Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Stjórn Bændasamtaka Íslands ályktaði á fundi sínum 9. des- ember síðastliðinn um tafarlaus- ar aðgerði í málefnum skuld- settra búa. Ályktunin er eftirfar- andi: Gengisfelling íslensku krón- unnar og efnahagshrunið við fall íslensku bankanna hefur kollvarp- að forsendum allra fjárskuldbind- inga í landbúnaði undanfarin ár. Þetta gerist í kjölfar mikillar upp- byggingar í sveitum, – mikilla framkvæmda í byggingum, kvóta- kaupum og tækniuppbyggingu, í nær öllum greinum landbúnaðar. Vísitöluhækkun innlendra lána og hækkun myntkörfulána vegna geng- isfalls krónunnar veldur því að eðli- legur rekstur fjölmargra búa er fjarri því að rísa undir þeim skuldum sem á þeim hvílir nú eftir hrunið. Skuldir hæfra rekstrareininga verður að færa niður að greiðslu- getu þeirra. Það er algerlega óeðlilegt að reikna virði eigna búa með öðrum hætti en út frá þeim rekstri sem þar er stundaður. Á tímabilinu 2004-2007 hækkuðu bújarðir mjög í verði. Virði þeirra endurspeglaði takmarkað framboð og auðveldan aðgang að fjármagni og lýsti á engan hátt virði þeirra í landbúnaðar framleiðslu. Botninn er nú dottinn úr þessum markaði og afar ólíklegt er að svipað ástand skapist aftur á komandi árum. Því er mótmælt harðlega að leiðrétt- ingar lána séu miðaðar við ímynd- að markaðsverð eigna en ekki getu búrekstrarins til að standa straum af afborgunum. Ekki má með- höndla jarðeignir með öðrum hætti en eignir fyrirtækja almennt. Það er eindregin áskorun Bændasamtaka Íslands til lána- stofnana; a: Að höfuðstóll lána verði almennt leiðréttur, til að tryggja greiðsluvilja og gæði lánasafna, til lengri tíma. b: Þar sem leiðrétting höfuðstóls dugar ekki. Að greiðslubyrði (höfuðstóll) fjárskuldbindinga bænda verði færð að greiðslu- getu búreksturs almennt, sam- kvæmt ítarlegri búrekstraráætl- un sem sýni fram á eðlilega rekstrarafkomu fyrir fjármagns- liði og afskriftir. Því er algerlega hafnað að skuldir umfram það séu lagðar á reksturinn vegna ímyndaðs virðis jarða í fast- eignabólunni. Sé ekki orðið við þessari áskor- un er ekki annað hægt en að ráða bændum frá að semja við bank- ana enda er aðstaða þeirra sam- kvæmt þeim tilboðum bankanna, sem kynnt hafa verið, vonlaus. Ef efnahagsástandið batnar ekki hvíla á rekstrinum skuldir sem hann getur ekki staðið undir. Ef efna- hagsástandið batnar og markaður skapast aftur fyrir bújarðir vofir sú hætta yfir, að bankarnir sjái sér leik á borði að virkja skuldir umfram greiðslugetu og krefjist nauðungar- sölu til að innleysa eignir sínar. Í báðum tilfellum virðist staða bóndans betri ef farið er í gjaldþrot strax. Útlánatap í landbúnaði eru í sögulegu samhengi lítið og hafa ber í huga að heimili og búrekstur er samtengdur. Því er mikilvægt að sátt náist um úrlausnir með hags- muni lánastofnana og bænda. Fréttir Það er mjög mikið að gera hjá okkur núna, við höfum ákveðna afkastagetu og hún er fullnýtt um þessar mundir,“ segir Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri Norðlenska, en þar er starfsfólk í óðaönn að pakka hátíðarmat og koma honum út í verslanir. „Mér virðist salan það sem af er svipuð og var í fyrra, við greinum þó nokkra sveiflu nú yfir í hamborg- arhrygginn, en það er greinilega líka mikil sala í hangikjöti eins og vant er fyrir jólin. Fólk hefur í auknum mæli keypt sprautusaltað hangikjöt, það er aðeins ódýrara. Annars hefst salan af fullum krafti um komandi helgi og við erum að búa okkur undir það,“ segir Ingvar. „Það má búast við að flestir fari að huga að jólamatnum nú um og eftir helgina.“ Ingvar segir að fyrirtækið haldi í hefðbundnar framleiðsluaðferðir varðandi hangikjöt, það er pæk- ilsaltað, taðreykt á beini og úrbeinað eftir reykingu. Hann segir að fáir framleiði hangikjöt með þeim hætti í dag, en mörgum þyki það hið eina sanna hangikjöt. Hjá Norðlenska hefur mikið verið að gera undanfarna daga við að útbúa jólapakka fyrir fyrirtæki, en þau hafa í auknum mæli ákveðið að gefa starfsfólki sínu margvíslega matarpakka og eru ýmsar stærðir og gerðir í boði í þeim efnum. „Þetta hefur gengið ágætlega, það er mikil samkeppni á þessum markaði og mörg fyrirtæki að bjóða uppá þessa þjónustu fyrir jólin. Við bjóðum góðar vörur og þjónustu á sann- gjörnu verði. Við erum þakklát fyrir hversu vel neytendur hafa tekið þeim vörum sem við bjóðum,“ segir Ingvar. MÞÞ Búist við mikilli kjötsölu um komandi helgi þegar fólk fer að kaupa í jólamatinn Hangikjöt og hamborgarhryggir renna út Landssamtök sauðfjárbænda Mótmæla breytingu ráðuneyta Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda mótmælir fyrirhuguðum breytingum á skipulagi Stjórnarráðsins sem fela í sér að leggja niður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Stjórnin telur afar óskynsamlegt að ætla sér að fara fram með þetta mál nú af tveimur meginástæðum  Í fyrsta lagi liggur fyrir að landbúnaður og sjávarútvegur munu á næstu árum gegna mikilvægara hlutverki en nokkru sinni fyrr við að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og afla gjaldeyristekna til að standa undir þeim skuldbindingum sem þjóðin hefur tekist á hendur. Það er því frekar þörf á því að leggja meiri áherslu á þennan málaflokk en hitt. Það boðar ekki gott að í drögum að nýrri byggðaáætlun sem iðnaðarráðuneytið hefur sent frá sér er ekkert fjallað um landbúnað og sáralítið um sjávarútveg.  Í annan stað er það þekkt staðreynd að sameining og endurskipu- lagning ríkisstofnana tekur verulegan tíma og orku frá öðrum verk- efnum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytin voru sameinuð í eitt árið 2007 en það var fyrst á þessu ári sem að hið sameinaða ráðuneyti flutti undir eitt þak. Að byrja nýja sameiningu nú væri fráleitt, ekki síst á sama tíma og stjórnvöld hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu þar sem sjávarútvegur og landbúnaður verða umfangsmiklir og erfiðir málaflokkar við að fást. Að ætla sér að endurskipuleggja ráðuneytið á sama tíma og það þarf að geta notað alla sína orku í að verja hagsmuni Íslands mun aðeins valda mála- flokkum þess tjóni. Tímasetningin vond Rétt er að minnast á það hér að fleiri hagsmunasamtök hafa ályktað gegn sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðn- aðarráðuneytisins. Meðal annars hafa stjórnir Samtaka ungra bænda og Landssambands smábátaeigenda mótmælt fyrirhugaðri sameiningu. Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands segir að Bændasamtökin hafi ekki ályktað beint um slíka sameiningu. „Við höfum ekki hingað til haft miklar meiningar um hvernig stjórnarráðinu er raðað upp. Hins vegar er mjög varhugavert að fara í slíka samein- ingu núna þegar við erum í viðkvæmu aðildarferli við ESB þar sem reynir mjög á þessa málaflokka, þeir verða aðalmálaflokkar aðild- arviðræðna, landbúnaður og sjávarútvegur. Ég hallast að því að tíma- setningin á slíkri sameiningu sé röng. Ég heyri á aðildarfélögum okkar að þau eru að vakna hvað þessa umræðu varðar.“ Ásmundur Daðason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs og nefndarmaður í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd er mótfall- inn því að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. „Ég hef miklar efasemdir um þetta og mun leggjast gegn þessu. Í aðild- arviðræðum við ESB má ekkert gera sem veikt getur stöðu þessara tveggja atvinnugreina, allra síst að leggja niður ráðuneytið. Menn ættu heldur að skoða þetta þegar aðildarviðræðum er lokið ef vilji er fyrir þessari sameiningu.“ fr Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri Norðlenska kampakátur með vænan hamborgarhrygg. Hann segir að nú um og eftir helgi fari fólk að huga að kaupum á jólamatnum og býst við mikilli kjötsölu næstu daga. Hjá Norðlenska er mikið að gera þessa dagana og afkastageta fyrirtækisins fullnýtt. Í tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2010 til 2013 er ekki minnst einu orði á hefðbundinn landbúnað og sáralítið er fjallað um sjávarútveg. Vekur þetta furðu í ljósi þess að um er að ræða höfuðatvinnuvegi í byggð- um víða um land. Í drögum að byggðaáætlun sem dreift var til fjölda aðila fyrir all nokkru síðan kemur fram að meg- inmarkmið byggðaáætlunar séu að bæta skilyrði til búsetu, nýsköp- unar og sjálfbærrar þróunar í öllum landshlutum, að efla menntun, menningu, samfélög og samkeppn- ishæfni byggða og bæja landsins með margvíslegum aðgerðum. Skilgreind hafa verið sjö lykilsvið með tillögum um aðgerðir og eft- irfylgni til að ná þessum markmið- um. Sviðin eru eftirfarandi: Almenn atvinnustefna Samþætting opinberra áætlana Efling stoðkerfis atvinnulífsins Nýsköpun og sprotafyrirtæki Erlend nýfjárfesting í atvinnulífinu Efling ferðaþjónustu Félagsauður Í umfjöllun um almenna atvinnustefnu í byggðaáætluninni er ekki að finna stafkrók um land- búnað. Minnst er á veiðarfæra- og veiðitæknirannsóknir í einum kafla og fjallað er um fiskeldi í öðrum. Þegar fjallað er um lykilsviðið eflingu ferðaþjónustu er einung- is einu sinni vikið sérstaklega að ferðaþjónustu tengdri landbúnaði, í kaflanum um ferðaþjónustu tengda hefðbundnum atvinnugreinum. Þar er sagt að skoða eigi sérstaklega hvernig stuðla megi að frekari upp- byggingu ferðaþjónustu tengdri landbúnaði og sjávarútvegi. Þá vekur athygli að þegar fjallað er um lykilsviðið samþættingu áætl- ana og aukið samstarf er heill kafli lagður undir það sem kallað er stuðn- ingur og ráðgjöf ESB á umsókn- artíma. Markmiðið í þeim kafla er sagt vera að Ísland nýti sér stuðning ESB við markvissari áætlanagerð, uppbyggingu stofnana og samstarf. Tekið er fram að hægt verði að nýta aðildarumsóknina til að fá stuðning við „uppbyggingu og endurskipu- lagningu stofnana, aðlögun að laga- og regluverki ESB“. Tillaga til þingsályktunar um byggðaáætlun var á dagskrá á rík- isstjórnarfundi 8. desember síðast- liðinn. Ekki fengust upplýsingar við vinnslu fréttarinnar um hvern- ig málið var meðhöndlað á fund- inum. Hins vegar herma heimildir Bændablaðsins að lítið sem ekkert tillit hafi verið tekið til athuga- semda sem hafa borist um rýran hlut landbúnaðar og sjávarútvegs í áætluninni. fr Landbúnaður ekki nefndur á nafn í byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar Stjórn Bændasamtakanna skorar á lánastofnanir að leiðrétta höfuðstól lána Hvað á skag- inn að heita? Á fundi sveitarstjórnar Grýtu- bakkahrepps nýverið voru lögð fram ýmis göng varðandi nafn á skagann milli Eyja- fjarðar og Skjálfanda. Hjör- leifur Guttormsson hefur unnið að því að hann nefnist Flat- eyjarskagi. Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar að nafn- ið Flateyjarskagi verði ekki staðfest fyrr en fyrir ligg ur afstaða sameiginlegrar nefnd- ar Grýtubakkahrepps og Þing- eyjarsveitar um nafngift skag- ans.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.