Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 27
27 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Á SÍÐUSTU tveim áratugum hafa orðið gríðarlega miklar framfar- ir í erfðatækni. Nýjar greining- araðferðir hafa gert mögulegt að greina og kortleggja erfðaefni ótal tegunda dýra, plantna og annarra lífvera. Þannig var erfðamengi mannsins greint fyrir nokkrum árum og í framhaldi þess hefur hliðstæð vinna verið unnin fyrir t.d. nautgripi og svín. Fyrir meira en áratug fóru nokkrir af þekktustu kynbótafræð- ingum í nautgriparækt að velta fyrir sér hvernig nota mætti hina nýju þekkingu til að ná enn meiri ræktunarárangri í nautgriparækt. Þar fóru fremstir í flokki Kanada- maðurinn Schaffer og Ástralinn Goddard en síðan hefur sá hópur stækkað feikilega mikið sem um þetta hefur fjallað á síðastliðnum hálfum áratug. Aðferðir hafa verið þróaðar sem talið er að geti aukið árlegar ræktunarframfarir í nautgriparækt um að minnsta kosti nokkra tugi prósenta í samanburði við það sem núverandi ræktunarskipulag skilar. Þeir telja þá byltingu sem þarna er framundan í stóru ræktunarhóp- unum vera ákveðna hliðstæðu við það sem tilkoma sæðinga var fyrir tæpum átta áratugum. Hér á eftir vil ég gera tilraun til að gera grein fyrir örfáum atriðum þeirra breyt- inga sem menn telja þarna vera í sjónmáli. Hver eiginleiki mældur beint Löngu er þekkt að þeir mikilvægu eiginleikar, sem kynbótastarf síð- ustu áratuga hefur miðað að því að breyta á tiltekinn hátt, ráðast af áhrifum erfða- og umhverfis- þátta. Kynbætur gerast aðeins með breytingum á erfðaþættinum. Vandamálið er hins vegar að yfir- leitt hefur ekki verið mögulegt að mæla erfðaþáttinn beint, held- ur hefur orðið að meta hann með mismunandi aðferðum út frá mæl- ingum á eiginleikum, eða því sem við köllum svipfar hans. Þar hafa verið þróaðar sífellt betri aðferðir þar sem BLUP-kynbótamatið hefur á síðustu áratugum verið að skila meiri framförum í ræktunarstarfinu en áður var. Með greiningu erfðaefnisins eru menn hins vegar komnir skrefi nær því að geta mælt erfðaáhrifin að baki hverjum eiginleika beint. Líta má á erfðamengið sem stóra bók. Vandamálið er aðeins það að orðin sem þar standa skilja menn enn að mjög takmörkuðu leyti (mjög fá gen eru enn þekkt). Hins vegar er það viðurkennd þekking að mikill fjöldi gena standi að baki hverjum einstökum eiginleika. Þær minnstu einingar sem almennt er verið að greina í erfðaefninu kallast set (snip) og má á vissan hátt líkja þeim við bókstafina í bókinni. Þróaðar hafa verið tölfræðilegar aðferðir til að meta erfðaþátt ein- stakra eiginleika út frá greiningum á ákveðnum setum í erfðamenginu. Til þess að slíkt sé mögulegt þurfa að vera fyrir hendi erfðagreiningar á fjölda gripa og tilsvarandi svipfars- mælingar fyrir feikilegan fjölda skyldra gripa (afkvæmarannsóknir fyrir þúsundir nauta, sem einnig eru erfðagreind). Þannig má finna með þessum aðferðum hvaða áhrif koma frá hverju seti fyrir viðkomandi eig- inleika og gefa erfðamat hans. 50.000 skilgreind set Á allra síðustu árum hafa verið unnar erfðagreiningar nauta í mörg um stærstu ræktunar lönd - un um. Útbúinn var tiltekinn stað all sem víðast er notaður og bygg ir á greiningu á um 50.000 skilgreindum setum. Fyrir Hol- stein-kýr í stærstu ræktunar lönd- un um (Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Hollandi, Nýja- Sjálandi, Norðurlöndunum og fleiri) hefur nú verið byggt upp mat sem gerir erfðamat gripa mögulegt í ýmsum tilvikum með fast að helmingi meira öryggi en ætt ernis- mat gerir. Þetta hefur leitt til þess að þegar er ákveðið að fara að nota úrval á þessum grunni í nautavali í fleiri löndum. Í stað þess að bíða eftir afkvæmarannsóknum nautanna þegar þau eru fimm eða sex ára gömul eru þau valin til notkunar út frá erfðamatinu strax þegar þau koma í notkun ársgömul. Ljóst er að það verður eitthvað breytilegt eftir löndum á hvern hátt og hversu hratt þessar breyttu aðferðir verða teknar í notkun. Nautsmæður valdar fyrr Ljóst er að með þessum aðferð- um er kynbótamat nautanna ekki jafn öruggt og það sem fæst með afkvæmadómi þeirra en á móti koma möguleikar á að stytta ætt- liðabilið það mikið að árlegar fram- farir aukast umtalsvert. Í byrjun ætla samt flestir fyrst og fremst að nota þetta sem forval á nautunum sem fara í afkvæma- rannsókn. Þeir telja að ákveð- inn tíma taki að byggja upp traust bænda á þessum nýju úrvalsleið- um í stað afkvæmarannsóknanna. Vandinn við þetta er að vísu sá að með slíku vali er grunnforsendum afkvæmarannsóknanna að hluta raskað. Mönnum er það vel ljóst en hafa ekki enn verið þróaðar aðferð- ir til að bregðast við því. Þeir sem lengst ganga ætla samt strax að fara að velja nautsfeður að hluta á þess- um grunni og þeir sem bjartsýnastir eru um gildi þessara nýju aðferða reikna með að valið verði nánast að öllu leyti á þessum grunni innan fárra ára. Ein hlið þessa er einnig að með þessum aðferðum opnast möguleikar til að velja nautsmæð- ur af enn meiri nákvæmni en hægt hefur verið til þessa. Þannig megi arfgerðagreina allra best ættuðu kvígurnar á hverjum tíma strax eftir fæðingu og taka þær allra bestu til fósturvísaflutninga um leið og þær verða kynþroska og virkja þær þannig strax sem nautsmæður. Það er hins vegar rétt að vekja athygli á því að til að geta fram- kvæmt þetta úrval verður að vera fyrir hendi nægjanlega nákvæmt erfðamat í viðkomandi stofni. Í ljós hefur komið að til þess að slíkt sé mögulegt þurfa að vera fyrir hendi afkvæmarannsóknir fyrir nautastofn sem telur helst þús- undir gripa. Þannig er t.d. það mat sem Bandaríkjamenn hafa náð að byggja upp fyrir brúnu svissnesku kýrnar þar í landi tæpast hótinu betra en það sem ætternisdómur gefur. Nýsjálendingar eru, ásamt Bandaríkja- og Kanadamönnum, greinilega komnir hvað lengst á þessari braut og hjá þeim eru tveir meginstofnar kúa, þær svartskjöld- óttu og Jersey-kýrnar. Samkvæmt þeirra niðurstöðum er mjög tak- markað upplýsingastreymi sem má nýta á milli þessara kynja við erfðamatið. Samkeppnisstaðan breytist Þessar niðurstöður benda til að þessar nýju aðferðir yrðu tæpast nýttar í íslenska kúastofninum á hliðstæðan hátt og í stærri erfða- hópum. Þar við bætist að sérstaða stofnsins á samkvæmt öllum fræð- um á þessu sviði að hafa leitt af sér að yfirfærsla upplýsinga frá öðrum kynjum komi að minni notum en hjá flestum öðrum kynjum. Þetta segir okkur því, eins og helstu höf- undar þessara fræða draga ekki fjöður yfir, að samkeppnisstaða stærri og minni ræktunarhópa muni breytast, litlu hópunum í enn meiri óhag. Í umfjöllun um þessar breyt- ingar benda talsmenn þeirra samt á fjölmörg umhugsunaratriði sem miklu muni ráða um hver árangur breytinganna verður til lengri tíma litið. Athyglisvert er að sjá að það eru bandarísku vísindamennirn- ir sem leggja allra mesta áherslu á að nautgriparæktarstarfið verði að bera gæfu til áframhaldandi samvinnu og samnýtingu upp- lýsinga. Það hafi verið grunn- urinn að hinum miklu framförum búfjárræktarstarfs síðustu áratuga og verði enn þýðingarmeira með þessum breytingum. Aðeins út frá því er augljóst hvað umfang upp- lýsinga ræður miklu um árangur. Hættan sem þeir sjá er hins vegar að í mörgum löndum fylgja þess- um breytingum einnig breytingar á eignarhaldi upplýsinganna, sem til þessa hafa víðast verið í hönd- um bænda. Nú verða það sæðinga- stöðvarnar, sem í mörgum löndum eiga mikilvægar upplýsingar og utan Norðurlandanna eru flestar einkahlutafélög. Hættan er að þau loki aðgangi að upplýsingunum og fari að nota þær í samkeppn- isrekstri. Nautgriparæktarstarf falli þannig í sama farveg og svínarækt- in hefur verið að gera. Það getur aðeins leitt af sér lélegri upplýsing- ar en ella og árangursminna rækt- unarstarf. Í stað árangursríks og skipulegs starfs komi skrumskæld auglýsingamennska og samkeppni ræktunarfélaga, sem vafalítið skilar bændum sem mjólkurframleiðslu stunda ekki batnandi afkomu. Þeir nefna einnig þann mögu- leika að risabú, sem sífellt verða fleiri í mjólkurframleiðslu, hætti að nota sæðingar. Með því öryggi sem komið er á erfðamatið geti þeir á grunni arfgerðagreiningar valið naut til notkunar í þessum eining- um af nægjanlegri nákvæmni. Hér er að sjálfsögðu aðeins tæpt á örfáum atriðum í sambandi við þessar miklu breytingar sem virð- ast við sjóndeildarhringinn. Ljóst er að miklar og hraðar breytingar eru framundan sem fróðlegt verður að fylgjast með og einnig þurfa íslensk- ir mjólkurframleiðendur að horfa til þeirra þegar þeir meta framtíðarþró- un greinarinnar hérlendis. Úrval gripa á grunni greininga á erfðamenginu Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Kynbótastarf Greiðslur vegna gæðastýringar Eins og fram kom á naut.is í byrjun september sl. verður 58 millj- ónum kr. úr mjólkursamningnum varið til greiðslna vegna skýrslu- halds og mjólkursýnatöku (gæðastýringar) á þessu verðlags ári. Nú um stundir eru bú í skýrsluhaldi 615 talsins og skýrsluskil í kringum 95%. Greiðslurnar eru með þeim hætti að 20% eru flatar greiðslur á skýrsluhaldsbú, 80% eftir árskúafjölda á þeim búum. Að þeim forsendum gefnum, að 95% búa uppfylli skilyrðin vegna gæðastýringarinnar, verður fasta greiðslan u.þ.b. 19.800 kr á bú (alls 11,6 m.kr) og greiðsla pr. árskú í skýrsluhaldi u.þ.b. 2.100 kr á árskúna (alls 46,4 m.kr). Þá skal aftur minnt á það, að breytingar voru gerðar á reglunum í október sl., þannig að þeir sem ekki uppfylla skilyrði um skýrsluskil í einum ársfjórðungi, geta fengið greiðslurnar með því að uppfylla skil- yrðin á þeim næsta. BHB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.