Bændablaðið - 28.01.2009, Page 22

Bændablaðið - 28.01.2009, Page 22
18 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009 Kæri lesandi. Það var í viðtali í sjónvarpinu nú um hátíðarnar sem Páll Skúlason heim- spekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands talaði um samvinnu og samkeppni. Hann vildi meina að þetta tvennt færi oft saman, en að við hefðum gleymt því undanfarin ár að rækta samvinnuna og að sam- keppni hafi orðið allsráðandi í sam- félaginu, ekki bara í viðskiptalífinu heldur einnig í samskiptum fólks. Páll lagði í orðum sínum réttilega áherslu á það að samkeppni sé af hinu góða svo lengi sem samvinna sé ráðandi aflið, enda samvinnan undirstaðan og það samfélag sem byggi á samkeppni standi ekki undir sér lengi. Páll vill meina að það sé einmitt það sem við erum að upplifa núna. Því er vert að fjalla stuttlega um samvinnu í búskap í formi samyrkjubúskapar. Samvinnuhreyfingin Það að stunda búskap í sameiningu og samvinnu var jú þekkt fyrirbæri hér áður fyrr og kannski tímanna tákn að það var meira um það þá en núna er. Með áður fyrr, þá á ég við á síðustu öld! Það er samt ekki svo langt síðan, kannski nokkrir áratug- ir. Kona ein fyrir austan sagði mér frá því hvernig hún og fjölskylda hennar stunduðu búskap á 6. og 7. áratugnum. Fólk átti oft tæki og tól saman og jafnvel tún og skepn- ur, deildi þessu og skiptist á, oft kannski innan fjölskyldna en einnig var þetta fyrirkomulag milli vina. Slík samyrkja kom mögulega til af nauðsyn, sérstaklega hvað varðar tækin, á þeim tímum þegar íslensk- ur landbúnaður var að tæknivæðast (tækjavæðast) – upp úr seinna stríði – og bændur höfðu ekki efni á að eiga hver sín tæki fyrir sig. Þá áttu búnaðarfélög sveitanna oft tækja- búnað sem var lánaður á milli bæja. Samvinna í íslenskum búskap efld- ist á þessum tíma, sennilega einnig fyrir tilstuðlan samvinnuhreyfinga og þess fjölda búnaðarfélaga sem komið var á um allt land. Samyrkjubú Samyrkja fyrirfinnst þó í annarri hugmyndafræði en þeirri sem var grunnur samvinnuhreyfingarinnar. Hugtakið þekkjum við einnig vel úr orðavali kommúnistahreyfingarinn- ar. Þar var jú lögð áhersla á algjöra samyrkju þannig að enginn stund- aði búskap upp á eigin vísu, heldur að sameign og samvinna í búskap væri algjör. Hippabúgarðar Úr fjöldahreyfingu stúdenta og ungmenna á 7. áratugnum – hippa- hreyfingunni – spruttu svokallaðir hippabúgarðar eða það sem heitir á ensku community farm. Það er eins konar samheiti yfir þá staði eða bújarðir sem urðu flestir til á 8. áratugnum og eftir það og byggðust á hugmyndafræði hippahreyfing- arinnar. Útfærsla þessara hippabú- garða var og er með ólíku sniði, en grunnhugmyndin var sú, að eiga í sameign land og stunda þar saman búskap og ræktun og losa sig sem mest úr viðjum neyslusamfélagsins og undan áhrifavaldi opinbera kerf- isins. Að hvaða leyti þetta var svo gert eða tókst er síðan æði misjafnt. Einn slíkra búgarða og einn þeirra þekktari er „The Farm“ í Tennessee í Bandaríkjunum sem er þekktur meðal ljósmæðra hér á landi en ljósmæðurnar á þeim búgarði eru þekktar fyrir vinnu sína að náttúrulegri fæðingarhjálp. The Farm var stofnsettur um 1970 og eru landið og allar eigur sam- eiginlegar. Mest bjuggu þarna um 1500 manns en eru nú um 200-300. Markmiðið var að rækta ofaní sjálf- an sig, rækta alla fæðu sjálf og að hópurinn væri yfir höfuð sem mest sjálfum sér nógur. Hópur þessi er trúarlegs eðlis, byggir á boðskap biblíunnar um sameign, en tenging við kristin trúarbrögð eða trúar- brögð yfirleitt á þó alls ekki við alla hippabúgarða. Annar slíkur búgarður sem enn er við lýði og er nokkuð yngri er stað- settur ekki langt frá Vancouver-borg á vesturströnd Kanada. Hann heitir BlueJayLake Organic Farm, sem getur útlagst á íslensku sem Lífræni búgarðurinn við BlueJay vatnið. Á vefsíðu BlueJay-búgarðsins segja hjónin sem stofnuðu búgarðinn að þau hafi upphaflega sóst eftir því að vera sjálfum sér nóg um allt, að vera sjálfbær (self sufficient). Þeim hafi hins vegar þótt sá lifnaðarhátt- ur of einangrandi til lengdar og að núna stundi þau samfélagslega háðan búskap (community depend- ent). Þau segja frá því að fáir slíkir búgarðar séu enn við lýði, margir hafi lognast út af en aðrir hafi sér- hæft sig í ákveðinni framleiðslu og framleiði þannig ekki allt fyrir sig heldur ákveðið fyrir markað. Þau telja sig engan veginn geta staðið í samkeppni við þá búgarða heldur snýst það, sem þau telja sig vera að gera, um val um ákveðinn lífs- tíl, nefnilega það að velja sér lífs- tíl þar sem fólk hefur ánægju af því að rækta ofan í sig sjálft en í sam- vinnu við aðra í formi samyrkju. Frekari upplýsingar um búgarðinn er að finna á vefsíðunni http://www. bluejaylakefarm.com. Heimildir: Árdís Kjartansdóttir: Hippar eða hátækni? Heimsókn til Inu May Gaskin og hug- myndafræði ljósmæðra á The Farm. Lokaverkefni til embættisprófs í ljósmóð- urfræði, júní 2008. H.Í., Reykjavík, 2008. http://www.bluejaylakefarm.com Samyrkja Grafið eftir kartöflum á hippabúgarði við vesturströnd Kanada, þar sem lögð er áhersla á sameiginlega ræktun, einnig með börnunum. Í skóla staðarins er sérstök áhersla lögð á fagið grænmetisræktun sem væri jú kærkomið að koma inn í íslenska skóla. Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Starblinda (cataract) í hundum er alvarlegur augnsjúkdómur sem getur valdið blindu. Starblinda er ekki bundin einstökum tegund- um og hefur til að mynda greinst í íslenska fjárhundinum, retrie- ver-hundum, síberíuhundum og fjölmörgum öðrum hundateg- undum. Nú stendur fyrir dyrum rannsókn á arfgengri starblindu í íslenska fjárhundinum. Fulltrúar Icelandic Sheepdog Association of America (ISAA) hafa sett sig í samband við fyrirtæki sem rannsakar starblindu í norræn- um hundategundum og verð- ur íslenski fjárhundurinn hluti þeirrar rannsóknar. Staðsetning sjúkdómsins er í augnlinsunni og með tímanum verð- ur linsan ógagnsæ. Mörg afbrigði sjúkdómsins eru talin arfgeng, en önnur hafa verið tengd sykursýki, slysi eða bólgum. Erfðamörkin fyrir arfgengi rannsökuð Guðni Ágústsson, formaður stjórn- ar deildar íslenska fjárhundsins, segir að rannsóknin sé þegar farin af stað og byrjað sé að safna gögn- um. „Tekist hefur að einangra erfðamörk fyrir arfgengri starblindu í nokkrum öðrum hundategundum og verður byrjað að kanna hvort sömu erfðamörk finnist í stofni íslenska fjárhundsins. Ef þau finn- ast ekki verður erfðamengi stofns- ins kortlagt og reynt verður að ein- angra erfðamörk fyrir íslenska fjár- hundinn.“ Alþjóðlegt samstarf um íslenska fjárhundinn Hundar hafa sem kunnugt er afar næmt lyktarskyn og heyrnin er sömuleiðis mjög góð. Sjónin er því ekki sterkasta skynfæri þeirra en engu að síður er hún þeim mik- ilvæg. Hundar sjá ekki eins vel og maðurinn en þeir hafa víðara sjón- svið. Þá er talið að þeir sjái í svart- hvítu. Íslenski fjárhundurinn er meðal algengustu tegunda á landinu ef miðað er við skráningar í ætt- bók Hundaræktarfélags Íslands. Guðni segir að ýmsar hliðar séu á starfseminni í kringum íslenska fjárhundinn. Deild íslenska fjár- hundsins sé í alþjóðlegu samstarfi með 9 löndum og eigi þar gott sam- starf. „Þetta samstarf er einstakt í hundaheiminum, en við höldum úti gagnagrunni með hundum frá öllum þessum löndum, höldum ráðstefnu á hverju ári og ýmislegt fleira. Þá er vefsíða rekin (www.iseyjar.is) þar sem hægt er að skoða ættbækur allra íslenskra fjárhunda hér á landi ásamt myndum af þeim (svona lítill World-Fengur),“ segir Guðni. -smh Starblinda rannsökuð í íslenska fjárhundinum Íslenskur fjárhundur í íslenskri náttúru. mynd | Ágúst Ágústsson Nú er góður tími til þess að endurnærast í vetr- inum með því að læra og stunda jóga. Fátt jafnast á við innhverfa íhugun jógans í skammdeginu og ástundun jógaæfinga í garðinum eða uppi á heiði á sumrin. Þannig nýtum við okkur kraftinn sem felst í dimmunni á veturna og þann kraft sem býr í náttúrunni á sumrin. Jógatíma er hægt að sækja víða um land en einn- ig er hægt að fara á námskeið erlendis og svo er hægt að grípa til bóka sem kenna okkur íhug- unina og æfingarnar. Best er þó að læra jóga hjá jógakennara. Tíunda skólaárið, sem boðið er upp á búfræði- fjarnám, stendur nú yfir. Að meðaltali eru 60 nemendur skráðir á búfræðibraut skólans hvert námsár, þar af þriðjungur í fjarnám. Langflestir sem leggja stund á fjarnám starfa við búskap. Frá upphafi hefur á annan tug nemenda útskrifast sem búfræðingar úr fjarnáminu. Þá eru ótald- ir þeir sem tekið hafa einstaka áfanga, eða hluta búfræðinámsins í fjarnámi. Landbúnaðarháskóli Íslands býður fjölbreytt nám í tengslum við landbúnað. Þó svo stofnunin beri háskólatitil stendur hún einnig fyrir öflugu námi á framhaldsskólastigi, miðuðu að þörfum þeirra sem stunda (eða ætla sér að stunda) landbúnað. Auk áfanga sem taka almennt á bútækni, hagfræði, búfjár- og jarðrækt, er boðið upp á viðamikið náms- efni til sérhæfingar, aðallega á sviði búfjárræktar. Undanfarið hefur námsefni í landnýtingu verið aukið, ekki síst með skóg- og jarðrækt að viðfangsefni. Gerðar eru ákveðnar fornámskröfur þegar fólk vill nema búfræði og dvelja á Hvanneyri. Þær gilda hins vegar ekki um fjarnámið, en til að komast í það þarf viðkomandi að hafa náð 25 ára aldri og þeir sem starfa við landbúnað ganga fyrir i laus pláss. Frumhlutverk búfræðifjarnáms er að ná til fólks sem starfar í landbúnaði og vill auka þekkingu sína. Fjarnemar eru á ýmsum aldri, frá 25 árum til sex- tugs. Færni í tölvunotkun er aðalkrafan sem gerð er til fjarnema, auk þess að hafa náð umræddum aldri. Fjarnemar geta notað eigin býli í tengslum við nám sitt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Nánari upplýsingar um fjarnám LbhÍ er að finna á heimasíðu skólans http://www.lbhi.is/namvidlbhi/ fjarnamstarfsmenntabrauta Umsjónarmaður fjarnámsins er Edda Þorvalds- dóttir – netfang edda@lbhi.is Þeim, sem áhuga hafa á fjarnámi haustið 2009, er bent á að hafa samband sem fyrst því takmarkaður fjöldi er tekinn inn hverju sinni. Frétt frá Landbúnaðarháskóla Íslands Fjarnám er góður kostur

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.