Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009
Líf og starf
Hérað Sæðingar Árangur % Fædd lömb
Gullbringa og Kjós 308 64 1,74
Borgarfjarðarsýsla 1270 58 1,83
Mýrasýsla 1255 63 1,80
Snæfellsnes 1580 66 1,75
Dalasýsla 1854 60 1,85
Barðastrandarsýslur 430 62 1,75
V-Ísafjarðarsýsla 465 80 1,81
N-Ísafjarðarsýsla 22
Strandasýsla 717 61 1,82
V-Húnavatnssýsla 1220 60 1,71
A-Húnavatnssýsla 1495 51 1,72
Skagafjörður 1933 60 1,78
Eyjafjörður 870 56 1,81
S-Þingeyjarsýsla 2132 65 1,81
N-Þingeyjarsýsla 1342 59 1,80
N-Múlasýsla 2142 58 1,80
S-Múlasýsla 1222 57 1,78
A-Skaftafellssýsla 1496 66 1,85
V-Skaftafellssýsla 1752 70 1,85
Rangárvallasýsla 1617 69 1,84
Árnessýsla 2184 71 1,84
Hrútur Númer Fjöldi sæðinga Árangur % Fædd lömb
Fengur 02-973 78 55 1,50
Lundi 03-945 1013 68 1,84
Gráni 03-957 332 69 1,82
Hyrnir 03-958 47 78 1,89
Frakksson 03-974 532 59 1,77
Máni 03-975 245 72 1,78
Spakur 02-976 40 82 2,04
Mókollur 03-978 245 58 1,78
Eldur 03-981 116 71 1,73
Geri 03-986 78 74 1,93
Vorm 03-988 332 65 1,79
Kaldi 03-989 600 65 1,83
Smyrill 04-800 567 60 1,88
Ás 04-813 348 72 1,83
Bogi 04-814 1632 51 1,70
Garpur 04-815 686 61 1,79
Kjói 04-816 815 57 1,80
Bramli 04-952 435 63 1,81
Bobbi 04-962 153 67 1,84
Papi 04-964 507 66 1,89
Loftur 04-970 79 62 1,85
Örvar 04-983 322 64 1,71
Jón Páll 04-990 107 84 1,93
Þróttur 04-991 528 56 1,82
Cat 04-992 283 63 1,80
Foss 05-801 381 68 1,90
Garður 05-802 494 61 1,80
Krókur 05-803 958 63 1,82
Gotti 05-804 886 69 1,86
Ylur 05-805 712 61 1,79
Shrek 05-817 404 59 1,78
Undri 05-818 534 66 1,80
Kveikur 05-965 1782 58 1,81
Raftur 05-966 1569 66 1,80
Blettur 05-967 190 68 1,82
Hvellur 05-869 485 65 1,72
At 06-806 1083 74 1,87
Púki 06-807 1779 52 1,75
Olli 06-985 329 64 1,73
Bifur 06-994 569 60 1,83
Dropi 06-998 242 66 1,86
Fannar 07-808 920 62 1,78
Dökkvi 07-809 936 55 1,77
Freyðir 07-810 596 70 1,81
Mjöður 07-811 912 71 1,85
Prjónn 07-812 1366 63 1,79
2. tafla. Fjöldi sæðinga með einstökum hrútum sæðingastöðvanna og sæðinga-
árangur þeirra hvers og eins.
1. tafla. Fjöldi sæðinga í uppgjörinu úr hverju héraði og árangur þar sem sædd-
ar eru ósamstilltar ær með fersku sæði.
SÆÐINGAR SAUÐFJÁR eiga sér lengri
sögu hér á landi en í flestum öðrum
löndum. Þær hafa orðið sífellt
veigameiri þáttur við dreifingu á
besta erfðaefninu í stofninum á
hverjum tíma. Ræktunarárangur
vegna þessa starfs er ákaflega mik-
ill og augljós flestum fjárbændum.
Þessi starfsemi hefur aukist
verulega á síðustu árum. Það sem
hins vegar hefur vantað nokkuð
er að fyrir hendi væru nægjanlega
glöggar upplýsingar um árang-
ur sæðinganna, þ.e. hve stór hluti
sæddra áa festi fang og hve mörg
lömb fæddust úr sæðingum. Í þess-
um efnum stöndumst við ekki sam-
anburð við samskonar starfsemi í
nálægum löndum. Á síðustu árum
hafa nákvæmar upplýsingar í þess-
um efnum aðeins verið fyrir hendi
hjá Bsb. Austurlands. Á síðasta
vori var því ákveðið að ráða bót á
þessu með því að byggja upp slíkt
uppgjör í tengslum við skýrsluhald
sauðfjárræktarinnar. Byggt var
upp skráninga- og úrvinnslukerfi í
FJARVIS.IS.
Dagbækur sæðingamanna frá
í desember 2008 voru teknar til
skráningar, en þegar á reyndi voru
þessar upplýsingar misaðgengileg-
ar hjá búnaðarsamböndunum. Þó
hafa náðst til skráningar nokkuð
yfir 90% sæðinganna eða samtals
27.306 sæðingar á landinu öllu,
þegar þessar upplýsingar eru unnar.
Þannig liggja nú fyrir miklu meiri
upplýsingar um þessa starfsemi en
áður og verður aðeins gerð grein
fyrir nokkrum niðurstöðum hér á
eftir.
Þegar reiknaður er heildar-
árangur sæðinganna reynist hann
sá að 60% ánna hafa fest fang og
að meðaltali eignast þær ær sem
bera 1,79 lömb. Þegar þetta er brot-
ið frekar niður þá kemur í ljós að
nokkuð yfir 80% allra sæðinga eru
sæðingar á ósamstilltum ám með
fersku sæði og því sá hópur sem
eðlilegast er að skoða samanburð
fyrir. Árangur þar er 62% og fædd
1,80 lömb að jafnaði. Nokkuð yfir
þúsund ær eru sæddar með dags-
gömlu sæði og þar hrapar árangur
í 49%. Í 1. töflu er gefið yfirlit um
umfang sæðinganna í einstökum
héruðum og árangur í hverju þeirra.
Á síðari árum hefur verulega
dregið úr notkun á samstillingu
gangmála hjá ám sem sæddar eru. Í
uppgjörinu voru samt hartnær 2600
samstilltar ær en árangur þeirra
sæðinga var með öllu óviðunandi
eða aðeins 45% að jafnaði.
Djúpfryst sæði hefur verið notað
á nokkrum stöðum og einnig var
í gangi all umfangsmikil tilraun
síðasta vetur þar sem verið var að
bera saman mismunandi blönd-
unarvökva fyrir frysta sæðið.
Upplýsingar eru fyrir nokkuð yfir
1400 sæðingar með frystu sæði en
þar er árangur aðeins 47% og fæða
þær ár sem bera ekki nema 1,70
lömb að meðaltali.
Hrútarnir á stöðvunum eru mjög
mismikið notaðir. 2. tafla gefur
yfirlit um það en þar kemur einn-
ig fram sæðingaárangur við notkun
þeirra hvers og eins.
Sæðingastöðvarnar sem annast
dreifingu sæðisins eru tvær og
þegar skoðaður er árangur sæðinga
frá hvorri stöð kemur fram að hann
var 58% frá Sauðfjársæðingastöð
Vesturlands en 67% frá Sauð fjár-
sæð ingastöð Suðurlands. Þegar
betur er að gáð virðist að vísu
sem þarna hafi veruleg áhrif að
á Vesturlandsstöðinni voru tveir
feiki lega mikið notaðir hrútar, Bogi
og Púki, sem skila ótrúlega slök-
um sæðingaárangri eins og sjá má
í töflu 2. Þessi áhrif hrútanna má að
nokkru meta út frá djúpfrysta sæð-
inu, þar sem það er allt framleitt
á annarri stöðinni og virðast þau
áhrif greinilega skýra meirihluta
munarins á milli stöðvanna, en
hann verður að sjálfsögðu að sjást
hverfa á næsta ári.
Feikilegur fjöldi sæðingamanna
kemur að sæðingunum. Ljóst er að
árangur þeirra sem eru með flestar
sæðingar er talsvert umfram með-
altal. Það eru um 60 sæðingamenn
sem eru með fleiri en 100 sæðingar
og er árangur þeirra sæðingamanna
á bilinu 37-86%.
Þegar niðurstöðurnar eru skoð-
aðar eru nokkur atriði sem má
benda á. Heildarniðurstöðurnar
benda til þess að á síðustu árum
muni ekki hafa gerst neinar
jákvæðar breytingar hvað varðar
sæðingaárangur. Við vitum að fyrir
rúmum áratug var sæðingaárangur
hér betri en í Noregi. Þar í landi
hefur verið sterkur áróður fyrir því
að bæta árangur og á árinu 2008 fór
árangur yfir 80% við sæðingar með
fersku sæði hjá þeim. Þetta ætti að
verða okkur hvatning til að bæta
árangur hér því að talsvert er að
vinna, en okkur á að vera mögulegt
að ná sama árangri og þeir og það
hefur fjöldi bænda víða um land
sýnt greinilega mörg undanfarin ár.
Hér er um að ræða talsvert langan
feril sem getur kallað á brotalamir
víða. Árvekni í öllum ferlinum hjá
öllum aðilum er því meginatriði.
Ljóst er að langsamlega stærsta
breytileikann í árangri er samt að
finna úti á búunum. Breytileiki á
milli búa yfirskyggir allt annað
og þess vegna alveg augljóst að
aðgerðir til að bæta árangur verða
öðru fremur að beinast að þáttum
þar. Reynsla bænda og sæðinga-
manna sem ár eftir ár eru að ná frá-
bærum árangri er samt sá skóli sem
þar er öðru fremur að leita í.
Þetta kerfi, sem hér hafa verið
kynntar niðurstöður úr, verður nú
notað í framtíðinni í stað dagbók-
ar sæðingamanna eins og kynnt
hefur verið bæði í hrútaskrá og hér
í blaðinu. Skráning sæðinganna
strax þegar þær eru gerðar gerir
mögulegt að tengja þær skráning-
um fjárræktarinnar og þannig fá
fullkomið yfirlit um árangur starfs-
ins. Þannig á að vera mögulegt að
birta strax á næsta hausti fullkomið
yfirlit um árangur þeirra sæðinga,
sem bændur hafa verið að gera í
fjárhúsum sínum um allt land á síð-
ustu dögum.
Niðurstöður sauðfjársæðinganna í desember 2008
Sauðfjársæðingarnámskeið
á Skjöldólfsstöðum
Nú í lok nóvember var haldið sauðfjársæðingarnámskeið á Skjöldólfs-
stöðum Jökuldal. Fjórtán nemendur mættu til að læra þessa tækni og
komu menn víða að og þeir sem lengst komu, norðan úr Þistilfirði og
sunnan úr Breiðdal. Umsjón með kennslu hafði Þorsteinn Ólafsson
dýralæknir og Þórarinn Lárusson ráðunautur var honum til halds og
traust en Þórarinn sér um að taka við pöntunum á sæði og að deila
þeim út fyrir Búnaðarsamband Austurlands. Allir nemendurinir stóð-
ust prófið og er viðbúið að þeir séu nú önnum kafnir þessa daganna við
sæðingar. Þetta námskeið var það fjórða í röðinni sem Endur mennt-
unardeild Landbúnaðarháskólans Íslands hélt í sauðfjársæðingum.
Þorsteinn Ólafsson dýralæknir sýnir nemendum hvernig skuli bera sig
að. Aðalsteinn Jónsson heldur í ána.
Jón Viðar Jónmundsson
landsráðunautur í búfjárrækt
Bændasamtökum Íslands
jvj@bondi.is
Skýrsluhald
Verklegar æfingar og sýnikennsla fór fram í fjárhúsunum á Skjöldólfs-
stöðum.