Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 32
22. tölublað 2009 Fimmtudagur 17. desember Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 14. janúar Það er enginn uppgjafarbragur á Arnari Bjarna Eiríkssyni og sam- starfsmönnum hans í fyrirtækinu Landstólpa. Þegar aðrir eiga í mesta basli með að standa undir afborgunum af lánum og láta sig ekki dreyma um nýframkvæmdir byggir Landstólpi nýtt hús yfir starfsemina í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar er risið myndarlegt verksmiðju- hús, 600 fermetrar að grunnfleti, og um leið er hægt að flytja skrif- stofur fyrirtækisins út úr íbúðar- húsi fjölskyldu Arnars Bjarna, að ekki sé minnst á 20 feta gáminn sem hýsti lagerinn og verkstæðið. Fyrirtækið verður tíu ára á næsta ári en Landstólpi var stofn- aður í lok árs 2000. Ævintýri þeirra hjóna, Arnars Bjarna og Berglindar Bjarnadóttur konu hans, hófst þó öllu fyrr. Árið 1988 stofnuðu þau nýbýli í Gunnbjarnarholti sem byggt er út úr Sandlækjarkoti þar sem Arnar Bjarni á ætt sína og óðul. Þar var þá ekkert byggt nema eitt fjárhús svo fyrsta verkið var að byggja fjós sem tók fimm ár. Fjósið var svo stækkað 1999 og hannað fyrir mjaltaþjón en hann kom ekki fyrr en árið 2004 þegar keyptir voru tveir mjaltaþjónar. Nú eru þau með um 100 kýr og 600.000 lítra kvóta. Greinilega er stefnt að meiri framleiðslu því þau voru að kaupa mjólkurtank sem gerður er fyrir 200 kýr. „Þetta er góð jörð fyrir kúabúskap, góð tún og grasgefin og ég er og verð kúabóndi,“ segir hann. 65 hús risin um allt land Arnar Bjarni og Berglind eignuðust þrjú börn á tíunda áratugnum en þar inn á milli tókst þeim að heimsækja Agromek-landbúnaðarsýninguna í Danmörku. „Við vorum þarna skítblönk árið 1997 og rákumst á svokall- aðan Varmolift-fóðurvagn sem okkur leist vel á í fjósið. Eftir nokkrar vangaveltur komumst við að þeirri niðurstöðu að við hlyt- um að geta klofið það að kaupa þennan vagn og það gekk eftir. Við keyptum hann á sýningunni og fluttum hann sjálf inn. Ég hafði afskaplega gaman af því að standa í þessu stússi og sá þarna möguleika. Næsta skref var að fá sér faxtæki og þá voru okkur allir vegir færir í að hefja innflutning. Þetta fór rólega af stað en árið 2000 stofnaði ég Landstólpa og réð fyrsta starfsmanninn um áramótin 2001, Lárus Pétursson. Við buðum bændum upp á þá þjónustu að hanna fyrir þá breytingar á gömlum fjósum í lausagöngufjós og seldum þeim þær innréttingar sem til þurfti, annað en mjaltabúnaðinn. Lárus ók um allt land og heimsótti bænd- ur. Við tókum ekkert fyrir fyrstu heimsókn þar sem hugmyndin var krotuð á gamalt umslag við eldhús- borðið, en þegar teikningin var komin í tölvuna fórum við að rukka menn.“ – Hvenær farið þið svo að byggja sjálfir? „Fyrsta húsið reis í ársbyrjun 2005 en þá vorum við búnir að prófa okkur áfram í rúmt ár. Ég er húsasmíðameistari að mennt, lauk því námi ungur og nágrannarnir stríddu mér á því að það eina sem ég gæti notað það nám í væri að skera niður kjötskrokka! En það hefur komið að góðum notum því við erum búin að byggja 65 hús um allt land. Þetta eru stálgrindahús sem við flytjum inn frá Hollandi.“ Fyrst góðæri, svo hrun Það varð mikil sprengja í góðærinu og á þeim árum var vitlaust að gera. „Það leið varla vika án þess að við byrjuðum á nýju húsi. Fyrst voru þetta eingöngu fjós en svo varð þetta fjölbreyttara, fjárhús, reiðhall- ir og iðnaðarhúsnæði. Fyrst vorum við eingöngu í að reisa húsin og innrétta þau en smám saman tókum við að okkur allan pakkann. Þannig var það til dæmis með reiðhöllina á Rangárbökkum, hana fengum við í svonefndu alútboði og sáum um allt ferlið, grunn, steypuvinnu, pípu- og raflagnir. Við vorum með um 50 manns í vinnu þegar mest lét. Við höfum alltaf ráðið menn til vinnu þar sem húsin rísa. Oft hefur það verið þannig að við semjum við bónda um að reisa fyrir hann fjós og ráðum hann svo í vinnu við framkvæmdina. Við höfum líka ráðið iðnaðarmenn um allt land og sumir þeirra hafa verið í vinnu hjá okkur í heilt ár án þess að koma hingað suður.“ En svo varð hrunið og þá dró úr verkefnum. Síðasta húsinu skil- aði fyrirtækið í febrúar á þessu ári og í sumar voru ekki seldir nema um 100 básar, samanborið við um 1.500 á ári undanfarin ár. Nú er Landstólpi með 11 manns í vinnu og sumir þeirra eru langt að komn- ir. Viðbrögð þeirra við minnkandi verkefnum var að snúa sér að við- haldsverkefnum og þjónustu, auk þess sem hafist var handa við að framleiða íhluti í innréttingar sem áður voru fluttir inn. Verslun og bændakaffi En í miðri kreppunni hvar haf- ist handa við að reisa hús yfir fyr- irtækið. „Já, það má segja að við höfum trassað það meðan það var svona mikið að gera. Það var aldrei tími til þess. Þetta var orðið mjög aðkallandi vegna þess að við erum búin að selja svo mikinn búnað sem við þurfum að þjónusta. Við erum búin að selja 150-200 vökvadælu- stöðvar fyrir flórsköfur og um 70 gjafakerfi. Sala á grindum hefur aukist mikið, menn eru hættir að smíða þetta sjálfir. Við sendum menn um allt land til að þjónusta viðskiptavini en höfum einnig samband við menn á Akureyri sem annast þjónustuna þar í nágrenninu. Við leggjum líka áherslu á að eiga góðan lager af öllu sem við seljum, reynum að eiga aldrei minna en tvö fjós með öllu tilheyrandi.“ Meðfram þessu er alltaf eitthvað að gera í búrekstrinum, hann gerir sínar kröfur um byggingar og nú er verið að reisa útiaðstöðu fyrir kýrn- ar við fjósið, 1.000 fermetra plan með flórsköfum og fóðurgangi. Auk þess að flytja inn og selja innréttingar og hús hefur fyr- irtækið um nokkurt skeið flutt inn fóður og fleiri rekstrarvörur, mest frá Hollandi en einnig frá Norðurlöndunum og víðar. Til þess að auðvelda bændum að nálgast þessar vörur er ætlunin að innrétta litla verslun í nýja húsinu þar sem menn geta pantað fóður og keypt í leiðinni ýmsar rekstrarvörur, þvottaefni, smátæki og varahluti. Viðtalið við Arnar Bjarna fer fram í vistlegum sal á efri hæð hússins og hann gegnir einnig hlut- verki í framtíðarsýn hans. „Hér ætla ég að hafa opið hús á föstudagsmorgnum einu sinni í mánuði. Þá geta bændur í nágrenn- inu og aðrir sem áhuga hafa komið hingað, fengið sér kaffi, spjallað og hlustað á erindi um eitthvað sem snertir landbúnað. Ég sé líka fyrir mér að hér megi halda upp- boð, hvort sem er á skepnum eða öðru. Þetta verður vonandi til að efla félagsandann meðal okkar bænda. Það veitir ekki af því við erum hér í hjarta eins öflugasta mjólkurframleiðslusvæðis í land- inu og styrkur slíks svæðis byggist á öflugu félagsstarfi,“ segir þessi virki athafnamaður, Arnar Bjarni Eiríksson í Landstólpa. –ÞH Nýtt verksmiðjuhús rís í miðri kreppunni X̂ \   _Q > =@ QQ  @   @< `   ==   @   _ Starfsmenn Landstólpa í salnum þar sem ætlunin er að halda bændafundi einu sinni í mánuði. Arnar Bjarni fyrir framan nýja húsið. Berglind Bjarnadóttir fjármálastjóri og eiginkona Arnars Bjarna.Rúnar Skarphéðinsson sölumaður. Skrifstofur Landstólpa voru áður í íbúðarhúsinu í Gunnbjarnarholti. Landstólpi hefur m.a. brugðist við kreppunni með því að framleiða hluti í innréttingar sem áður voru fluttir inn. Svo er ætlunin að fara í útrás til Færeyja.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.