Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 5 4 7 6 4 1 3 3 8 9 2 1 5 7 6 6 7 1 3 9 1 8 3 9 5 1 2 5 4 7 6 5 1 3 9 8 2 8 1 2 3 8 4 9 8 7 1 8 6 8 4 1 9 5 8 9 6 7 2 3 1 3 2 7 9 3 4 9 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Býli? Straumur. Staðsett í sveit? Í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Ábúendur? Guðfinna Harpa Árnadóttir og Helgi Haukur Hauksson í félagi við foreldra Guðfinnu; Árna Þórarinsson og Guðnýju Eiríksdóttur. Fjölskyldustærð (og gæludýr)? Helgi og Guðfinna eiga eitt barn, Guðrúnu Katrínu 11 mánaða. Árni og Guðný eiga Ingu Eir (36) sem á Erlu Guðnýju (15), Þórarinn (25), Kristján (24) og Árnýju (22) og taka þau öll þátt í bústörfunum þegar mikið liggur við. Gæludýr eru aðeins tvö; hundarnir Skotti og Skella. Stærð jarðar? Jörðin er um 500 ha allt á lág- lendi. Þar af er ræktað land rúm- lega 40 ha. Tegund býlis? Á Straumi er fyrst og fremst sauðfé en einnig er nokkur nauta- kjötsframleiðsla á búinu. Fjöldi búfjár og tegundir? Á vetrarfóðrum í vetur verða um 550 fjár, 20-25 nautgripir, 8 hross, 20 hænur og 15 endur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Eins og á flestum sauðfjárbúum er hefðbundinn vinnudagur nokk- uð breytilegur eftir árstíma. Þessa dagana fara Helgi og Árni í gegn- ingar á morgnana og Guðfinna í vinnu á Búnaðarsamband Austurlands. Yfir daginn er Guðný heima með Guðrúnu Katrínu. Að gegningum loknum fer Helgi í rúning en Árni að leita að blæsmum til að sæða. Svo er sinnt því sem að höndum ber þar til að gegningum kemur seinni partinn. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Helga finnst langleiðinlegast að moka skít en skemmtilegust finnast honum vorverkin og þá helst jarðrækt. Guðfinnu finnst skemmtilegast í sauðburði og að velja ásetninginn að hausti. Árna finnst sömuleiðis ekkert sérstak- lega leiðinlegt en skemmtilegast á sauðburðinum og Guðnýju finnst leiðinlegast þegar koma þessir dagar sem allir kannast við þegar allt gengur á afturfótunum en skemmtilegast að eignast mislitar gimbrar. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Eftir fimm ár sjáum við fyrir okkur að Guðfinna og Helgi verði að mestu tekin við búinu og að það verði öflugra og stærra en það er í dag. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Á undanförnum árum hefur náðst mikill árangur í að bæta ásýnd okkar bænda út á við og má þakka vinnu Bændasamtakanna og búgreinafélaganna það sér- staklega. Hins vegar finnst okkur almennt að of mikill tími og púður fari í ríg á milli búgreina í stað þess að einbeita sér að vinnu við sameiginlega hagsmuni allra bænda. Einnig er skoðun okkar sú að ungt fólk eigi að taka meiri þátt í félagsmálum bænda til að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi því framtíðin er þeirra og því eðlilegt að þeir taki þátt í að móta hana. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Við teljum að íslenskur landbún- aður eigi bjarta framtíð fyrir sér sérstaklega með tilliti til þess að á næstu árum og áratugum þarf að leggja aukna áherslu á að tryggja matvælaöryggi í öllum löndum heims og er Ísland engin undan- tekning þar á. Hins vegar fer að verða verða nauðsynlegt að stjórn- völd myndi sér langtímastefnu varðandi matvælaöryggi og byggð í hinum dreifðari byggðum ef okkar sýn á að rætast. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin byggjast upp á því að bjóða upp á holla og heilnæma vöru sem framleidd er sem mest í sátt við náttúruna. Ef byggt er á ímyndarsölumennsku eru tækifæri okkar ótakmörkuð í sölu íslenskra búvara, sérstaklega ef allir sem eiga hlut að gera sér grein fyrir að sölustarf á erlenda markaði er langhlaup en ekki sprettur. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk í miklu magni, ostur, skinka, súrmjólk, egg í búrinu (eins og má sjá á búfjárupptaln- ingunni) og núna þessa dagana dásamleg heimatilbúin kindakæfa að hætti Árna. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steikt eða grillað lambakjöt og hangikjöt beint úr kofanum heima. Eftirminnilegasta atvikið úr búskapnum? Hjá Árna og Guðnýju er eitt þeirra eftirminnilegustu þegar kaupa- gimbrarnar komu í fjárhús eftir riðuniðurskurðinn 1990 en þá höfðu verið tóm fjárhús í tvö ár. Hjá Helga og Guðfinnu er það eftirminnilegasta sjálfsagt enn ókomið þar sem búskapurinn þeirra á sér enn ekki svo langa sögu en sjálfsagt verður þó eftir- minnilegt þegar frá líður að senda fyrsta sláturhópinn í sláturhús og taka nýbreytt fjárhús í notkun. Bærinn okkar Straumur í Hróarstungu Helgi Haukur Hauksson, Guðfinna Harpa Árnadóttir og Guðrún Katrín. Óhætt er að segja að á nánast öllum heimilum séu ákveðnar jólahefðir í mat og þó að hamborg- arhryggur og rjúpa séu fyrirferð- armikil á borðum landsmanna á aðfangadag þá er ýmislegt annað í boði. Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari á Grillinu á Hótel Sögu gefur lesendum Bændablaðsins hér tillögu að girnilegum og góðum jólamatseðli sem kitlar svo sannarlega bragð- laukana. Hrátt tvíreykt hangikjöt með rauðkáli (fyrir 4) 2oo g hrár tvíreyktur hangikjötsvöðvi blandað meðlæti að eigin vali, þarf ekki að vera flókið (melónur og salat) eða til dæmis; 50 g heimalagað rauðkál 2 stk. laufabrauð og mjólkurhlaupi í stað uppstúfs Mjólkurhlaup 300 ml mjólk smá múskat 10 g matarlím Aðferð: Leysið upp matarlímið í volgri mjólk, kryddið með örlitlum sykri og múskati Heimalagað rauðkál með jólaívafi 1/2 rauðkálshöfuð, um 300 g 1 rauðlaukur 1 grænt epli 1 msk. ólífuolía 50 g sykur 2 msk. rauðvínsedik nýmalaður pipar salt 100 ml vatn Aðferð: Takið stilkinn úr rauðkálinu og skerið það svo í mjóar ræmur ásamt lauk og eplum. Hitið að suðu og látið sjóða rólega með loki í um 30 mínútur, eða þar til rauðkálið er meyrt. Kryddið eftir smekk. Ofnbökuð villiönd með berja vin- igrette og fersku salati Villiönd er sérlega ljúffeng en mikil vinna er að svíða og reita fuglinn og ef fugl hefur verið nálægt sjó getur komið lýsisbragð af fitunni. Því er oft gott að spara sér vinnuna og hamflétta hana og léttsteikja bringurnar en ef vel er vandað til verks við að reita fugl- inn er það jólalegra að sjá stökka fitu ofan á bleiku mjúku kjötinu. 400 g villiandabringur 50 ml extravirgin ólífuolía 1fíntsaxaður skarlottulaukur 1 fínt saxað hvítlauksrif 6 msk. sulta 2 msk. balsamikedik 1 msk. ferskt extragon blandað salat Aðferð: Annað hvort er villiöndin heilsteikt þegar búið er reita hana og sviða eða bringurnar eru léttsteiktar á pönnu og öndin framreidd bleik. Þegar öndin er tilbúin er hún lögð volg í blöndu af olíunni, sultunni og balsamikedikinu, krydduð með salti, pipar og fersku extragon, framreitt í sneiðum með fersku sal- ati að eigin vali. Kryddlegin kirsuber og ris a la mande (Fyrir 6 – 8) 700 g mjólk 10 g kalt smjör 1 vanillustöng 50 g hvítt súkkulaði 250 g rjómi 50-100 g flórsykur eftir smekk ristaðar möndlur til skrauts hvítt súkkulaði eftir smekk fersk kirsuber Aðferð: Penslið pottinn með smjöri svo mjólkin brenni ekki við, leyfið suð- unni að koma upp á mjólkinni og bætið í hrísgrjónum. Hrísgrjónin eru soðin með vanillustöng í 30-40 mínútur eða þar til þau eru mjúk undir tönn. Hrærið hvítu súkkul- aði saman við og kælið. Rétt fyrir framreiðslu er þeyttum rjóma og ristuðum möndlum bætt í ásamt kirsuberjasultu og ferskum kirsu- berjum. ehg Kryddlegin kirsuber og ris a la mande er ómissandi sem eftirréttur á stórhá- tíðinni. Tvíreykt hangikjöt og ofnbökuð villiönd - með tilheyrandi á jólunum Hrátt tvíreykt hangikjöt með heimalög- uðu rauðkáli er tilvalið sem forréttur á jólunum. Jóla MATARKRÓKURINN Ofnbökuð villiönd með berja vinig- rette og fersku salati að hætti Bjarna Gunnars Kristinssonar, yfirmat- reiðslumanns á Grillinu á Hótel Sögu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.