Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Utan úr heimi Höfundur eftirfarandi frásagn- ar, Rolf Edberg (1912-1997), var sænskur rithöfundur og stjórn- málamaður. Hann var einnig aðalritstjóri blaðsins Ny Tid í Gautaborg á árunum 1945-1956, sendiherra Svíþjóðar í Noregi á árunum 1956-1967 og landshöfð- ingi í Vermalandi í Svíþjóð 1967- 1977. Rolf Edberg gaf út um 40 bækur og er eftirfarandi kafli sóttur í bók hans Spillran av et moln, sem kom út árið 1966. Áður en maðurinn tók upp fasta búsetu reikaði hann um sem veiðimaður og safnari, jafnframt því sem hann dreifði sér um lönd og álfur. Fjarlægðirnar voru miklar og samfélögin urðu hvert með sínu móti, en áttu sér þó sameiginlegan grunn. Veiðimaðurinn lifði í sátt við náttúruna í hinni endalausu víðáttu, undir sól og stjörnum, sem sköpuðu ramma um líf hans, jafnt daglega háttu og æfi hans, felldu líf hans í skorður og mótuðu tilfinn- ingalíf hans. Meðvitund okkar er eins og sá hluti ísjakans sem stendur upp úr vatninu. Mest af vitundinni er ósýnilegt. Þar niðri, einhvers stað- ar, eru veiðilendur veiðimanns- ins, ytri menning okkar byggir á eldinum sem hann kveikti, öxinni hans, tinnuhnífnum, nál hans og boga. Það er ekkert djúpt niður á þessa meðvitund, frumskógurinn hefur verið fylgifiskur og umhverfi mannsins í 99 hundraðshlutum af tilveru hans, – borið saman við fimmtugan mann, þá hefur hann átt heimkynni sín utan skógarins í hálft ár. Ýmsar frumstæðustu þarfir okkar má rekja til skógarins. Þegar allt kemur til alls er það e.t.v. tog- streitan milli spennu skóganna og þess öryggis sem nútíminn reynir að veita fólki sem veldur rótleysi og eirðarleysi okkar, taugaveiklun og streitu. Eins og áður hafði gerst voru það veðurfarsbreytingar á ísöld sem gripu inn í og tóku völdin. Þær höfðu einnig áður haft afger- andi áhrif á þróun mannsins. Það voru þessar breytingar sem leiddu til þess að fyrstu hópar veiðimanna tóku sig upp frá upprunasvæðum sínum í Afríku. Seinna greindu þær hópana, sem reikuðu um, hvern frá öðrum. Að þessu sinni neyddu veðurfarsbreytingarnar manninn til að breyta lífsháttum sínum og þar með að hrinda af stað því sem við köllum menningu. Meðan nóg var af villibráð í skóginum var engin ástæða fyrir veiðimanninn að breyta lífsháttum sínum. Konurnar tíndu auk þess efalaust ávexti jarðar og unnu úr þeim, en þó enn sem komið var aðeins sem uppbót á aðra fæðu. En þá dundi á þurrkatími í kjölfar þess að ísöldinni lauk víða um heim. Á stórum landsvæðum víða um jörðina drógust skógarn- ir saman og villibráðinni fækkaði. Fólkinu var stillt upp við vegg, það varð að finna eitthvað nýtt til að lifa af. Það gerði fólkið með því að gera aukabúgreinina að aðalbú- grein. Jafnframt fór maðurinn að temja þau dýr, sem voru aðalfæða hans. Þetta tímabil er kennt við menningu yngri steinaldar, þegar sá lífsstíll, sem enn ríkir víðast hvar í mannlegu samfélagi, fór að festa sig í sessi. Ræktunarmaðurinn kemur til sögunnar Þessi þróun leiddi til þess að mað- urinn fór að rækta grastegundir sem báru korn og þvinga dýr, svo sem villtar geitur, sauðfé, kýr og svín, sem reikuðu um fjöllin, undir vald sitt. Í samanburði við hið langa tíma- skeið veðimannsins varð þróunin hröð á því tímabili sem við tók. Hinn nýi lífsstíll, sem hófst á hásléttum Írans, dreifði sér fyrst til hins frjósama flatlendis í Mesópótamíu, milli ánna Efrat og Tígris, og nokkru seinna til Nílardalsins í Egyptalandi og slétt- unnar kringum Indus á Indlandi. Þar með var hornsteinninn lagður að öllu því sem á eftir kom allt til þessa dags. Allt það sem við köll- um verkmenningu eða menningu andans er, eins og spámannlega hefur verið sagt, ekkert annað en önnur blómgun kornsins; hveit- isins og hrísgrjónanna. Hellirinn eða tjaldið hentaði ekki þegar maðurinn hafði fund- ið sér varanlegan bústað. Fyrstu leirkofarnir urðu til, undanfarar Babelturnsins og Empire State Building. Kofarnir röðuðu sér saman í lítil, frumstæð þorp. Sum þorpin stækkuðu og urðu að bæjum og borgum, borgirnar urðu að ríkj- um og ríkin að stórveldum. Allt tímaskeið veiðimannsins hafði hópurinn varðveitt blóðbönd sín og félagslega heild. Fyrstu leirkofarnir höfðu augsýnlega einnig þann tilgang að halda ætt- inni saman. Bæja- og borgamynd- unin kollvarpaði þessu kerfi. Hún leiddi til þess að fjölskylduformið styrktist, jafnframt því sem stærri samfélög fólks urðu til sem lögðu grunn að nýrri verkaskiptingu. Á öld veiðimannsins hafði öll athygl- in beinst að því að fanga bráðina, sem dreifði sér um allt, og það varð að leita hana uppi. Jarðræktin og þéttbýlið gáfu hins vegar vaxtarskilyrði fyrir sérhæft handverk, málmsmíði, við- skipti og andlega sýslan. Á öld veiðimannsins höfðu menn tamið sér eins konar frum- stæðan kommúnisma. Allir tóku þátt í fæðuleitinni, hinn sterkasti, greindasti eða hugrakkasti var sjálfkjörinn leiðtogi og bráðinni var skipt milli hópsins. Borgasamfélagið innleiddi nýtt félagslegt form, eignatengt vald. Til varð þjóðfélag þeirra sem kom- ust yfir eignir sem niðjar þeirra erfðu. Þar með varð einnig til stéttabarátta. Föst búseta gerði einnig stríðs- rekstur að „stofnun“. Rætur stríðs- ins ná djúpt niður í þróunarsögu mannsins, allt aftur í fortilveru hans. Stríð milli flokka veiði- manna, sem mættust, var þá hluti af tilverunni, ekkert í aðalatriðum ólíkt dýraveiðum. Rétt eins og Frumskógurinn fóstraði manninn Z >  @ [  Mynd af hellaristunum í Lascaux í Suðvestur-Frakklandi. Snertið ekki franska bændur. Það eru skilaboð Nicolas Sarkozy forseta til framkvæmdastjórnar ESB. Forsetinn krefst sterkrar opinberrar stjórnunar á búvöru- framleiðslunni í Frakklandi eftir 2013. Jafnframt lofar hann millj- arða evra stuðningi við franskan landbúnað. Í ræðu, sem forsetinn flutti í bænum Poligny í Jura-héraði í austanverðu Frakklandi, fullviss- aði hann áheyrendur um að hann myndi sjá til þess að landbún- aðurinn yrði varinn í yfirstandandi fjármálakreppu, sem og gagnvart breytingum á opinberri stjórn á málaflokknum. Að sögn forsetans er landbúnað- ur hluti af ímynd Frakklands. Nær allar franskar fjölskyldur eiga nána ættingja sem erja eða hafa erjað jörðina. Franska þjóðarsálin á sér djúpar rætur í franskri mold, hélt hann áfram. Ríkisstjórnin hefur lofað frönskum bændum, rúmlega einni milljón að tölu, tveggja millj- arða evra opinberum stuðningi. Af upphæðinni verða 650 milljónir evra greiddar bændunum beint, og um einn milljarður fer í nið- urgreiðslur á lánum þeirra. Rekstrarerfiðleikar, sem fransk- ur landbúnaður hefur glímt við tvö undanfarin ár, hafa ógnað tilveru hans. Það verð sem franskir bænd- ur hafa fengið fyrir afurðir sínar, svo sem mjólk, korn, grænmeti og ávexti, hefur lækkað um 20% á sama tíma og búðaverð þeirra hefur nánast staðið í stað. Sarkozy segir að þessa kreppu í frönskum landbúnaði verði að leysa með opinberri verðlagningu búvara. Hann ásakar framkvæmda- stjórn ESB um að styðja bændur aðeins með hangandi hendi. Forsetinn mælti fyrir endur- skipulagningu landbúnaðarins sem gæfi bændum bjartari framtíðarsýn. Það gengur ekki að láta Evrópu blæða út með fríverslunarsamning- um á kostnað þeirra. Um miðja þessa öld þarf land- búnaðurinn að fæða 9 milljarða jarðarbúa. Nú þegar sveltur sjötti hluti þeirra. Undir þeim kring- umstæðum er útilokað að stunda fríverslun sem kollvarpar verði á búvörum til framleiðenda og gerir þá gjaldþrota, sagði Sarkozy. ESB verður að viðurkenna sérstöðu landbúnaðarins, sagði hann, og hét að beita sér fyrir því. Innan framkvæmdastjórnar ESB er hugmyndum Sarkozys tekið með varúð. Embættismennirnir í Brussel munu grandskoða hugmyndirnar og leggja mat á það hvort þær brjóti í bága við samkeppnislög ESB. Franskir bændur óttast að hug- myndir forsetans stangist á við þau fyrstu drög að fjárlögum næsta árs sem forseti framkvæmdastjórn- arinnar, José Manuel Barroso, lagði fram fyrir skömmu. Samkvæmt þeim á að lækka hlut landbúnaðar- ins í útgjöldum ESB til að unnt sé að auka hlut annarra mikilvægra verkefna. Landsbygdens Folk Sarkozy, forseti Frakk lands, ver franskan landbúnað Snertið ekki franska bændur! eru skilaboð Nicolas Sarkozy forseta Frakklands til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Legið hefur fyrir um árbil í ESB að bannað verði að hafa varp- hænur í búrum í löndum sam- bandsins frá 1. janúar 2012. Fyrirmælin gilda einnig um lönd á Evrópska efnahagssvæðinu, svo sem Noreg og Ísland. Hvernig standa svo þessi mál nú? Tímaritið Dansk Erhvervskræ birti um miðjan október sl. úttekt á stöðu málsins. Í heildina litið skort- ir enn mikið á að reglunum hafi verið framfylgt en mörg lönd telja þó að það verði áður en fresturinn rennur út. Þannig hefur Írland lagt mikið fé í verkefnið og í Austurríki voru aðeins 10% af hænum enn í búrum árið 2008. Í nokkrum öðrum löndum, þar á meðal í stórum löndum svo sem Ítalíu og Spáni, sem og í Ungverjalandi og Slóvakíu, er ljóst að breytingin mun ekki eiga sér stað áður en fresturinn rennur út. Árið 2008 voru t.d. 97% af hænum í búrum á Spáni og 91% á Ítalíu. Í þessum löndum er upplýst að áhugi á dýravelferð sé lítill eða enginn. Nokkur lönd ætla að sækja um lengri frest til að leysa málið en önnur gefa ekkert upp hvernig þau hyggjast bregðast við. Í ESB eru uppi sterkar kröfur um jafna sam- keppnisstöðu þannig að ljóst er að tekist verður á um málið. Bondevennen Reglur um hænsnabúr og ESB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.