Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 19
19 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Inngangur Félagið Beint frá býli hefur nú starf- að í tæplega tvö ár. Starf þess hefur verið að mótast og félagsmönnum fjölgar en þeir eru nú 81 talsins. Félagið leggur áherslu á að kynna vörur og starf félagsmanna sem best, enda er markaðssetning og kynning á hugmyndinni BFB undirstöðuatriði í starfsemi þess. Fyrsta átakið í þessum efnum var útgáfa á sameiginlegum bækl- ingi með Ferðaþjónustu bænda og Opnum landbúnaði sem kom út sl. vor í 40 þúsund eintökum. Þar gefst félagsmönnum kostur á að kynna þær vörur sem þeir bjóða upp á. Reiknað er með að þetta verði árviss viðburður. Þá hefur félagið komið upp öflugri heimasíðu þar sem finna má upplýsingar um einstök býli og hvað þar er í boði, og þar sem kaupandinn getur valið úr og pant- að vörur BFB. Þá hefur BFB tekið í notkun sér- stakt gæðamerki sem félagsmönn- um gefst kostur á að sækja um að fá að nota á vörur sínar. Um notk- un þess hafa verið settar sérstakar reglur, þar á meðal að aðkoma og ásýnd býlis sé góð. Góður hljómgrunnur Starf BFB hefur fengið góðan hljómgrunn. Til marks um það er að Matvæla- og mæringarfræð- ingafélag Íslands veitti félaginu verðlaun sl. haust, svokallað „Fjöregg MNÍ“, fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næring- arsviði. Aðrir sem tilnefndir voru til verðlauna voru: Mjólkursamsalan, Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri, Sölufélag garð- yrkjumanna og Síldarvinnslan Neskaupstað. Í umsögn dómnefnd- ar um verðlaunin segir: „Vinnsla og sala á matvælum beint frá býli til neytenda miðar að því að auka sóknarfæri til fjölbreyttari og vax- andi heimavinnslu þar sem öryggi og gæði framleiðslunnar eru höfð að leiðarljósi. Heimavinnsla teng- ist mjög ferðaþjónustu og kröfum neytenda um fjölbreyttara vöruúr- val og nýja þjónustu.“ Upplýsingaöflun Til þess að styrkja starf félags- ins, kynnast starfi einstakra bænda og afla upplýsinga um býlin, taldi stjórn þess æskilegt að heimsækja félagsmenn. Sumarið 2009 var því ákveðið að heimsækja býli sem starfa undir merkjum félagsins til að safna upplýsingum frá félagsmönnum, ásamt því að gera úttekt á býlunum vegna gæðamerkis. Alls var 61 býli heimsótt og upplýsingar skráð- ar með ábúanda. Ekki tókst þó að heimsækja alla, m.a. vegna fjar- veru ábúenda. Verkefnið var unnið í samvinnu félagsins Beint frá býli og Bændasamtaka Íslands, sem kostuðu verkið. Upplýsingaöfluninni má skipta í þrjá þætti; þ.e. upplýsingar í næsta bækling, viðhorf félagsmanna til ýmissa atriða varðandi félagið og stefnu þess og úttekt á býli vegna gæðamerkis. Helstu niðurstöður Vinnsla vörunnar? Góður meiri- hluti (63%) vinnur vörurnar heima og hefur tilskilin leyfi til þess, en taka verður tillit til þess að ekki er alltaf um matvæli að ræða. Hins vegar kemur á óvart hversu fáir (9%) láta vinna vörurnar hjá öðrum vinnsluaðila en afurðastöð. Hvar er selt? Langflestir (88%) selja vörurnar heima á býlinu eða í næsta nágrenni (65%). Athygli vekur hversu fáir nýta sér netið við sölu (35%), en góður meirihluti (76%) vill nýta sér væntanlega heimasíðu BFB. Hins vegar virð- ist lítill áhugi á að félagið beiti sér fyrir því að koma upp markaði á Reykjavíkursvæðinu. Hvar vilt þú selja? Þegar spurt er hvar félagsmenn vilji helst selja vörur sínar svara langflestir (91%) að þeir vilji selja heima á býlinu. Jafnframt kemur í ljós að meiri- hlutinn vill selja í næsta nágrenni (65%), en miklu færri vilja nýta sér markaði, smásöluverslanir eða netverslun, þó eru góðar undir- tektir við sölu á heimasíðu BFB. Í nýlegri könnun BFB kom í ljós að félagsmenn eru mjög ánægðir með nýja heimasíðu félagsins. Athygli vekur hversu lítill áhugi er á því að BFB standi með einhverjum hætti að markaði fyrir vörur BFB á Reykjavíkursvæðinu. Hvenær hófst starfsemin? Eins og við mátti búast kemur í ljós að ekki hafa allir félagsmenn hafið framleiðslu undir merkjum BFB, en tveir þriðju aðspurðra hafa þegar hafið framleiðslu og einn þriðji ætlar sér að hefja framleiðslu árið 2009-2010. Móttaka gesta? Margir félags- menn bjóða upp á móttöku gesta. Hátt hlutfall (60-72%) þeirra, sem það gera, skýrist e.t.v. af því að margir félagsmenn stunda jafn- framt ferðaþjónustu. Varðandi aðstöðu gesta býður um helmingur félagsmanna upp á snyrti- og söluaðstöðu og um þriðj- ungur býður upp á veitingar og gistingu. Félagsaðild? Samkvæmt lögum BFB er það skilyrði fyrir félags- aðild að viðkomandi stundi eða hyggist stunda framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum á lögbýli. Dálítil umræða á sér stað um að setja frekari skilyrði um félagsað- ild. Þegar spurt var hvort takmarka ætti félagsaðild við stærð eða umfang búskapar þá svöruðu 93% því neitandi. Hins vegar skiptast svarendur í tvo nokkuð jafna hópa varðandi það, hvort takmarka eigi félagsaðild við að aðföng og hrá- efni til grunnframleiðslunnar séu að mestu framleidd á býlinu eða í næsta nágrenni. Hvaða vörur teljast vera „beint frá býli“? Umræða hefur átt sér stað um það hvaða vörur og framleiðsla skuli falla undir skilgreininguna „beint frá býli“. Þótt ekki liggi á að taka endanlega ákvörðun í þeim efnum, þá er mik- ilvægt að frá upphafi sé nokkuð víðtæk samstaða um þau atriði. Skilningur margra var í upphafi sá að eingöngu ætti að miða við matvæli. Í könnuninni kemur hins vegar ótvírætt í ljós að félagsmenn vilja víðtækari túlkun, því að yfir- gnæfandi meirihluti aðspurðra taldi að eftirtaldir þættir ættu að falla undir þá skilgreiningu: Matvæli. Handverk. Ýmis smá- iðnaður á býlinu úr ólífrænu hrá- efni. Ræktaðar jurtir og vörur úr þeim, framleiddar á býlinu. Vörur úr villtum jurtum. Heima fram leidd- ir drykkir. Hlunn inda afurðir, s.s. fugl, æðardúnn, selur o.fl. Hins vegar var því hafnað að telja með ferðaþjónustu, s.s. leiðsögn og af- þrey ingu o.fl. undir merkjum BFB. Bæklingurinn? Fram kom að bæklingur Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opins landbúnað- ar nýtur vinsælda og vilja langflest- ir félagsmenn hagnýta sér hann. Aðkoma og ásýnd býlis? Við úttekt á býlum vegna gæðamerkis BFB kom í ljós að á miklum meiri- hluta þeirra er ástand bygginga, nærumhverfi og heildarsvipmót býlis ágætt (43-50%) eða gott (36-49%). Í þokkalegu ástandi eru nokkur og á fjórum býlum var skil- greindum þáttum ábótavant. Hver er ávinningurinn? Þátt- tak endur voru spurðir að því hver væri brúttó ársvelta á vörum sem teljast vera beint frá býli. Svörun var góð eða 88%. Svo sem vænta mátti var ársveltan afar mismikil, því allmargir eru rétt að hefja starf- ið og tekjur því litlar eða engar. Ef aðeins eru taldir þeir sem eru komnir með framleiðslu var brúttó ársveltan að meðaltali rúmar tvær milljónir króna á býli. Að lokum Í öllum tilvikum tóku félagsmenn heimsókninni, ásamt þeirri könn- un sem gerð var, mjög vel. Margir notuðu tækifærið og leituðu upp- lýsinga um hin fjölbreytilegustu atriði. Allir töldu að við úthlutun á gæðamerki BFB væri sjálfsagt og eðlilegt að gera lágmarkskröfur um ásýnd og heildarsvipmót býlis. Fyrir stjórn BFB og aðra, sem starfa að verkefni sem þessu, fæst ómetanleg reynsla við heimsóknir sem þessar. Þær leiða til aukinna kynna og meiri tengsla við félags- menn og gefa yfirsýn yfir starf og viðfangsefni hvers og eins. Þá fæst einnig yfirsýn og staðkunnátta sem auðveldar úrlausn ýmissa mála síðar. ÁS Beint frá býli: Heimsókn á býli sumarið 2009 Helga Elínborg Guðmundsdóttir, Erpsstöðum í Dalasýslu, við ísgerðarvél sem framleiðir heimagerðan rjómaís. Myndir | ÁS Sumir bændanna hafa komið upp auglýsingu fyrir vegfarendur. Hér er dæmi frá Hálsi í Kjós. Til þess að fá gæðamerki BFB verð- ur ásýnd og aðkoma að bænum að vera góð eins og hér á Glitstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Stjórn Beint frá býli, frá vinstri: Marteinn Njálsson ritari, Hlédís Sveinsdóttir formaður og Guðmundur Jón Guðmundsson gjaldkeri. Margir hafa komið sér upp góðri vinnuaðstöðu. Myndin er frá Vallanesi á Héraði. Fossnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.