Bændablaðið - 08.04.2009, Side 13

Bændablaðið - 08.04.2009, Side 13
13 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009 ER RAFGEYMIRINN TÓMUR? HLEÐSLUTÆKI 12V 3,6A 12V 0,8A Tilboð í mars 10% afsláttur af þessum tveimur tækjum Út er komin bókin Jarðabók Skeiðahrepps. Höfundur og rit- stjóri er Jón Eiríksson, bóndi og fyrrv. oddviti í Vorsabæ á Skeiðum, en útgefandi er Ungmennafélag Skeiðamanna. Bókin er mikið verk, rúmlega 600 bls. í stóru broti. Meginhluti hennar, um 350 bls., er lýsing á jörðum hreppsins, búskaparkostum og hlunnindum en einnig óþægind- um, t.d. vegna votlendis, áður fyrr. Þá er rakin saga jarðanna, eftir því sem vitað er, náttúruminjar raktar, birt er skrá um örnefni hverrar jarð- ar og lýsing á þeim, ábúendaskrá frá 1703 og skrár um heimildir, bæði prentaðar og úr skjalasöfnum, og einnig skrá um heimildarmenn. Þá er þess ógetið að loftmynd í opnu er af hverri jörð, sem og fjöldi annarra ljósmynda af náttúrufari, byggingum og bústörfum á jörð- inni. Fremst í bókinni er sveitarlýs- ing og lýsing á ýmsum sérkennum í landslagi hennar. Á eftir jarðalýsingunum er stór kafli um helstu framkvæmdir í hreppnum á félagslegum grunni, svo sem um Skeiðaáveituna, kalda- vatnsveitu og hitaveitu, sand- græðslu og baráttu við landbrot Hvítár, Þjórsár og Stóru-Laxár. Þar á eftir er kafli með vandaðri umfjöll- un um Skeiða- og Flóamannaafrétt á fyrri og síðari tímum og að lokum er kafli um fornar leiðir og sam- göngur um Skeið og Flóa. Þessi upptalning gefur afar ófullkomna mynd af því verki sem hér er á ferð og enn minni af því verki sem að baki því liggur. Þar er nauðsynlegt að gera nokkra grein fyrir höfundi og ritstjóra bókarinn- ar, Jóni Eiríkssyni í Vorsabæ. Ekki verður séð að hann hafi átt sér ólík- an heimanmund út í lífið en gekk og gerðist þegar hann ólst upp. Hann er fæddur í Vorsabæ árið 1921 og ólst þar upp, nam við Héraðsskólann á Laugarvatni á árunum 1939- 1941 og stofnaði nýbýli í Vorsabæ nokkrum árum síðar, þar sem hann hefur búið með konu sinni, Emilíu Kristbjörnsdóttur, en þau eiga fjög- ur börn. Jón hóf snemma þátttöku í félagsmálum sveitarinnar og var m.a. oddviti Skeiðahrepps í 40 ár, 1950-1990, auk þess sem hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum utan sveitar. Þetta gefur þó afar takmarkaða mynd af sérstöðu hans. Sú sérstaða felst í óvenju lifandi áhuga hans á umhverfinu þar sem hann býr, framfarahug hans, áræði og samstarfshæfileikum. Þá gerð- ist það ævintýri í lífi hans að strax árið 1941 eignaðist hann myndavél og hann fór að mynda umhverfi sitt, m.a. fólk við bústörf og fram- kvæmdir, en einnig við göngur og réttir eða í frístundum. Frá þeim tíma og allt til þessa á hann á annan tug þúsunda mynda, sem eru ómet- anlegur fjársjóður og koma að miklum notum í bókinni. Þegar þetta er dregið saman og fleira ónefnt, þá lyftist Jarðabók Skeiðahrepps upp í nýja vídd, sem tæpast á sér samjöfnuð hér á landi. Bókin spannar svo vítt svið að hún verður „hlutur fyrir heild“ (pars pro toto); litli hreppurinn Skeið, sem hvorki á land að sjó né til heiða, sem er e.t.v. einsdæmi hér á landi, verður fulltrúi stærsta og samfelld- asta landbúnaðarhéraðs hér á landi. Þeir sem leita sér upplýsinga um landbúnað og dreifbýli í Árnessýslu og víðar á landinu hafa þarna byrj- unarreit um margt í nútíð og fortíð. Það er kostur í þessu sambandi að myndin af Skeiðunum yfir- gnæfist ekki af stórum sögulegum atburðum, stórum sögustöðum né áberandi mönnum í sögu lands og þjóðar á kostnað heildarmyndar- innar. Skeiðin er góðsveit þar sem búskapur stendur styrkum fótum, íbúar hennar hafa alla tíð barist við náttúruöflin; stórflóð í aðliggjandi vatnsföllum, hún er á sprungubelti þannig að skaðar af völdum jarð- skjálfta hafa dunið þar yfir og Hekla, með eldgos sín og öskufall, ekki langt undan. Fyrir öllu þessu er gerð góð grein í bókinni. Þegar allt er saman tekið, nefnt og ónefnt, er hér um bók að ræða sem á sér vart eða ekki samjöfnuð. Fram kemur að meira en 60 ár eru síðan Jón Eiríksson fór að safna því efni sem hér birtist á bók. Þar sem það verk er unnið meðfram bústörf- um og umfangsmiklum félagsmála- störfum er ljóst að höfundur kann til skipulegra vinnubragða, þar sem jafnt þarf að gæta að smáatriðum og yfirsýn. Þá leitaði hann jafnframt og naut atfylgis mikils fjölda karla og kvenna sem bjuggu að vönduðustu upplýsingum, hvert á sínu sviði. Þannig sameinar bókin það að vera fræðirit og alþýðleg bók þar sem hver sá sem áhuga hefur á þjóðlegri menningu, sögu og atvinnuháttum, hefur margt að sækja. Hafi Jón Eiríksson og allir þeir sem lögðu þessu verki lið heilar þakkir. Matthías Eggertsson Ritfregn Jarðabók Skeiðahrepps Höfundur Jarðabókar Skeiðahrepps, Jón Eiríksson í Vorsabæ, með grip- inn sem er mikið stórvirki. Mynd | MHH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.