Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 1
13 25
Sauðfjár-
sæðingar í
sjötíu ár
22. tölublað 2009 Fimmtudagur 17. desember Blað nr. 317 Upplag 20.500
8
Frönsk kerling
eyðilagði markaðinn
fyrir selskinn
Tekist á við
upprunann í
Auði
Samkvæmt frumvarpi til fjár-
laga fyrir árið 2010 er áætlað að
greiðslur til Lífeyrissjóðs bænda
verði lækkaðar um 45 prósent
á milli ára, eða úr 325 millj-
ónum króna niður í 178 milljónir
króna. Ekkert formlegt sam-
komulag hefur verður í gildi und-
anfarin ár á milli Bændasamtaka
Íslands og ríkissjóðs um framlög
til sjóðsins. Framlög til hans
hafa verið skilgreind á fjárlögum
undanfarin ár innan greiðslna
til búvörusamninga sauðfjár og
mjólkurframleiðslu.
Fjármunir hafa hins vegar ekki
verið sérmerktir bændum í þeim
búgreinum innan Lífeyrissjóðsins
enda stefna Bændasamtakanna
að allir bændur, a.m.k. þeir sem
reikna sér endurgjald af búrekstri
hefðu framlög til sjóðsins á móti
iðgjöldum þeirra. Bændasamtökin
telja að þrátt fyrir að ekki hafi
fengist formlegt samkomulag um
framlög til sjóðsins hafi þau rétt-
mætar væntingar til að staðið verði
við verðgildi framlaga enda hafa
stjórnvöld ekki gert athugasemdir
á undanförnum árum við fram-
kvæmdina og haft sömu sjónarmið.
Haraldur Benediktsson segir
skerðingu á framlögum til lífeyris-
sjóðsins ekki í neinum takti við
aðrar skerðingar sem ríkisvaldið
hefur gripið til á fjárlögum. „Fyrir
það fyrsta höfum við ítrekað óskað
eftir samningi eða samkomulagi
um framlög til Lífeyrissjóðs
bænda, síðast í vor við gerð
búvöru samninga. Við höfum áður
staðið frammi fyrir óvissu um sjóð-
inn en þá höfum við verið fullviss-
aðir í samtölum um að sú stefnu-
mörkun ríki að lífeyrissjóðurinn fái
þessi framlög. Við treystum á að
þessi skerðing yrði leiðrétt á milli
umræða um fjárlög, enda er skerð-
ingin í engu samræmi við það sem
við höfum áður viljað ræða. Við
sendum inn tillögu sem að byggði
á nákvæmlega sömu forsendum og
við gengum frá við gerð búvöru-
samninga um samdrátt í framlög-
um. Við höfum sem sagt viljað taka
á okkur byrðar. Gangi þetta mikil
skerðing eftir og ef ekki kemur til
nein framtíðarsýn varðandi sjóð-
inn þá er þetta fyrsta skóflustunga
hans. Fyrirkomulag sjóðsins byggir
á áratuga gömlum gjörningum og
þessi skerðing er bein árás á kjör
bænda og lífsafkomu þeirra.“
Engin viðbrögð við erindi
Bændasamtakanna
– Er sjálfsögð og eðlileg krafa
að ríkissjóður greiði framlög inn í
Lífeyrissjóð bænda?
„Í árdaga var gert samkomulag
við bændur um að þessar greiðslur
kæmu til gegn því að bændur féllu
frá hækkunum á afurðaverði. Þessi
skerðing þýðir að við verðum að
fá þetta uppiborið með einhverj-
um öðrum hætti. Við munum þá til
dæmis gera beina kröfu inn í verð-
lagsnefnd búvöru, að þessi kostnaður
komi fram í mjólkurverði til bænda.“
– Stjórn Bændasamtakanna
sendi inn erindi til sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra vegna
þessa eftir að fyrstu tillögur að
fjárlögum komu fram. Hafið þið
fengið viðbrögð við þeim?
„Nei, við fengum engin við-
brögð og aldrei samtal við fjár-
veitinganefnd. Við minntum meðal
annars á að í gegnum Lífeyris-
sjóðinn voru viðurkennd réttindi
bænda vegna breytinga á þunga-
skatti yfir í olíugjald og þau rétt-
indi útfærð sem auknar greiðslur
inn í lífeyrissjóð bænda. Það sam-
komulag er þá líka í uppnámi núna
þannig að það opnast fleiri mál við
þessa lækkun.“
– Er staðan þá sú að þið hafið
engan ádrátt fengið um að skerð-
ingin verði dregin til baka?
„Nei, við höfum engar vonir
fengið um það. Við viljum að sam-
komulag náist um sjóðinn til að
eyða óvissu um hann og okkur
finnst ekki óeðlilegt að miðað verði
við þær forsendur sem við sömd-
um um við breytta búvörusamn-
inga. Það er síðan alveg sjálfstæð
ákvörðun sem aldrei hefur verið
tekin upp af okkar hálfu hvort
leggja eigi þetta fyrirkomulag af.
Ef að það á að gera þá verður að
leysa úr því með mannsæmandi
hætti en ekki einhliða, miskunnar-
lausum aðgerðum annars aðilans.“
Getur engu lofað um að dregið
verði úr skerðingunni
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra segir að hann geri sér fulla
grein fyrir því að um mikla breyt-
ingu sé að ræða. „Ég get því miður
engu lofað um að dregið verði úr
þessari skerðingu við fjárlagagerð-
ina. Við erum að fara í gegnum
miklar aðlögunaraðgerðir og um
þessi framlög hafa ekki gilt nein-
ir samningar. Það hefur vissulega
verið sameiginlegur skilningur
á þessum málum en við þurfum
að taka margar óvinsælar og erf-
iðar ákvarðanir í þessu árferði.
Ég hef rætt þessi mál við formann
Bændasamtakanna og við landbún-
aðar- og sjávarútvegsráðherra erum
ekki að gera þetta að gamni okkar.
Ég hef lagt til að það verði skip-
aður starfshópur sem að muni fjalla
um málefni Lífeyrissjóðs bænda og
málefnum hans verði komið í ein-
hvern farveg til framtíðar.“
– Er þessi skerðing ekki óhóf-
lega mikil í samanburði við skerð-
ingar á viðlíka málaflokkum?
„Það má segja að þetta sé mikil
skerðing en það fer eftir því hvern-
ig á það er litið. Við höfum lagt
áherslu á að reyna að tryggja stöðu
landbúnaðarins, meðal annars með
búvörusamningum og að því höfum
við beint megináherslum okkar.“
– Hefur þú ekki áhyggjur af því
að bændur verði þá að sækja þessa
kjaraskerðingu annars staðar, með
tilheyrandi kostnaði fyrir neytend-
ur?
„Jú, en einhvers staðar þarf að
bera niður í aðstæðum sem þess-
um. Það er miður en svona lítur
þetta út á þessum tímapunkti.“ fr
Niðurgreiðslur á lýsingu til garð-
yrkjubænda verða auknar um 38,5
milljónir króna ef að breytingartil-
laga meirihluta fjárlaganefndar
við fjárlög ársins 2010 verður að
veruleika. Framlaginu er ætlað að
koma til móts við þá hækkun sem
orðið hefur á framleiðslukostnaði
hjá garðyrkjubændum að undan-
förnu með hækkandi raforkuverði
og flutningskostnaði rafmagns.
Reyndar má segja að niðurgreiðsl-
an verði einungis aukin um 30
milljónir króna en þær 8,5 millj-
ónir króna sem eftir standa verða
nýttar til að gera að engu áhrif
áætlaðs auðlindaskatts en stefnt er
að því að sú skattheimta hafi ekki
áhrif á greinina.
Bjarni Jónsson framkvæmda-
stjóri Sambands garðyrkjubænda
fagnar tillögunni og telur hana sýna
stefnubreytingu í viðhorfi til garð-
yrkjunnar. „Þessi aukning fer að
ég tel langt með að dekka fjárþörf
garðyrkjubænda að þessu leyti.
Það er von til þess að þessi aukn-
ing skili aukinni framleiðslu en það
sem af er ári hefur dregið verulega
úr henni. Við viljum hins vegar
setjast niður sem fyrst og fá ein-
hvern botn í framtíðarskipan þess-
ara mála.“ fr
Bændablaðið og útgefandi þess, Bændasamtök Íslands, óska lesendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári. Fyrsta tölublað Bændablaðsins eftir áramót kemur út 14. janúar. Bændasamtökin
fylgja nokkurra ára hefð og senda ekki út jólakort í ár heldur styðja við bakið á Mæðrastyrksnefnd.
Teikning | Þorsteinn Davíðsson
Næsta Bændablað
kemur út
14. janúar
Garðyrkjubændur fá leiðréttingu á rafmagnskostnaði
Framlög til Lífeyrissjóðs bænda lækkuð um
45 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpi
Árás á kjör bænda