Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 29
29 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009
Magnús Víðisson er 15 ára gam-
all nemandi við Glerárskóla á
Akureyri og er farinn að hlakka
heilmikið til jólanna. Hefð er
fyrir því á hans heimili að hafa
nautalundir í jólamatinn, en þær
eru jafnframt besti matur sem
Magnús fær.
Nafn: Magnús Víðisson.
Aldur: 15 ára.
Stjörnumerki: Fiskar.
Búseta: Akureyri.
Skóli: Glerárskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Þjóðfélagsfræði.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hundur.
Uppáhaldsmatur: Nautalundin
sem ég borða á jólunum.
Uppáhaldshljómsveit: Queen.
Uppáhaldskvikmynd: Forrest
Gump.
Fyrsta minningin þín? Þegar ég
var þriggja ára var mamma mín
með dagvistun á neðri hæðinni
og ég man þegar ég fékk fiskinn
minn með öllum krökkunum í
dagvistuninni.
Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á
hljóðfæri? Ég æfi fótbolta en ég
hef aldrei reynt að læra á hljóð-
færi, nema það sé skólaskylda
eins og blokkflautan í den.
Hvað er það skemmtilegasta sem
þú gerir í tölvu? Ég er ekki mikið
fyrir tölvuleiki. Finnst samt
rosalega gaman að afla mér upp-
lýsinga um bara nánast allt og er
mikið fyrir ýmsan fróðleik.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Mig langar að verða
kennari, sérstaklega tungumála-
kennari.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég var fimm
ára var ég í bílaleik með yngri
frænda mínum í bíl pabba hans,
sem er bróðir minn. Þegar við
vorum búnir að vera í dálitla
stund þá settist ég óvart á
handbremsuna og bíllinn var í
brekku. Við runnum ofan í gil
sem var við hliðina á götunni og
náðum að eyðileggja bílinn.
Hvað er það leiðinlegasta sem
þú hefur gert? Finnst nú ekkert
skemmtilegt að slá lóðina.
Ert þú farin/n að hlakka til
jólanna? Auðvitað!
ehg
Fólkið sem erfir landið
Magnús hefur mest gaman af þjóðfélagsfræði í skólanum og stefnir á að
verða tungumálakennari í nánustu framtíð.
Kominn í mikið jólaskap
Félag hrossabænda óskar hestamönnum og
hrossaræktendum gleðilegra jóla og farsældar
á komandi hrossaræktar ári.
Kíkið á nýja heimasíðu félagsins! www.fhb.is
N
o
n
n
i T
ra
ve
l –
pe
rsó
nuleg ferðaþjónusta síð
a
n
19
8
9
www.nonnitrav
el.
is
Okkar bestu
jóla- og
nýárskveðjur