Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Undanfarin ár hefur Kristinn Tóm asson læknir hjá Vinnu- eftirlitinu ásamt fleiri læknum og aðstoðarfólki unnið að rannsókn um vinnuslys meðal íslenskra bænda. Niðurstöður hennar sýna að vinnuslys eru algeng hjá miðaldra og eldri bændum og leiða oft til langra fjarvista og er búpeningur áberandi orsök slysanna. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vinnuslys meðal bænda og hvaða áhrif þau hefðu á líðan, fjarvistir frá vinnu og læknisheim- sóknir. Rúmlega tvö þúsund bænd- ur með bú stærra en 100 ærgildi fengu sendan ítarlegan spurninga- lista um almenn heilsufarseinkenni, vinnuslys og læknisheimsóknir og svöruðu rúm 50 prósent þeirra. „Það er löng saga af hverju var farið út í þessa rannsókn en fyrir tíu árum kom þessi hugmynd upp frá forsvarsmönnum Bændasamtaka Íslands. Þá höfðu menn áhyggj- ur af geðheilsu bænda af ríkum ástæðum því búskaparhættir höfðu mikið breyst í landbúnaði og kjör bænda höfðu almennt rýrnað borið saman við kjör annarra í samfé- laginu. Í kringum 2002 var farið að spyrja mig hvernig væri hægt að sinna þessu og því var ákveðið að kanna hver þróunin væri meðal bænda meðal annars vegna þess að slysum hefur fækkað hjá þessari þjóðfélagsstétt,“ útskýrir Kristinn Tómasson. Helmingur bænda lent í vinnuslysi Vinnuslys voru algeng hjá miðaldra og eldri bændum og leiddu þau oft til langra fjarvista. Búpeningur var áberandi orsök slysanna, en tengsl við áfengisnotkun í tengslum við vinnu voru einnig skýr. Þeir sem höfðu orðið fyrir vinnuslysum leit- uðu oftar læknis vegna stoðkerf- isvanda og verkja. Þeir mátu einnig líkamlega og andlega líðan verri og áttu frekar við geðrænan vanda að stríða. „Það er tvennt sem kom á óvart í rannsókninni, annarsvegar að almennt heilsufar bænda er nokkuð gott, öndunarfærasjúkdómar meðal bænda eru almennt ekki algeng- ari en meðal annarra borgara en það stafar væntanlega af breyttum búskaparháttum. Mér finnst þó stóra fréttin í þessu að geðheilsa bænda er almennt sambærileg og meðal annarra hópa, að vísu er áhyggjuefni að ef upp koma veik- indi hjá bændum er þröskuldurinn hjá þeim aðeins hærri til að leita sér hjálpar. Er kemur að slysun- um vissum við ekki áður að 50% bænda hefur lent í vinnuslysi og fimmtungur verið frá vinnu í tvær vikur vegna þessa sem er mikið tjón í tapaðri vinnu ef maður reiknar alla bændur í landinu. Það vekur athygli manns að langstærst- an hluta þessara slysa má rekja til umönnunar dýra, aðallega stór- gripa en einnig sauðfjár. Ég fór í heimsóknir á bæi og þar blasa við töluverð þrengsli í fjárhúsum sem bjóða hættunni heim. Þetta kallar á í okkar huga að bændastéttin og bændaskólar þurfi að velta fyrir sér hvernig sé hægt að bæta vinnuum- hverfi bænda,“ segir Kristinn. Minna um áfengissýki meðal bænda „Það er minna um áfengissýki meðal bænda en annarra hópa en vandinn er hinsvegar sá að bænd- ur fá sér í glas við mannfagnaði og stærri atburði en slík neysla, þó hún þurfi ekki að vera mikil, veldur að þeir eru ekki allsgáðir við störf sín. Bóndinn er alltaf á vaktinni og því er viss hætta á slysum tengd áfeng- isneyslu. Það er ákveðin spurning hvernig bændur geta varast vinnu- slysin en áfengi getur sannarlega valdið slysum,“ útskýrir Kristinn og segir jafnframt: „Við gerum ráð fyrir að þessar upplýsingar muni nýtast til að útbúa fræðsluefni. Þessi tíðu slys kalla mjög á að hætta af vélum og tækjum sé metin reglulega og ekki síður að rætt sé hvernig á að umgangast búfé. Þetta kallar á að vinnuverndarfræðin verði kennd með markvissari hætti í bændaskólum því það hefði mátt koma í veg fyrir obbann af þessum slysum.“ ehg Í tilefni af 25 ára afmæli LS árið 2010 hefur verið ákveðið að efna til Færeyjaferðar á vegum sam- takanna dagana 19.-22. mars 2010. Ferðin er skipulögð af Ferða- þjónustu bænda. Björn Elíson fv. framkvæmdastjóri LS verður far- arstjóri, en hann býr sem kunnugt er í Færeyjum. Ætlunin er að heimsækja bændur í Færeyjum skoða náttúr- una þar og kynna íslenskt lamba- kjöti. Áhugasamir eru beðnir að fylgj - ast með auglýsingum á heima síðu LS – www.saudfe.is. Frek ari upp- lýsinga er að vænta fyrir árslok. Fyrir tveimur árum gerðist Ís land aðili að svonefndu COR- INE-verkefni, sem er evrópskt og snýst um samræmda flokk- un landupplýsinga. Nú er lokið skráningu landupplýsinga um Ísland fyrir árið 2006 og búið að færa inn þær breytingar sem orðið hafa frá árinu 2000. Þar með er í fyrsta sinn hægt að bera upplýsingar um landgerðir á Íslandi saman við landgerðir í fjöl mörgum Evrópuríkjum, en nokkuð er misjafnt hversu langt á veg slík skráning er komin í löndum álfunnar. Samanburðurinn leiðir ýmislegt forvitnilegt í ljós, svo sem það að sérstaða Íslands er ótvíræð: hér á landi er hlutfall þéttbýlis ekki nema einn tuttugasti hluti þess sem það er í öðrum löndum og landbúnaðar- land er ekki nema 2,4% af landinu. Í öðrum Evrópuríkjum er skóglendi og landbúnaðarland víðast hvar stærsti flokkurinn í þessari skrán- ingu en aðrar náttúrulegar land- gerðir eru hverfandi þáttur. Auðnirnar þekja helming landsins Í CORINE-verkefninu er landið flokkað í fimm grunnflokka en þar undir eru 44 mismunandi landgerð- ir. Af þessum landgerðum koma 32 fyrir hér á landi. Grunnflokkarnir fimm eru þessir: Þegar rýnt er nánar í undirflokk- ana vekur athygli að 87% af vot- lendi eru mýrar en Ísland mun vera í þriðja sæti meðal Evrópuríkja hvað varðar útbreiðslu mýrlendis, einungis Írland og Finnland eru ofar á blaði í því bókhaldi. Eins og sjá má er 3. flokkurinn langstærstur hér á landi en þar munar mestu um þrjá flokka: ógróið land, hálfgróið og jökla og fannir, en samtals þekja þessar auðnir tæplega helming landsins, eða 51.214 km2. Af þess- um auðnum eru um 8.000 km2 af völdum eldvirkni. Við það bætist svo flokkurinn mólendi, mosi og kjarr, sem þekur tæplega 36.000 km2. Graslendi (utan bújarða) og skógar þekja tæplega 4% landsins. Talsverðar breytingar Auk þess að nú skuli vera hægt að bera saman Ísland og önnur Evrópuríki hvað varðar landgerð- ir er hægt að lesa út úr þessum gögnum breytingar sem orðið hafa á yfirborði landsins milli áranna 2000 og 2006. Þar er ýmislegt sem vekur forvitni. Til dæmis hafa jöklar hopað af 180 km2 svæði, eða 1,63% af heildaryfirborði jökla, sem mönnum þykir kannski ekki mikið, en samsvarar þó því, að svæði sem nemur hálfu þriðja Þingvallavatni að flatarmáli hafi horfið af jöklum landsins. Hlutfallslega mesta breytingin varð þó á flokknum byggingar- svæði, sem stækkaði um 22,57 km2 á milli áranna 2000 og 2006. Það samsvarar 1.059% aukningu sem skýrist einkum af góðærisfram- kvæmdum á borð við húsbygging- ar, virkjanir og stóriðju, ný sumar- bústaðalönd og vegagerð. Varðandi það síðastnefnda má nefna að vegna þess að í CORINE er lág- marksstærð hverrar gerðar lands 25 hektarar mætti af kortinu ætla að einungis sé einn vegur á Íslandi: Keflavíkurvegurinn, en hann einn er nógu breiður til þess að ná inn á kortið. Aðgengileg almenningi CORINE-flokkunin hefur verið gerð aðgengileg öllum almenningi á heimasíðu Landmælinga Íslands, www.lmi.is, en þar er búið að setja upp vefsjá til þess að skoða einstök landssvæði eða landið í heild. Þessi flokkun nýtist ýmsum, ekki síst sveitarfélögum og þeim sem vinna við umhverfis- og skipulagsmál og framkvæmdir. Bændur og bún- aðarsambönd geta einnig haft not af þessu kerfi, sem hlýtur að vera kærkomin viðbót við loftmynd- irnar sem nú eru notaðar við gerð túnkorta og annarra upplýsinga um lönd bænda. Að sögn Kolbeins Árnasonar verkefnisstjóra við CORINE verð- ur áfram unnið við skráningu inn í kerfið en næsta uppfærsla á Evrópuvísu verður væntanlega gerð á næsta eða þarnæsta ári. –ÞH Landgerð Flatarmál Hlutfall af Íslandi 1. Manngert yfirborð 396 km2 0,38% 2. Landbúnaðarland 2.523 km2 2,4% 3. Skógar og önnur náttúruleg svæði 90.661 km2 87,6% 4. Votlendi 7.476 km2 7,2% 5. Vötn og höf 2.386 km2 2,3% Landgerðir á Íslandi kortlagðar CORINE-verkefnið skráir landnotkun og breytingar milli ára Á þessu korti má sjá allar þær 32 landgerðir sem greindar hafa verið hér á landi. Athygli vekur fjólublái liturinn en hann táknar mýrar og sýnir að Ísland er þriðja votlendasta land Evrópu. Það er bærinn Jörfi í Víðidal, Húnaþingi vestra, sem glóir í vetrarrökkrinu. Mynd | ÁÞ Verðbreytingar á Bændablaðinu Um áramótin hækkar auglýsingagjaldskrá og áskriftargjöld Bænda- blaðsins. Ástæðan er miklar verðhækkanir á rekstrarvör um en gjald- skrá blaðsins hefur verið óbreytt í tvö ár. Dálk senti metra verð í fjórlit verður kr. 1.190 án vsk. og kr. 910 í svarthvítu. Þjón ustu aug lýs ingar munu kosta kr. 10.000 án vsk. Grunngjald smáauglýsinga verður kr. 1.500 m. vsk. og smáauglýsing með mynd kostar kr. 3.600 m. vsk. Áskrifendur, sem fá blaðið sent, greiða á næsta ári kr. 6.200 m. vsk. fyrir ársáskrift en aldraðir fá helmings afslátt og verður þeirra árgjald kr. 3.100. Útgáfudagar og blaðaukar Bændablaðsins 2010 Fyrsta tölublað Bændablaðsins eftir áramót kemur út 14. janúar. Hér undir eru útgáfudagar fram að sumarleyfi ásamt áætlun um blaðauka þar sem fjallað er um afmarkaða þætti í hverju blaði (birt með fyrirvara um breyt- ingar). 1. tbl. 14. janúar Rekstur / fjármál / ráðgjöf 2. tbl. 28. janúar Menntun 3. tbl. 11. febrúar Byggingar í landbúnaði 4. tbl. 25. febrúar Nautgriparækt 5. tbl. 11. mars Búnaðarþing 6. tbl. 25. mars Vorverkin – jarðrækt o.fl. 7. tbl. 15. apríl Flutningar í dreifbýli 8. tbl. 29. apríl Sáning korns og annarra nytjajurta 9. tbl. 13. maí Tæki til landbúnaðar / heyskapur 10. tbl. 27. maí Ferðaþjónusta / Opinn landbúnaður 11. tbl. 10. júní Viðburðir og sýningar sumarsins 12. tbl. 24. júní Garðyrkja 13. tbl. 8. júlí Jurtir, söfnun, nýting, úrvinnsla Bændablaðið óskar lesendum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vinnuslys talsvert algeng meðal bænda en almennt heilsufar bænda nokkuð gott, að því er fram kemur í rannsókn íslenskra lækna. Markviss fræðsla getur fækkað slysum Landssamtök sauðfjárbænda efna til Færeyjaferðar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.