Bændablaðið - 28.01.2009, Qupperneq 24
20 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009
8 1 3 2
5
6 8
7 1 9
3 9
2 5 6
5 8
4
1 3 9 7
1 9
4 5 1
2 3
8 6 4
7 8 6 2
5 4 8
3 5
1 7 2
5 9
1 2
6 7
4 5 3
8 2 9
5 9
3 1 4
7 8 4
3 1
6 5
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er
að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn-
ar. Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og
heldur ekki innan hvers reits sem
afmarkaður er af sverari línum.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú
sem er lengst til vinstri er léttust og
sú til hægri þyngst en sú í miðjunni
þar á milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni
www.sudoku.com og þar er einn-
ig að finna fleiri þrautir ef þessi
skammtur nægir ekki.
Líf og lyst
Toppurinn á máltíðinni
Úr Hornafirðinum liggur leiðin í
Skagafjörðinn. Þar hefur jörðin
Réttarholt verið í eigu sömu fjöl-
skyldunnar frá því 1895 og þar
hefur alla tíð verið stundaður
blandaður búskapur með kýr,
sauðfé og hross. Jón Gíslason
og Auður Friðriksdóttir hefja
búskap 1973 og byggja fjós sem
er tekið í notkun 1977. 1987 er
féinu fækkað niðri hobbybúskap.
Árið 2002 kemur sonur þeirra,
Róbert Örn Jónsson, á fullu
inn í búskapinn og fjótlega eða
um 2004 breytum við fjósinu og
hlöðu í lausagöngu með mjalta-
bás og fjölgum kúnum um helm-
ing eða í 60 kýr. Sama ár kynn-
ist Róbert Anniku, en þau höfðu
fengið hana lánaða frá nágrönn-
um í steypuvinnu. Síðan hafa
þau stundað búskap í samstarfi
við foreldra Róberts. Er hann
því fimmti ættliðurinn sem býr í
Réttarholti.
Býli?
Réttarholt í Akrahreppi,
Skagafirði.
Staðsett í sveit?
Við þjóðveg 76 um 9 km frá
Varmahlíð, austan vatna.
Ábúendur?
Jón Gíslason, Auður Friðrikdóttir,
Róbert Örn Jónsson og Annika
Webert.
Fjölskyldustærð?
Við eigum hundinn Rex sem sér
um að reka óboðna fugla úr tún-
unum, kettina Snúlla og Jakka
sem sjá um meindýravarnir og
tvær kanínur, Kalla Kanínu og
Stínu Stuð.
Stærð jarðar?
Jörðinn er um 200 ha vel gróin og
um 80 ha eru ræktaðir auk þess
erum við með á leigu 10 ha undir
bygg á Vindheimum.
Tegund býlis?
Nær eingöngu mjólkurfram-
leiðsla. Við seljum alla nautkálfa
nema þá efnilegust sem við notum
á kvígurnar. Erum líka með
nokkrar kindur til að eiga kjöt
á grillið og svo líka hross til að
hreinsa úthagana svo að þeir verði
ekki einn sinuflóki.
Fjöldi búfjár og tegundir?
60 kýr, 80 geldneyti, 20 kindur, þar
af ein sem heldur að hún sé kálfur
og 20 hross, þar af tvö reiðhross.
Hvernig gengur hefbund-
inn vinnudagur fyrir sig í
Réttarholti?
Allir dagar byrja og enda á að
fara í fjósið. Annars er það árstíð-
arbundið. Jarðvinnsla, sauðburður
og þjálfun unghrossa á vorin.
Heyskapur á sumrin, auk þess sem
við gerum út á rúllubinding og á
haustin er þresking á korni sem við
ræktum á um 20 ha.
Kosturinn við að vera bóndi er
fjölbreytni í starfi og að vera sjálfs
síns herra. Þó launin séu ekki há er
yndisarðurinn mikill.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfinn?
Jarðvinsla og burður eru með því
skemmtilegasta en að tína grjót úr
flögum og ganga frá endum á rúll-
um með því leiðinlegasta.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Ætli það verði ekki svipað og í
dag en fyrir 5 árum breyttum við
fjósinu og fjölguðum kúnum úr
30 í 60 annars er stefnan á meiri
afurðir, auka kornræktina og efla
hrossaræktina.
Hvaða skoðunn hafið þið á
félagsmálum bænda?
Við erum ekki mjög virk í félags-
málum en þökkum þeim sem gefa
sig í það og vinna að hagsmunum
bænda.
Hvernig mun íslenskum lanbún-
aði vegna í framtíðinni?
Það er erfitt að segja til um það
í dag, en vonandi batnar efna-
hagurinn aftur og teljum við að
íslenskum landbúnaði eigi eftir að
vegna vel.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara?
Helstu tækifærin eru að mark-
aðsetja hreinleikan og hollustu
íslenskra afurða. Það er stóraukin
eftirspurn eftir lífrænt ræktuðm
matvælum út í hinum stóra heimi
og þar eiga íslenskar afurðir
heima.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, ostur, smjör og brauð.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu?
Pizza og lasagne.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin?
Þegar við mjólkuðum fyrst í
mjaltabásnum. Kýrnar voru svo
stressaðar að varla kom deigur
dropi úr þeim. En þegar menn og
skepnur voru búin að venjast þessu
nýja fyrirkomulagi er þetta þvílíkur
munur að geta unnið uppréttur.
Gott meðlæti með góðum mat er
ómissandi og getur svo sannarlega
verið toppurinn á hverri máltíð.
Ekki skemmir fyrir að úrvalið er í
raun ótæmandi því margt hráefni er
hægt að leika sér að og útbúa úr því
meðlæti sem allir falla fyrir.
Rúbínhrísgrjón
5 dl basmatihrísgrjón
10 saffranþræðir
½ dl sjóðandi heitt vatn
1 msk. ólífuolía
1/2 msk. smjör
75 g þurrkuð trönuber
50 g rúsínur
50 g þurrkaðar apríkósur, fínt saxaðar
2 appelsínur (aðeins börkurinn)
25 g möndlur, fínt saxaðar
25 g pistasíur, fínt saxaðar
sjávarsalt
Aðferð:
Leggið saffranþræðina í sjóðandi
vatnið og hrísgrjónin í kalt vatn.
Látið hvoru tveggja liggja í tíu mín-
útur. Hellið vatninu af grjónunum,
skolið þau og komið fyrir í potti
og sjóðið í tíu mínútur. Htið smjör
og olíu og pönnu. Sigtið grjónin
og setjið út á pönnuna ásamt saffr-
anvatninu. Bætið því sem eftir er af
hráefnunum út á pönnuna og salt-
ið. Hyljið pönnuna alveg og skiljið
eftir á mjög lágum hita í 5-8 mín-
útur. Sláið grjónin upp aftur með
gaffli áður en þau eru borin fram.
(Úr bók Yesmine Olsson
Framandi og freistandi 2)
Bakað sellerí
1 sellerí
2 msk. ólífuolía
2 msk. sítrónusafi
tímían
rósmarín
dill
salt
1 msk. möndlur
2 msk. sætar grænar baunir
Aðferð:
Skerið selleríið í þunnar stangir,
eins og franskar kartöflur. Leggið
stangirnar í eldfast mót. Blandið
olíu, sítrónusafa og kryddi saman.
Hellið blöndunni yfir selleríið og
stráið möndlunum yfir. Bakið við
170ºC í um klukkustund. Hellið
baununum í fatið og bakið þær með
síðustu fimm mínúturnar.
Fylltur rauðlaukur
4 meðalstórir rauðlaukar
150 g sveppir
10 g smjör
1 msk. rasp
¾ dl rjómi
salt
pipar
Aðferð:
Skrælið laukinn og skerið smá lok
af. Takið innan úr lauknum, það
er auðveltast að nota beittan hníf
og teskeið. Saxið innmatinn smátt
og steikið á pönnu, í smjöri, í um
fimm mínútur. Hreinsið sveppina
og saxið þá gróflega. Skellið þeim
á pönnuna og steikið í um fimm
mínútur, ásamt lauknum. Stráið
raspi yfir allt saman. Hellið rjóma
á pönnuna og smakkið til með salti
og pipar. Setjið fyllinguna í laukana
og setjið þá á plötu. Hellið örlitlu
vatni á plötuna. Steikið við 200 ºC í
um eina og hálfa klukkustund.
(Af www.vefuppskriftir.com)
ehg
Gott er að slá rúbínhrísgrjónin upp með gafli áður en þau eru sett á disk,
skreytt og borin fram.
MATUR
Bærinn okkar
Réttarholt í Akrahreppi, Skagafirði
Róbert Jónsson og Annika Webert.
Auður Friðriksdóttir og Jón Gíslason.