Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009
Tól og tæki
ALLT FRÁ því ég var lítill, óþekk-
ur sveitastrákur norður í landi
hefur mig dreymt um að eign-
ast Chevrolet Bel Air 1956, sem í
mínum huga var sterkasti og flott-
asti fólksbíll sem hægt væri að
eignast, en nú er kominn á markað
nýr Chevrolet sem er bæði sterkur
og flottur.
Í síðasta mánuði frumsýndi
Bílabúð Benna Chevrolet Cruze
2010, fólksbíl og sportlegan fjöl-
skyldubíl sem á að vera sparneyt-
inn, öruggur, ódýr og fullur af nýj-
ungum. Ég fékk að prófa gripinn,
sem er Chevrolet Cruze LS 1,8 L,
16 ventla bensín, beinskiptur og
skilar 141 hestafli. Það var margt
sem kom mér á óvart eftir rúmlega
100 km. akstur.
Mjólkurhvítan bílinn fékk ég
afhentan tandurhreinan inni í sýn-
ingarsal Bílabúðar Benna við
Bíldshöfðann og hóf aksturinn á
því að bregða mér í innkaupaleið-
angur fyrir helgina með minni frú. Í
farangursgeymslunni er mikið, gott
og aðgengilegt rými og reiknast um
450 lítrar.
Það fyrsta sem ég tók eftir voru
styrkingar sem eru í póstum og
hurðum í ofanverðum bílnum, en
við nánari skoðun og lestur á bækl-
ingi um bílinn er hann næstum eins
og keppnisbíll í ralli með öruggt
veltibúr. Þetta veltibúr sést hvergi,
en inni í hurðunum og inni í hurð-
apóstunum eru miklar styrkingar.
Í fyrstu reyndist mér erfitt að
leggja af stað í fyrsta gír og drap
á vélinni við það. Mér fannst ég
þurfa að gefa vélinni fullmikið inn
svo að ég kæmist af stað og sama
vandamál var þegar ég þurfti að
bakka, en þetta vandist og verð ég
að dæma það sem minn klaufaskap.
Eftir um 30 km akstur á saltbornum
götum Reykjavíkur fannst mér bíll-
inn vera allt of skítugur langt upp
og aftur eftir hliðunum og án aur-
hlífa er bíllinn að mínu mati mikill
sóði, en með litlum aurhlífum má
koma í veg fyrir megnið af þessum
sóðaskap.
Vélin í bílnum er kraftmikil og
skilar bílnum vel áfram, en inni í
bílnum heyrist of mikið í henni.
Fyrir mér yngri menn er þetta eitt-
hvað sem verður að vera og kallast
„töff“, að heyra hressilega í vélinni.
Útvarpið í bílnum er „garg-
andi snilld“, frábærar græjur sem
maður stjórnar úr stýrinu, útvarp
og geislaspilari. Toppurinn á þess-
um græjum er innbyggt MP3-tengi,
en MP3-spilaranum er stjórnað úr
stýrinu og birtast upplýsingarnar úr
spilaranum á skjá í mælaborðinu.
Framsætin eru þægileg, bjóða
upp á mikla möguleika í stillingu
og ættu allir að finna sína still-
ingu án mikillar fyrirhafnar, en það
er ekki í öllum bílum sem hægt
er að hækka og lækka framsætin
svona mikið. Sem dæmi fyrir þá
sem til þekkja gætu þeir Haraldur,
formaður Bændasamtakanna, og
Sindri, formaður sauðfjárbænda,
setið hlið við hlið í bílnum, hvor
með sína stillingu á sætunum og
virst jafn háir þeim sem inn í bílinn
sæju, þó að hæðarmunurinn á þeim
sé töluverður.
Prufuaksturinn
Ég ákvað að renna upp að Káranesi
2 í Kjós og prófa þannig bílinn í
langkeyrslu. Á beina kaflanum fyrir
neðan Fell í Kjós setti ég hraðastill-
inn, „cruise control“, á. (Ekki minn-
ist ég þess að hafa keyrt beinskiptan
bíl með hraðastilli áður, en eitt bein-
skipt mótorhjól hef ég keyrt með
hraðastilli, Honda Gold Wing árg.
1988). Með hraðastillinn stilltan á
90 sagði aksturstölvan í bílnum að
meðaleyðslan væri um 5-8 lítrar
á hundraðið, sem er lítið fyrir um
1400 kílóa þungan bíl.
Þegar ég beygði inn á afleggjar-
ann að Meðalfellsvatni var þar mikil
hálka og spólvörnin og skriðvörnin í
bílnum virkuðu vel. Ég steig á heml-
ana til að athuga hvernig harðkorna-
dekkin virkuðu í svona glæru. Mér
til mikillar furðu svöruðu dekkin
ekki ósvipað og nagladekk, en þess
ber að geta að ég hef hingað til ekki
haft mikla trú á harðkornadekkjum.
Af þessari fyrstu reynslu að dæma
virka þau eins vel og auglýsingar
segja til um.
Næst var það malarvegurinn
heim að Káranesi. Fjöðrunin kom
mér á óvart, þó sérstaklega að
framan; framfjöðrunin hreinlega át
holurnar í malarveginum, en maður
fann aðeins fyrir þeim með aftur-
dekkjunum. Malarvegahljóð var
lítið og hef ég heyrt bæði meira og
minna í smásteinum skjótast undir
aðra bíla sem ég hef keyrt, en þess
ber að geta að á frosnum malarveg-
um heyrist oftast meira í smástein-
um upp undir bíla.
Finnur bóndi var ekki heima
svo að ég ók sömu leið í bæinn, en
tók nokkrar bremsuæfingar, með
og án ABS-bremsukerfisins, við
fjósið hjá Káranesi. Ég varð ekki
fyrir vonbrigðum með bremsurnar
á mölinni, en ég var búinn að prófa
bremsurnar á slitlagi áður og get
gefið þeim hæstu einkunn.
Hjörtur prófar bíla og landbúnaðartæki
Rennilegur fjölskyldubíll frá Chevrolet
Frumkvöðla- og tækniþróunarsetrið
á Hvanneyri skoðar nýjungar
Sjálfhreinsandi
gúmmí gólf í kálfastíur
Í SVÍÞJÓÐ hefur um árabil verið í þróun gólfgerð fyrir búfé sem hreinsar
sig sjálf. Þessi tæknilausn kallast ytra „Moving floor“ en á íslensku
myndum við líklega kalla þetta sjálfhreinsandi gólf fyrir geldneyti.
Hugmyndin byggist á því að undir gripunum er færiband sem fer af
stað á fyrirfram gefnum tímum. Við enda stíunnar er skafa sem skefur
skít og annað af færibandinu, sem svo eðlilega fer í hring og kemur
hreint undir gripina á
ný.
Kerfið er í raun
sára einfalt (sjá mynd).
Stían er sett upp og
hönnuð líkt og hey-
hleðsluvagn en í stað
keðju og þverbita er
notað gúmmífæriband
af breiðustu gerð.
Stærð stíunnar tak-
mark ast af breidd
gúmmí gólfsins, en algeng stíustærð er 2x4 metrar og er rafmagnsnotk-
unin fyrir slíkt gólf með verksmiðjustillingum um 250 kWh á ári til
þess að halda gólfinu hreinu (u.þ.b. 1.000 Íkr).
Samkvæmt niðurstöðum JTI (Bútæknideildarinnar í Svíþjóð) venj-
ast kálfar þessu skjótt og læra einfaldlega að „ganga“ á móti hreyf-
ingunni. Þá var sérstaklega skoðuð legutíðni og leguhegðun en ekkert
marktækt samband fannst á milli leguatferlisins og keyrslutíma gólfs-
ins, sem bendir sterklega til þess að hreyfingin hafi a.m.k. ekki haft
veruleg neikvæð áhrif á kálfana.
Kerfið sjálft virkar þó ekki nema með því að nota samhliða undir-
burð sem einnig skammtast sjálfvirkt. Þetta gerist með afar einföldum
hætti en fyrir miðri endaeiningunni er staðsett 25 cm breitt plaströr
í 4-5 cm fjarlægð frá gúmmígólfinu. Rörið er svo fyllt með sagi og
þegar gólfið fer af stað, dregst sagið úr rörinu og myndar rás á miðju
gólfinu. Kálfarnir dreifa svo sjálfir úr saginu! Þess ber þó að geta að í
skoðun JTI á þessu undirburðarkerfi var notkun á sagi allveruleg.
Heimildir: www.movingfloor.se og www.jti.se
Snorri Sigurðsson
Niðurstaða
Jákvæðir punktar:
Verðið er um 3,2 milljónir og verður að teljast gott,
en sambærilegir bílar frá samkeppnisaðilum kosta
yfir 4 milljónir.
Sportlegur, kraftmikill, rennilegur og þægilegur
bíll með góða fjöðrun.
Fínn fjölskyldubíll, sérstaklega þegar kemur að
öryggi farþega, fjórir góðir skynjarar á afturstuðaran-
um þegar bakkað er, sem nema vel það sem er fyrir
aftan.
Eyðir ekki miklu bensíni þrátt fyrir kraftmikla vél.
Hljómflutningstækin verða vart betri og fá hæstu
einkunn hjá mér.
Baksýnisspeglarnir á hliðum bílsins eru stórir og
góðir og sést vel aftur fyrir bílinn í þeim, en spegill-
inn inni í bílnum er frekar lítill. Hann hefur þó þann
kost að skyggjast sjálfkrafa ef bíll kemur aftan við
mann með sterk ljós, sem stundum vill trufla.
Það sem betur má fara:
Of mikið vélarhljóð heyrist inni í bílnum og veghljóð
er full mikið á malarvegi.
Bíllinn er sóði við sjálfan sig, sérstaklega frá
fram dekkjunum sem ausa skít upp á hliðar hans í
beygj um, en með aurhlífum (drullusokkum) er hægt
að komast fyrir þetta.
Ég drap nokkrum sinnum á bílnum þegar ég var
að leggja af stað áfram eða bakka og fannst mér ég
þurfa að gefa bílnum fullmikið inn til að koma í veg
fyrir þetta, en það gæti rétt eins verið minn klaufa-
skapur.
Hjörtur L. Jónsson
hlj@bondi.is
Bílaprófun
Tæknilegar
upplýsingar
Vél: 1800 cc (141 hö-v.6200
sn) og 2000 cc dísel (150
hö-v. 4000 sn)
Lengd 4597 mm
Breidd án spegla 1788 mm
Hæð 1477 mm
Farangursrými 450 lítrar
Eigin þyngd 1290 kg (1427
kg dísel)
Hjólhaf 2685 mm
Eldsneytistankur 60 lítrar
Felgustærðir 17“ álfelgur
Bremsur diskabremsur loft-
kældar að framan
Gírskipting 5 gíra bsk. og 6
gíra ssk.
Öryggisatriði:
Stöðuleikastýring, 5 punkta
belti í öllum sætum, bakk-
skynj arar, styrktarbitar í hlið-
um og 8 loftpúðar.
Staðalbúnaður:
Velti- og aðdráttarstýri,
útvarp og cd-spilari m. 6
diska hleðslu, cruise control,
regnskynjari, aksturstölva og
sjálfvirkur dagljósabúnaður.
Starfsmenn Véla og þjónustu, frá vinstri: Guðjón Ágústsson í varahlutaversl-
un, Eiður Steingrímsson sölustjóri, Kristinn Daníelsson verslunarstjóri,
Gunnar Geirsson fjármálastjóri og Viktor Karl Ævars son framkvæmdastjóri.
Vélar og þjónusta
Nýir eigendur teknir við
Nýir aðilar hafa tekið við rekstri
Véla og þjónustu. Eið ur Har-
alds son, kenndur við fyrir tækið
Há fell, og Ævar Þor steins son,
eig andi Kraftvéla keyptu fyrir-
tækið og hyggja á uppbyggingu
þess. Ráðinn hefur verið nýr
fram kvæmda stjóri og er það
Viktor Karl Ævarsson.
Ráðnir hafa verið til starfa þrír
fyrrum starfsmenn Vélavers, þeir
Eiður Steingrímsson, Gunnar
Geirs son og Kristinn Daníelsson.
Þá hefur fyrirtækið tekið við um-
boðum fyrir ýmsa framleiðend-
ur vinnuvéla og tækja sem áður
voru í höndum Vélavers. Má þar
nefna dráttarvélar frá New Hol-
land og Case IH, Alö Quicke
ámokst urstæki, Fella heyvinnu-
vélar, Kongskilde jarðvinnslu-
vélar, Weidemann smávélar, Ifor
Williams vagna og kerrur, Iveco
bif reið ar og Junkkari sturtuvagna.
Hjá fyrirtækinu voru fyrir merki
á borð við McCormick dráttarvélar,
JF-Stoll heyvinnuvélar og ámokst-
urstæki, Hyster vörulyftara og
Hydrema vinnuvélar. Þá býður fyr-
irtækið upp á varahluti og þjónustu
við eigendur Zetor dráttarvéla og
JCB vinnuvéla.
Vélar og þjónusta er rúmlega
30 ára gamalt fyrirtæki en lenti
eins og mörg önnur fyrirtæki í
véla innflutningi í rekstrarvanda
og tók Kaupþing rekstur þess yfir
árið 2004. Nýju eigendurnir kaupa
nafn ið af Kaupþingi en fyrirtækið
er í rauninni alveg nýtt því kenni-
talan varð eftir hjá bankanum.
Gerður hefur verið samningur
til bráðabirgða um að Kraftvélar
annist þjónustu við tækjaeigendur
en það er eitt öflugasta sérhæfða
verkstæði landsins á sviði vinnu-
og landbúnaðarvéla.
Þegar Bændablaðið heimsótti
fyrirtækið báru menn sig vel og
kváðust ætla að rækta tengslin við
bændur. Þeir væru í annarri stöðu
en verktakar sem hættu einfaldlega
að nota tækin sín. Það gætu bændur
ekki því búpeningur þarf sitt fóður.
Þrátt fyrir erfitt árferði sögðust
þeir vera bjartsýnir, nú væri bara
hægt að taka eina stefnu, upp á
við. Eflaust ættu eftir að verða enn
meiri hræringar á markaði en Vélar
og þjónusta væri vel búið undir að
takast á við framtíðina.
–ÞH