Bændablaðið - 08.04.2009, Qupperneq 9

Bændablaðið - 08.04.2009, Qupperneq 9
9 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009 Treys tum á landbúnaðinn! Opnir fundir með frambjóðendum í aðdraganda alþingiskosninga Landbúnaðardagur kosningabaráttunnar verður haldinn fimmtudaginn 16. apríl. Bændasamtökin standa fyrir fjórum opnum kvöldfundum á jafn mörgum stöðum á landinu. Megintilgangurinn er að leiða saman bændur, áhugasaman almenning og frambjóðendur til þess að skiptast á skoðunum um málefni landbúnaðarins. Forystumenn bænda munu halda stutt framsöguerindi en síðan munu frambjóðendur halda tölu um sín áherslumál og afstöðu gagnvart íslenskum landbúnaði. Á eftir verða umræður sem án efa verða líflegar eins og gjarnan er þegar landbúnaðarmál eru annars vegar. Fyrr um daginn verður opið hús fyrir frambjóðendur hjá nokkrum bændum og afurðastöðvafyrirtækjunum. Bændur eru hvattir til þess að taka þátt í því að uppfræða tilvonandi þingmenn um það sem skiptir máli – íslenskan landbúnað! Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum og hefjast allir kl. 20:30, fimmtudagskvöldið 16. apríl. Hótel Selfossi - Suðurkjördæmi Hlégarði Mosfellsbæ - Kraginn og Reykjavík Hótel Borgarnesi – Norðvesturkjördæmi Hótel KEA - Norðausturkjördæmi Hversu mikilvægt er að verja matvælaframleiðslu og fæðuöryggi á Íslandi? Hvar liggja tækifæri landbúnaðarins til aukinnar atvinnusköpunar? Hvaða stefnu hafa frambjóðendur og flokkarnir í landbúnaðarmálum? Hvert verður hlutverk íslensks landbúnaðar í breyttum heimi? Hvernig ætlar þjóðin að nýta matvælaauðlindir landsins í framtíðinni? www.bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.