Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 17
17 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Ekkert lát virðist vera á prjónaæði landans og hefur sala á ull marg- faldast á milli ára svo framleið- endur hafa vart undan að fram- leiða garn fyrir prjónaþyrstan landann. Í kjölfarið spretta upp nýjar prjónabækur, sem eru einna mest seldu bækurnar í bókabúð- um ásamt uppskriftabókum. Bændablaðinu hafa borist þrjár nýlega útgefnar prjónabækur sem eru hver annarri ólík og engin tak- mörk virðast vera fyrir hugmynda- flugi hönnuða. Í þeim má finna allt frá snotrum síðkjólum til fagurgræns frosksins Fúsa, svo allir aldurshópar fá notið sín í lokaútkomunni þar sem prjónarar á öllum stigum geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Prjónaperlur frá grasrótinni Í Prjónaperlur – prjónað frá grasrót- inni eftir Halldóru Skarphéðinsdóttur og Erlu S. Sigurðardóttur er að finna um 50 prjóna- og hekluppskriftir frá íslensku prjónafólki um allt land ásamt uppskriftum frá höfundunum. Í bókinni eru uppskriftir frá allskyns prjónafólki, jafnt byrjendum sem þaulvönum prjónurum sem hanna hver í sínum stíl. Uppskriftirnar henta vönum prjónurum og byrjend- um svo hér finna allir eitthvað við sitt hæfi! Sjá nánar á www.prjona- perlur.blogspot.com Litir náttúrunnar fá notið sín Prjónað í dagsins önn er falleg, norsk prjónabók eftir Kari Hestnes sem búið er að þýða á íslensku. Hér eru jarðlitirnir í fyrirrúmi í mismun- andi uppskriftum þar sem fallegir kjólar, pils, sjöl og rúmteppi fá sín vel notið. Innblásturinn sækir Kari til náttúrunnar, sem er endalaus upp- spretta lita, forma og innri friðar að hennar sögn. Höfundurinn hefur einnig kryddað bókina með hug- leiðingum um hvernig nota megi prjónaskap sem innblástur og íhug- un í dagsins önn. Sjá nánar á www. edda.is Prjónastykki á börn í fyrirrúmi Prjónað á börn – 2-10 ára er þýdd úr dönsku, eftir hönnuðinn Lene Holme Samsøe sem hefur mikla ánægju af að prjóna og hanna á börn. Bókin er klassísk en jafn- framt nútímaleg og inniheldur bæði föt fyrir hversdagsathafnir og fyrir hátíðir, þar sem litagleðin fær laus- an taum í hverri útgáfu. Lene hefur í gegnum tíðina prjónað mikið af toppum, sérstaklega á stelpur, en sjá má töluvert af þeim í þessari bók ásamt froskapeysu, vestum, legghlíf- um og kjólum. Þessi bók er kjörin fyrir alla unnendur prjónastykkja á börn. Sjá nánar á www.edda.is Fóðurblandan - Korngörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 570 9800 - Fax: 570 9801 - netfang: fodur@fodur.is - www.fodur.is FB Selfossi sími 570 9840 FB Hvolsvelli sími 570 9850 FB Egilsstöðum sími 570 9860 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða Jólin 2009 Fjölbreyttar og flottar prjónauppskriftir        Q  T  "  ! <  # < U # < W# < C   " < X    < Skemma: 12m x 30m = 360 fm…42.000, kr/fm Skemma: 14m x 40m = 560 fm…34.000, kr/fm Skemma: 16m x 50m = 800 fm…30.000, kr/fm Kostir: Minnsta lofthæð 3,5m. - Forsteyptir útveggir. Stuttur byggingartími. - Hönnunarvinna inní verði. Stálgrindahús með fors teyptum einingum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.