Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Gleðileg jól Óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir viðskiptina á árinu sem er að líða. Samtök selabænda Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Svínaræktarfélag Íslands Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Landssamtök sláturleyfishafa Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hag sældar á komandi ári. Félag eggjaframleiðenda Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Fasteignamiðstöðin FASTEIGNAMI‹STÖ‹IN jardir.is Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samskiptin á árinu Lífeyrissjóður bænda Þó rétt sé að ganga hægt um gleðinnar dyr yfir hátíðirnar er alveg leyfilegt að gera vel við sig í mat og drykk. Jól og áramót eru víst bara einu sinni á ári. Á síð- ustu árum hefur innlendum bjór- framleiðendum vaxið fiskur um hrygg og gaman hefur verið að fylgjast með litlum brugghúsum spretta upp um landið. Af þessu hefur meðal annars leitt að úrval af árstíðabundnum bjór hefur aukist umtalsvert og er það vel. Fyrir jólin kemur á markað fjöldinn allur af jólabjórtegund- um, ýmist innlendum eða er lend- um. Bændablaðið tók sig til og gerði örlitla könnun á jóla bjórn- um í ár. Ástæða þótti til að ein- beita sér að litlu brugghús unum þremur, Ölvisholti í Fló anum, Bruggsmiðjunni á Ár skógs sandi og Miði brugghúsi í Stykkis- hólmi, enda Bændablaðið sérstak- lega áhugasamt um atvinnuupp- byggingu á landsbyggðinni. Hver að verða síðastur Öll brugghúsin þrjú settu jólabjór á markað í ár. Þó er staðan reynd- ar sú að öll brugghúsin voru varkár í framleiðslu sinni og samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR er jólabjór- inn frá þeim uppseldur hjá birgjum í öllum tilvikum. Þó sé enn hægt að fá jólabjór í ýmsum verslunum ÁTVR en magnið minnkar dag frá degi. Jóla-Kaldi góður með villibráðinni Víkjum þá að bjórunum sjálfum. Bændablaðið fékk hóp fólks til að smakka á og segja álit sitt á hverri tegund fyrir sig. Bruggsmiðjan á Árskógssandi setti á markað Jóla-Kalda og að mati álitsgjafa Bændablaðsins er þar um að ræða malt- kenndan, mjúkan bjór með góðu eft- irbragði. „Þessi bjór færi vel með villibráð, rjúpu og hreindýri, og væri jafnvel góður með sköt- unni“ var ein einkunnin sem Jóla-Kaldi fékk. Álitsgjafar voru líka sammála um að hægt væri að drekka Jóla-Kaldann bæði með mat og einan sér. Almennt var fólk líka á þeirri skoðun að þessi bjór ynni á eftir því sem dýpra væri farið ofan í flöskuna. Ölvisholt með alvöru metnað í bjórbruggun Ölvisholt setti á markað jólabjórinn Reyktan Bock. Þar er um að ræða bjór með reykbragði og krydd- keim og víst er að margur viskíá- hugamaðurinn mun í honum fá eitt- hvað fyrir sinn snúð. Miklu skiptari skoðanir voru um Reyktan Bock en Jóla-Kalda. Ýmist voru álitsgjafar yfir sig hrifnir eða þá þeim fannst bjórinn allt of afgerandi. Flestir voru þó á því að Reyktur Bock kallaði á að vera drukkinn með mat eða í það minnsta einhverju meðlæti. Nefndu ýmsir saltaðan mat en aðrir voru á því að Reyktur Bock gæti jafnvel fremur gengið á þorrablótum en á jólum. Aðrir álitsgjafar voru hins vegar himin- lifandi með Reyktan Bock og nefndi einn að þarna skildi leiðir með venjulegum jólabjór og alvöru metnaði í bjór- bruggun. Jökull ferskur og fínn Mjöður brugghús sendi frá sér Jóla- Jökul og fór hann vel í álitsgjafa Bændablaðsins. Almennt má segja að Jóla- Jökull hafi verið dæmdur sem ferskasti bjórinn og sá sem þyrfti síst á því að halda að vera drukkinn með mat. Töldu álitsgjafar sig finna mildan karamellukeim í bjórnum og jafnvel hun- angsbragð en auk þess ávexti. Varð fleiri en einum að orði að það vottaði fyrir mysubragði í bjórn- um sem gerði hann léttan og svalandi til drykkju. Þó urðu álitsgjafar sammála um að Jóla- Jökull væri minnst afgerandi af tegundunum þremur, án þess að það væri sagt honum til lasts. „Þennan væri hægt að drekka úti í húsum“ var einn dóm- urinn sem Jóla-Jökull hlaut. Minna er stund- um meira í umbúðum Álitsgjafar Bændablaðsins veltu líka fyrir sér umbúð- unum sem að jólabjórinn kom í. Í öllum tilvikum er um að ræða flösku- bjór og sýndist sitt hverjum um merking- arnar. Jóla-Kaldi þótti með heldur glysgjörn- um miða. „Það er bara eins og Coca-Cola lest- in sé farin af stað á mið- anum hjá þeim“ varð einum að orði og þótti skotið yfir markið. Þó voru ekki allir sammála því og þótti einhverjum miðinn ein- faldlega fallegur. Jóla-Jökull þótti hins vegar með stílhrein- an og smekklegan miða, en kannski ekki mjög frumlegan. „Hér fara menn öruggu leið- ina“ voru viðbrögð eins álits- gjafans en aðrir voru almennt á því að um væri að ræða róm- antíska og fallega merkingu. Þá var komið að Reyktum Bock og þótti miðinn á honum nokkuð kúnstugur. Vissulega væri mið- inn þjóðlegur en kannski væru Ölvisholtsmenn að reyna einum of mikið. „Þjóðlegur, en ekki sérlega smekklegur“ var einn dómurinn sem miðinn á Reyktum Bock fékk. Hins vegar voru álits- gjafar sammála um að það bæri að hrósa Reyktum Bock mjög fyrir flotta og fróðlega lýsingu á bjórnum á miðanum. Mættu hin brugghúsin taka sér það til fyrirmyndar. Góður árangur á öllum vígstöðvum Niðurstaða smökkunar álits- gjafa Bændablaðsins á jóla- bjórnum frá brugghúsunum þremur var því sú að öllum brugghúsunum hefði tek- ist vel upp. Reyktur Bock frá Ölvisholti fékk misjöfnustu dóm- ana. Um helmingur álitsgjafa var í skýj- unum með bjórinn sem væri sérstakur og vildi einn álitsgjafi hrein- lega skipa honum í sér- flokk, hann væri í raun ekki samanburðarhæfur við hina tvo. Aðrir álits- gjafar voru ekki alveg jafn hrifnir en skildu hvert verið væri að fara. Niðurstaðan: Sérstakur og eftirminnilegur jóla- bjór sem hægt er að kol- falla fyrir en er þó ekki allra. Jóla-Jökull þótti al- mennt vera bestur til drykkjar einn og sér. Hann væri léttur og ferskur auk þess sem hann ynni með yfirburðum samkeppnina um bestu umbúð- irnar. Þá þótti hann líklegastur til að þóknast öllum sem á annað borð drekka bjór. Niðurstaðan: Ferskur og þægileg- ur jólabjór sem allir ættu að geta fellt sig við. Jóla-Kaldi töldu álitsgjafar að væri heilt yfir besti jóla- bjórinn, hann væri hægt að drekka með mat og einn- ig einan sér. Þrátt fyrir það væri hann tilþrifamik- ill jólabjór sem væri til fyr- i r m y n d a r . „Þessi bragð- ast betur og betur með hverj- um sopa. Þeir ættu hins vegar að skipta um umbúð- ir að ári.“ Niðurstaðan: Sérlega vel h e p p n a ð u r jólabjór sem fer vel í glasi við öll tæki- færi. fr Bændablaðið tekur út jólabjórinn frá Ölvisholti, Árskógssandi og Stykkishólmi „Þennan væri hægt að drekka úti í húsum“ Litlu brugghúsin gefa ekkert eftir í samkeppninni

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.