Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 21
21 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009
veiðimaðurinn lagði að velli bráð
sína gekk hann frá keppinautum
sínum. Þegar dró úr mikilvægi
veiðanna fluttust átökin inn í hin
frumstæðu þorp, í stað þess að þau
færu fram úti á víðavangi.
Þegar auðurinn fór að safn-
ast saman í bæjunum hlaut það
að freista hirðingjanna í kring.
Bærinn varð að verja sig gegn
þeim, jafnframt því sem stækkandi
bæir leituðust við að styrkja hrá-
efnisöflun sína, jafnt til matar og
annarra þarfa, með yfirgangi gagn-
vart fátækum og vanmáttugum
ættkvíslum og skattlagningu á aðra
hópa.
Akuryrkjumaðurinn Kain drap
veiðimanninn Abel
Sá, sem hafði fundið sér samastað,
og hinn, sem reikaði um, urðu eðli
málsins samkvæmt óvinir. Kain,
akuryrkjumaðurinn á hinum frjó-
sömu sléttum við árnar, óttaðist
Abel, hirðingjann og veiðimann-
inn, og drap hann þegar hann varð
á vegi hans. Eða hneppti hann í
þrældóm.
Bæir, þar sem auðæfum hafði
verið safnað, öfunduðust. Fyrstu
skráðu vitnisburðir sögunnar
greina einmitt frá átökum milli
borgríkjanna í Súmeríu, Úr, borg-
ar Abrahams, og annarra borgríkja
á bökkum Efrat. Þetta eru vitn-
isburðir um fjarlæga, frumstæða
villimennsku en jafnframt einkar
kunnuglega allt til þessa dags. Oft
stóð deilan um yfirráð yfir áveitu-
vatninu; enn þann dag í dag minn-
ast menn þess að orðið „rivalitet“,
alþjóðlegt orð yfir deilur, er leitt af
latneska orðinu „rivus“ sem merkir
vatnsfall. Átökin stuðluðu einnig
að því að festa í sessi valdakerfi
þjóðfélagsins, hin sífelldu átök
hirðingja og bæja, sem öttu kappi
saman, kölluðu á atvinnuhermenn
og þeir þurftu leiðtoga, stríðsherra.
Sú staða var valdastaða, stríðsherr-
ann varð konungur, lét valdið ganga
í arf og stofnaði konungsætt.
Föst búseta leiddi einnig til þess
að trúarhugmyndir mótuðust með
skýrari hætti. Uppsprettuna, langt
aftur á öld hirðingjanna, er erfitt að
rekja. Frumhugmyndir um öfl utan
mannsins er erfitt að grafa upp og
þær hafa ekki skilið eftir sig nein-
ar menjar sem unnt er að finna
með uppgreftri. Það er einnig í
eðli þessara hugmynda að þær eru
óljósar og handan við rökhyggju
og dagsljós.
Þó má ætla að þær tengist
frumþörfum mannsins. Hinn vitri
Búddha kenndi að hungrið og ástin
væru upphaf allrar sögu mannsins.
Hungrið og ástin hljóta einnig að
hafa verið upphaf trúarlegra hug-
mynda; hungrið, ástin og dauðinn.
Það má ímynda sér hversu
merkilegt það hafi verið fyrir
hinn frumstæða mann þegar það
rann upp fyrir honum að dagar
hans væru senn taldir. Þessi upp-
götvun meðvitundarinnar - sem
tók sinn tíma - lagði, e.t.v. ásamt
draumum um látna ættingja, grunn
að óljósum hugmyndum um að
eitthvað tæki við eftir dauðann,
á hinum eilífu veiðilendum eða
í dapurri skuggatilveru. Einnig
vildu menn koma í veg fyrir að
hinn dauði gengi aftur og trufl-
aði fólk, með því að grafa hann
djúpt í jörðu, en þann sið hafði
Neandertalsmaðurinn einnig iðkað
löngu áður.
Hungrið og ástin mótuðu
trúarbrögðin
Hellamálverkin í Frakklandi með
dýramyndum sýna einnig að trúar-
legar hugmyndir eru þar á ferð.
Eða brjósta- og mjaðmamiklar
styttur af Venusi, sem fornleifa-
fræðingar hafa fundið, þessar mad-
onnur síns tíma minna á brjósta-
stækkaðar kynbombur nútímans.
Það var hungrið og ástin, veið-
arnar og frjósemin, fæðan og
afkomendurnir sem hinn frum-
stæði maður setti á oddinn í til-
beiðslu sinni. Birting villibráð-
arinnar og hinnar frjósömu konu
var í sjálfu sér helgiathöfn og sú
helgiathöfn hafði að geyma kjarn-
ann í trúarbrögðum frummannsins.
Þegar veiðimaðurinn settist um
kyrrt tók hann með sér helgisiði
sína úr skóginum. Egyptar settu
dýrahöfuð á guði sína. Frjósemi
mannsins og jarðarinnar var líkt
saman.
Hin lífgefandi sól, sem mað-
urinn hafði lengi þekkt, varð hinn
harði húsbóndi sem réð örlög-
um manna og úthlutaði „feitum
og mögrum árum“. Henni bar
að þjóna með helgisiðum til að
gefa uppskeru og verjast hungri.
Galdramenn, „skemenn“, stjórn-
uðu helgiathöfnum í musterunum.
Tengsl þeirra við krafta, sem þurfti
að blíðka, veittu þeim vald, við
hlið stríðsherranna, ef það var þá
ekki sami maðurinn.
Hin hinstu rök
Á ákveðnu stigi þróunarinnar varð
til spurningin um upphaf alls.
Fyrsta heimsmyndin mótaðist.
Einhvers staðar í Austurlöndum
nær varð til goðsögnin um sköp-
un heimsins. Það voru fjárhirðar
frá borginni Úr, sem höfðu fengið
hugmyndir frá Babylon og báru
þær áfram til Vesturlanda. Atburðir
úr fortíðinni, varðveittir í munn-
legri geymd, fengu goðsögulega
kjölfestu, svo sem babýlonska
goðsögnin um flóðið mikla sem
lagði öll lönd undir sig. Sagan af
Gamla Nóa lifir enn góðu lífi í
goðsögum okkar og ljóðaarfi.
Trúin varð límið sem hélt ætt-
inni saman. Ættin átti sinn guð og
guð átti hana og lofaði henni vernd
gegn árásum og sigri í orustum.
Hann gaf von um hið fyrirheitna
land, þegar landið, sem fyrir var,
var orðið of þéttsetið.
Samfélagið þurfti einnig á sam-
skiptareglum að halda. Trúarleg og
pólitísk handleiðsla sameinaðist í
því að þessar reglur ættu sér stað-
festu í hinu yfirnáttúrulega, lögin
voru frá Guði komin.
Allur þessi ferill, bæði upphaf-
inn og jarðbundinn, skapaði það
umhverfi sem trúarbragðahöfund-
arnir uxu upp úr. Upp úr hinum
frumstæða hugmyndaheimi urðu
til vangaveltur um tilgang lífs-
ins, sem skiluðu sér á furðulega
líkan hátt í trúarkenningum á
hinum ólíku menningarsvæðum.
Trúarbragðahöfundarnir Jesaja,
Zaraþústra, Laotse, Konfúsíus,
Jesús og Búddha komu fram á
sjónarsviðið. Þetta var andlegur
bræðslupottur sem skilaði mann-
kyninu flestum þeim trúarbrögðum
sem enn þann dag í dag eru ráðandi,
en nú aðgreind í stífnuðum ytri
formum, og oft beitt á öndverðan
hátt við hugsýnir stofnendanna, en
á hinn bóginn með sameiginlegar
siðareglur sem enn eru undirstaða
skynsamlegra samskipta fólks.
Þýðing: M.E.
Kvenfélags-
konur prjóna
nýburahúfur
– allir nýburar ársins
2010 fá húfu að gjöf
Í tilefni af 80 ára afmæli Kven-
fé lagasambands Íslands árið
2010 stendur til að gefa öllum
ný burum sem fæðast á Íslandi á
afmælisárinu prjónahúfur, sem
kvenfélagskonur vítt og breitt
um landið prjóna. Áætlað er að
um fimm þúsund börn fæðist hér
á landi á næsta ári, svo verkefnið
er ærið, en konum utan kvenfé-
laga er einnig velkomið að taka
þátt í verkefninu.
Kvenfélagasamband Íslands
stendur að verkefninu í samvinnu
við Ljósmæðrafélag Íslands og
kvenfélög í landinu.
„Þetta er hugmynd sem við
fengum því okkur langaði að gera
eitthvað sem vekti jákvæða athygli
og sýndi í verki hvað kvenfélags-
konur eru að gera. Við teljum það
notalegt fyrir ungar og nýbak-
aðar mæður að fá kveðju frá kven-
félagskonum á sængina. Með
þessu viljum við jafnframt vekja
athygli á okkur á 80 ára afmæli
Kvenfélagasambands Íslands,
sem verður í byrjun næsta árs,“
útskýrir Sigurlaug Viborg, forseti
Kvenfélagasambands Íslands.
Mikill áhugi kvenfélagskvenna
Kvenfélagasamband Íslands dreif-
ir uppskrift að litlum húfum sem
passa á nýbura og merkimiðum
með upplýsingum um verkefnið
og leiðbeiningum um meðhöndlun
húfunnar.
Kvenfélagskonur prjóna húfurn-
ar, þvo þær og merkja með merki-
miðanum og skrá nafn sitt og kven-
félag á miðann.
„Það er ofsalega mikill áhugi
hjá konum og við erum byrjaðar að
safna lagerum á spítölum þar sem
fæðingar fara fram. Ljósmæður
ætla að hjálpa okkur við að dreifa
húfunum, sem eru einfaldar og fal-
legar og passa öllum litlum krílum.
Við höfum gefið frjálsar hendur
með litaval en lagt áherslu á að
hafa þær hvítar. Við erum svolítið
djarfar að fara út í þetta án þess
að vita hvernig undirtektir verða,
en ef allar kvenfélagskonur prjóna
eina húfu þá dugar þetta. Við leggj-
um okkur fram um að hafa þetta
skemmtilegt verkefni og ég get ekki
ímyndað mér annað en að allir hafi
gaman að þessu,“ segir Sigurlaug
og bendir á að ef konur sem ekki
eru í kvenfélögum vilja leggja
verkefninu lið sé það vel þegið og
má þá hvort sem er merkja þær
húfur Kvenfélagasambandi Íslands,
héraðssambandi eða kvenfélagi á
viðkomandi svæði og prjónakon-
unni.
Uppskrift að prjónahúfunni
má sjá á vef Kvenfélagasambands
Íslands www.kvenfelag.is ehg
Dóttir Ernu Guðmundsdóttur, fædd 28. október síðastliðinn, með kven-
félagshúfuna góðu. Myndin er tekin á fæðingardeild Landspítalans.
REYKJAVÍK: Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Í tilefni 30 ára afmælis KUBOTA á Íslandi bjóðum við nú í samvinnu við
KUBOTA takmarkað magn véla á sérstöku afmælistilboði.
M9540 - 95 hö. með eða án tækja
M108s - 108 hö. með eða án tækja
M125X - 125 hö. með eða án tækja.
Vélarnar eru til afhendingar fljótlega. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga
hjá sölumönnum okkar.
Afmælistilboð
á KUBOTA dráttarvélum
Þarfur þjónn í 30 ár
Til sölu nokkrir 15 fermetra
geymsluskúrar (6 m x 2,5 m).
Fullinnréttaðir með hillum, raf-
magnsofnum, ljósum og tenglum.
^ #
&# "
krana. Uppl. gefur Matthías í
síma 896-7788.
Til sölu geymsluskúrar / vinnuskúrar
Gleðileg jól
og farsælt
komandi ár.
Þökkum samstarfið á
árinu sem er að líða.
Prent- og vefþjónusta