Bændablaðið - 08.04.2009, Page 10

Bændablaðið - 08.04.2009, Page 10
10 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009 Þann fimmta nóvember síðastlið- inn opnaði Matís Matvælasmiðju á Höfn í Hornafirði. Um er að ræða starfsemi sem á að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki sem vilja hefja virðisaukandi smá- framleiðslu matvæla úr íslensku hráefni. Markmiðið með Mat- vælasmiðjunni er að hægt verði að fullgera vörur sem hægt er að selja beint til neytenda. Í húsnæði Nýheima, þekkingar- miðstöðvar, sem hýsir m.a. Matvælasmiðjuna, hefur farið fram hugmyndavinna og gerð viðskiptaáætlana í tengslum við vöruþróun en með tilkomu Matvælasmiðjunnar hefur næsta skref verið tekið og aðstaða sköp- uð til að fullþróa vörur fyrir neytendamarkað. Úr lélegri humarvertíð í lífefnafræði Guðmundur H. Gunnarsson er fagstjóri í nýsköpun matvæla hjá Matís á Hornafirði og leiðir starf Matvælasmiðjunnar. Hann er fæddur Hornfirðingur og lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Framhaldsskólanum í Austur- Skaftafellssýslu. „Ég var alinn upp við sjóinn frá því að ég var krakki. Eftir framhaldsskóla fór ég á sjóinn en eftir lélega humarvertíð ákvað ég að þetta gengi ekki og ákvað með engum fyrirvara að skrá mig í frekara nám. Ég hafði áhuga á náttúrufræði en það var eiginlega ekki fyrr en að ég var kominn inn í nemendaskráningu HÍ að ég ákvað að fara í lífefnafræði, sem var þá nýlegt nám á háskólastigi. Það þró- aðist þannig að ég kláraði lífefna- fræðina og fór svo í framhaldsnám í sameindaerfðafræði.“ Eftir að Guðmundur lauk námi stofnaði hann – í samstarfi við félaga sína – sprotafyrirtæk- ið Lífeind ehf. sem sérhæfir sig í þróun tæknilausna í flóknum kjarn- sýrugreiningum. „Í raun og veru var ég orðinn sannfærður um að það ætti ekki fyrir mér að liggja að fá vinnu við hæfi í heimabyggð vegna þess að ég var eiginlega búinn að mennta mig frá því. Það var alls ekki markmiðið í upphafi, enda efast ég um að margir hugsi svo mikið um það þegar þeir hefja sitt háskólanám. Það var ekki fyrr en maður var kominn með fjölskyldu að það kom upp löngun til að flytja aftur í heimabyggð og njóta þeirra lífsgæða sem bjóðast á landsbyggð- inni, m.a. þegar kemur að aðstöðu til uppeldis barna. Í raun og veru var ég búinn að láta hafa það eftir mér opinberlega að ég myndi flytja heim án umhugsunar ef rétta starfið væri í boði. Það var því lítið annað að gera en að láta vaða þegar kallið kom. Ég sé ekki eftir því.“ Mótun draumastarfsins á Höfn Guðmundur segir að þegar hann kom aftur á Höfn hafi beðið hans það verkefni að móta starfið sem þar færi fram á vegum Matís. „Það má skipta áherslum starfsins í þrennt: Í fyrsta lagi eru það rann- sóknir á leturhumri með áherslu á aukið verðmæti, þá þróun aðferða til útflutnings á lifandi skeldýrum og loks uppbygging á smáfram- leiðslu matvæla með áherslu á stað- bundið hráefni. Forsenda þess að Matís ákveður að setja upp starfs- stöð á Hornafirði er í grunninn uppbyggingin á þekkingarsetrinu Nýheimum. Með þeirri nálgun er tryggt að starfsemin einangrist ekki heldur fari fram í hringiðu skapandi samvinnu. Því má segja að ég vinni núna á draumavinnustað.“ Hann segir að mörg frumkvöðlaverk- efni og örfyrirtæki séu byggð upp í kringum matvælaframleiðslu, sérstaklega eigi það við í dreifbýli þar sem aðgengi að auðlindum lands og sjávar er oft fyrir hendi og mikil hefð fyrir veiðum, ræktun og hráefnisvinnslu. „Slík fyrirtæki skapa oft ný störf og aukna veltu á dreifbýlum svæðum þar sem áhersla þeirra er á frekari vinnslu úr staðbundnu hráefni sem annars er selt af svæðinu til fullvinnslu. Með því að umbreyta hráefni í matvöru innan svæðis má auka verulega virði hennar. Áhersla slíkra fyr- irtækja er gjarnan á framleiðslu sælkera- eða sérvörumatvæla sem greitt er hátt verð fyrir á sérhæfðum mörkuðum. Þannig styður fram- leiðslan hagkerfi svæðisins, þar sem að kostnaður við framleiðsl- una eykur veltu á svæðinu og sala hennar eykur fjármagn í hagkerfi svæðisins.“ Áhugi á smáframleiðslu fer vaxandi Það er ljóst að Íslendingar hafa verið eftirbátar flestra nágranna- þjóða sinna þegar kemur að sölu heimavinnsluafurða og í ýmiss konar smáframleiðslu. Á síð- ustu árum hefur þó orðið vakn- ing í þessum málum á Íslandi og má í því sambandi nefna formlega stofnun félagsskaparins Beint frá býli í fyrra, en tilgangur hans er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Guðmundur segir smáframleiðsluvörur oft geðj- ast neytendum betur en magnfram- leiðsluvörur. „Þannig fylla þær oft þörf um upplifun, sjálfbærni, gæði eða hafa sterka skírskotun í mat- armenningu. Fyrir neytendur eru slíkar vörur áhugaverðar sem til- breyting frá hinni öflugu versl- anakeðjuvæðingu. Áhugi á matar- ferðamennsku er einnig orðinn mikill og þróun matvælaafurða sem henta sérstaklega sem minjagripir fyrir ferðamenn,“ segir hann. „Þegar öflug og stór matvæla- fyrirtæki þróa nýjar vörur reiða þau sig á faghópa sem í eru m.a. matvælafræðingar, matvælaverk- fræðingar, hönnuðir og markaðs- sérfræðingar. Fyrir örfyrirtæki og frumkvöðla er erfitt að beita sömu nálgun. Því er mikilvægt að stuðn- ingskerfið í nærumhverfinu byggi upp ferla sem tryggja aðgang að nauðsynlegri sérfræðiþekkingu og tækjabúnaði. Með þessu er leyst lykilskref í vöruþróunarferlinu sem reynist oft erfitt fyrir örfyrirtæki að leysa af sjálfsdáðum. Matvælasmiðjan sem stuðningur við örfyrirtæki í matvælaiðnaði Guðmundur segir frumkvöðla í matvælageiranum mæta mörg- um hindrunum við uppbyggingu á starfsemi sinni. Hann tiltekur í því sambandi nokkur atriði; takmark- aða þekkingu á ferlum í matvæla- framleiðslu, háan stofnkostnað við kaup á framleiðslutækjum, flókið regluverk, kostnað og ónóga þekk- ingu við vöruþróun/hönnun, skort á geymsluplássi fyrir afurðir, áhættu við markaðsfærslu og dýrar dreifi- leiðir. Sé markvisst unnið að upp- byggingu stoðkerfa til að minnka þessar hindranir er líklegt að örva megi mjög nýsköpun tengda smá- framleiðslu matvæla á Íslandi. „Matvælasmiðjan er byggð upp þannig að þar geta frumkvöðlar hafið framleiðslu á afurðum án þess að þurfa að takast á við háa stofnfjárfestingu í tækjabúnaði og flókið regluverk. Með þessu geta frumkvöðlar farið í gegnum vöruþróun/hönnun og gert mark- aðsathuganir á vörunni með mun minni tilkostnaði en annars væri. Þannig má líka lágmarka áhættu sem felst í fjárfestingu í búnaði áður en varan hefur verið að fullu þróuð eða prófuð á markaði. Með því að tengja Matvælasmiðju við frumkvöðlastuðning og fræðslu er skapað samfellt ferli þar sem hægt er að veita eftirfylgni og stuðning frá hugmynd að vöru. Eftir að hafa farið í gegnum ferlið getur frum- kvöðullinn svo annað hvort sett upp sína eigin framleiðslulínu eða nýtt sér aðstöðu Matvælasmiðju gegn leigugjaldi. Slíkt gæti verið sérstak- lega hentugt fyrir allra minnstu fyr- irtækin, sem jafnvel væru eingöngu að framleiða vörur yfir stutt tímabil á hverju ári.“ Matvælasmiðjan ein sinnar tegundar Matvælasmiðja Matís á Höfn er fyrsta smiðja sinnar tegundar sem sett er upp á Íslandi. Tækjakostur er þar góður og flest til staðar sem þarf til vinnslu á smáfram- leiðsluafurðum, en búnaðurinn er valinn þannig að hann hent- ar til framleiðslu á takmörk- uðu magni. Auk þess eru nokk- ur stærri og sértækari tæki eins og frostþurrkari og tölvustýrður reykofn. Starfsemin hefur farið vel af stað, að sögn Guðmundar. „Matvælasmiðjan og hugmynda- fræði hennar hefur fengið mjög góðan hljómgrunn. Fyrst og fremst hafa verið mynduð þróun- arverkefni í nærumhverfi smiðj- unnar [þ.e. á Suðausturlandi]. Það er þó mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að Matvælasmiðja Matís er hugsuð á landsvísu. Hún er opin öllum þeim sem vilja hefja vöruþróun eða smáfram- leiðslu. Eitt fyrirtæki, staðsett í Reykjavík, nýtir sér t.a.m. aðstöð- una nú þegar. Fyrirtækið heitir Hundahreysti og vinnur að fram- leiðslu á ferskfóðri fyrir hunda. Í fóðrið er einungis notað hrátt íslenskt kindakjöt, nautavamb- ir og blóð. Við þetta er svo bætt kartöflutrefjum, hveitiklíði, kalki, steinefnum og vítamínum. Fóðrið er selt frosið og geymist í u.þ.b. ár í frysti. Frumkvöðlarnir sem stofnuðu fyrirtækið hafa gengið lengi með hugmyndina í mag- anum en hafa ekki treyst sér í fjár- festingu við framleiðsluaðstöðu fyrr en þau hafa þreifað betur fyrir sér á markaði. Sveitarfélagið Hornafjörður setti einnig upp smáverkefnasjóð þar sem aðilar á svæðinu voru hvattir til að sækja um vöruþróunarstyrki til að hefja smáframleiðslu úr staðbundnu hráefni í Matvælasmiðjunni. Skemmst er frá því að segja að alls komu 14 umsóknir um stuðn- ing. Áætlað er að þeim verkefnum ljúki á árinu 2009, en þau eru úr öllum áttum og koma úr landbún- aði, sjávarútvegi, veitingahúsageir- anum og ferðaþjónustu. Þau hafa það öll sammerkt að út úr þeim á að koma afurð tilbúin til sölu í nærum- hverfinu. Eins hafa nokkur verkefni nú þegar farið af stað og má þar nefna framleiðslu á andafitu fyrir veitingahús og smásölu, heitreyk- ingu á handfæraveiddum makríl og framleiðslu á frostþurrkuðum rab- Guðmundur H. Gunnarsson leiðir starf Matvælasmiðjunnar á Höfn Í draumastarfi við vöruþróun Í húsnæði Nýheima á Höfn fer fram afar fjölþætt starfsemi. Þar er fjöl- breytt menntunar- og menningar- starf, auk ráðgjafar- og nýsköpunar- starfa af ýmsum toga. „Ég sé eflingu smáframleiðslu matvæla sem áhugaverða leið til innri uppbyggingar svæðisins. Slík framleiðsla styður bæði við atvinnusköpun á svæðinu, styrkir stöðu hráefnisframleiðanda, minnkar hagrænan leka vegna innflutnings matvæla á svæðið, eykur við nýsköpunargetu samfélagsins og bætir framboð á fjölbreyttum og heilnæmum matvælum á svæðinu.“ myndir og texti | smh

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.