Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Kæri lesandi. Nú þegar jólahátíðin nálgast óðum og heimilin taka að ilma af hangi- kjöti, þá er vert að tína til gómsætt grænmeti og ávexti til þess að næra okkur og kæta. Það er auðvitað afar mismunandi milli landa, héraða og heimila hvað þykir jólalegast á veisluborðið hvað matinn varðar. Já, og hvað fólki finnst gott. Við höfum þar öll okkar hefðir en það er líka gaman að prófa eitthvað nýtt eða þróa gamlar uppskriftir áfram og breyta aðeins til. Rauðkál, rauðrófur og epli eru ekki aðeins jólaleg sakir litarins held- ur þykja mörgum þessir jarðarávextir vekja hvað helst upp jólaskapið með bragði sínu. Það var lengi vel svo, meira að segja, að rauðrófur fengust aðeins í búðum hér á landi síðustu vikurnar fyrir jól, þótt nú séu reynd- ar breyttir tímar hvað það varðar. Eins hefur það færst í aukana að fólk rækti þetta þrennt hér á landi, bæði af áhuga og í atvinnuskyni. Rauðkál Rauðkálið hefur nokkuð lengi verið ræktað hérlendis en þó ekki eins lengi og hvítkálið, sem hefur líklega fylgt Íslendingum í marg- ar aldir. Rauðkálið er nú eiginlega orðið algerlega ómissandi á jóla- borðið. Þessar tvær káltegundir eru ræktaðar á svipaðan máta. Þær þarf að forrækta innandyra að vor- inu og planta svo út þegar frostlaust er orðið og fást þá ágætir hausar að hausti. Sáning hefst í apríl, þannig að það er ekki svo ýkja langt þang- að til hægt er að hefjast handa! Jú, kannski, en það er samt gaman að leyfa sér að hlakka til þess í skammdeginu að byrja ræktunina þegar sól er komin mátulega hátt á loft aftur. En nú er frekar tími til þess að njóta kálsins og sleppa öllum hugsunum um ræktunar- vinnu. Ef það þykir henta betur, þá er hægt að ná sér í rauðkálið for- ræktað hjá gróðrarstöð í lok maí og planta því beint út. Það þolir ekki frost, þannig að það þarf að taka það inn tímanlega á haustin. Hægt er að geyma það í kaldri geymslu, við nokkurra gráðu hita. Þegar kemur að matreiðslunni, þá er sennilega langalgengast að sjóða niður rauðkál og bera það svo þannig fram með hangikjötinu á jólunum. Það er þá skorið mjög fínt og soðið í hálftíma eða svo í vatni með örlitlu af ediki í ásamt salti og sykri, en það er edikið sem bindur rauða litinn í kálinu, sem annars verður bláleitara við suðuna. Helga Sigurðardóttir bendir á að gott sé að setja rifsberjasaft eða rifsberja- hlaup út í suðublönduna, sem svo er sett á krukkur og geymd fram að neyslu. Þetta er þá gert strax að hausti á meðan kálið er nýupptekið og ferskt. Rauðkál er líka hægt að kaupa beint í jólamatinn og sjóða niður rauðkálsmeðlæti til þess að hafa með jólasteikinni og hangi- kjötinu, en uppskrift að slíku er að finna hér í kassanum til hliðar. Það er auðvitað líka hægt að nota rauð- kál í hið svokallaða Waldorf-salat, en þá er það rifið niður mjög fínt. Rauðrófur Rauðrófur eru af hélunjólaætt- inni og því eiginlega frekar beðjur heldur en rófur, en eru það líkar þeim í útliti að að rófuheitið hefur fest við þær, þótt einstaka sinnum kallist þær rauðbeður. Ég hef nú þegar fjallað sérstaklega um ræktun rauðrófna hér í „Gróðri og garð- menningu“ og fer því ekki mjög nákvæmlega í þá hluti hér og nú, en um það má segja að rauðrófur eru frekar ungar í íslenskri grænmet- isræktunarsögu. Nýta mætti þessa afar hollu og næringarríku jurt enn betur, meðal annars með því að nota blöðin bæði í salat og eins í pestó og þá síðsumars og á haustin, stuttu fyrir uppskeru. Annað atriði varðandi rauðrófur sem vert er að benda á er að þær eru afar járnríkar og því mjög hollar og góðar fyrir konur og alla þá sem þurfa að passa uppá blóðbúskapinn. Rauðrófur eru bráðnauðsyn- legar í jólasalatið. Þær gefa því ekki aðeins þennan fallega, bleika lit heldur eru þær næringarríkar og hollar með öllu gúmmelaðinu á jólaborðinu. Þær eru þá þvegn- ar og rifnar niður í strimla. Ef þær hafa verið geymdar vel má gjarn- an rífa þær niður með hýðinu, það er hollara, en annars þarf að flysja þær fyrst. Epli eru líka þvegin og rifin niður gróft eða skorin niður í litla bita. Þessu tvennu er blandað saman í skál og örlitlu af hlyns- írópi hrært vel saman við. Rjómi er þeyttur og blandað saman við hann sýrðum rjóma að einum þriðja eða svo. Öllu blandað saman og einum poka af möndluhakki bætt við. Njótið nú vel góðs matar, endur- næringar og gleði á allan máta um hátíðarnar. Rauðkál, rauð- rófur… og epli Jólarauðkálið eitt kíló ferskt rauðkál hálft kíló af eplum einn laukur tveir negulnaglar fjórar matskeiðar af góðri olíu tvær teskeiðar salt ein teskeið af muldum sinneps- kjörnum einn fjórði lítri eplasafi tvær matskeiðar af eplaþykkni Rauðkálið er þvegið og skor- ið niður í þunna strimla. Eplin eru þvegin og skorin í sneiðar. Laukurinn er flysjaður og neg- ulnöglunum stungið í hann heilan. Olían er hituð í potti og kálið ásamt eplasneiðunum er sett í, lauknum bætt við og saltinu og kryddinu stráð yfir. Eplasafanum er hellt út í og allt hitað að suðu. Látið malla rólega í 30-40 mínútur en þá er eplaþykkninu bætt við og ekki soðið eftir það. Borið fram sem meðlæti með jólasteikinni. Gott ef það er ekki örlítill svipur með rauðkáli og jólakúlum, eða hvað? Rauðkálið er í það minnsta ómissandi sem meðlæti á jólaveisluborðið. Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Fyrirtækið Fagvörur ehf. í Hafnarfirði slær ekki slöku við í kreppunni og hefur aldrei verið jafn mikið að gera hjá fyrirtæk- inu og nú. Þar stýrir Þröstur Björgvinsson mjólkurfræðingur skútunni og framleiðir allt frá íssósum og sultum til hunangs- líkis og íblöndunarefna, auk þess sem fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á tækjum og vélbúnaði til mat- vælaframleiðslu. „Mikið hefur breyst hjá okkur eftir bankahrunið. Það hefur komið sér vel fyrir okkur að við notum mest íslenskt hráefni eins og rabar- bara, bláber, ýmis fjallagrös, sólber, krækiber og fleira. Einnig hefur orðið mikil aukning í sölu á inn- lendum vörum og vegna þessarar þróunar höfum við þurft að bæta við starfsfólki hjá okkur,“ útskýrir Þröstur brosandi. Ísblöndur, tómatsósur og edik Grunnurinn að Fagvörum var lagð- ur árið 1994 þegar Þröstur keypti tækjakost Ísgerðarinnar. Þröstur seldi þó hluta tækjanna áfram til annars fyrirtækis í matvælafram- leiðslu og hóf störf hjá því sem framleiðslustjóri. Samhliða því starfi framleiddi hann íssósur og íblöndunarefni. „Síðastliðin tíu ár hef ég ein- göngu starfað við fyrirtækið mitt og árið 2002 gerðum við fjölskyldan það að einkahlutafélagi. Fyrirtækið hefur náð ákveðinni sérhæfingu í framleiðslu á íssósum, sultum, ýmsum gerðum safa og íblönd- unarefnum, meðal annars fyrir þekkta framleiðendur. Við fram- leiðum einnig ísblöndur, tómatsós- ur, appelsínuþykkni, hunangslíki, edik, bragð- og hjálparefni til mat- vælaiðnaðar og ýmis sérframleiðsla er hjá okkur í undirverktöku. Þannig að það eru ansi fjölbreytt verk sem við fáum inn á borð til okkar og hefur verkefnum fjölgað mikið á þessu rúma ári frá því að hrunið varð,“ segir Þröstur. Stefna að útflutningi Ásamt framleiðslunni flytur fyr- irtækið inn og sér um samsetningu á tækjum og vélbúnaði til matvæla- framleiðslu. „Við bjóðum upp á heildar- lausnir fyrir íslenska framleiðend- ur og erum með pökkunarlínur, suðupotta og stýringar fyrir fram- leiðsluiðnað í efnaframleiðslu með áherslu á matvælageirann. Ég hef hannað suðupotta sem nota einung- is íslenska og endurnýtanlega orku, heitt vatn og raforku, og þeir hafa verið mjög vinsælir hjá okkur,“ útskýrir Þröstur og bætir við: „Einnig höfum við unnið að ráð- gjöf fyrir fyrirtæki í matvælaiðnaði eins og að uppbyggingu gæðakerfa (GÁMES), innkeyrslu á fram- leiðslubúnaði og breytingu á fram- leiðsluferlum og -línum. Við höfum líka gert tilraunir með nýsköpun og fengið viðurkenningu á verkefni með vinnslu úr sojabaunum. Flest þróunarverkefni hjá okkur snúast um útflutning og stefnum við að því að hefja útflutning á íslenskum gæðavörum en þar má sem dæmi nefna krem sem við vinnum í sam- starfi við Sóleyju Elíasdóttur leik- konu. Þannig að við sjáum fram á bjarta og spennandi tíð, enda eru möguleikarnir óendanlegir, og þó að fyrirtækjum hérlendis sé sífellt þrengri stakkur skorinn erum við hæfilega bjartsýn.“ ehg Ágúst Böðvarsson, mjólkurfræðingur, býr til fiskisósu eftir kúnstarinnar reglum en hann kom nýverið til starfa hjá fyrirtækinu. Framleiðir gæðavörur úr íslensku hráefni Þröstur Björgvinsson, mjólkurfræðingur, sem á og rekur Fagvörur ehf. ásamt fjölskyldu sinni, heldur hér á fjallagrösum sem búið er að mylja niður eftir kúnstarinnar reglum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.