðan er ekki meira að hafa. Þið hafið lifað í vellystingum á fiski, olíu, skógi og jarðefnum en nú ræður jörðin ekki við aukið álag á auðlindir sínar. Auðvitað verður þetta erfitt. En gleymið því ekki að það kostaði tilveru þúsunda teg- unda dýra og jurta að maðurinn fór eins og logi yfir akur í sókn sinni eftir auknum hagvexti. Nú er hins vegar komið að vatnaskilum. Og kannski fjölgar þeim sem átta sig á því að hin sanna lífsgleði er meira en neyslugleði. Þá áttum við okkur á því að auglýsingaiðnaður- inn lifir á því að skapa óánægju. Maður getur látið sig dreyma um að leiðtogar okkar, konur og karl- ar, komist að því að nú sé komið að því að sýna raunsæi. Leiðtogi, sagði gamli kanslarinn Otto von Bismarck, er stjórnmálamaður sem ber hag barnabarna sinna fyrir brjósti. Það er kominn tími til að leggja eyra við hugsjónir leiðtoga. Nationen/Erik Solheim, stytt Happ fyrir jörðina Eftir að matvælaverð náði há- marki á fyrri hluta síðasta árs hefur það lækkað mikið. Verð á mörgum tegundum matvæla hefur þannig lækkað um allt að helming frá því í mars 2008. Við skulum þó fara varlega í að trúa því að framundan sé tími stöðugs og lágs verðs á matvæl- um. Bændur þurfa hér eftir sem hingað til að gera sér grein fyrir hlutverki sínu og ábyrgð á að sjá fólki fyrir mat, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Matvælaverð hækkar… Fyrir ári stefndi allt í matvæla- kreppu. Eftirspurn eftir matvælum jókst, einkum í Asíu, á sama tíma og uppskera brást, hráefni í mat var notað í líforkuframleiðslu, birgðir voru litlar og spákaupmennska með matvæli var stunduð. Allt stuðl- aði það að því að verð á búvörum snarhækkaði. Mótmælaaðgerðir, hömlur á út- flutningi og uppkaup (hamstur) á matvælum sýndu að öryggi í mat- vælaöflun er afar viðkvæmt, einn- ig nú á tímum. Vaxandi hungur og fátækt er til marks um afleiðingar þess að taka þau tíðindi ekki alvar- lega. Verðhækkanir á matvælum hafa einnig oft komið illa út fyrir fram- leiðendur í fátækum löndum, en þær hækkanir hafa næstum því ein- göngu orðið í iðnríkjunum. Mikill hluti bænda í þróunarlöndum fram- leiðir mat einungis til eigin þarfa. Þeir hafa því einungis kynnst verð- hækkunum í hærra verði á sáðkorni, áburði og orku, auk verðhækkana á þeim mat sem þeir framleiða ekki sjálfir. … og lækkar aftur Undanfarna mánuði hefur mat- vöruverð lækkað verulega. Korn- verð hefur lækkað um helming frá því snemma á sl. ári. Forsendur verðhækkana eru þó enn fyrir hendi. Kornbirgðir eru nú þær minnstu í 30 ár og breytingar á veðurfari eru vaxandi áhyggjuefni í matvælaframleiðslu. Þá vex fram- leiðsla lífeldsneytis. Síðast en ekki síst fjölgar jarðarbúum og vonandi batna lífskjör fólks. Hvað sem fjármálakreppu líður mun eftirspurn eftir matvælum halda áfram að aukast. Áætlað er að fjöldi jarðarbúa verði orðinn um níu milljarðar fyrir árið 2050 og við það stóreykst þörf á matvælum. Matvælastofnun SÞ, FAO, varar við að verðhækkanir á matvælum og matarskortur sé framundan en bendir jafnframt á að erfiðara sé en áður að átta sig á stöðunni og að gera áætlanir. Það er vandamál sem landbún- aðurinn þarf að glíma við. Þegar öllu er á botninn hvolft er hér á ferð pólitískt viðfangsefni sem krefst viðbragða, bæði einstakra landa og alþjóðasamfélagsins. Lausnin getur ekki orðið sú að fáein stórveldi fái að leggja línurnar um fyrirkomulag matvælaframleiðslunnar. Það er á hinn bóginn æ brýnna að öll lönd veiti framleiðslu matvæla til eigin þarfa skynsamlegan forgang. Stefna Norðmanna Landbúnaðarstefna Noregs byggist á samstöðu þjóðarinnar og stöð- ugleika. Stjórn á markaðnum og tollvernd stuðlar að því að verðlag á matvælum er tiltölulega stöðugt. Jafnframt finna norskir bændur fyrir auknum kostnaði við fram- leiðsluna. Stefna ríkisstjórnarinnar er hins vegar sú að skapa jafnvægi og setja og framfylgja ramma- löggjöf fyrir bændur, matvælaiðn- aðinn og neytendur. Jákvæð þróun í tekjum bænda er nauðsynleg til að halda við landbúnaði um allt land. Jafnframt er það stefna okkar að styðja framfarir í landbúnaði í þróunarlöndum og viðskipti við þau. Noregur býður fram tollfrjáls viðskipti með allar búvörur frá 64 fátækustu löndum heims. Það er kappsmál okkar að þessi lönd hag- nýti sér þessi viðskipti. Þróunarhjálp hefur í of litlum mæli beinst að efl- ingu landbúnaðar í þessum löndum. Aðeins 4% hjálparinnar hafa verið veitt til landbúnaðar á sama tíma og helmingur fólks í þessum löndum býr í dreifbýli og lifir á landbún- aði. Alþjóðabankinn hefur áætlað að hagvöxtur í landbúnaði í þróun- arlöndum dragi tvöfalt meira úr fátækt en í öðrum greinum. Tími er kominn til að heimurinn gefi land- búnaði forgang og mæli framfarir ekki einungis í viðskiptum heldur í matvælaöryggi. Það gerir þær kröfur að við kunnum að meta landbúnaðinn, bæði heima og erlendis. Þegar mælikvarðinn er matvælaöryggi, sjálfbær búskapur og tillit til kom- andi kynslóða, þá höfum við ekki ráð á skammsýnum viðhorfum. Bondebladet/Lars Peder Brekk, landbúnaðarráðherra Noregs Matvælaöryggi á óvissutímum Traustur landbúnaður er ódýrasta öryggisráðstöfun sérhverrar þjóðar, segir norski landbúnaðarráðherrann, Lars Peder Brekk Lítið hefur farið fyrir fregnum af því hve umskipti yfir í vistvæna orkugjafa á síðari árum hafa veitt mörgum atvinnu. Um 2,3 milljónir manna í Evrópu hafa nú atvinnu af þeirri starfsemi og þeim fer ört fjölgandi. Í Þýskalandi starfa nú 260 þús- und manns að þessum málaflokki og þess er vænst að fjöldinn verði um 700 þúsund árið 2030. Í Kína veitir framleiðsla á sólsellum til raforkuframleiðslu meira en einni milljón manna atvinnu. Á Indlandi er hins vegar áætlað að orkufram- leiðsla úr lífmassa geti veitt 90 þús- und manns vinnu fram til 2025. Að áliti stofnunar, sem fjallar um horfur í nýtingu vindorku (Wind Energy Outlook), má áætla að upp- bygging vindaflsstöðva veiti um tveimur milljónum manna atvinnu árið 2030, en sólarorkustöðvar á sama tíma sex milljónum. Á hinn bóginn tapast fjöldi starfa árlega í olíu-, kola- og gasorkuverum. Gömlu orkuverin hafa lengi verið miðstýrð og þau eru þann- ig berskjölduð fyrir samkeppni. Endurnýjanlegu orkuverin eru á hinn bóginn dreifð og eining- ar þeirra eru smáar. Því veita þau mörg störf í nærumhverfi sínu og áhætta í sambandi við þau er lítil. Notkun líforku, sem unnin er úr gróðri, hefur verið gagnrýnd veru- lega á síðari árum. Vissulega er hún ekki gallalaus en ósanngjarnt er að dæma hana norður og niður. Þar þarf þó að gæta þess að hrá- efnisöflunin skaði ekki verðmætar náttúruauðlindir, svo sem skóga. Einnig ber að gæta þess að fram- leiðsla líforku verði ekki á kostnað matvælaframleiðslu. Líforkugjafa á fyrst og fremst að rækta á verðlitlu landi og nota í framleiðsluna tréni og úrgang frá trjáiðnaði. Rannsóknum og þróunarstarfi á svokölluðum „annarrar kynslóðar orkugjöfum“, þ.e. með tréni sem hráefni, á að veita forgang hvað varðar lífræna orkugjafa. Í sambandi við umræðu um líf- orku hefur því verið haldið fram að orkunotkun við framleiðslu hennar sé meiri en orkan sem hún skilar. Umfangsmiklar rannsóknir á þessu við bandaríska háskóla staðfesta það ekki. Þannig sýndi rannsókn á lífdíselolíu að hún gaf 57-88% minni losun á koltvísýringi en hefð- bundin díselolía. Eitt áhyggjuefni um lífræna orkugjafa er að framleiðslan ógni regnskógum í Brasilíu og Suð- austur-Asíu. Áhyggjur af þeirri ógn hafa farið vaxandi um áratuga skeið. Þar hefur lífræn orkuvinnsla komið við sögu en aðrar greinar hafa skipt þar meira máli. Þar má nefna ræktun sojabauna og fram- leiðslu pálmaolíu en einnig hafa regnskógar verið ruddir til að rækta þar beitiland fyrir nautgripi. Í nokkrum löndum, svo sem Þýskalandi, hefur á annan áratug verið unnið skipulega að sjálfbær- ari orkustefnu. Árangurinn hefur sýnt sig í minni losun koltvísýr- ings, auknum hlut endurnýjanlegr- ar orku og fleiri atvinnutækifær- um. Ráðamenn hafa gert sér grein fyrir því að ríkisvaldið verði að gegna miklu hlutverki í þeirri þróun. Önnur lönd mættu taka þar Þýskaland sér til fyrirmyndar. Landsbygdens Folk/U.B. Lindström, stytt Ný stefna í orkumálum Norður- löndin hafna erfða breyttri ræktun Norðurlandaráð hvatti á fundi sínum í Finnlandi í lok október sl. öll aðildarlönd sín til að hafna erfðabreyttri ræktun. Allir forsætisráð- herrar landanna tóku þátt í þeirri ákvörðun. Nordisk Forskningsring, Samtök tilraunahringja í jarð- rækt á Norðurlöndum, tóku undir þá ályktun á fundi sínum á Rogalandi í Noregi í lok nóvember sl. Þau benda á að ræktun erfðabreyttra jurta sé ógn við lífræna jafnt sem hefð- bundna ræktun. Það er reynsla margra landa að þol erfða- breyttra jurta, t.d. gegn jurta- varnarefninu Roundup, berst yfir í annan gróður fyrir vindi, með fuglum, skordýrum og fræhruni úr jurtum. Í mörgum löndum, þar sem erfðabreytt ræktun fer fram, er ógerlegt að stunda lífræna ræktun á repju, maís og baðm- ull vegna íblöndunar erfða- breyttra jurta úr umhverfinu. Þetta vinnur gegn andstöðu bænda við erfðabreytta rækt- un og vaxandi eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum afurðum. Á hinn bóginn er engin eftirspurn eftir erfðabreyttum afurðum. Upplýsingar frá L a n d b ú n a ð a r r á ð u n e y t i Bandaríkjanna (USDA) leiða í ljós að ræktun erfðabreyttra jurta hefur í för með sér aukna notkun jurtavarnarefna, önd- vert við það sem fyrirtæki sem mæla með slíkri ræktun halda fram. Þá gefur slík ræktun minni uppskeru en hefðbund- in ræktun, jafnframt því sem rannsóknir á búfé sýna skaða á líffærum, minni frjósemi þeirra og skert ónæmiskerfi. Þá skaðar erfðabreytt rækt- un líffræðilegan fjölbreyti- leika og eitrar fyrir skordýrum. Langtímaáhrif á umhverfi, heil- brigði, samfélagið og afkomu bænda eru ófyrirséð. Erfðatæknin byggir á þeirri frumstæðu trú að unnt sé að skapa ný afbrigði erfðastöð- ugra jurta og dýra með hinni nýju tækni. Flestir vel mennt- aðir erfðafræðingar vita, að sú meginforsenda að það séu erfðir einar sem stjórna atferli og eiginleikum dýra stenst ekki. Erfðabreyttar jurtir eru óstöðugar og hafa ófyr- irséð áhrif á umhverfi sitt. Erfðatæknifyrirtækin láta eins og þau þekki ekki þessa áhættu. Samtök um rannsóknir á líf- rænni ræktun styðja því kröfu Norðurlandaráðs um að banna erfðabreytta ræktun á Norður- löndum. Samtökin voru stofnuð árið 1949 og aðild að þeim eiga Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð. Landsbygdens Folk Bændablaðið kemur næst út 10. febrúar

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.