Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 15
15 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Sauðfjárbændum og fleiri góð- um gestum var boðið að kynna sér starfsemi Glófa á Akureyri á dögunum, en skömmu áður fór starfsfólk fyrirtækis ins í heim- sókn að Gullbrekku í Eyja fjarð- ar sveit og fylgdist þar með rún- ingi og fræddist um ull, flokkun hennar og pökkun. Sú heimsókn var endurgoldin á dögunum og bændum boðið að kynna sér hvað verður úr ullinni sem fyrirtækið notar í framleiðslu sinni. Glófi er nú stærsti framleiðandinn á ullar- vörum úr vélprjónabandi, sem framleitt er af Ístex og er mark- mið fyrirtækisins að sérhæfa sig enn frekar á því sviði. Fyrirtækið Glófi var stofnað á Akureyri árið 1982 af systkinunum Eðvarði og Margréti Jónsbörnum og fjölskyldum þeirra. Í upphafi framleiddi fyrirtækið eingöngu prjón aða vettlinga, en fljótlega var fram leiðslan aukin og farið út í fram leiðslu á allskyns sokkum og smá vörum. Í yfir tuttugu ár hefur fyrir tækið verið leiðandi í þróun og framleiðslu á prjónaðri smávöru á Íslandi. Árið 2005 keyptu þeir Logi A. Guðjónsson og Páll Kr. Pálsson fyrirtækið og eiga þeir það til helm- inga, er Logi framkvæmdastjóri og Páll stjórnarformaður. Nú starfa hjá félaginu 42 starfs- menn en starfsstöðvar eru á þremur stöðum á landinu. Á Akureyri eru 15 starfsmenn, en þar fer fram fram- leiðsla á smávörum og mokkavör- ur eru einnig framleiddar þar. Á Hvolsvelli er öll framleiðsla á flík- um en þar eru 15 starfsmenn og í Kópavogi eru 12 starfsmenn. Þar er þróunar-, markaðs- og sölusvið félagsins ásamt fjármálastjórn. Á meðal þess sem fyrirtækið framleiðir má nefna sokka af ýmsum gerðum, prjónaða smávöru eins og vettlinga, trefla, sjöl og húfur, ullar- flíkur eins og peysur, jakka og vesti, húfur, lúffur og skó úr mokka, ullar- teppi og minjagripi. Allar vörur fyr- irtækisins eru í dag markaðssettar undir vörumerkinu Varma. Ætla að snúa vörn í sókn og telja ýmis tækifæri fyrir ullariðnaðinn Nú nýverið var tískuvörulínan Blik, sem þróuð var fyrir Varma Design af Laufeyju Jónsdóttur hönnuði, sett á markað. Stefnt er að því að línan fari í sölu erlendis upp úr miðju næsta ári. Hún samanstendur af 16 mismunandi flíkum úr vél prjónaðri ullarvoð. Hún á einkum að höfða til kvenna á aldrinum 20 til 60 ára, en að auki eru tvær karlmannapeysur í línunni. Forsvarsmenn Glófa eru stað- ráðnir í því að snúa vörn í sókn hjá ullariðnaðinum og telja ýmis tæki- færi fyrir hendi nú um stundir, enda sé samkeppnisumhverfið gjörbreytt eftir fall krónunnar. Ljóst þykir að miklir möguleikar eru nú fyrir hendi á útflutningi á vörum úr íslenskri ull. Fyrirtækið fær fjölda fyrirspurna og þá hefur áhugi erlendra ferðamanna á síðustu misserum ekki farið fram hjá neinum. Glófi hefur náð góðum árangri í sölu á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, ákveðnir markaðir í Bretlandi, Hollandi, Banda ríkj- unum, Kanada og jafnvel Rúss- landi eru einnig að opnast um þess- ar mundir. MÞÞ Ólafur Ívarsson tæknistjóri kynnir starfsemi fyrirtækisins fyrir áhugasömum gestum. Sauðfjárbændur og fleiri góðir gestir hjá Glófa Páll Kr. Pálsson sýnir þeim Birgi Arasyni, formanni Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði, Inga Björnssyni útibússtjóra Íslandsbanka og Elínu Margréti Hallgrímsdóttur hjá Símenntun Háskólans á Akureyri hversu sterkir sokk- arnir sem Glófi framleiðir eru. Helga Þórðardóttir með flík úr nýju Blik-línunni. Logi A. Guðjónsson, Eðvarð Jónsson og Páll Kr. Pálsson. Eðvarð stofn- aði fyrirtækið árið 1982 ásamt Margréti systur sinni, en þeir Logi og Páll keyptu það árið 2005. Gleðileg jól. Óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári Dúnhreinsunin Digranesvegi 70 Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári Gleðileg jól Samband garðyrkjubænda _____________ Landssamband kartöflubænda Félag garðplöntuframleiðenda Félag grænmetisframleiðenda Félag blómaframleiðenda Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu Himinn sf. Æðardúnshreinsunin Skarði Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Hagþjónusta landbúnaðarins Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hag sældar á komandi ári. Vélaval, Varmahlíð Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hag sældar á komandi ári. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Samband íslenskra loðdýrabænda Bjargey Pétursdóttir, verkstjóri í framleiðslusal, að þræða sokka- saumavélina.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.