Bændablaðið - 08.04.2009, Side 8

Bændablaðið - 08.04.2009, Side 8
8 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009 ÝMSIR HAFA óttast að við inngöngu Íslands í ESB muni íslenskur land- búnaður líða undir lok. Margt bendir hins vegar til þess að hann muni frekar styrkjast í sessi enda er meginmarkmið nýrrar landbún- aðar- og dreifbýlisstefnu ESB að tryggja búsetu í dreifðum byggðum allra aðildarríkja. Dregið verður úr beinum framleiðslustyrkjum til bænda en áhersla lögð á að styðja við þá til að takast á við fjölbreytt verkefni samhliða hefðbundnum búskap. Þá verður bændum tryggt ákveðið öryggi fari verð á land- búnaðarvörum niður fyrir tiltekið lágmark. En hvers vegna skyldi ESB vilja verja verulegum fjárhæðum úr sjóðum sínum til að styrkja bænd- ur til búsetu í dreifðum byggð- um? Samkvæmt landbúnaðar- og dreifbýlisstefnunni eru ástæðurnar einkum þrjár, þ.e. í fyrsta lagi að tryggja matvæli og orku fyrir íbúa álfunnar, í öðru lagi að viðhalda fjölbreyttu náttúru- og dýralífi og í þriðja lagi að skapa fjölbreytt störf. Líkt og með aðra stefnumörkun ESB er það aðildarríkjanna sjálfra að útfæra landbúnaðar- og dreif- býlisstefnuna og laga að eigin aðstæðum. Þau hafa verulegt svig- rúm í þessum efnum en þurfa þó að sýna fram á með hvaða hætti þau hyggjast ná markmiðum sam- bandsins um samkeppnishæfni og atvinnusköpun, umhverfismál og bætt lífsgæði í dreifðum byggðum. Það gera þau í aðgerðaráætlun, sem lögð er fyrir framkvæmdastjórn ESB til samþykktar. Við aðgerð- aráætlun aðildarríkjanna í landbún- aðar- og dreifbýlisþróun fléttast hugsanleg útfærsla á byggðastefnu og félagsmálastefnu sambandsins. Samkvæmt reglum ESB ber stjórnvöldum að vinna aðgerð- aráætlanir í samráði við hlutaðeig- andi hagsmunasamtök. Þannig ber þeim að vinna landbúnaðar- og dreifbýlisstefnuna í samvinnu við bændasamtök, sveitarfélög, stétt- arfélög, landshlutasamtök sveitar- félaga, atvinnuþróunarfélög og fyr- irtæki svo eitthvað sé nefnt. Það er þessara sömu aðila að útfæra áætl- unina og leggja fram fjármuni til viðbótar við styrki ESB. Í yfirliti landbúnaðardeildar ESB frá því í árslok 2008 má sjá mismunandi áherslur aðildarríkj- anna við útfærslu landbúnaðar- og byggðastefnunnar fram til ársins 2013. Flestar þjóðir hyggjast leggja mesta áherslu á umhverfismál og meðal verkefna sem þau ætla að ráðast í er endurheimting votlendis, skógrækt, uppgræðsla örfoka lands, þróun lífræns áburðar o.fl. Næst- mesta áherslu hyggjast þjóðirnar leggja á að auka samkeppnishæfni og atvinnusköpun og meðal verk- efna er ýmiss konar vöruþróun í matvælaframleiðslu, aðstoð við markaðssetningu, tækniþróun við búrekstur, endurmenntun bænda og loks ýmiss konar aðstoð við unga bændur, sem eru að hefja búskap. Meðal verkefna, sem aðildarríkin hyggjast ráðast í til að auka lífsgæði í dreifðum byggðum, eru verkefni á sviði menningararfs, vegagerð, lagning breiðbands og stofnun ýmiss konar þjónustufyrirtækja. Hin nýja landbúnaðar- og dreifbýlisstefna fellur mjög vel að íslenskum landbúnaði enda er horfið frá því að styrkja stór- ar framleiðslueiningar til þess að styrkja búskap af þeirri stærð- argráðu, sem hentar best íslensk- um aðstæðum. Vistvænar afurðir munu fá greiðan aðgang að mörk- uðum Evrópusambandsins og er þar komið sóknarfæri fyrir íslenska bændur í útflutningi hágæða afurða á borð við kjöt, skyr, smjör og jafn- vel lífrænt ræktað grænmeti. Ljóst er að ef til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kemur verða breytingar á landbúnaði og þar með högum bænda. Það gerist hins vegar á nokkuð löngum tíma og allar forsendur eru til að laga grein- ina að breytingunum í því augna- miði að standa vörð um íslenska framleiðslu og hag bænda. Ekki má heldur ekki gleyma því að íslensk- um bændum verður áfram heim- ilt að leita eftir stuðningi íslenskra stjórnvalda. Það er ekki umræðunni til gagns að miða allt út frá óbreyttu ástandi því um allan heim er verið að breyta forsendum og aðstæðum í landbúnaði og Íslendingar verða að laga sig að þeim. Þá verður að skoða málin einnig út frá þjóð- hagslegum viðmiðunum en ekki einungis sjónarmiðum einstakra atvinnugreina. Loks er mikilvægt að hafa í huga að fulltrúar bænda, þ.e. Bændasamtökin, munu leggja hönd á plóg þegar kemur að því að undir- búa samningsmarkmið Íslands, líkt og þau munu gera þegar kemur að því að útfæra aðgerðaráætlanir. Það verður hins vegar alltaf þjóðarinn- ar að eiga síðasta orðið um aðild að Evrópusambandinu í þjóðarat- kvæðagreiðslu – þegar niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. FLESTUM KOM á óvart þegar Rarik hækkaði flutnings- og dreifing- arkostnað raforku á landsbyggð- inni um 15-40% um síðustu áramót. Orkubú Vestfjarða og ýmsar aðrar minni veitur fylgdu í kjölfarið. Þessar hækkanir einar juku raforkukostnað margra býla um tugi ef ekki hundruð þúsunda króna á ári. Aðgerðir ríkissjóðs til að jafna orkukostnað landsmanna óháð búsetu hafa ekki fylgt eftir hækkunum orkuverðs. Að ekki sé minnst á marglofað átak í þrífös- un rafmagns sem er eitt brýnasta hagsmunamál til sveita. Ég spurðist fyrir um á Alþingi nýverið hver væri munur á að kynda hús í Reykjavík með hitaveitu og samsvarandi hús á Skagaströnd með rafmagni. Í svari iðnaðarráðherra kom fram að miðað við 2,0 kr/kWh með hitaveitu kostaði kyndingin 60 þús. kr. í Reykjavík en samasvar- andi hús á Skagaströnd hitað með rafmagni á 4,9 kr. kWh kostaði 147 þús. krónur á ári . Er að furða þótt Skagstrendingar og aðrir sem búa á s.k. köldum svæðum horfi vonaraugum til varmaorku og hitaveitu Það sést vel á þessum mun hversu gríðarlegt hagsmuna- mál það er að jafna orkuverð og leita allra leiða til að lækka hús- hitunarkostnaðinn. Því ber að leggja ríka áherslu á jarðhitaleit og virkjun jarðhita til húshitunar og annarra samfélagsnota. Það er bæði atvinnuskapandi og gjald- eyrissparandi fyrir þjóðina Á Alþingi voru nú á dögun- um samþykkt lög sem víkkuðu mjög heimildir ríkissjóðs til niður- greiðslna og orkusparandi aðgerða við húshitun á köldum svæðum. Samkvæmt lögunum verður nú heimilt að greiða niður raf- orkukostnað við varmadælur til húshitunar svo og að styrkja breytta orkuöflun til húshitunar og styrkja endurbætur á íbúðar- húsnæði á köldum svæðum til að draga úr kyndikostnaði. Þessar aðgerðir geta skipt þau heimili miklu máli sem búa við þær aðstæður sem greint er frá í lögunum. Ég hvet bændur og önnur þau heimili sem þessi lög geta náð til að kanna möguleika sína í þess- um efnum. UMRÆÐA UM það hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu hefur verið mikil um nokkurn tíma, jafnt hér í blaðinu og öðrum fjölmiðlum. Þeir virðast til sem trúa því að þjóðarinnar bíða nánast tortíming, hið minnsta efnahagslega, komist hún ekki inn fyrir hið gullna hlið Evrópusambandsins. Um leið er það einnig sannfæring hjá mörgum að í þennan félagsskap eigi íslenska þjóðin ekki erindi og í þeim hópi tel ég mig vera. Eins og lesend- ur þekkja þá hafa Bændasamtök Íslands mótað mjög skýra sýn um það að þangað telji þau íslenskan landbúnað fátt hafa að sækja. Í blaðinu hafa verið færð fyrir því sterk rök að þær breytingar sem Evrópusambandsaðild fylgdu mundu verða íslenskum landbúnaði þungar í skauti og veikja umtals- vert stöðu hans. Undir þetta vil ég heilshugar taka en ætla samt ekki að ræða þau mál frekar hér. Öðrum rökum gegn aðild vil ég aðeins víkja að og í framhaldi af því nefna atriði í tengslum við þá almennu umræðu sem fram fer um málið. Á ÞAÐ hefur margoft verið bent að ákaflega mikið skortir á lýðræð- islega ákvarðanatöku í stjórn- sýslu og stjórnkerfi sambandsins. Umhugsunarefni hlýtur einnig að vera hvernig umfjöllun hefur orðið um þjóðaratkvæðagreiðslur hjá ýmsum þjóðum innan sambands- ins, hafi niðurstaða orðið á annan veg en valdaöflin stefndu að, eins og alloft hefur gerst. Stjórnkerfi sambandsins einkennist mjög af umfangsmiklu skrifræði og gríð- arlega mikilli miðstýringu. Fyrir smáþjóð líkt og okkur eru slíkir stjórnhættir veruleg ógnun. Öll orðræða fylgismanna um nauðsyn þess að koma að borðinu til að geta haft áhrif virkar á mig sem skrýtla, trúi þetta fólk þessu í raun. Ég á mjög erfitt með að trúa að það sé haldið jafn algerri blindni. Lýsingar margra fulltrúa frændþjóða okkar um hið algera tilgangsleysi slíkr- ar baráttu innan þessa kerfis á þar að vera næg viðvörun. Áskoranir frænda okkar um að við Íslendingar þurfum að bætast í hópinn til að efla hin norrænu áhrif innan sam- bandsins virka fyrst og fremst sem örvæntingaróp hins fullkomna áhrifaleysis þeirra í núverandi stöðu eins og oft mun í raun. Miðstýringarkerfi er ákaflega hættulegt litlu samfélagi eins og okkar þar sem sérstaða og sjón- armið okkar yrðu fótum troðin af áhrifaöflunum. Þegar þar við bæt- ist landfræðileg staða innan sam- bandsins, sem við fáum engu um breytt, þá er veruleg ástæða til að ætla að við yrðum á mjög skömm- um tíma arðrændur og vanþróaður útkjálki innan sambandsins. Það er einu sinni eðli sterkra miðstjórn- arkerfa eins og við sjáum þarna að vegna miðflóttaflsins sem þau skapa þá verða þau svæði sem fjærst miðjunni liggja ætíð meira og minna vanrækt. Þetta er hlut- ur sem við þekkjum úr okkar litla samfélagi en mundi birtast okkur með ofurkrafti innan sambandsins. Það er því full ástæða til að ótt- ast að hlutur okkar gæti á ótrúlega skömmum tíma orðið líkur því sem íbúar Nýfundnalands upplifðu á síðustu öld. RÉTT ER í þessu sambandi að víkja að atriðum úr orðræðunni um þessi mál þar sem hún tengist óbeint miðstýr- ingaráráttu. Það er árátta sambands- sinna að kalla andstæðinga sam- bandsins einangrunarsinna. Nú er að vísu ákaflega margt í þeirra orðræðu sem virkar sem hálkveðnar öfug- mælavísur. Á það ekki við um þessa upphrópun? Ég þekki það alls ekki að þeir sem hvetja til að Íslendingar haldi sig utan sambandsins hvetji á einn eða neinn hátt til einangrunar. Þvert á móti þá held ég flestir slík- ir hvetji til vinsamlegra samskipta á jafnréttisgrunni við sem flestar þjóðir og ríkjasambönd. Talsmenn aðildar virðist mér hins vegar að tali um sambandið sem lokaðan klúbb sem einangri sig frá öðrum. Þannig virðist það vera sambandið sem vilji halda uppi einangrunarstefnu. Nú held ég að vísu að þetta sé ekki jafn slæmt og talsmenn þess hér á landi láta. Að vísu er sambandið ekki neinn Líonsklúbbur eins og Einar Már Guðmundsson hefur margoft bent á í bráðsnjöllum greinum sínum í Morgunblaðinu í vetur. Sambandið á uppruna sinn sem hópur harðsvír- aðra, kapitalískra nýlenduvelda sem er myndað þegar nýlenduveldin hrundu un miðja síðustu öld. Þess vegna er ef til vill í grunninn oft grynnra en sýnist á hugmyndum einangrunar og einokunar hjá sam- bandinu en virðist í fyrstu. Orðræðan snýst einnig af mikl- um þunga hjá talsmönnum aðildar um þá efnahagslegu vá sem þjóð- inni sé búin beri hún ekki gæfu til aðildar að sambandinu. Þannig er, að ég tel mig þekkja mikið til umræðunnar í Noregi í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslu þeirra í tvígang um aðildarsamning, eink- um samt í fyrra skiptið þegar ég fylgdist með þessari umræðu í hringiðu hennar. Hún var að vísu miklu harðari en hér hefur verið en jafnframt mun skýrari um mál- efnið sjálft. Þarna hljómuðu þá einnig efnahagslegar heimsenda- spár þeirra sem börðust fyrir aðild. Sagan hefur dæmt og sýnt það í meginatriðum sem helbert rugl, sem þessir sömu aðilar virðast ekki kjósa að flíka mikið í dag. Þá skipti það meginmáli í þeirri baráttu að Verkamannaflokkurinn í Noregi, systurflokkur Samfylkingarinnar, var klofinn í málinu. Nokkrir öflug- ir forystumenn flokksins úr verka- lýðshreyfingunni, sem stóðu föst- um fótum í þeirri grasrót sem þeir voru sprottnir úr, skipuðu sér þar í framvarðarsveit og voru tvímæla- laust þeir aðilar sem úrslitum réðu í baráttunni þar. Því miður virðist íslensk verkalýðshreyfing ekki eiga slíkum sterkum talsmönnum, sem þekkja sinn uppruna, á að skipa. UMRÆÐA TALSMANNA aðildar hér á landi um efnahagsleg áhrif minna ótrúlega mikið á þá umræðu sem var í Noregi á þeim tíma þannig að nánast líkist draugagangi. Gömlu draugarnir sem hrelldu þjóðina fyrr á öldum héldu sig mest við nátt- myrkrið en í dag birtast þeir í dags- birtu. Gömlu draugarnir hétu að vísu Þorgeirsboli, Skotta og Móri, en heita víst í dag Björgvin, Ólína og Árni Páll. Bjarni Harðarson hefur verið að vekja athygli á því að jólasveinum í önnum utan síns hefðbundna starfstíma farnist yfir- leitt ekki vel. Draugar í dagsbirtu verða þannig einnig fremur hvim- leiðir. Íslendingum tókst á síðustu öld að vinna sig frá draugatrúnni og vonandi tekst það einnig með hina nýju draugatrú Evrópusambands- aðildar sem haldið er að þjóðinni þessa dagana. Draugar um hábjartan dag Vill ESB landbúnaðinn burt? Anna Margrét Guðjónsdóttir forstöðumaður í Brussel, skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Evrópumál Jöfnun raforkuverðs og húshitunarkostnaðar Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna í Norðvestur kjördæmi Orkumál ÞAÐ ER hverri þjóð mikilvægt að tryggja matvælaöryggi og leita ávallt leiða til að vera sem mest sjálfbær á þessu sviði. Í því sam- bandi gegnir landbúnaðurinn mik- ilvægu hlutverki, auk þess sem hann tryggir einnig búsetu og veitir fjölda fólks atvinnu vítt og breitt um landið. Í framhaldi af hruni bankanna og falli krónunnar hefur gætt auk- innar jákvæðni í garð landbúnaðar og innlendrar framleiðslu. Í dag fer lítið fyrir þeim sem töldu mik- ilvægt að opna landið að fullu fyrir innfluttum landbúnaðarafurðum og leggja niður ríkisstyrki. Eftir hrunið bárust fréttir af því að ein- ungis væru til tveggja vikna birgð- ir af kjarnfóðri í landinu og leiddar voru að því líkur að mögulegur skortur á matvælum gæti orðið staðreynd. Komin var upp sú staða að fjölmiðlar veltu því upp hvort matvælaöryggi þjóðarinnar væri ógnað. Halli ríkissjóðs á þessu ári er áætlaður um 170 milljarðar kr. Áætlanir gera ráð fyrir því að hall- inn verði kominn niður í 100 millj- arða innan tveggja ára, sem er vaxtabyrði skuldbindinga vegna bankahrunsins, Icesave-reikninga o.fl. Greiðslubyrði mun síðan aukast til muna þegar við hefjumst handa við að greiða niður höfuðstól þessara lána. Til að greiða niður þessar skuldbindingar verður nauð- synlegt að stórefla alla innlenda framleiðslu og auka útflutning. Landbúnaðurinn verður því mjög mikilvægur í því hlutverki að spara gjaldeyri. Öflug innlend matvælafram- leiðsla er þjóðhagslega hagkvæm. Hún gegnir mikilvægu samfélags- legu hlutverki og möguleikar Íslendinga eru miklir ef rétt er á málum haldið. Á þeim erf- iðu tímum sem eru framundan er mikilvægt að ráðast ekki í stór- ar aðgerðir sem beint eða óbeint veikja umhverfi landbúnaðar til lengri tíma litið, þar ber helst að nefna innflutning á hráu kjöti og ESB-aðild. Stjórnvöld og stjórn- málaflokkar sem raunverulega við- urkenna mikilvægi landbúnaðar og matvælaöryggis mega ekki tala tungum tveim þegar kemur að þess- um málum. Þeir verða að taka slag- inn og standa með bændum og mat- vælaframleiðendum. Landbúnaður í lykilhlutverki Ásmundur Einar Daðason bóndi Lambeyrum, Dalabyggð, skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Landbúnaðarmál Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Evrópumál

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.