Bændablaðið - 28.01.2009, Síða 28
2. tölublað 2009 Miðvikudagur 28. janúar
Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út
10. febrúar
Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri
Áforms, vinnur að þróunarstarfi
í Bandaríkjunum sem markaðs-
ráðgjafi og tengiliður milli neyt-
enda þar í landi og íslenskra
framleiðenda matvæla. Í starfi
sínu hefur hann aðallega unnið
með verslunum Whole Foods
og veitingastöðum vestanhafs.
Hefur markaðsstarfið verið
unnið í gegnum verslanirnar og
þannig beint til neytenda undir
íslensku vörumerki – og þaðan
svo til veitingastaðanna. „Það
hefur verið okkar leið að nálgast
neytandann beint í stað þess að
vinna í gegnum heildsölumark-
aðinn,“ segir Baldvin en hann
var hér á landi í stuttu stoppi
um jólin.
Íslensk bleikja og smjör
„Nú í tvö ár hefur verið þróun-
arverkefni í gangi við að koma
íslenskum fiskafurðum í verslanir
Whole Foods. Í júní í fyrra settum
við upp sælkerahlaðborð í verslun-
unum, í Washington og nágrenni.
Þar steiktum við bleikju upp úr
íslensku smjöri, sem virkaði að
sjálfsögðu mjög vel, og buðum
upp á skyr í eftirrétt. Stjórnendur
verslananna sáu að þarna var tæki-
færi til að búa til verkefni undir
yfirskriftinni Sjálfbært Ísland,
þar sem ýmsum skemmtilegum
útfærslum með landbúnaðar- og
sjávarafurðum væri teflt saman.
Áhuginn varð svo mikill að við
fórum að sjá möguleika á því að
koma vörum fyrr inn í fleiri versl-
anir en við höfðum gert ráð fyrir
og var sjónum beint að bleikjunni,
sem nóg var til af. Í september
sáum við svo fram á að geta komið
bleikjunni í allar verslanirnar. Það
hjálpaði svo til að gengisþróun
varð hagstæð útflutningi,“ segir
Baldvin.
Lærdómsríkt samstarf við
fiskútflutningsfyrirtæki
Það er Samherji er framleið-
ir bleikjuna (Arctic Char)
en Icelandic Group (áður
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna)
sem er söluaðili. Baldvin segir
að það sé mjög gagnlegt að vinna
núna með fyrirtækjum í sjávarút-
vegi og margt megi læra af þeim.
„Sjávarútvegurinn er mjög mið-
aður inn á að framleiða fiskafurðir
fyrir útflutning, en landbúnaður-
inn er gíraður bara inn á heima-
markaðinn. Þá hafa umfram-
birgðir í landbúnaðarframleiðslu
verið álitnar vandamál. Við höfum
verið að reyna að breyta þeirri
hugsun með okkar markaðsstarfi
í Bandaríkjunum þannig að reynt
verði að nota umframbirgðirnar
til markaðssetningar á erlendri
grundu. Þessi samvinna við fisk-
útflutningsfyrirtækin hefur þannig
orðið okkur – og vonandi þeim
líka – til góðs. Við sem erum að
markaðsetja íslenskar landbún-
aðarvörur erlendis og einblínum á
neytendamarkaðinn, höfum þann-
ig haft mjög gott af því að vinna
með fiskútflutningsfyrirtækjunum
sem horfa til heildsölumarkaða.
Spennandi tímar framundan
með bleikjuna
Whole Foods rekur 270 versl-
anir í Bandaríkjunum og Baldvin
segir að áherslan hafi fyrst og
fremst beinst að því að koma
íslensku matvörunum í verslanir
á Austurströndinni. Baldvin segir
að fram að þessu hafi árangurinn
verið sá að nú séu íslenskar vörur,
skyr, smjör og ostur, í um 90
verslunum Whole Foods. Baldvin
segir að síðasliðið haust hafi
kjötvörur farið í um 70 verslanir.
Reyndar hefur íslenskt kjöt farið í
allt að 90 verslanir, en það hefur
ráðist af framboði hér heima. „Við
höfum haft það að markmiði að
koma öllum íslensku afurðunum
inn í allar búðirnar sem allra fyrst
og það var á stefnuskránni að við
myndum reyna að ná þessu mark-
miði á tveimur árum. En nú þegar
aðstæður hafa breyst að ýmsu
leyti, meðal annars með veikingu
krónunnar, þá hafa skapast ákveð-
in sóknarfæri.
Baldvin segir að nú þegar
bleikjan sé komin inn í verslanir
Whole Foods ráðist gengi henn-
ar í verslununum af markaðnum.
„Við erum komnir inn í búðirnar
og það verður spennandi að sjá
hvernig henni reiðir af. Við settum
af stað alveg gríðarlegt auglýs-
inga- og markaðsátak þann 7. jan-
úar sl. og við sjáum árangur þess
nú þegar inni á vef Whole Foods
þar sem auglýsingar um bleikjuna
hafa sést í nokkurn tíma á forsíðu.
Þá vinnur hin öfluga markaðs-
og kynningardeild Whole Foods
að því hörðum höndum að koma
bleikjunni á framfæri við fjölmiðla
í Bandaríkjunum, auk kynning-
arinnar í þeirra eigin verslunum
sem er æði umfangsmikil.“
Nýjar víddir opnast
Baldvin segir að áhugi Whole
Foods á íslensku bleikjunni opni
alveg nýjar víddir fyrir íslensk-
ar matvörur. „Það er frábært að
komast inn í þetta fyrirtæki, því
þeir hafa svipaðar áherslur og við
varðandi t.d. mikilvægi umhverf-
isþáttanna í framleiðslunni; hrein-
leikasjónarmið, dýraverndunarsjón-
armið og notkun lyfja o.s.frv. Það er
okkur því mikill sómi í því að kom-
ast í svona samstarf. Ef þetta verk-
efni heppnast vel opnast þannig
fyrir okkur ný og einfaldari mark-
aðsleið í öllum Bandaríkjunum
en ekki bara á vissum svæðum.
Samhliða myndi áhugi á íslenskum
matvælum almennt aukast, t.a.m.
á veitingastöðum, vegna þess að
reglan er sú að ef Whole Foods
sýnir vöru áhuga þá glæðist áhugi
almennings um leið, enda er slegist
um að komast þarna inn. Við vitum
að þetta hefur líka margfeldisáhrif á
aðra markaði þó ekki sé vitað hvað
þau verði mikil.“
„Nú verður þessi bleikjukynn-
ing í rúman mánuð og talið er að
um 23-25 milljónir manna munu
koma í verslanir Whole Foods á
þessu tímabili,“ segir Baldvin.
Hann segir að viðskiptavinirnir séu
vel stætt fólk sem geri gæðakröf-
ur og því sé almennt séð um mjög
verðmætan markhóp að ræða fyrir
íslenskar matvörur.
Baldvin segir að árangurinn
með bleikjuna nú á síðustu mánuð-
um megi að hluta til þakka því að
sífellt erfiðara verði að fá eldislax.
„Laxinn hefur verið langvinsælasti
fiskurinn á Bandaríkjamarkaði.
Framleiðslugetan í laxeldinu er
að minnka og upp hafa komið
umhverfisslys og bakteríusýk-
ingar sem sett hafa strik í reikn-
inginn þannig að mun erfiðara er
að fá lax en áður. Við höfum því
lagt upp með það að bleikjan sé
frænka laxins og að Íslendingar
séu stærstu framleiðendur hennar
í heimi,“ sagði Baldvin Jónsson
og var svo farinn upp í flugvél
til Bandaríkjanna til fylgjast með
gengi bleikjunnar í verslunum
Whole Foods næstu vikurnar.
-smh
Íslensk bleikja í allar verslanir
Whole Foods í Bandaríkjunum
Baldvin Jónsson: „Við sem erum
að markaðsetja íslenskar land-
búnaðarvörur erlendis og einblín-
um á neytendamarkaðinn höfum
þannig haft mjög gott af því að
vinna með fiskútflutningsfyrir-
tækjunum [...]“.
Forsíða Whole Foods (www.wholefoods.com) fyrir skemmstu.
Þórir formaður
Félags kúabænda
á Suðurlandi
Á aðalfundi Félags kúabænda
á Suðurlandi, sem haldinn var
að Árhúsum á Hellu 26. jan-
úar sl., var Þórir Jónsson bóndi á
Selalæk í Rangárvallasýslu kosinn
nýr formaður félagsins. Á sama
fundi kynnti fráfarandi formaður,
Sigurður Loftsson í Steinsholti,
að hann hygðist gefa kost á sér til
formennsku í Landssambandi kúa-
bænda. Nýr formaður LK verður
kosinn á næsta aðalfundi, 27. og
28. mars n.k.
Aðalfundur ullarvinnslufyr-
irtækisins Ístex hf. fyrir starfs-
árið 2007-2008 fór fram þann 14.
janúar sl. en reikningsár fyrir-
tækisins er frá 1. nóvember - 31.
október. Rekstrarniðurstaðan á
árinu var tvískipt. Tekjur jukust
um 85 milljónir króna og hagnað-
ur fyrir afskriftir og fjármagns-
liði var 38,5 milljónir króna sem
er viðsnúningur um 46 milljónir
frá fyrra ári.
Hinsvegar olli hækkun fjár-
magnskostnaðar og afskrifta því
að verulegt tap varð eftir sem áður
á fyrirtækinu eða 55,8 milljónir
króna. Fjármagnskostnaður hækk-
aði um 65 milljónir króna sem
skýrist af mestu leyti af gengistapi
á myntkörfuláni en einnig af hækk-
un vaxta og verðbóta af innlendum
lánum. Þá jukust afskriftir um 15
milljónir sem er vegna endurmats á
fasteignum félagsins sem fram fór
á árinu áður.
Guðjón Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Ístex, segir að það sé
vissulega fagnaðarefni að afkoma
í rekstri hafi stórbatnað þó svo að
verulegt tap hafi orðið á fyrirtæk-
inu. „Í kjölfar bankakreppunnar
á síðasta fylgdi hins vegar mikið
gengistap vegna lána sem fyr-
irtækið er með í erlendri mynt. Við
sjáum hins vegar fram á að geta
unnið okkur upp úr því á næstu 6-8
mánuðum þar sem framtíðarhorfur í
sölu á afurðunum, bæði innanlands
og utan, eru mjög góðar. Útlit er
fyrir að gott verð fáist og að fram-
leiðsla á ullarvörum haldi áfram að
vaxa,“ segir Guðjón.
Guðjón segir að tekjuaukning
milli ára sé að hluta til vegna sölu á
ullarbirgðum sem safnast hafa upp
á undanförnum árum, en einnig
hafði fall krónunnar jákvæð áhrif á
útflutningsverð. Á seinni hluta árs-
ins jókst sala á lopa og prjónabandi
til muna og annaði verksmiðjan
vart eftirspurn undir lok ársins
Stjórn fyrirtækisins var endur-
kjörin á fundinum, en í henni sitja
Ari Teitsson, Sigurður Eyþórsson,
Gunnar Sæmundsson, Jón
Haraldsson og Guðjón Kristinsson.
Á stjórnarfundi að loknum aðal-
fundi var Ari endurkjörinn for-
maður, Sigurður varaformaður og
Jón ritari.
Afkoma ársins 2008 hjá Ístex og framtíðarhorfur
Góð og slæm áhrif gengisþróunar
Félagsmálafræðsla –
Sýndu hvað í þér býr!
Ungmennafélag Íslands í sam-
vinnu við Bændasamtök Íslands
og Kvenfélagasamband Íslands
standa fyrir félagsmálafræðslu
um land allt í vetur undir yfir-
skriftinni ,,Sýndu hvað í þér
býr.“ Hlutverk námskeiðsins er
sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í
framkomu og fundarsköpum.
Næstu námskeið:
janúar
28. Reykjanesbær, Íþróttamiðstöð
Njarðvíkur, kl. 18:00 - 22:00
febrúar
3. Reykhólahreppur, Reykhóla-
skóli, kl. 18-22
4. Akureyri, Búgarður, kl. 18-22
5. Svarfaðardalur, Rimar, kl.
13-17
10. Kirkjubæjarklaustur, Kirkju-
bæjarskóli, kl. 14-18
11. Höfn, kl. 18-22
16. Búðardalur, kl. 18-22
18. Reykjavík, UMFÍ, Laugavegur
170, kl. 18-22
25. Eskifjörður, kl. 18-22
26. Egilsstaðir, kl. 18-22
Upplýsingar um nákvæmari
staðsetningar liggja ekki fyrir á öll-
um stöðum.
Nánari upplýsingar er að finna
á vef UMFÍ, www.umfi.is. Tekið er
við skráningum í síma 568-2929
eða á netfangið gudrun@umfi.is
Þátttakendur í félagsmálafræðslu
á Selfossi miðvikudaginn 21. janú-
ar. Áformað er að halda fleiri nám-
skeið um allt land í vetur.
Tvö lömb fund-
ust á Ásheiði
Tvö lömb fundust á Ásheiðinni
nýlega, skammt austan við
Kerlingarhól sem er um 5 kílómetra
suður af Undirvegg. Voru þetta
hrútur og gimbur, hrúturinn var frá
Rúnari á Hóli en gimbrin frá Sturlu
í Keldunesi. Voru þau þokkalega á
sig komin miðað við aðstæður og
þar sem þau fundust ekki fyrr en
nú í janúar að lokinni fengitíð, má
gera ráð fyrir að árangur sameigin-
legrar fjárræktar Rúnars og Sturlu
líti ljós á vordögum, segir í frétt á
vefnum kelduhverfi.is.